6.9.2009 | 14:02
Hugsar Jón Daníelsson bara út frá peningasjónarmiðum ???
Ég hef svo sem áður heyrst álíka viðhorf frá Jóni Daníelssyni, hagfræðing, en undrar mjög að hann skuli enn halda þessum frjálshyggusjónarmiðum á lofti.
Sé mið tekið af siðferðisvitund fólks í viðskipta- og atvinnulífi okkar, ætti sæmilega heilbrigt hugsandi manni að vera ljóst að það væri fullkomið óráð, við núverandi siðferðisvitund, að opna fyrir frjálst gjaldeyrisútstreymi. Bara það, eins og nefnt er í fréttinni, að núverandi gjaldeyrishöft haldi ekki, er skýr vísbending um að enn er mikið af óheiðarlegum atvinnurekendum á Íslandi, sem ekki eru tilbúnir að leggjast á sveif með þjóðinni, til að rétta við stöðu þjóðarskútunnar.
Skoða mætti rýmkun laga um gjaldeyrisútstreymi, samhliða því að harðar refsingar væru teknar upp við hverskonar sniðgöngu eða undanbrögðum frá tilgangi laganna. Þar mætti hugsa sér að við ítrekað brot, missti fyrirtækið rétt til starfsemi á gjaldeyrissviði næstu 10 árin og sama refsing legðist á stjórnarmenn og framkvæmdastjóra slíkra fyrirtækja.
Það virðist óhjákvæmilegt að grípa þurfi til harkalegra aðgerða til að knýja tiltekna menn í viðskipta- og atvinnulífi til heiðarleika. Það verður að láta viðskipta og atvinnulífið skilja að veisla sjónhverfinga, óskhyggju og barnaskapar er liðinn. Kostnaður þjóðarheildarinnar af óheiðarleika aðila úr framangreindum geirum þjóðlífsins, er það mikill að afar gætilega verður að sigla í gjaldeyrismálum næstu árin, jafnvel áratugina.
Að "hagfræðingur" skuli halda því fram að höft á útstreymi gjaldeyris úr þjóðfélagi okkar hafi verið mistök, við núverandi aðstæður og siðferðisvitund viðskipta- og atvinnulífs, segir mikið meira um viðkomandi sjálfan en möguleika þjóðarinnar til að ná tökum á lífsgæðum í þjóðfélaginu.
Við þurfum ekki meira af PENINGAHYGGJU Við þurfum fyrst og fremst raunhæfan heiðarleika, til eflingar gjaldeyrisskapandi atvinnulífs í þjóðfélaginu.
![]() |
Jón Daníelsson: Bjartsýnni en áður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 21:24
Varasamt að takar þessa tölur sem heilaga KÚ.
Ég dreg stórlega í efa að þarna sé um raunverulega inneign að ræða. Ástæða þess er sú að í áratugi hafa allar lánastofnanir greitt öll sín útlán inn á innlánsreikninga lántakans, en ekki greitt það út í ávísun eða peningum.
Þegar litið er til þeirra miklu útlána sem verið hafa í bankakerfinu undanfarin ár, og þá ekki síst á síðasta ári, mundi ég halda að það þyrfti að endurskoða þessar tölur, með hliðsjón af óráðstöfuðum útlánum, sem legið hafa á inneignarreikningum lántakans, eða annars sem hann hefur ráðstafað láninu til, svo raunveruleg inneignarstaða komi í ljós.
Það er opinbert leyndarmál í efri lögum bankakerfisins, að útlán eru aldrei borguð út öðru vísi en með því að leggja útlánið inn á innlánsreikning hjá lántakanum, eða þeim aðila sem hann vísar til.
Þessi aðferð er blekkingaleikur sem bankarnir eru búnir að leika í áratugi, án þess að opinberir aðilar hafi skipt sér af, en það gátu þeir þann tíma sem bankarnir voru ríkisbankar.
![]() |
Framtaldar bankainnistæður tvöfölduðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 12:26
Guð blessar Ísland ef..........?
Þó kreppan hafi á engan hátt snert mitt efnahagslíf, utan verðhækkana á vöru og þjónustu, finn ég til með þeim sem fastir eru í neti skuldafjötra. Ég sá, með margra ára fyrirvara, hvert var að stefna og kom mínum málum þannig fyrir að ég stæði utan við það hrun sem var fyrirsjáanlegt.
Reynsla mín af baráttu fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum, á árunum 1983 -1993, sýndi mér á svo ótvíræðan hátt að stjórnvöld og lánastofnanir hafa ekki kjark né dug til að standa ábyrg gagnvart sínum eigin gjörðum. Þau standa til hlés og horfa í aðra átt, meðan alþýða fólks og fyrirtæki kveljast í þeim vítispotti sem stjórnvöld og lánastofnanir skipulögðu, þessum aðilum til handa.
Það er á vissan hátt sorglegt að nú, tæpu ári eftir hrun bankakerfisins skuli engin alvöru umræða hafa farið fram hér á landi, um meginástæður þeirra ófara sem yfir okkur dundu. Það er sárt að horfa uppá að stjórnmálamenn og þeir "sérfræðingar" sem mest eru áberandi í fjölmiðlaumræðunni, skuli koma fram við þjóðina eins og hún eigi sök á óförunum og framkalla með því sektarkennd og fórnarlambshugsun í allri umræðu.
Raunin er sú, að það sem gerðist á Íslandi var einungis það að snögglega skrúfaðist fyrir innstreymi erlends fjármagns til landsins. Þar sem viðskiptabankar okkar voru jafnframt fjárfestingabankar, hrundi viðskiptaumhverfið vegna þess að fjárfestingaumhverfið fór á hausinn, fyrir hreinan óvitaskap, eins og ég orðaði það jafnan í aðvörunum mínum.
Þar sem flestar greinar útflutningstekna héldu starfsemi sinni óskertri, skertust ekkert hinar RAUNVERULEGU gjaldeyristekjur okkar, enda hefur það sýnt sig að flesta mánuði þessa árs hafa gjaldeyristekjur okkar verið hærri en gjaldeyrisnotkun vegna innflutnings.
Það er hins vegar ljóst, að ef við ætlum að halda sömu útþenslu þjóðfélagsins, eins og var meðan nokkur hluti þjónustuumhverfis var rekin fyrir erlent lánsfé, verðum við að auka verulega við atvinnusköpun útflutningsgreina, þar sem við verðum að afla meiri tekna til að veltuaukningin sé byggð á eigin tekjum, en ekki drifin áfram af innstreymi erlends lánsfjár, sem óhjákvæmilega þarf einhvern tíman að borga til baka.
Ef við komum þessari einföldu rökfræði inn í höfuðið á okkur, og knýjum stjórnmálamenn til að fara að stjórna á grundvelli kærleika og réttlætis, þá er engin vafi á að Guð muni blessa land og þjóð.
![]() |
Þetta er bara allt farið í steik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2009 | 17:08
Mesta niðurlæging forsetaembættisins.
Jæja, þá liggur það ljóst fyrir að höfnun forsetans á staðfestingu fjölmilalaganna var pólitísk ákvörðun en ekki vegna áhrifa laganna á þjóðfélagið, sem og mikillar ólgu meðal þjóðarinnar.
IceSave málið er stjarnfræðilega mikið mikilvægara en fjölmiðlamálið. Auk þess sem áskoranir til forsetans voru mikið fleiri vegna IceSave samningsins, en vegna fjölmiðlamálsins. Hefði forsetinn verið trúr stjórnarskránni, miðað við fyrri ákvarðanir sínar, hefði hann umsvifalaust á að vísa þessu máli til þjóðarinnar.
Frá þessari stundu er Ólafur fullkomlega ómerkur sem forseti þjóðarinnar og á að segja af sér þegar í stað. Það á ekki að lýðast að þetta embætti sem misnotað í pólitískum tilgangi.
PUNKTUR.
![]() |
Forsetinn staðfestir Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2009 | 14:33
LÍÚ lýsir enn á ný frati á þjóðina
Enn á ný hagar LÍÚ sér eins og ofdekraður oflátungur, þegar þeir lýsa fullkomnu frati á hagsmuni þjóðfélagsins, í því augnamiði að ÞEIR SJÁLFIR fá hugsanlega ölítið hærri tekjur til eigin fyrirtækja. Þær tekjur koma fyrst og fremst vegna nýtingar þeirra á stærstu gjaldeyrisauðlind þjóðarinanr; auðlind sem þeir hafa, fram til þessa, fengið gjaldfrjálsan aðgang að.
LÍÚ menn virðast ekki hugsa mjög skýrt þegar þeir vegsama hærra verð á fskmörkuðum erlendis, miðað við það sem fengist hefur hér heima. Í fyrsta lagi virðast þeir gleyma þeim kostnaði sem af því hlýst að sigla með aflann. Skip og áhöfn eru bundin við slíkt í c. a. 8 - 10 sólahringa.
Skip og áhöfn voru kannski upptekin í 20 sólahringa við að afla þess farms, sem síðan þarf að sigla með, sem bætir 40 - 50% við tímann sem teknanna var aflað. Þessum tíma er bætt við til þess að fá (hugsanlega) 30% hærra verð fyrir aflann, en fengist hefði á einum sólahring í heimahöfn.
Þar sem fiskur telst til nauðsynlegrar neysluvöru, er sala fisks á neytendamarkaði ekki beinlínis háð tískusveiflum. Því má t. d. líta svo á að þær útgerðir sem sigla með aflann og selja hann á erlendum mörkuðum, til vinnslu þar fyrir neytendamarkað, séu fyrst og fremst að lækka verðið á unnum fiski, sem verkaður væri hér á landi.
Miðað við núverandi samgöngur, væri hægt að senda daglega (með flugi), unnar fiskafurðir á neytendamarkað erlendis; fisk sem hefði fyrir 2 - 4 sjólahringum verið lifandi, óveiddur í sjónum.
Til þess að þjóð okkar fái að njóta slíks hámarks afraksturs af þeirri auðlind okkar sem fiskveiðilandhelgin geymir, þar nauðsynlega að banna alla sölu á óunnum fiski úr landi. Allar forsendur eru fyrir hendi til að skila erlendum fiskkaupendum umtalsvert betri vöru, með vinnslu aflans hér heima, heldur en þeir fá með kaupum á 25 - 30 sólahringa gömlum fiski, upp úr veiðiskipi á erlendum fiskmerkaði.
![]() |
Útlendingar tilbúnir að greiða hærra verð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2009 | 21:10
Það virðist ekki mikið ljós á skynsemisperunni hjá OR-mönnum
Ég skal strax viðurkenna að ég hef ekki lesið samning OR við Magma Energy, en af fréttum að dæma virðast OR menn ekki vaða í viti og fyrirhyggju. Ég get því tekið undir þær aðvaranir sem Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra hefur látið falla um þá vitleysu sem þarna virðist á ferðinni.
Athyglisvert er, að lánið sem OR veitir Magma, vegna 70% kaupverðs, er sagt vera í USA dollurum, þrátt fyrir að þeir fjármálasérfræðingar sem spáðu, fyrir nokkrum árum, hruni íslensku bankanna, spá því nú að Bandaríkin muni innan fárra ára lenda í miklum skuldavanda og USA dollarinn muni hrynja meira en 50% í verðgildi. Lánið hefði verið tryggara, annað hvort í Ísl. krónum eða í Kanadadollar.
Svo ganga menn aftur í þá grifju að einu tryggingar skuldarinnar sé í fyrirtækinu sjálfu. Ferlið verður því flótlega hið sama og hjá útrásarvíkingunum, að þetta fyrirtæki (Magma Energy) mun, á næsta eða þarnæsta ári, selja öðru fyrirtæki í eigu sömu aðila, megnið af eignum Magma, ásamt orkuréttindum, og skilja Magma Energy eftir eignalítið en yfirskuldsett, þannig að í því verði engin trygging fyrir skuldinni við OR.
Niðurstaðan verður því sú, að um svipað leiti og þjóðin þarf að fara að greiða af IscSave skuldunum, mun OR þurfa að afskrifa skuldina við Magma Energy vegna sölunnar á hlutnum í HS-orku, þar sem Magma verði eignalaust.
Eignarhluturinn í HS-orku, ásamt orkuréttindum, verður hins vegar orðin eign annars fyrirtækis, sem tekið hafði þessar eignir upp í tilbúnar skuldir Magma við þetta nýja hlutafélag. Við munum því ekki eiga neina möguleika á að ná eignarhaldi aftur á þessum orkuréttindum, eða eignarhlutnum í HS-orku.
Hve mikið skildum við eiga af samningsaulum hér á Íslandi ???
Skildu þeir allir hafa verið teknir í þjónustu opinberra aðila ?????
![]() |
Vaxtamunurinn eðlilegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur