5.7.2009 | 17:29
Eru allir að verða á valdi taugaveiklunar
Það vita allir sem tekist hafa á við lífshættulegar aðstæður, að eina vonin til að komast lifandi frá slíku, er að forðast taugaveiklun og æsing. Greinilega hefur þessi hópur í Hollandi engan í sínum röðum sem gæti stýrt fari þeirra heilu í höfn, gegnum hafrót með mörgum straumröstum. Það vantar allt vit í þessi áform þeirra, svo varla þarf að óttast málshöfðun sem byggð er á slíku rugli.
Í fyrsta lagi voru Hollendingar á engan hátt þvingaðir til að leggja fjármuni sína inn á þessa reikninga, hjá erlendu bankaútibúi, sem hvorki seðlabanki né fjármálaeftirlit Hollands gáfu neina traustsyfirlýsingu. Engin Íslensk ríkisábyrgð var á starfsemi Landsbankans, eða neinna annarra íslenskra banka, hvorki á Íslandi eða í öðrum löndum. Landsbankinn bauð því Hollendingum áhættu, í hæsta áhættuflokki, sem þeir stukku á í von um aðeins meiri gróða en var hjá Hollenskum bönkum. Áhættan var öll þeirra megin. Ríkissjóður hefur ALDREI átt neina löglega aðkomu að þessum IceSave málum, og á ekki enn.
Vilji Hollendingar reyna dómstólaleiðina, þurfa þeir að byrja á því að stefna Gamla Landsbankanum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, því þar er varnarþing hans. Náist enginn árangur út úr því, þurfa þeir næst að stefna Tryggingasjóði innistæðueigenda, sem er sjálfstæð stofnun og ríkissjóði með öllu óviðkomandi.
Nái þeir engum árangri þar, er næsta leið þeirra að stefna löggjafastofnun Evrópusambandsins, því tryggingakerfi innistæðueigenda hjá lánastofnunum er byggt á löggjöf frá þeirri stofnun.
Komi í ljós að lánastofnanir okkar, hafi brotið reglur um uppsöfnun fjár í tryggingasjóði innistæðueigenda, gæti ESB höfðað mál gegn þeim bönkum sem brotið hefðu reglurnar.
Kæmi í ljós að engar reglur hefðu verið brotnar, væru þessi tjón utan bótaskylds ferlis. Sem sagt, að fullu á ábyrgð hvers þess sem tæki þátt í þeim leik sem þarna var boðið upp í.
IceSave var í raun og veru LOTTÓ, þar sem engar reglur voru fyrir hendi um útdrátt vinninga. Ríkissjóður Íslands hefur aldrei verið lögformlegur aðili að þessu IceSave máli og ráðherrar ríkisstjórnarinnar utan alla lögformlegra heimilda til afskipta af því, frá upphafi.
![]() |
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2009 | 12:53
Svikamyllan afhjúpuð
Það er gott að þessi svikamylla skuli afhjúpast svona. Þegar ég var að benda á útþennslu Kaupþings, var ég bara sagður ruglaður. Því miður upplýsast ekki öll svik á jafn áberandi hátt og þessi, en með því að hafa nauðsynlega aðgát á undirstöðum þjóðfélagsins, koma svikin oftast áberandi í ljós, nokkrum mánuðum eða árum eftir að þau voru gerð.
Ég vil taka fram, að ég tel einstakir starfsmenn Kaupþings, sem skráðir voru fyrir þessum hlutafjárkaupum með lánsfé frá Kaupþingi, hafi ekki verið sér meðvitaðir um hvaða svikamyllu þeir voru að hjálpa til að setja af stað. Þeir heilluðust greinileg af miklum arðgreiðslum, sem þeir fengu af þessum hlutabréfum. Leikmyndin sem sett var upp fyrir þá, var áreiðanlega á þann veg að arðgreislurnar myndu gera meira en borga lánin, þannig að þeir væri bara að græða á þessu.
En hvernig gerast svona hlutir og hvar fékk Kaupþing allt þetta fé sem skráð var sem útlán, en notað til kaupa á hlutafé í bankanum sjálfum? Það er einfallt að segja það. Til svona verka þarf EKKERT FJÁRMAGN.
Aðferðin er sú, að bankinn lánar út af eiginfjárstöðu sinni. Sama dag eru skráð kaup á hlutafé upp á sömu fjárhæð. Sú aukning á hlutafé skráist inn sem nýtt hlutafé, og kemur fram sem hækkun á eiginfjárstöðu bankans; sem aftur gerir hann verðmætari á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar.
Þar sem bankinn þurfti ekki að taka nein utanaðkomandi lán, til að lánveitinga til starfsmanna, til hlutafjárkaupa í bankanum sjálfum, varð talnaleg viðskiptastaða bankans betri. Hún sýndi aukna eiginfjárstöðu, án þess að skuldir eða kostnaður hefðu aukist á móti. Bókfærslulega séð þýddi það hagnaður af rekstri. Stjórn bankans skildi greinilega ekki hvernig þessi svikamylla var búin til. Hún samþykkti hagnaðarniðurstöðuna og ákvað að greiða arð í samræmi við það.
Það er afar ólíklegt að ég hafi verið einn um að sjá þessa svikamyllu, en það eitt er nú orðið víst að ég var einn um að vekja athygli á henni, og talinn vitlaus fyrir bragðið. Ég held að ég þurfi ekkert að skammast mín fyrir mitt vit, en það eru margir í þessu þjóðfélagi sem ættu að biðjast afsökunar, í stað þess að vera með stórar yfirlýsingar um þjóðfélagsmál.
![]() |
22 fengu 23,5 milljarða að láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2009 | 22:39
Af hverju skrökvar Jóhanna?
Er það kannski vegna þess að hún sé hrædd við að horfast í augu við raunveruleikann?
Raunveruleikinn er nefnilega sá að það þau vandamál sem Framsóknarflokkurinn skapaði væri þjóðinni afar létt að leysa fram úr, því það voru svo fá hundruð milljarða.
Það var hins vegar fyrst eftir að Samfylkingin kom í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem hinn raunverulegi vandi varð til.
Við upphaf samstjórnar þessara flokka, voru erlendar skuldir þjóðarinnar rúmir 6.000 milljarðar (og þá orðnar allt of miklar). Þessar skuldir hækkuðu hins vegar á 18 mánaða stjórnartíð Samfylkingarinnar upp í rúmar 13.000 milljarða.
Samfylkingin tvöfaldaði því hinar erlendu skuldir þjóðarinnar. Og það var í stjórnartíð Samfylkingarinnar sem öllum aðvörunum, í hvaða formi sem þær voru, var stungið undir stól, og túrað með útrásarvíkingunum til þess að blekkja fjármálamenn um víða veröld.
Var það ekki líka í stjórnartíð Samfylkingarinnar sem IceSave reikningarnir voru heimilaðir, bæði í Bretlandi og Hollandi?
Mér sýnist því Samfylkingin eiga stærstan þáttinn í óförum okkar og stærsti flórinn sé eftir þann flokk.
![]() |
Erum að moka þennan framsóknarflór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 12:22
Undarlega lítið upplýsandi frétt
Engin leið er að lesa, út úr þessari frétt á Mbl.is, heildarmynd hagsmuna þjóðfélags okkar af framleiðslu málma hér á landi. Ekki kemur fram heildarverðmæti útfluttra málma og því síður að fram komi hve mikið af þessu heildarverðmæti skilar sér sem gjaldeyristekjur til þjóðfélagsins.
Fyrir skömmu kom fram í fjölmiðlum, í sambandi við skoðun Seðlabanka á gjaldeyrisskilum útflutningsgreina, að vegna mikils erlends kostnaðar málmframleiðslufyrirtækjanna, væru þau með undanþágu frá fullum skilum gjaldeyris. Í þeirri frétt kom fram að hinn erlendi kostnaður þessara fyrirtækja væri u.þ.b. 80% af sölutekjum þeirra. Í ljósi þessa eru það einungis 20% sölutekna þeirra sem koma til landsins sem gjaldeyristekjur.
Þegar litið er á hinar tilvitnuðu tölur Hagstofunnar um tekjur af útflutningi, kemur í ljós að flutt voru út 875 þúsund tonn af málmum, að verðmæti 196,547 milljarðar króna. Sé þessu skipt í samræmi við það skilahlutfall gjaldeyris sem fram kom í frétt um skoðun Seðlabankans, eru gjaldeyristekjur til þjóðfélagsins aðeins 20% af þessu söluverðmæti, eða kr. 39,309 milljarðar.
Í fréttinni er sagt að: Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2008 var 545 milljarðar króna. Reyndar er talan hjá Hagstofunni 545,464 milljarðar og inn í heildartölu útflutnings vantar verðmæti vegna sölu á 18,8 milljónum lítra af bjór og öðru öli, og 62,160 milljónum lítra af vatni. Hvaða verðmæti er í þessum útflutningsvörum eru enn ekki ljós, en hækka væntanlega nokkuð tölu útflutningstekna. En á móti kemur að inn í uppgefnum útflutningstekjum er 157,238 milljarðar vegna sölu málma; tekjur sem aldrei koma inn í veltutölur þjóðfélags okkar, þar sem þar er um að ræða erlendan kostnað álfyrirtækjanna. Rétt færðar gjaldeyristekjur þjóðarinnar á árinu 2008 gætu því verið 388,226 milljarðar, plús þau verðmæti sem koma út úr útflutningi á vatni og bjór.
Það er afar mikilvægt að fjölmiðlar fari að átta sig á mikilvægi þess að setja fram sem gleggstar og réttastar fréttir af efnahagsmálum, því við erum illa stödd ef almenningur fær fulla vantrú á upplýsingagildi frétta í fjölmiðlum.
![]() |
Mikil aukning í framleiðslu málma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur