3.6.2009 | 17:59
Athyglisverð ummæli, án sýnilegs innihalds eða raunskilnings á því hvað tölurnar segja
Mér finnst það dálítið léttúðugt hjá Jóhönnu að skauta í gegnum þessi málefni á ósamtengdum prósentuþáttum, sem löngu er vitað að segja EKKERT um raunveruleikann; en það er einmitt hann sem verið er að fjalla um.
Í fréttinni koma fram þessar sundurlausu upplýsingar:
tæplega 5.000 heimili séu með neikvæða eiginfjárstöðu upp á 5 milljónir kr. eða meira. Þau skuldi samanlagt tæplega 20% af öllum heildar húsnæðisskuldum.
Neðar í þessari upplýsingagjöf er talað um fjölda heimila í prósentutali, en þess er ekki getið hvað þessi 5.000 heimili eru mörg prósent af heimilum landsins.
Þarna er einnig talað um að skuldir þessara heimila séu 20% af öllum heildar húsnæðisskuldum. Ekki er hægt að vita hver upphæðin er, vegna þess að upphæð heildarskulda er ekki getið í krónutölu.
Jóhanna segir jafnframt, að 60% heimila séu með meira en 5 milljónir kr. í jákvæða eiginfjárstöðu og á þeim hvíli samtals um 44% af heildar húsnæðislánum.
Sama á við um þessar upplýsingar. Þarna er talað um 60% heimila en þess ekki getið hvað þessi 60% séu mörg heimili. Þessi fjöldi heimila skuldar 44% af heildar húsnæðislánum, en fjárhæðin er ekki gefin upp, hvorki þessi 44% hluti eða heildar húsnæðislánin.
En lítum örlítið betur á þær tölur sem þarna eru settar fram.
60% heimilanna, sem best eru stödd, skulda 44% heildar húsnæðislána.
5.000 heimil sem verst eru stödd, skulda 20% heildar húsnæðislána. Að vísu vitum við ekki hvað þessi 5.000 heimili er há prósenta af heildarfjölda heimila í landinu, en ef við gefum okkur að heildarfjöldi heimila sé u.þ.b. 120.000, eru þessi 5.000 heimili sem verst eru stödd, u.þ.b. 4% af heildinni.
Af þessum upplýsingum vitum við þá að samtals eru skuldir 60% heimila sem best eru stödd og 4% heimila sem verst eru stödd, með samanlagt 64% af heildarskuldum húsnæðislána.
Við vitum hins vegar ekkert um þau 36% heimila sem þarna eru á milli, og skulda samanlagt 36% af heildar húsnæðislánum. Þeirra er ekkert getið. Með sömu forsendum og að framan er getið um heildarfjölda heimila, gæti hér verið um að ræða 43.200 heimili, sem ekki er getið í upplýsingagjöf forsætisráðherra.
Er hægt að bera traust til þeirra sem ekki vanda betur upplýsingagjöf sína, svo skömmu eftir að hafa gefið fjálgleg fyrirheit um gagnsæi upplýsinga og opna stjórnsýslu og umræðu?
Ég held að fólk þurfi að vanda sig betur.
![]() |
Skuldavandinn minni en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur