Guðbjörn Jónsson

Ég er fæddur við Ísafjarðardjúp en alinn upp á Bíldudal, hjá móður Aðalheiði Soffíu Bjarnadóttur og fósturföður, Ebeneser Ebenesarsyni, sem var stofnandi verkalýðsfélagsins Varnar á Bíldudal. Hann var mikill jafnaðarmaður og var í umsagnar og ráðgjafahópi þingflokks Alþýðuflokksins. Það voru því oft fjörugar pólitískar rökræður heima.

Ungur þurfti ég að hætta í skóla til að fara að vinna fyrir heimili foreldra minna, þar sem heilsa fósturföður míns brast. Þá voru engar félagsþjónustur til; fólk varð bara að bjarga sér.

Framan af stundaði ég aðallega ýmsa verkamannavinnu, sjómennsku, vörubílaakstur,  vann á ýmsum vinnuvélum, s. s. jarðítum skurðgröfum, vélskóflum, vegheflum o.fl.  Árið 1970 lenti ég í sjóslysi, brotnaði mikið í baki og á hálsi og varð upp frá því að leita léttari vinnu.

Þá fór ég að stunda kvöldskóla og lærði þar m. a. bókfærslu, síðar tölvubókhald, opinbera þjónustustjórnun,  svolítið í tölvunarfræði og hugbúnaðargerð  og loks rekstrarfræði og svolítið í þjóðhagfræði.

Eftir að ég slasaðist starfaði ég aðallega við bókhald og rekstur, en einnig svolítið við verslunarstjórn. Ég tók ákvörðun um að komast í starf á sem flestum sviðum þjóðlífsins, til að afla mér verklegrar og raunverulegrar reynslu, sem nýtast mætti mér síðar á ævinni. Ég starfaði því við rekstur fyrirtækja í byggingariðnaði, trésmíði, járnsmíði, bílaviðgerðum og yfirbyggingum, hljóðkútaverksmiðju og útgerð fiskiskipa. Ég starfaði í rúm 3 ár í hagdeild banka við umsjón afurða- og rekstrarlána til atvinnulífsins. Árið 1990 hóf ég störf við fjármálaráðgjöf fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum, að beiðni nokkra þingmanna sem nú eru látnir.

Að undanförnu hef ég haft frekar hægt um mig, enda kominn með Parkinsonsjúkdóm, sem svolítið snúið er að glíma við. En maður reynir að andæfa að gömlum sið sjómannsins. 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Guðbjörn Jónsson

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 165769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband