Undarleg viðhorf ráðherranna

Ég horfði á Silfur Egils áðan.  Ég velti fyrir mér hvort Jóhanna og Steingrímur hafi ekkert þjálfað fólk í samningatækni í kringum sig, sem þau taki mark á. Niðurrif þeirra á samningsstöðu þjóðarinnar er löngu hætt aðvera broslegt. Það er orðið mjög alvarlegt.

Í allri samningatækni byggist árangurinn á tveimur meginatriðum. Annars vegar að láta líta svo út sem það skipti mann engu máli hvort samningar náist eða ekki.  Hins vegar að gera sér sem gleggsta grein fyrir lagalegri réttarstöðu sinni og setja, í uppafi, fram þær ítrustu kröfur sem hægt sé að gera.  Í upphafi samningaumleitana er ekki ljáð máls á neinum tilslökunum; ekki fyrr en slaka verður vart frá gagnaðilanum. Þó samningur væri okkur bráðnauðsynlegur, látum við sem það skipti okkur engu máli þó umtalsverðan tíma taki að ná niðurstöðu. Við eigum okkur skýra mynd af hve mikla eftirgjöf við viljum fá frá gagnaðilanum og sýnum enga eftirvæntingu um skjóta niðurstöðu um samstöðu.

Þessar grundvallarreglur samningsmarkmiða brjóta Jóhanna og Steingrímur, nánast í hvert skipti sem koma fram í fjölmiðlum og ræða um Icesave málið. Í nánast hverju viðtali tala þau um hve okkur sé mikil þörf á að ljúka þessum samningum sem fyrst, því allt þjóðfélagið sé í gíslingu þessara samnigna.

Gagnaðilinn, sem jafnharðan fær öll þeirra ummæli til sýn, sér glögglega að þessir forystumenn ríkistjórnarinnar upplifa sig í svo mikilli þörf fyrir að ná samningum. Viðbrögð gagnaaðilans verða því þau að gefa lítið sem ekkert eftir, því forystumenn okkar séu greiðilega að fara á taugum og upplifi sig í mikilli tímaþröng og undir pressu.  Það verði því ekki löng bið eftir því að þau gefist upp og samþykki ítrustu kröfur, e.t.v. með örlitlum tilslökunum.  Gagnaðilarnir hafa samningstæknina á hreinnu og láta sem þeir hafi allan tíma framtíðarinnar fyrir sér og þeim liggi ekkert á að semja. 

Hvernig getum við vænst góðrar niðurstöðu með svona framgöngu?????????????       

             


mbl.is Ekki heilindi hjá stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það ER mikilvægt að kjósa

Ef litið er til sögunnar, teljast þetta líklega mikilvægustu kosningar sem fram hafa farið frá lýðveldisstofnun. Af hverju skildi ég segja þetta.

 Þátttakan í þessum kosningum færa stjórnvöldum skilaboð um vilja þjóðarinnar til virkara lýðræðis og vakandi aðhalds að störfum stjórnmálamanna; að þau séu ævinlega sem best í samhljómi við vilja meirihluta þjóðarinnar.     

Aðalefni þessara kosninga er hvort þjóðin vilji gangast í ábyrgð fyrir ótilteknum upphæðum af skuldum einkafyrirtækis í gjaldþrotastöðu, og greiða þær samkvæmt gerðum samningi (Svavarssamning) og þeim ákvæðum sem tiltekin eru í lögunum sem kosið er um.

Ef lítil þátttaka verður í kosningunum, má reikna með að Bretar og Hollendingar túlki það sér í hag og verði lítt sveigjanlegir í endurskoðun þegar gerðra samninga.

Verði þátttakan lítil, lítill munur á milli JÁ og NEi atkvæða og óvenjulega margir sem skila auðu, mun það verða túlkað sem lítil andstaða þjóðarinnar við fyrirliggjandi samning og þau lög sem kosið er um. Það mun draga verulega úr áhuga Br. og Holl. við að endurskoða þegar gerða samninga.

Fari svo að meirihluti kjósenda segi JÁ, kemst á bindnandi ríkisábyrgð á skuld einkafyrirtækis, sem engar lagaskuldbindingar voru um að ríkissjóður bæri ábyrgð á. Í slíkri stöðu væri engin ástæða fyrir Br. og Holl. að breyta þegar gerðum samningum, þar sem lagastaðfesting er þá komin fyrir ríkisábyrgð og algjöru réttleysi okkar til að bera hönd fyrir höfuð okkar, vegna endanlegra kröfuupphæðar.  Áskrift að áratuga fátæktarbasli, þar sem flestar auðlindir þjóðarinnar mundu líklega lenda í höndum erlendra aðila.

Ef kosningaþátttaka verður meiri en samanlagður atkvæðafjöldi stjórnarflokkanna, í síðustu alþingiskosninum, og umtalsverður meirihluti kjósenda svöruðu með NEI, er fram komin skýr afstaða stórs hluta þjóðarinnar, fyrir andstöðu við þá samninga (Svavarssamninginn), sem er undirstaða laganna sem kosið er um staðfestingu á.

Verði þátttakan mikil og mikill meirihluti segi NEI, er ekki kominn á neinn bindandi samningur, þar sem Br. og Holl. hafa ekki samþykkt lögin frá síðasta sumri (með öllum fyrirvörunum). Það mun einnig færa Br. og Holl. heim þau skilaboð að þjóðin láti ekki viðgangast að stjórnmálamenn hennar séu blekktir til skuldbindinga sem enginn lagagrundvöllur sé fyrir.

Slík ákveðni þjóðarinnar gæti skilað álíka árangri og landhelgisstríðið gerði.

ALLIR ÚT AÐ KJÓSA             


« Fyrri síða

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband