Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ER HÆGT AÐ PLATA MANNRÉTTINDADÓMSTÓL EVRÓPU ?

Líkt og á við um aðra dómstóla, vakna stundum spurningar um hvort dómar Mannréttindadómstóls Evrópu MDE, séu ævinlega réttir og sanngjarnir. Eitt slíkt atrið er dómur MDE nr. 36374/18 gegn Íslenska ríkin, sem kveðinn var upp 12. mars 2019 í STRASBORG.  Sá dómur þótti áberandi illa unninn og mikil vafaatriði hvort MDE hefi í raun haft lagalegar forsendur til að taka Íslensku kæruna fyrir.

Sjaldan er hægt að rekja með skjalfestum heimildum ferli slíkra mála gegnum dómskerfi heimalands kæranda. En í því máli sem hér um ræðir er hægt að rekja umrætt héraðsdómsmál nr. S-49/2017 í gegnum öll 3 dómsstigin á Íslandi.

 Kæran til MDE snýst þó ekki um hið ólöglega héraðsdómsmál. Kæran snýst um það að hinum ólöglega héraðsdómi var áfrýjað til nýs efra dómsstig, Landsréttur, þar sem allir dómarar voru nýskipaðir í embætti. Mikil óánægja var innan lögmannastéttar og fleiri aðila á Íslandi, vegna þess að dómsmálaráðherra breytti uppröðun hæfustu umsækjenda um stöður dómara.

 Hæfisnefnd, sem meta átti umsóknir, láðist að taka tillit til þess að starfandi héraðsdómarar, sumir með langan starfsaldur sem héraðsdómarar, sóttu um stöðuhækkun í stöðu Landsréttardómara, voru jafn margir og stöðurnar sem átti að ráða í. Að venju mundi Forseti Íslands skipa í stöður dómara landsréttar, þegar Alþingi hefði lokið endanlegu vali sínu á umsækjendum. Umsóknir starfandi héraðsdómara voru 15, og það átti að skipa 15 dómara við hinn nýja Landsrétt. Í eðli sínu var málið því  ekki flókið.

 Af einhverjum undarlegum ástæðum hafði hæfisnefnd algjörlega gengið framhjá réttindum hinna starfandi héraðsdómara, sem í störfum sínum nutu réttinda samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Einnig höfðu þeir allir farið í gegnum hæfismat, staðist það og verið skipaðir dómarar. Reglur um hæfismatið byggir eingöngu á þeim forsendum að verið sé að meta hæfni nýliða til geta hlotið skipun sem dómari.

Með sniðgöngu sinni á réttum vinnureglum, mátti telja nokkuð ljóst að hæfisnefnd hefði bakað ríkissjóði skaðabótaskyldu með því að hunsaði réttarstöðu nokkurra starfandi héraðsdómara. Líklega vegna vanefnda hæfisnefndar á skyldum sínum, neyddist dómsmálaráðherra til að grípa til sérstakra ákvæða í lögum, sem heimilaði honum að breyta þeirri uppröðun sem hæfisnefnd hafi loksins skilað til hans eftir ítrekaðan eftirrekstur frá dómsmálaráðuneyti.

 Staðan var því þannig þegar lögmaður sakbornings í héraðsdómsmálinu nr. S-49/2017, áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar, að sakborningur hafði í héraðsdómi játað sök í öllum ákæruliðum. Og verjandi hans gerði engar athugasemdir við það, eða aðra framkvæmd réttarfarsins. Vandséð var því, út frá réttarfarslegu sjónarmiði, á hvaða forsendum lögmaður hins dæmda áfrýjar játningardómi.  Sakborningur hafði áður hlotið marga dóma og var á reynslulausn er hann framdi brotin sem þessi nýjasti dómur fjallaði um.

 Við meðferð hins áfrýjaða héraðsdómsins fyrir Landsrétti, var Landsréttur skipaður þremur dómurum. Einn þeirra hafði dómsmálaráðherra sett inn á listann yfir dómara sem Alþingi var fenginn til ákvörðunar. Var þar um að ræða starfandi héraðsdómar, með langa starfsreynslu, bæði sem héraðsdómari og dómstjóri, sem óskaði eftir stöðuhækkun. En mat hæfisnefndar var að nýliðar væru hæfari.  Niðurstaða allra þessara þriggja Landsréttardómara í þessu áfrýjaða máli varð sú að héraðsdómur skildi standa óhaggaður.

 Þarna taldi lögmaður sakbornings í héraðsdómsmálinu nr. S-49/2017, að Landsréttur hefði brotið mannréttindi á sakborning héraðsdómsmálsins. Með því að hafa einn af þremur dómurunum í málinu, dómara sem lögmaðurinn taldi ólöglega skipaðan, hefði Landsréttur ekki lengur verið óháður og hlutlaus er hann dæmdi í málinu.

 Hægt væri að skrifa langa mál um afar sérkennilega og ólögmannslega framgöngu sem sá lögmaður sýndi, sem skipaður hafði verið verjandi sakbornings í málinu. Það merkilega við allt ferli málsins, var einmitt það að þegar sakborningur tekur þá afstöðu við meðferð málsins fyrir héraðsdómi, að játa öll fram sett sakarefni, gerir verjandi sakbornings enga bókun eða athugasemd. Og verjandinn gerði ekki heldur athugasemd við ólöglegan dóm héraðsdóms. Í áfrýjunarkröfu sem lögð var fram gerði sakborningur kröfu um að refsing hans yrði minnkuð.

Landsréttur skipar þrjá dómara í málið. Ekki varð vart við að Áfrýjandinn mótmælti því hvernig dómur landsréttar væri skipaður, því landsréttur tekjur enga afstöðu til slíkrar kvörtunar. Ekki virðist heldur hafa farið fram kæra til Hæstaréttar vegna þeirrar meiningar áfrýjanda að ranglega skipaður dómari ætti sæti í dóm i landsréttar í máli sem hann ræki þar.

 Við upphafa aðalmeðferðar málsins fyrir Landsrétti breytir lögmaður sakbornings kröfu sinni á þann veg að aðalkrafan verði um sýknu í málinu en til vara að refsing hans verði milduð. Óhætt er að segja að þarna sé um dálítið sérkennilega framgöngu lögmanns að ræða, þar sem lögmaðurinn mótmælti á engan sýnilegan máta játningu sakbornings fyrir héraðsdómi.

 Landsréttur felldi þann dóm að dómur héraðsdóms skildi standa óraskaður. Áfrýjaði lögmaður hins sakfellda þeirri niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar, sem var Landsrétti sammála um að héraðsdómur skildi standa óraskaður. Þá niðurstöðu kærði lögmaður sakbornings síðan til Mannréttindadómstóls Evrópu MDE, vegna meintra brota á mannréttindum sakbornings. En jafnframt vegna setu eins af þremur dómurum í málinu fyrir landsrétti.Var þar um að ræða einn af umsækjendum um dómarastöðu við landsrétt, sem lögmaðurinn taldi ólöglega skipaðan.

 Af gögnum málsins að dæma, virðist áfrýjandinn, lögmaður sakbornings í játningarmáli, ekki mótmæla framkvæmd héraðsdóms. Hann mótmælir ekki með kæruferli til Hæstaréttar, að einn af þremur dómurum landsréttar, hafi verið settur dómari sem hann telji ólöglega  skipaðan í embætti dómara landsréttar. Þar með uppfylli dómurinn ekki lengur kröfum stjórnarskrár um óhlutdrægni og hlutleysi, þar sem þekkt sé að hann hafi opinberlega mótmælti vinnubrögðum við val dómaraefna.

Svo oft hafa komið upp umræður á Íslandi um hvaða reglur gildi um mögulega fyrirtöku á kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þar gildi sú regla að áður en kæruleið opnist til MDE, skuli allar kæruleiðir í landinu hafi verið reyndar og niðurstöður fengnar sem kærandi sætti sig ekki við. 

 Sú kæra til MDE, sem hér um ræðir,  var byggð í grunninn á héraðsdómsmálinu nr. S-49/2017, sem var játningarmál sem fór um dómstigin 3 á Íslandi, áður en málið fór til MDE.

Þegar málið var tekið fyrir hjá MDE,  kom í ljós að þar virtist ekki litið á málið út frá tæmdum kæruleiðum en niðurstöðu sem kærandi gæti ekki sætt sig við. Súð leið hefði eðlilega verið erfið þar sem í héraðsdómi var um fullnaðar játningu sakbornings að ræða

 Fyrir MDE er málið rekið sem kærumál út af ólöglega skipuðum dómurum í Landsrétt. Svo einkennilega vill þó til að EKKERT lögformlegt kæruferli um það efni hefur þó enn farið í gang á Íslandi. Og þar af leiðandi ekki komið til neinnar úrlausnar dómstóla í landinu um þau atriði sem MDE lítur á sem kæruatriði.  

 Það mál sem tæmdi allar dómstólaleiðir á Íslandi var sakamálið nr. S-49/2017, við héraðsdóm Reykjaness. Játningarmál sem áfrýjað var til Landsréttar og þaðan til Hæstaréttar. Báðir áfrýjunardómarnir vildu láta héraðsdóm standa óbreyttan.

 Að fylgjast með þeim vinnubrögðum sem hér hefur verið lýst er afar dapurlegt fyrir fólk sem hefur einlægan vilja til að bera virðingu fyrir lögmannastétt landsins, réttarfari og dómstólum.

Sá sem þetta ritar er ekki í nokkrum vafa um að allir lögfræðingar og dómarar landsins hafa allan tíman vitað að í sakamálinu nr. S-49/2017, hefur ALDREI farið fram löglegt réttarhald í héraðsdómi OG ÞVÍ ENGINN LÖGLEGUR HÉRAÐSDÓMUR TIL,

 Lögmaður sakbornings í sakamálinu nr. S-49/2107, VISSI því allan tímann að hann hafði ekki í höndum LÖGLEGAN héraðsdóm, til þess að áfrýja til Landsréttar. Hvernig skildi standa á því að lögmaður, með margra ára starfsreynslu að baki, ásamt þremur dómurum landsréttar og fimm dómurum Hæstaréttar, tóku ALDREI til umfjöllunar hinn ólöglega héraðsdóm?

 Það er afar eðlilegt að fólk sperri eyrun af undrun, því í raun eru það lögmaður sakbornings í héraðsdómsmálinu nr. S-49/2017, ásamt dómstjóra héraðsdóms Reykjaness sem virðast brjóta íslensku dómstólalögin og um leið stjórnarskrá landsins, mannréttindi á sakborningi málsins og grundvallarreglur MDE fyrir upptöku máls.

 Allir þessir aðilar vissu að EKKERT þinghald í dómsmáli má halda án þess að skipaður eða settur dómar, með full réttindi og skyldur, sitji í sæti dómar. Slíkt er ákvörðun löggjafans því í upphafi 7. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, fyrir dómstólum, og sama ákvæði er einnig í upphafi 8. gr. Sakamálalaga nr. 88/2008. Sama orðalag er í báðum þessum lögum á þennan veg.

 Dómari stýrir þinghaldi og gætir þess að það sé háð eftir réttum reglum.

 Í héraðsdómsmálinu nr. S-49/2017, sat enginn settur eða skipaður dómari. Þara sat allan tíman, sem dómari, skammtímaráðinn ríkisstarfsmaður, sem á engan veg uppfyllti lagaskyldur um hæfi dómara. Til starfa í héraðsdómi var hann ráðinn á grundvelli 17. gr. dómstólalaga, sem „Aðstoðarmaður dómara.“

 

Í 17. gr. dómstólalaga segir að:

Dómstjóri getur falið aðstoðarmanni önnur dómstörf en þau að fara með og leysa að efni til úr hvers konar einkamálum, þar sem vörnum er haldið uppi, og sakamálum frá því að þau koma til aðalmeðferðar. Dómstjóri ber ábyrgð á störfum aðstoðarmanns og getur gefið honum fyrirmæli um hvað eina sem lýtur að rækslu þeirra.“ 

 Aðstoðarmaður dómara er því EKKI sjálfstæður í starfi, heldur lýtur boðvaldi dómstjóra. Samkvæmt 24. gr. dómstólalaga er dómari að öllu leyti sjálfstæður. Þar segir:

24. gr. Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra.

Þegar allar þessar forsendur eru skoðaðar virðist liggja ljóst fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi látið blekkjast til að taka fyrir mál frá Íslandi, sem ekki hlaut löglega dómsmeðferð í héraðsdómi á Íslandi. Auk þess virðist aðal áherslumál MDE varða atriði sem ALDREI HAFI VERIÐ LÖGÐ FYRIR DÓMSTÓLA Á,ÍSLANDI TIL TIL ÚRLAUSNAR.

 Ef þetta umrædda mál væri eitt sérstakt tilvik, þar sem enginn dómari stýrir þinghaldi eða fellir dóma í sakamálum, væri hægt að líta svo á að þarna væri um mistök að ræða. En um slíkt er ekki að ræða. Á árunum 2012 – 2014 gerði ég úttekt á öllum héraðsdómum landsins og kannaði í dómaskrá þeirra fjölda dóma þar sem aðstoðarmenn dómara sátu í dómarasæti. Og einnig kannaði ég hvernig væri staðið að réttlátri málsmeðferð, með því að sakborningi væri ævinlega  tryggður verjandi. Mikill misbrestur var slíku. Síðan úttektin var gerð, hef ég með nokkru millibili kíkt hvernig framvindan hafi verið en ekkert breytist.

  Réttarfar á Íslandi er í miklum ólestri. Ef slíkt ástand er að breiðast út til annarra landa Evrópu er sannarlega erfitt ástand framundan. Til að vekja athygli á þessari þróun er þetta efni tekið saman, með þá von í brjósti að hægt verði að bjarga MDE frá því að verða jafn ófaglegum vinnubrögðum að bráð, sem lýsa sér í því ferli sem hér hefur verið lýst.  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

VIÐ TREYSTUM Á EFTIRLITSKERFIN ???

Þegar ég horfði á kvöldfréttir sjónvarps sunnudaginn 5. janúar 2020, sá ég hversu óendanlegt virðist vera barnaleg heimska þeirra sem standa fyrir framvindu reglusetninga sem almenningi er ætlað að fara eftir, sjálffum sér til heilsueflingar. Útilokað tel ég vera að ætlað eftirlitshlutverki almennings verði eðlilega framfylgt eigi fólkið sjálft að annast eftirlitið. Hér á ég við fréttina af heimild til innflutnings á ófrosnu hráum kjötvörum og eggjum, frá Evrópulöndum. Innflutningsheimildin var byggð á þeirri forsendu að eftirlitskerfin með heilbrigðu hráefni standi fyrir rannsóknum á hinni innfluttu vöru, þannig að þjóðin verði vel varin fyrir öllum þeim sjúkdómum sem þrífast í bústofnum á erlendri grund.

Eins og staðan er nú og hefur verið undanfarin ár, verður ekki séð að eftirlitsstofnanir okkar anni nauðsynlegu eftirliti á innlendri framleiðslu. Ekki er vitað til að aukið fjármagn eða mannskapur hafi verið sett, eða fyrirhugað sé að setja í eftirlit með innfluttum matvælum, þó reikna megi með að rannsóknarþörf aukist um c. a. 200% á þessum nææstu árum.  Leyfisveitandi treystir á hina þekktu og rómuðu löghlýðni landsmanna. Og að þeir skapi að mestu leyti hið virka eftirlit sjálfir, með sjálfum sér og örðum, varðandi allt er lýtur að heilbrigði vörunnar.

Þegar ég heyrði þetta hugsaði ég með mér að sá sem tók endanlegu ákvörðunina um þetta fyrirkomulag hafi líklega aldrei komið út í bílaumferð á Íslandi og þekki hreint ekkert til hugarfars íslendinga varðandi hugarfars til heftandi ákvæða laga. Maður þarf ekki að fara langa vegalengd til að komast að raun um að langstærstur hluti ökumanna lætur sig litlu skipta hvaða lög eða reglur gild um umferð ökutækja eða gangandi vegfarenda. Þó hefur að undanförnu mátt sjá fólk standa við gangstéttarbrún og bíða eftir grænu göguljósi. Oftast reynist þar um erlenda ferðamenn að ræða, sem stara með nokkurri undran á framferði heimamanna. Ég get ómögulega gert mér í hugarlund að virðing landsmanna fyrir innflutningsreglum ófrosinnar matvöru, kalli á sterkar ábyrgðartilfinningu fólks gagnvart því lífs, heilsu- eða eignatjón sem fólk teflir að sér í hættu með, í fullkomnu virðingaleysi fyrir eðlilegum lögboðnum reglum um hegðan í umferðinni.   


Opið bréf til Dómsmálaráðherra,

Dómsmálaráðherra,

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Reykjavík 6. nóvember 2019

Vegna laga um útlendinga, nr. 80/2016, og fleira því tengt.

Ég ætla að byrja á því að játa að vegna slæmrar heilsu hjá mér, þegar umrædd útlendingalög voru til meðferðar í þinginu, las ég aldrei yfir alla þá langloku. Og síðar fórst það fyrir.  Það var því ekki fyrr en í gær sem ég fór að lesa mér til í þessum lögum, í kjölfar uppþots No Border samtakanna  vegna Albönsku hjónanna.

Þegar ég fór að lesa þessi lög, nr. 80/2016,  og samhliða kíkja í greinargerð og umsagnir um einstakar greinar í frumvarpinu að lögunum, varð ég svo hissa að ég verð bara að leggja fram spurninguna sem hvað eftir annað kemur upp í hugann. En sú spurning er:

Hver, eða hverjir, eru höfundar að frumvarpinu að lögum nr. 80/2016 ??

Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt hvernig það geti gerst á Alþingi Íslendinga, þar sem umtalsverður fjöldi þingmanna er lögfræðimenntað fólk, að slíkur óskapnaður sem þarna var á ferð, skildi fá að komast á dagskrá þings. Það vekur athygli þegar ferli málsins gegnum þingið er skoðað, hve efnisrýrar og ómarkvissar umræðurnar urðu. Mig undrar stórlega hve lítil vandvirkni og aðgát virðist höfð varðandi hina mikilvægu reglu stjórnarskrár, um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu íslenskra ríkisborgara. Slíkt ákvæði fyrirfinnast ekki innan gildissviðs laganna, eða í 2. gr. þeirra um „Tilgang og markmið“. Það er hreint eins og réttarstaða íslenskra ríkisborgara skipti engu máli en réttindi færð í hendur útlendinga, óháð því hvernig og með hvað heimild þeir koma til landsins. Af gildissviði, tilgangi og markmiði laganna, eru útlendingur sem hingað kemur alltaf í fullum kröfurétti á hendur stjórnvöldum. En hins vegar er í engu skýrt hvaðan sá kröfuréttur er upp runninn eða hvernig hann á að víkja til hliðar skyldum stjórnvalda gagnvart eigin þjóð.

Ég hef ekki enn klára að fara í gegnum öll lögin en miðað við það sem ég hef þegar séð, óska ég upplýsinga um hvernig ég get fengið rannsóknarheimild á vinnubrögðum við samningu þess frumvarps sem lagt var fyrir Alþingi. Einnig þyrfti ég heimild til frekari rannsóknar á ferli málsins í gegnum þingið en fram koma í málaskrá Alþingis. Þar gæti verið um að ræða eins og t. d. fundargerðir nefnda ásamt afritum af ræðum þingmanna á þeim nefndarfundum sem umræður um frumvarpið fóru fram. Höfnun á rannsóknarleyfi mun ekki verða til þess að fallið verði frá rannsókn, heldur verði hún örðugri og tímafrekari og líklega ekki eins nákvæmlega greint rétt frá atburðarás.

Með þessu erindi ætla ég að gefa smá sýnishorn af óskiljanlegri efnislegri fátækt 1. og 2. gr. laganna. það breytur ekki miklu þó jafnframt sé lesið í gegnum greinargerð frumvarpsins og umsagnir um þessar fyrstu tvær greinar.

Í 1. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, ber heitið „Gildissvið“og þar segir svo í 1. mgr:

„Ákvæði laga þessara gilda um heimild útlendinga til að koma til landsins, dvöl þeirra hér og rétt til alþjóðlegrar verndar.“ 

  Þarna segir fyrir um heimild útlendingatil að koma til landsins, dvöl þeirra hér“ o.s. frv.  

Þarna er vísað til heimildaútlendinga til að koma til landsins. Hins vegar eru engar lýsingar á þeim heimildumeða tilvísanir í, hvar þær heimildir er að finna. Þegar litið er í frumvarpsskjalið og flett upp á „Umsögn um 1. gr. frumvarpsins, hefst umsögnin á eftirfarandi:

Greinin fjallar um gildissvið laganna. Ákvæðum laganna er ætlað að gilda um yfirráðasvæði hins íslenska ríkis en þó fyrst og fremst landið sjálftþarsem um er að ræða ákvæði um heimild útlendingatil að koma til landsins og dvöl þeirra hér á landi.“

Þarna er eitthvert ósamræmi á ferð, því í þessum umsagnartexta, er í fleirtölu talað um að „Ákvæðum laganna“o.s.frv.. Í lagatextanum sjálfum er hins vegar einungis talað í eintöluum Ákvæðilaga þessaragilda um heimildútlendinga..o.s. frv.“

Hér vaknar spurning um hvort fallið hafi verið frá því að hafa fleiri ákvæði um heimildir útlendinga til komu hingað og dvalar hér. Og niðurstaðan bara orðið sú að ákveðið væri að hafa eina heimild?   En sé það svo, þá vaknar spurning hvers vegna talað er um í framangreindri umsögn um 1. gr. að ákvæði laganna um heimild útlendinga til að koma til landsins, sé ætlað að gilda um: yfirráðasvæði hins íslenska ríkis en þó fyrst og fremst landiðsjálft..o.s. frv.“ Það vekur einnig athygli mína að þarna er eingöngu talað um yfirráðasvæði hins íslenska ríkis, sem eru auðvitað auðlindirnar. En síðan fyrst og fremst landið sjálft.

Þekkt er, að þegar skýrleika vantar í lagatexta, þá  leita dómarar frekari upplýsinga í greinargerð með frumvarpinu, til að komast nær ætluðum tillangi löggjafans. Þá blasir við dómurunum að útlendingar eiga annað hvort einhverja heimild eða heimildir til yfirráðasvæðis hins íslenska ríkis og landið sjálftEn rétti eða réttinda þjóðarinnar er hvergi getið. Þá vekur einnig undrun mína, miðað við orðafjöldan í 1. mgr. 1. gr. laganna, þær miklu umsagnir sem í greinargerð frumvarpsins, birtast um ákvæði 1. mgr. 1. gr. frumvarpsins, sem er eins og 1. gr. laganna. Þessara umsagnir um 1. mgr. eru eftirfarandi:

Í 1. mgr. segir að ákvæði laganna gildi um heimild útlendinga til að koma til landsins og dvöl þeirra hér. Ákvæðið nefnir ekki för úr landi. Er skýringin á því sú að skv. 3. mgr. 66. gr. stjórnarskrárinnar verður engum meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómara. Þó er heimilt að stöðva brottför manns úr landi með lögmætri handtöku. Þetta kemur hins vegar ekki í veg fyrir að settar séu reglur um eftirlit með brottför úr landi, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 18. gr. frumvarps þessa.

Í 1. mgr. greinir auk þessa frá því að ákvæði laganna gildi um rétt útlendinga til alþjóðlegrar verndar samkvæmt stefnu íslenskra stjórnvalda og alþjóðlegum skuldbindingum. Er þar átt við skyldu íslenska ríkisins til að taka við einstaklingum er uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þessum skilyrðum og þessari skyldu er lýst m.a. í IV. kafla.

Í 1. mgr. segir enn fremur að ákvæðunum sé ætlað að gilda um útlendinga en útlendingur telst hver sá sem ekki er íslenskur ríkisborgari samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt, sbr. lög nr. 100/1952. Ákvæðið kemur ekki í veg fyrir að mismunandi reglur gildi um einstaka hópa útlendinga. Þannig hafa ýmis ákvæði frumvarpsins að geyma sérreglur um norræna ríkisborgara. Þá leiðir af aðild Íslands að þjóðréttarsamningum, annars vegar samningi um stjórnmálasamband frá 18. apríl 1961, sbr. lög nr. 16/1971, og hins vegar samningi um ræðissamband frá 24. apríl 1963, sbr. lög nr. 4/1978, að ákvæðin geta ekki nema að hluta til náð til útlendinga sem eru starfsmenn sendiráða eða ræðisskrifstofa eða fjölskyldna þeirra. Sama er um aðra útlendinga sem njóta úrlendisréttar.“

Þarna er textahöfundur greinilega í allt öðum heimi en sá sem samdi lagatextann. Ef lögmenntað fólk á Alþingi hefði að einhverju leyti gengt skyldu sinni, hefði einhver þeirra átt að reka augun í þessa vitleysu. Ef þið getið fundið merkingar allra þeirra atriða sem koma fram í þeim þremur uppsláttum umsagna 1. mgr., í þeim fáu orðum sem eru í lagatexa 1. mgr. 1. gr. laganna sjálfra, þætti mér afskaplega vænt um að fá þá þýðingu senda. En um 2. og 3. mgr. 1. gr. er lítið sagt í umsögn annað en stendur í greinunum sjálfum.

En lítum þá næst á 2. gr. laga nr. 80/2016. Sú grein ber heitið  Tilgangur og markmið.

 

2. gr. Tilgangur og markmið.      

Tilgangur laga þessara er að kveða á um réttarstöðu og tryggja réttaröryggi útlendinga sem koma til landsins eða fara frá því, sækja um dvalarleyfi eða dveljast hér á landi samkvæmt lögunum

Ég get nú ekki annað en spurt þá sem sömdu þessi lög, fjölluðu um þau eða samþykktu þau, hvort þið hafið aldrei skilið hvað stendur í 65. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins Ísland. Það er kannski full ástæða til að láta þann stutta en mikilvæga texta fylgja hér með, svona til upprifjunar. En í 65. gr. stjórnarskrár segir:

65. gr.[Allirskulu vera jafnir fyrir lögumog njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“

Þetta verður varla skírar eða einfaldara til eftirbreytni. Í stjórnarskrá okkar segir að ALLIR SEM DVELI HÉR Á LANDI, skulu njóta jafnar stöðu að lögum varðandikynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Með öllu er því opinberum aðilum, eða löggjafanummeð sérlögum, óheimilt að mismuna aðilum á nokkurn máta þeim sem á landinu dvelja.  Ef erlendir aðilar vilja koma hingað til dvalar, eiga þeir að sjálfsögu að njóta nákvæmlega sömu mannréttinda, félagslegra- sem efnahagslegra réttinda og Íslendingar njóta sjálfir er þeir leita heim, eftir meira en 6 mánaða dvöl í erlendu ríki. Allt annað er brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár Íslands.

Lítum þá á hvað segir í 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Þar segir:

„Enn fremur er það tilgangur laga þessara að veita heimild til eftirlits með komu útlendinga til landsins, dvöl útlendinga hér og för þeirra úr landi. 

Hvað fellst í raun í þessu og hvað segir um þetta atriði í umsögn frumvarpshöfunda um 2. mgr. 2. gr. laganna:

Útlendingur á að þjóðarétti ekki rétt til að flytja til annars landstil að setjast þar að. Um það fer þá eftir landslögum. Stjórnvöld geta þurft að hafa eftirlit með og stjórn á komu og flutningi útlendinga til landsins. Þannig getur þurft að takmarka komu útlendinga vegna atriða  Frumvarpið hefur þannig að geyma sérstakan kafla um komu og brottför (sjá II. kafla), auk annarra ákvæða um þetta efni.“     

Í þessari umsögn má segja að textahöfundur frumvarps sé að benda á ýmsar leiðir sem grípa megi til ef hamla þarf gegn fjölda útlendinga sem hingað sækja. En lítum á 3. mgr. 2. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga og sjáum hvað kemur fram í lögunum:

Lög þessi veita grundvöll fyrir alþjóðlegri vernd erlendra ríkisborgara og ríkisfangslausra einstaklinga sem eiga þann rétt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum íslenskra stjórnvalda.      

Í umsögn um 3. mgr. 2. gr. laganna segir textahöfundur frumvarps lítið og lítið nýtt kemur þar fram. Umsögnin er að mestu endurtekning á því sem stendur í sjálfum texta frumvarpsins. Umsögnin byrjar þó á athyglisverðri framsetningu.Þar segir að:

Í 3. mgr. kemur fram að lögin eigi að vera grundvöllur fyrir alþjóðlega vernd erlendra ríkisborgara og ríkisfangslausra einstaklinga“...o.s.frv.

 Ég tel útilokað að sá aðili sem skrifaði þetta inn í lagatexta hafi verið lögfræðimenntaður eða haft það trausta þekkingu á því hvernig eðlileg lagatilvísun er sett fram í lagatexta. Auk þess má benda á að EF þessum lögum hefði verið ætlað að vera grundvöllur fyrir alþjóðlega vernd“, þá hefði áreiðanlega verið getið númers laganna og í 1. gr. Gildissviði þeirra laga getið.

Það vekur einnig undrun, sem bendir til vanþekkingar textahöfundar á mikilvægum atriðum verksins sem verið var að vinna, að í umsögn um sömu lagagreinina, þó um sitt hvora mgr. hafi verið að ræða, segir hann í einni mgr. að  lögin sem hann búi til texta fyrir, sé ætlað að vera grundvöllur fyrir alþjóðlega vernd“. En í 1. mgr. umsagnar sinnar skrifar höfundurinn að: Útlendingur á að þjóðarétti ekki rétt til aðflytja til annars lands til að setjast þar að.

Að þessu sinni læt ég lokið athugasemdum mínum við fyrstu 2 greinar laga nr. 80/2016, um útlendinga. Af lauslegri yfirferð yfir aðrar greinar þessara sömu laga, virðist mér vera þar mikið af atriðum sem ekki eigi þar heima. Ekki virðist gildar lagaforsendur fyrir þeim, auk þess sem margt virðist stangast á við ákvæði stjórnarskrár. En verði þessi lög ekki felld niður, sem ég teldi heppilegast, og önnur einfaldari og framkvæmanlegri sett í staðinn, er útlit fyrir að opinbera verði allar vitleysurnar sem virðast hafa verið gerðar við setningu þessara laga.

Í þessu sambandi má t. d. velta fyrir sér starfsheitinu „lögfræðingur“. Nafngiftin virðist benda til ákveðins „fræðiþáttar“ í sambandi við skilning og túlkun laga. Sá raunveruleiki sem við mér blasir, eftir meira en 30 ár við gagnrýni á túlkun og framkvæmd laga, auk dómgreindar við dómfellingar, sem sýni því miður oft ranga niðurstöður dóma. Allt átti þó að vera byggt á „meintri“ lögfræði, en reyndist bara ófullkomin mannanna verk, sem ekki stóðst einfalda rökfræðilega skoðun, út frá stjórnarskrá okkar og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.  

Það er fullkomlega eðlilegt að þú, svona ný í þessu mikilvæga starfi setjir upp spurningamerki gagnvart slíku erindi sem til þín berst. En hafir þú lesið eitthvað af því sem ég hef sent þingmönnum varðandi réttlæti og réttarfar eða um vinnubrögð Alþingis, gæti það hjálpað en verður ekki rakið hér.  En ef þú veltir fyrir þér hve sterka laga- og réttarfarsþekkingu þurfi til að krefja Hæstarétt ÞRISVAR um að taka upp dóma sína í sama málinu og að lokum verða að sæta þeim afarkostum að allir dómarar réttarins verði að víkja úr sæti og ALLIR dómarar settir nýir, þá ert þú að lesa skrif þess er var arkitekt að þeirri vegferð. Ég gat þó ekki framkvæmt hana sjálfur, vegna þess að ég má ekki kalla mig lögfræðing, þó ég hafi margoft sýnt að ég er öllu rökgleggri á refilstigum laganna en flestur þeir sem teljast hafa RÉTT til að kalla sig lögfræðing. Þar stóðu í vegi fyrir mér þvergirðingshættir menntakerfis s.l. 40 ára eða svo. En þau atriði verða ekki rakin frekar hér, enda er það annað erindi.

 

Ég vonast til að þú taki ákveðið og alvarlega á þeim augljósu röngu vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við hönnum þessara löggjafar um útlendinga. Stjórnarskrá okkar er með þeim hætti að mannréttindaákvæði verða aldrei mismunandi með lögmætum hætti. Það er hrein vitleysa að eitthvert erlent afl, geti gert skilyrðislausa kröfu á hendur landi okkar, eða þjóð, að við tökumst á hendur „Alþjóðlega vernd“ einhvers fólks sem ekki sýnir með sannanlegum hætti fram á hver og hvaðan þau eru og hvað ógni þeim, á annan veg en öðrum sem á svæðinu bjuggu. Það virðist nokkuð augljóst úr hvaða herbúðum sá heilaspuni er kominn, sem hrúgað var saman í lagabálkinn nr. 80/2016.  Það mun skýrt nánar síðar.

Ég óska þér velfarnaðar í starfi og einkalífi og vænti þess að fá viðbrögð frá þér eða þínu fólki innan eðlilegs tíma.

Virðingarfyllst

Guðbjörn Jónsson,

lögfróður með afbrigðum

Kríuhólum 4,  111 Reykjavík

Sími 567 2001  GSM 860 84 00


ERU ÍSLENDINGAR SAMFÉLAG UM LÝÐVELDI ??

Fyrirsögnin að þessum skrifum er dálítið krefjandi spurning til þeirra sem þetta lesa. Eru gildishlaðin siðferðisviðmið okkar þau að við séum öll á sama báti að róa í sömu átt? Eða eru Íslendingar tvístraður hópur stefnulaust ráfandi einstaklinga, óánægð með líf sitt og hrædd við að tjá einlægar skoðanir sínar og vera heiðarleg?

Ég er nokkuð viss um að við fyrsta lestur þessa texta, telji margir mig loksins vera orðinn snarruglaðan. En ef þið íhugið málið aðeins og reynið að ímynda ykkur þann fróðleik sem ég er búinn að glósa inn á tölvuna mína, samhliða því að lesa í þingtíðindum og dagblöðum um viðhorf þingmanna, stjórnmálaafla og þjóðar frá lýðveldisstofnun? Af þeim lestri er ég búin að sjá nánast endalausar endurtekningar á mistökum sem sprottin eru úr nánast samskonar forsendum, þó hvorki stjórnmálamenn eða þjóðin sjálf virðist geta lært af fenginni reynslu.

Mér var sýnt með afar skýrum hætti hvernig þjóðin villtist af vegi: samfélags, fjölskyldu, stórfjölskyldu (ætta), eða jafnvel heils byggðarlags, yfir til undirferlis græðgi og sjálfsdýrkunar einstaklinga. Hægt vaxandi sérhyggja og óheiðarleiki læðist að og hefur einnig meðferðist hægt vaxandi kæruleysi gagnvart sameiginlegum ábyrgðum. Á sama hátt og meðvirkni heltekur fjölskyldu alkahólista, svo enginn sér vágestinn, virtist þjóðin steinsofandi gagnvart augljósum og opinberum þjófnaði á fjármunum hennar og auðlindum. Á viðvaranir var litið eins og slæma martröð og þær látnar hverfa í fjölda nýrra frétta af nýjum óheiðarleika.

   Þegar samfélagsmynd fyrri hluta síðustu aldar er skoðuð, kemur fram að uppeldi ungviðis hafi í gegnum aldirnar verið samvinnuverkefni þriggja kynslóða. Barnið var verkefnið en á sama tíma voru foreldrar þess annarskonar verkefni, er þeir fetuðu sín fyrstu sjálfstæðu skref fullorðinsára, án beinnar stýringar frá reynslu eða þekkingu foreldra sinna. Raunveruleiki þess lífs sem mætti unga fólkinu á hverjum degi, var þeim framandi og í þeirra reynsluheim engar lausnir að sækja.

 Þriðji þáttur áðurgetins þriggja kynslóða samstarfs, var einskonar öryggisventill fyrir hina nýbökuðu foreldra ungbarnsins. Þar var um að ræða hinn sívakandi reynslubanka þriðju kynslóðar, fyrir unga fólkið í nýju foreldrahlutverki. En á sama hátt var einnig um nauðsynlegt sálarskjól að ræða fyrir hið unga og viðkvæma taugakerfi barna sem alltaf gátu leitað skjóls hjá ömmum sínum og öfum. Þar vissu börnin að skjóls var að vænta fyrir þeim erfiðleikum sem þau kunnu engin skil á. Það hefur alltaf verið sérsvið þriðju kynslóðar að hafa lykilinn að hugarró barna og geta beint huga þeirra frá erfiðum hugsunum með fróðlegri eða skemmtilegri sögu.

Líkast til var það í algjöru ógáti sem hinu sameiginlega verkefni þriggja kynslóða, um náttúrulega vernd fyrir ungviðið, var nánast fyrirvaralaust raskað, án þess að gætt væri að mikilvægustu undirstöðum mannlegs þroska og samfélagsvitundar. Svo langt aftur sem menn gátu munað, hafði meginregla verið sú að ungbörn og börn til 6 ára aldurs nytu óslitið öryggis og umönnunar foreldra og ættingja. Fjölskyldumyndin var talinn stór hluti samfélags-vitundar og mikilvægt að varðveita öryggisumhverfi barna á viðkvæmu þroskaskeiði þeirra.

Hér er varpað fram spurningu til Alheimsvitundar.

En af hverju var öryggis ungbarnsins talið best gætt hjá fjölskyldu sinni?

Og ég fæ eftirfarandi svörun.

Fyrir því eru nokkrar mikilvægar ástæður sem enn í dag hafa of lítið verið ígrundaðar, en felast í náttúrulegum þroska barns. Líkamsvöxt ungbarns sér fólk með augunum. En til að greina andlegu hlið hins nýkomna einstaklings til jarðvistar okkar, þarf næman skilning á því orkuflæði sem drífur einstaklinginn áfram.

Því miður er enn of lítil áhersla lögð á, við fæðingu ungbarns, að foreldrar fái nauðsynlegan skilning á því hvaða skyldur leggjast á herðar þeirra með hinum nýja fjölskyldumiðlim. Það er t. d. of lítil áhersla lög á að foreldrar þekki hina eilífu þrígreiningu hvers einstaklings í: Anda, Líkama og Sál. Sú þrígreining á ekkert skylt við trúarbrögð.

Andinn, er sú orka sem umlykur hverja lifandi veru og veitir líffærum hennar orku til að starfa. Flókið samspil á milli orku einstaklingsins og Alheimsorkunnar verður ekki nánar útskýrt hér, því slík er nokkuð löng lesning.

Líkaminn vex í móðurlífi konunnar sem fæðir barnið. Það hefur hins vegar iðulega verið farið ógætilega með þennan líkama á fósturskeiði og á fyrstu stundum hans í jarðvistinni. Það hefur viljað gleymast að þessi litli líkami kemur úr loftkyrru og trekklausu 37° heitu umhverfi. En hiti í fæðingarrúmi er töluvert lægri og gustur vegna loftskipta. Þægilegast viðmið fyrir flesta til skilnings er tilfinning þeirra sjálfra við að koma frá suðlægari heitum löndum, aftur til kuldans á Íslandi. Hvernig þætti fólki umskiptin, ef það væri nakið eins og barn við fæðingu?

Það er einnig skortur á að nægrar varúðar sé gætt gagnvart sýklum í umhverfi lítils barns. Líkami þess er færður í föt en loftið leikur frjálst um augu, eyru og eyrnagöng, sem eru með viðkvæmri óvarinni þunnri húð. Sama er að segja um nefgöng og öndun barns á umhverfislofti t. d. á veitingastað, verslunarmiðstöð, mengunarlofti borgarumferðar eða kuldanepju sem foreldrar finna ekki fyrir vegna vanans. Ungbarnið, með sína næfurþunna húð í öndunarvegi og lungum er varnarlaust gegn vangá þeirra fullorðnu. Ef ógætilega er farið í þessum efnum fyrstu vikur í jarðvist barns, getur það haft varanleg heilsuspillandi áhrif til frambúðar og ekki hvað síst á síðari hluta ævinnar. Nánar útskýrt síðar.

Er þá komið að þriðju greiningu einstaklingsins, en það er Sálin.  Sálin er ekki hluti af sköpun líkamans í móðurlífi, heldur sjálfstæður lífskraftur sem tekur sér bólfestu í líkamanum við fæðingu. Hvernig Sálin velur sér foreldra verður ekki útskýrt hér. Hins vegar verður aðeins fjallað um vaxandi vangaveltur um hvort Sál sé eitthvert sérstakt fyrirbrigði eða hvort Sál barns geti hafa lifað áður hér á jörð.

Líklega er auðveldast að skýra út fyrir nútímamanninum hvað Sál sé, með því að líkja henni við geymslusvæði tölvugagna í geimnum. Móðurtölvan væri persónan á jörðinni, sem hefði, meðvitað eða ómeðvitað, samband við gagnagrunn sinn í geimnum. Gagnagrunnur tölvu er uppbyggður af öllum þeim verkum sem á tölvuna hafa verið unnar. Sjálfkrafa vistast þær í gagnagrunninum í geimnum öll þau ár sem tölvan vinnur. Líkt er um gagnagrunn Sálar. Hann er samansettur af minningum og reynslu úr öllum þeim lífum sem Sálin hefur lifað í hlutverki tiltekins einstaklings. Öll sú reynsla sem Sálin hefur öðlast vistast í Sálarkjarna hennar. Það er svo misjafnt eftir lífum hve meðvitaða tengingu Sál einstaklingsins hefur við forðabúr reynslu sinnar í Sálarkjarnanum. Sumir einstaklingar telja sig engar slíkar tengingar hafa en aðrir hafa nánast ótæmandi aðgang að fyrri reynslu og þekkingu.

Til að hjálp fólki að ná áttum í þessu flókna umhverfi hefur því nokkuð fjölgað að Sál verulegs snillings á einhverju sviði tekur að sér að fæðast aftur í jarðvist og hafa með sér fyrri snilli sína, sem þekkt hafi verið meðal jarðarbúa. Strax á unga aldri, þegar samstarf Sálar og líkama er orðið nokkuð vel þjálfað, fer Sálin, sem nýr einstaklingur, að birta fyrri hæfileika sína, en þá enn í líkama barns, svo færni og listrænir hæfileikar þykja með ólíkindum. Þær Sálir sem taka að sér slíka endurfæðingu, gera slíkt til að rétta þeim Sálum hjálparhönd sem villst hafa af leið kærleiksvitundar og samkenndar.    

Hér er lokið því sem Alheimsvitundin vildi leggja inn í þessi skrif.

Með miklum síldarafla urðu umtalsverðar breytingar í atvinnulífi landsmanna. Mikill síldarafli kallaði tímabundið á konur út á vinnumarkað, til að gera útflutningsverðmæti úr miklum síldarafla. Slík átaksverkefni voru ekki ókunn þjóðinni í miklum aflahrotum. Alltaf var brugðist eins við miklum afla. Þær konur sem gátu, fóru til vinnu og frí var gefið í efri bekkjum barnaskólanna, svo börnin gætu tekið þátt í að bjarga verðmætum.

Samfélagsmyndin breyttist í framhaldi af síldarævintýrinu. Upp úr þessu átaksferli síldarævintýrs, kom andsvar viðskiptalífsins gegn fyrirsjáanlegum samdrætti viðskiptaveltu, þegar mikill tekjusamdráttur yrði hjá heimilum landsmanna. Verðbólga hamlaði fyrirtækjum að greiða hærri laun. En með því að fá konurnar líka út á vinnumarkaðinn myndu ráðstöfunartekjur heimilanna haldast hærri en ef fyrirvinnan væri bara ein. Með því að fá fleira fólk út á vinnumarkað mundi velta samfélagsins einnig aukast, og létta á pressu launafólks um kauphækkanir.

Nokkuð samhliða þessu var af hálfu tiltekinna afla í viðskiptalífinu, hafin áróðursherferð fyrir því að konur létu ekki binda sig á bak við eldavélina, heldur tækju þátt í tekjuöflun heimilisins. Samhliða því myndu þær einnig njóta þess frelsis sem fylgdi því að geta komist út af heimilinu. Ekki minnist ég þess að hafa orðið mikið var við umræður um hvaða áhrif svona röskun hefði á öryggisumhverfi barna. Það var talið fullnægjandi að börnunum væri bara komið fyrir í fóstri, í fyrstu hjá ættingjum eða konum sem ekki sóttust eftir að vinna úti. Síðan þróaðist þetta í fjöldauppeldi á barnaheimilum, þar sem fjölskyldutengslin byrjaði að riðlast.

Í öllu þessu ferli verður hvergi séð að Alþingi, önnur stjórnvöld eða starfandi stjórnmálaflokkar, hafi gert neina tilraun til að kanna útgjaldaþol þjóðfélags okkar, eða finna út samspil tekna og útgjalda með venjulegu rekstrarlíkani um sjálfbærni. Óumsamin útgjöld vegna innflutnings voru á ári hverju mikið meiri en gjaldeyristekjur. Olli sá mismunur stöðugu gengisfalli og hækkandi vöxtum af lánum unga fólksins, sem var að reyna að koma þaki yfir höfuð fjölskyldu sinnar.

Vinnuálag almennings jókst verulega, samhliða frekar ósvífnum aðferðum viðskiptalífsins til að flækja látekjufólk í skuldafjötra, sem svo voru sendir í lögfræðiinnheimtu þegar greiðslugeta nægði ekki til að greiða áfallnar skuldir. Engar leiðbeiningar voru veittar almenningi um hvernig ætti að verjast tál-tilboðum viðskiptalífsins, sem fékk afskriftir sínar og tapaða vörusölu, dregna frá skattlagningu.  Það ferli verður ekki rakið nánar hér en kemur fram síðar.

Þegar komið var fram á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar var orðið áberandi hvað fólk virtist búið að missa alla dómgreind í fjármálum. Skuldir heimila jukust hröðum skrefum og harka lögfræðiinnheimtna að sama skapi. Á þeim tíma var ég að kynna mér fræði sem kölluðust „Opinber þjónustustjórnun“.  Í því verkefni var kafli um áhrif streituálags á dómgreind fólks. í tengslum við það var bent á rannsókn tveggja Þýskra sálfræðinga, sem höfðu, ásamt Rússneskum sálfræðingum, fengið að kanna heilsufar svokallaðra „samviskufanga“ í Rússneska Gúlaginu í Síberíu. Mér féllust alveg hendur þegar ég las þar að allir sex fangarnir sem rannsakaðir höfðu verið, hefðu eftir sex mánaða þrælkun, verið farnir að sýna skerðingu á dómgreind.

Með þessar upplýsingar fór ég á fund tveggja ráðherra og nokkra þingmanna sem ég var kunnur. Sýndi ég þeim þessar niðurstöður og benti jafnframt á að almenningur á Íslandi hefði búið við alltof mikið streituálag um margra ára skeið vegna skuldaálags og ómannúðlegra innheimtuaðgerða. Síðustu árin, með vaxandi heildarskuldum heimila, hefði einnig borið á vaxandi dómgreindarskorti í fjármálum, sem verulega hefðu aukið vanda margra, og væri þá alls ekki eingöngu tengdur láglaunafólki.  

Í máttvana hryllingi varð ég áhorfandi að því brjálæði sem fór í gang í kjölfar þess að algjörum óvitum í bankamálum, voru seldir allir aðalbankar þjóðarinnar.  Árið 1998, sendi ég ráðherrum og þingmönnum aðvörun um hvert stefndi. Benti ég á að á örfáum árum yrði þjóðin ekki endurgreiðslufær allra þeirra erlendu lána sem bankarnir yrðu þá búnir að taka, með sama áframhaldi.

Ég fékk ekkert svar en ætla að ljúka þessu með glefsum úr bréfi sem ég skrifaði Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra þann 14. janúar 2004. Þetta hefur ekki áður verið birt opinberlega.

„Virðulegi forsætisráðherra.

Með vaxandi óhug hef ég fylgst með ástandi í þjóðfélagi okkar, sem því miður getur ekki annað en leitt til hörmunga. Þar á ég við ört vaxandi opinberun á alvarlegum dómgreindarbresti. Á undanförnum árum hef ég beint athyglinni að dómgreindarskorti hjá alþingismönnum, stjórnvöldum, í réttarfarinu og rekstri heilbrigðiskerfisins. Með vaxandi hraða á hringekju fáránleikans, sem veldur streitu og misrétti í þjóðfélaginu, opinberast hve mikið vantar á að þeir aðilar sem tekið hafa að sér framangreinda mikilvæga flokka í stjórnun þjóðfélagsins, hafa þröngt og takmarkað sjónarhorn og sjá greinilega ekki út yfir þau viðfangsefni sem þeir telja sig vera að fást við.“

....

„Árið 2000 var sjávarútvegsráðherra margítrekað krafinn tilvísana í lög frá Alþingi, sem heimili sölu aflakvóta. Enn hefur sá ráðherra ekki geta framvísað slíkum lagaheimildum, sem skiljanlegt er, því slík lög hafa aldrei verið sett. Þessi sami ráðherra fékk líka, í september 2003, bók mína um stjórnkerfi fiskveiða og ætlaði að senda mér umsögn um hana innan stutts tíma, þegar lögmenn ráðuneytisins væru búnir að fara yfir hana. Sú umsögn er ekki komin enn. Líklega kemur hún ekki fremur en lagatilvitnanir um heimildir til sölu aflakvóta sem óskað var eftir árið 2000. Líklega hefur hann hvorki frétt af stjórnsýslulögum né upplýsingalögum. Þú segir honum kannski frá þessum lögum við tækifæri.“

.....

„Hin sífelldu átök um rekstur heilbrigðiskerfisins er enn einn vinkillinn á sérkennilegan dómgreindarbrest þingmanna og stjórnvalda. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur aldrei verið kallað eftir útreikningum fjármálaráðuneytis á kostnaðargreiningu þess á eðlilegri framkvæmd laga um heilbrigðismál. Ég vil hér með óska eftir því að þú beitir þér fyrir að ráðuneytið geri slíka kostnaðargreiningu og mér verði sent eintak af henni. Vonandi með betri skilum en lagatilvísanirnar frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Af athugunum mínum á skipuriti Landspítala, ásamt margháttaðri könnunum á starfseminni, blasa við margir þættir sem valda verulegum óþörfum kostnaði. Einnig má sjá í framkvæmd heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, ýmsa þætti sem einnig valda óþörfum útgjöldum. Í meira en ár hef ég beðið svars frá forstjóra Landspítala um heimildir til nýrra útgjalda, á sama tíma og hann sjálfur tilkynnti að engir fjármunir yrðu lagðir í annað en viðhalda þáverandi þjónustustigi. Útgjöld þessi virðast vera einhverjir tugir milljóna í stofnkostnaði, auk einhverra milljóna í rekstur hinnar nýju þjónustu. Þú mættir líka segja honum frá stjórnsýslu- og upplýsingalögunum.“

.......

„Í umræðum undanfarinna mánaða og ára, hefur nokkuð verið fjallað um ýmsar framkvæmdir hins opinbera, sem hafi orðið mun kostnaðarsamari en framkvæmdaáætlun gerði ráð fyrir. Má þar nefna Þjóðmenningarhús, skrifstofubyggingu Alþingis við Austurvöll, viðbyggingu við Alþingishúsið, að ógleymdu einkennilegu rugli við Þjóðminjasafnið. Ég hef ekki orðið var við neinar athugasemdir þínar eða fjármálaráðherra við þessu mikla útstreymi fjár úr ríkissjóði, umfram fyrirliggjandi heimildir Alþingis. Þau umframútgjöld sem þarna munu vera, teljast vera nokkuð á annan milljarð. Til víðbótar því má nefna 6 milljarða sem settir voru í að halda flokki vinnuvéla gangandi svo verktakafyrirtæki lentu ekki í vandræðum. Tveir milljarðar virðast hafa farið í aukningu fjárfestinga og starfsemi sendiráða og stofnun nýrra.

Það sem hér hefur verið rakið er óhugnanleg staðfesting á dómgreindarbresti þingmanna og framkvæmdavalds. Stöðug eru ummæli þessara manna um að ekki séu til peningar til að sinna eðlilegum þörfum eldri borgara, öryrkja, sjúklinga og annarra þeirra sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu. Það virðist hins vegar ekki vera um fjárskort að ræða, þegar umframútgjöld beinast í ákveðnar ónauðsynlegar áttir. Slíkt getur vart flokkast undir heilbrigða dómgreind.“

....

„Nýjasta dæmið um dómgreindarbrest kom fram í sambandi við vanhæfi formanns nefndar Alþingis, vegna hugsanlegra kaupa bankastofnunar á SPRON. Svo virðist sem einhver fjöldi þingmanna telji sig ekki falla undir lagaskyldur í lýðveldi okkar. Þögn framkvæmdavaldsins varðandi þetta sérkennilega mál virðist benda til sama dómgreindarbrests, að almenn lagaskilyrði í landinu eigi ekki við þingmenn. Ekki verður betur séð en þarna sé á ferðinni háskalegur hroki.

Þegar skoðað er efni stjórnsýslulaga, kemur í ljós að í fyrsta kafla þeirra laga, um gildissvið laganna, segir svo í 2. málsgrein 1. gr. laganna:

„Lögin gilda þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna.”

…….

„Hér hefur verið drepið á fáein atriði, sem því miður eru ekki tæmandi upptalning um sérkennilega birtingu á dómgreind stjórnvalda á Íslandi. Því miður er réttarúrræði og dómskerfi ekki undanskilin þessu sérkennilega ástandi, þó í þessu bréfi séu ekki tilgreind dæmi um slíkt.

Spurningin er hins vegar hvort það hafi eitthvað að segja að rekja svona þætti fyrir þér. Lengst af hefur þú sýnt að þig skortir verulega heilstæða yfirsýn í fjölþættum málefnum. Dæmin frá borgarstjórnartíð þinni eru nokkur, þó óafsakanlegur fjáraustur vegna byggingar Perlunnar standi þar upp úr. Ekki aðeins að byggingakostnaður hafi verið mikill og utan rekstrarþátta borgarinnar, heldur hefur komið fram í fjölmiðlum að á hverju ári þurfi að greiða verulegar fjárhæðir í meðgjöf með þessari byggingu, þara sem hún verði ekki sjálfbærírekstri. Er það eitt afdrifaríkasta dæmið um dómgreindarbrest í borgarstjórnartíð þinni.

Hvað varðar tímabil þitt sem forsætisráðherra, virðist sem aldrei í sögu lýðveldsins hafi verið sett fleiri lög sem stangast á við ákvæði stjórnarskrár. Nokkuð sérstakt, miðað við hvað þú vekur oft athygli á lögfræðimenntun þinni, og með fjölda lögfræðinga á þingi.
Stjórnleysi stjórnar þinnar á atvinnulífinu og peningamarkaðnum er búið að koma þjóð okkar í afar erfiða skuldastöðu, gagnvart erlendum lánastofnunum. Dómgreindarlausar upphrópanir þínar og leikskóladeildarinnar á fjármálamarkaðnum um “góðæri” sýna afar glöggt hve hugsun í slíkum ummælum er byggð á þröngu sjónarhorni.

Með vísan til þess hve fátítt hefur verið í stjórnartíð þinni, að verða var við skynsamlegar ákvarðanir til framgangs heildarhagsmuna, býst ég ekki við skynsamlegum viðbrögðum við þeim ábendingum sem hér hafa verið settar á blað. Líklegustu viðbrögðin eru að þú verðir reiður út í mig og hugsir mér þegjandi þörfina. Tvenn máltæki gætu verið vísbendingar um slíkt. Annars vegar máltækið um að “skjóta sendiboða válegra tíðinda” (sem mjög er iðkað). Hins vegar máltækið að “sannleikanum verður spilltur maður sárreiðastur”.

Ég vil að lokum taka fram að ég tel EKKI að þú hafi gert eitthvað rangt í ásetningi þess að valda þjóðinni tjóni. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að þú hafir verið að fást við umfangsmeiri málefni en dómgreind þín réð við og þú hafir, því miður fyrir þjóðina, ekki haft samstarfsmenn og ráðgjafa sem höfðu næga heildarsýn til að stýra málefnum þjóðfélagsins, með heildarhagsmuni þess til framtíðar litið, í huga.

Ég hef séð hjá þér marga góða kosti, en þeir hafa ekki náð að dafna vegna umfangs þeirra verkefna sem þú réðst í raun ekki við.  Ég vænti ekki breytinga á þér eða þeirri stefnu sem þú talar fyrir. Þrátt fyrir það bið ég þér Guðs blessunar í starfi og einkalífi og bið þig að hafa vakandi auga með fyrirsjáanlegu hruni fjármálalífs okkar, verði sömu vitleysu framhaldið, sem hingað til hefur verið að tröllríða þjóðfélaginu og hindra eðlilegt flæði fjármagns um þjóðlífið.

Með kveðju,

Reykjavík 14. Janúar 2004

Guðbjörn Jónsson“

 

Eins og af þessu má sjá eru áhyggjur mínar af dómgreindarbresti þjóðarinnar ekki alveg nýtilkomnar. En þegar fólk þekkir ekki stórfeld stjórnarskrárbrot, sem framkvæmd eru opinberlega af hópi ráðamanna í samfélagi okkar, Þá er varla mikil von um heilbrigðar varnir til viðhalds lýðveldistengdri samfélagsmynd.

   


OPIÐ BRÉF TIL FORSETA ÍSLANDS

Forseti Íslands,

Guðni Th. Jóhannesson,

Bessastöðum,  Álftanesi

Reykjavík 27. september 2019

ERINDI: Þess er krafist, með vísan til 15. gr. stjórnarskrár og í ljósi allra þeirra stjórnarskrárbrota sem rakin verða í bréfinu, að Forseti Íslands víki tafarlaust úr embætti neðangreindum þremur ráðherrum, vegna alvarlegrar sniðgöngu þeirra við heiðarlega framgöngu í sambandi við samning þeirra við 6 sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um „samgönguinnviði“ svæðisins.

Nýlega fór að bera á umræðum í fjölmiðlum um að: samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokks, fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar grænt framboð, hygðust án undangenginnar umræðu og afgreiðslu frá Alþingi, undirrita meint skuldbindandi samkomulag ríkissjóðs við öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, um viðamiklar framkvæmdir sem kosta mundu verulega mikil fjárútlát ríkissjóðs. Fram kom í fréttaflutningi fjölmiðla 26. sept. 2019, að samgönguráðherra hafi, sem forsvarsmaður framkvæmdanna, staðið fyrir glærukynningu fyrir þingmenn, á því samkomulagi sem umræddir ráðherrar hafi gert við forystumenn hinna 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Formanni einnar fastanefndar Alþingi, þótti þarna um ófullkomna kynningu á efni samningsins að ræða, því það hefði ekkert komið til umræðu á Alþingi.  Fór hann því fram á að hann fengi afrit af öllum samningnum, til að kynna hann í þingnefndinni. Því hafnaði samgönguráðherra, sem sá um kynninguna. Komu þessi atriði fram í sjónvarpsfrétt, 26.09.2019  en jafnframt sýnt í útsendingu upptaka af orðum umrædds nefndarformanns í ræðustól Alþingis.

Í stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins, er nokkuð skýrt kveðið á um það hverjum sé ætlað vald og í stjórnarskrá og öðrum lögum ýmsar leiðbeiningar um hvernig farið skuli með það vald. Óumdeilt er að Forseti Íslands, er æðsti einstaki handhafi lýð-valdsins. Því valdi getur ekkert löglegt afl innan þjóðfélagsins frá honum tekið, nema þjóðin sjálf. Og er það tryggilega innrammað í meginefni 2. gr. stjórnarskrár, þar sem skýrt er sagt að:

Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið.“

Jafnframt er afar skýrt kveðið á um aðra þætti ríkisvaldsins, því áfram segir eftirfarandi í 2. gr. stjórnarskrár um framkvæmdavaldið.

„Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.“

Þarna er megináherslan lögð á FORSETANN, að hann: og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið.“

Þriðja atriðið um þrískiptingu valds er dómsvaldið, sem hér ekki til umræðu.

Eins og þarna kemur glögglega fram, er ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hvergi í stjórnarskrá fengin sjálfstæð völd. Kemur það glögglega fram í 13. gr. stjórnarskrár þar sem segir að:

13. gr. „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“

Þarna kemur afar skýrt fram að ráðherrar á Íslandi fara ekki með sjálfstætt vald. Er það í fullum samhljómi við 2. málslið 2. gr. stjórnarskrár, þar sem segir að: „Forseti og önnur stjórnarvöld...fara með framkvæmdarvaldið.“ Samkvæmt framsetningi lagaákvæðisins í 2. málslið 2. gr. stjórnarskrár, á ekki að leika neinn vafi á því að það er FORSETINN, sem gefur öllum ákvörðunum ráðherranna gildi eftir að hann staðfestir á ríkisráðsfundi með undirritun sinni heimild ráðherra til að framkvæma þau verka sinna, sem hann lagði undirrituð fyrir fund ríkisráðs. Að lokinni afgreiðslu í ríkisráði, fær viðkomandi ráðherra þá valdheimild sem forseta Íslands hafði skriflega veitt ráðherra til þeirrar ákvörðunar sem afgreidd var á ríkisráðsfundi. Er það í fullu samræmi við það sem segir í 16. og 18 gr. stjórnarskrár.

„16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.

Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“

18. gr.Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.“

19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindiveitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“

Þetta er undarlegt orða notkun í niðurlagi 19. greinar. Í 18. grein segir glögglega að áður en ráðherra leggur mál sitt til afgreiðslu í ríkisráði, undirritar hann málið og leggur það þannig, undirritað fyrir forseta. Ef forseti samþykkir málið, undirritar hann það einnig og með undirritun beggja, forseta og viðkomandi ráðherra,veitist viðkomandi stjórnarerindi gildi.

Það er ekki flókið að skilja hvað þarna stendur skrifað skýrum orðum. Ráðherrar hafa sjálfstætt ENGAR HEIMILDIR til að kynna eða undirrita frágengið samkomulag við önnur stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklinga, fyrr en forsetinn hafi staðfest ætlun ráðherra, með undirritun sinni í ríkisráði OG þannig veitt því gildi sem stjórnarerindis. Hins vegar er að mál sem ekki hafa verið löglega afgreidd frá Alþingi, fá ekki afgreiðslu í ríkisráði. Þetta leiðir glögglega í ljós að sjálfstæð valdheimild ráðherra er ENGIN,til bindandi ákvarðana gagnvart ríkissjóði eða þjóðinni.

Í fréttum beggja sjónvarpsstöðva sð kvöldi 26. sept., var með miklum fjálgleika sagt frá undirritun ráðherra undir samning við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom fram að ríkissjóður muni greiða verulegar fjárhæðir á komandi árum, í verkefni sem að sjálfsögðu eru mikilvæg. ÞAÐ, frekar en allt annað hefði átt að leiða til þess að löglegar og réttra vinnubragða ALLRA samningsaðila væri til fullnustu gætt. Augljóst ætti að vera af embættistitlum viðsemjenda ráðherranna, að þeim hefði einnig átt að vera ljós ákvæði stjórnarskrár um löglegar leiðir til að afla heimilda, af hálfu ríkisins, til þátttöku í slíku verkefni.

Því miður virðast framangreindir ráðherrar, borgarstjórinn í Reykjavík og allir bæjarstjórar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, frekar hafa kosið að sniðganga löglegar og siðferðislega réttar leiðir að markmiðum sínum. Framganga allra þessara aðila er gróf móðgun við forseta Íslands, Alþingi Íslendinga og þjóðina alla. Og með beinni þátttöku í einu stærsta og víðtækasta stjórnarskrárbroti sem framið hefur verið, svo vitað sé í dag að minnsta kosti, skpa þeir sér ákveðinn sess í sögu þjóðarinnar. Er slíkt þeim síður en svo til virðingarauka.

Nú í morgunsárið mátti lesa í frétt Morgunblaðsins 27. sept. 2019, fyrstu rituðu heimildirnar um hin samanteknu stjórnarskrárbrot, þriggja ráðherra, borgarstjóra og fimm bæjarstjóra. Lítum aðeins nánar á þetta merkilega samkomulag. Ekki er ætlunin að rekja fréttina alla því hana má lesa í Morgunblaðinu, en víkja aðeins að meginatriðum samkomulagsins, svokallaða.

Sagt er að framkvæmdirnar í: „Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðis-ins“, muni kosta 120 milljarða króna. Af þeirri fjárhæð muni ríkissjóður leggja fram 45 milljarða, en sveitarfélögin 6, samtals 15 milljarða. Samtals geri það 60 milljarða.

Í fréttinni segir að það sé: „sama upphæð og vegtollar sem vegfarendur greiða fyrir not af nýjum samgöngumannvirkjum eiga að skila.“

Fyrst skal á það líta að ENGINN þeirra aðila sem undirrituðu hið umrædda samkomulag, hefur umboð embættis síns nema til lengst þriggja ára, þá er kjörtímabil viðkomandi útrunnið. Samkomulag til langs tíma, sem ekki hefur verið unnið á lögmætum og faglegum grunni í stjórnum sveitarfélaganna, og þaðan sent í íbúakosningu, getur tæplega talist hafa skuldbindandi gildi gagnvart  íbúum sveitarfélaganna.

Ríkissjóður verður ekki skuldbundinn fram í tímann með undirritun þriggja ráðherra, sem EKKERT umboð hafa til neinna beinna ákvarðana í fjármálum ríkissjóðs. Í samkomulagi þessu virðist einnig vera bein tilvísun í tekjur af „vegtollum“,sem ekki hafa verið afgreiddir frá Alþingi sem lög og málið ekki einu sinni komið á dagskrá þingsins.

Í 40. gr. stjórnarskrár segir eftirfarandi:

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild“

Þarna kemur skýrt fram að Engan skatt má á leggja...nema með lögum“ ENGINN hefur því heimild til skuldbindandi ákvarðana um innheimtu hjá almenningi, nema fyrir slíku sé lagaheimild. Einnig er ljóst að það er brot á 40. gr. stjórnarskrár að skuldbinda ríkissjóð til greiðslu tiltekinnar upphæðar innan tiltekins tíma, nema slík ákvæði séu til staðar í fjárlögum eða lánsfjárheimildum. Þó með öðru orðalagi sé en hefðbundin lánveiting, er skuldbindingin hin sama, ef lögmæti væri. Vísast þar beint í 1. og 2. lið annars málsliðar 40. gr. stjórnarskrár, þar sem segir að: Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið,“.

Ég tel ekki ástæðu til að sundurgreina frekar þau fjölþættu stjórnarskrárbrot sem þarna voru tvímælalaust framið. Ef vilji er fyrir hendi hjá handhafa forsetaembættisins, að bera tilhlýðilega virðingu fyrir stjórnarskrá og stjórnskipan landsins, eru ekki margar leiðir í boði til viðbragða við svo víðtækum brotum á stjórnarskrá sem hér hefur verið vísað til.

Ég tel ólíklegt, þó hér sé um að ræða atburð sem er margfalt alvarlegri en í því dæmi er Landsdómur var kvaddur saman vegna ákæru á hendur Geir Haarde, þá tel ég ólíklegt að Landsdómur verði kallaður saman nú. Hér er að vísu um augljós stjórnarskrárbrot að ræða hjá þremur ráðherrum, sem eru með meirihluta Alþingis að baki sér. Og við hlið þeirra eru stjórnendur 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem líklega búa 65% allrar þjóðarinnar. Það mundi líklega einhversstaðar vera talin alvarleg aðför að lýðræði, lýðveldisskipulagi, mannréttindum og réttlæti í landinu, þegar stjórnendur svona stórs hluta heildarfjölda landsmanna bindast sameiginlegu markmiði að hunsa reglur stjórnskipunar og stjórnarskrár, til að ná fram markmiðum sínum, um tilraun til að undirrita skuldbindandi stöðu ríkissjóðs gagnvart samningsaðilum, um að ábyrgjast greiðslu 85% allra umferðarmannvirkja á svæðinu næstu 15 árin, meðan þeir sjálfir, með heimilisskráða í bæjum sínum og borg 65% íbúa landsins, skuldbindi sig til fjármögnunar 12,5% framkvæmda.

Ég bind veika von við að forseti landsins rísi gegn þeirri aðför að réttlæti og stjórnarskrá sem felst í framgangi framangreindra ráðherra og stjórnenda 6 sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu. Framangreindir ráðherrar geta ekki lengur átt seturétt á Alþingi, hversu vægilega sem menn telja sig þurfa að líta á hin alvarlegu brot þeirra. Ég vænti að sjálfsögðu eðlilegra viðbragða fólks með óskerta réttlætisvitund og lagaskilning. En bregðist sú von má allt eins búast við því að höfðað verði ógildingarmál gegn umræddu samkomulagi.

Virðingarfyllst

Guðbjörn Jónsson, kt: 101041-3289

fyrrverandi fulltrúi í hagdeild banka en síðar fjármálaráðgjafi.

Kríuhólum 4,  111 Reykjavík.

 


Deilan um Landsréttardómarana

Ég velti fyrir mér hvernig það geti verið hægt að klúðra einföldu máli jafn rækilega og gert hefur verið með þetta mál landsréttardómarna. Það er eins og enginn hafi reynt að rekja sig, í tímaröð eftir forsögu málsins.

Málið byrjar á því að dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um 15 stöður dómara við Landsrétt. Umsóknum skuli skila til ráðuneytisins. Í ráðuneytinu setur ráðuneytisstjóri menn í að taka á móti umsóknum. Spurning er hvort honum hafi yfirsést að biðja starfsmennina að flokka umsóknirnar. Alla vega datt mér það fyrst í hug þegar ég las yfir lista umsækjenda, því þar var enga flokkun hægt að greina.

Það hefði mátt ætla að ráðuneytisstjóri hefði sett menn í úrvinnslu umsókna sem einhverja þekkingu hefðu á hvernig bæri að vinna með slíkar umsóknirnar, svo þær yrðu lagðar upp til úrvinnslu á eðlilegan máta. En svo var ekki.

Fyrsta spurning þeirra sem unnu úr umsóknunum hefði átt að vera hve margir héraðsdómarar væru meðal umsækjenda. Þeir héraðsdómarar sem sóttu um embætti landsréttardómara, áttu í raun ekkert erindi í röð með „nýliðum“, sem væru í fyrsta (og eina skiptið ef þeir fengju stöðu) að undirgangast mat hæfisnefndar um hæfni sína til að hljóta dómarastöðu, sem ekki yrði af þeim tekin nema með dómi.  Sá sem einu sinni hefur af Alþingi verið valinn hæfur til að nafn hans væri sent Forseta Íslands, til að hljóta skipun í dómaraembætti, fer aldrei aftur í lífinu þá leið, nema hann hafi verið sviptur embættisheiti sínu með dómi.

Það hefði því verið eðlilegt að þeir starfsmenn dómsmálaráðuneytis sem báru ábyrgð á móttöku og flokkun umsókna um dómarastörfin við landsrétt, væru með þekkingu á hvernig fara þyrfti öðruvísi með umsóknir héraðsdómara, eða annarra dómara sem sæktu um stöðu landsréttardómara. En því miður var málsmeðferð dómsmálaráðuneytisins verulega ábótavant að þessu leyti. Það verður að flokkast sem ámælisverð vinnubrögð þeirra starfsmanna ráðuneytis dómsmála og ekki hvað síst ráðuneytisstjóra, að tryggja ekki eðlilega og lögmæta flokkun umsókna, áður en umsóknum var vísað til valnefndar um nýliða til dómarastarfa.

Staðreyndin var nefnilega sú, að samkvæmt lista yfir umsækjendur um 15 stöður landsréttardómara, voru 15 héraðsdómarar. Þar sem enginn hæstaréttardómari sótti um starf landsréttardómara, voru hinir 15 héraðsdómarar þeir fyrstu sem áttu tilkall til embættanna. Það kom fram í hinum nýju lögum um dómstóla.

Í bráðabirgðaákvæði V. við lög um dómstóla nr. 50/2016, er ákvæði sem ótvírætt hefur leiðbeinandi áhrif um röðun umsækjenda um 15 dómarastörf við landsrétt. Í nefndu bráðabirgðaákvæði nr. V. segir eftirfarandi:

 Þeir sem skipaðir eru hæstaréttardómarar skulu hafa forgang til skipunar í embætti dómara við Landsrétt kjósi þeir það og skulu þá einskis missa í kjörum sínum.“

Varla telst nokkur vafi á því að í framkvæmd teljist þessi „forgangs“ ákvæði laganna einnig eiga við aðra dómara, þó hæstaréttardómarar teljist fremstir meðal dómara. Þá geti löggjafinn ekki mismunað aðilum með sömu embættisnafnbót, sem er „dómari“.  Fullkomlega eðlilegt var því að dómsmálaráðherra skipaði í stöður landsréttardómara, hina 15 héraðsdómara sem sóttu um stöðurnar, enda voru þeir lögformlega fyrstu valkostir í stöðurnar. Þar með hefði málið verið úr sögunni og bara auglýst aftur eftir 15 héraðsdómurum og málinu lokið.

En því miður höfðu hin röngu vinnubrögð ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis og starfsmanna hans svo margvíslega villandi áhrif á framvindu málsins.

Maður getur t. d. ekki annað en velt fyrir sér hvaða erindi þeir eigi í sæti dómara, sem ekki sáu hve vinnubrögð starfsmanna dómsmálaráðuneytis fóru langt út fyrir eðlilega framkvæmd laga. Maður spyr sig einnig sömu spurninga varðandi það að nýliðar í umsókn um dómarastöðu, töldu sjálfsagt að þeir röðuðust framar á hæfislista, en héraðsdómarar með langa starfsreynslu. Er slíkt viðhorf óréttlætis það viðhorf sem okkur vantar inn í dómarastéttina?  Ég hélt ekki.

Ég segi einungis að lokum. Ef ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis getur ekki haft kjark til að viðurkenna ranga málsmeðferð í ferli umsókna um dómarastöður við landsrétt, gæti komið til greina að einhverjum sem ofbýður óréttlætið, höfði ógildingarmál á alla meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneyti og krefjast þess að málið verið afgreitt eftir þokkalega auðskiljanlegum lögum landsins. Slíkt yrði alvarlegt reiðarslag á alla sýndarmennsku í framkvæmd réttvísi og réttlætis í því landi sem státar sig á áletrun í skjaldarmerki sitt með orðunum: MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA.            


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

UM ALVARLEGA ÁGALLA HJÚSKAPARLAGA

Ég hef oft fjallað um hve alvarlegt það er þegar fólk sem sækist eftir og tekur að sér störf þingmanns, gerir sér litla eða enga grein fyrir hvaða ábyrgð það er að takast á hendur. Lýsir það sér oft í þeim lögum sem þingmenn hvers tíma samþykkja. Kemur það t. d. fram í Hjúskaparlögum nr. 31/1993. Ég hef áður, nokkuð víða fjallað um þau atriði, en aldrei sett það skipulega niður í opinbera grein til birtingar.

Í VII. kafla Hjúskaparlaga nr. 31/1993 er fjallað um atriði sem í eðli sínu er brot á stjórnarskrá.  VII. kaflinn heitir: Ábyrgð hjóna á framfærslu fjölskyldu sinnar. Þótt heiti VII. kaflans sé einskonar megin viðfengsefni þessa pistils, er heimilda einnig leitað í upphafskafla laganna og þangað leitað með skarpari sýn laganna á hlutverki og skyldu aðila í hjónabandi. Grundvöllur laga um hjónaband hlýtur að byggja á því að báðir aðilar finni sig, í lögunum, njóta gagnkvæmrar virðingar og viðurkenningar, sem fullgildur helmingsaðili þess hjúskapar sem til er stofnað með giftingu. Þessi jafnræðisstaða beggja aðila hjónabands er nokkuð vel dregin fram og birtist í 2., 3. og 4. gr. hjúskaparlaga. En í 2. gr. segir:

„ 2. gr.           
 Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlega hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.      
 Hjón eiga í sameiningu að annast uppeldi barna sinna, sjá þeim farborða og hjálpast að við að framfæra fjölskylduna með fjárframlögum, vinnu á heimili og á annan hátt.“ 

 3. gr. 
 Hjón skulu skipta milli sín verkefnumá heimili eftir föngum, svo og útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu.       
 Hjónum er skylt að veita hvort öðru upplýsingar um efnahag sinn og afkomu. 

Í þessum tveimur greinum er komið inn á nokkur mikilvægustu atriði hjúskapar. En það er einmitt í þeim atriðum sem þarna voru tilgreind sem mjög alvarleg og skaðleg rangtúlkun hefur verið ríkjandi. Sú rangtúlkun hefur orðið grundvöllur að upplausn fjölskyldna, þar sem algjörlega saklausir einstaklingar verða fyrir alvarlegasta skaðanum. Er þar átt við börn þeirra sem slíta hjónabandi.

 Í 2. gr. hjúskaparlaga segir að hjón skuli í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínumog bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Af því leiðir að með öllu er útilokað að sami löggjafi, sem setur fram hina frávikalausu fullyrðingu um að báðir aðilar skuli skilyrðislaust vera jafnrétthá í hvívetna í hjúskap sínum, getur ekki undir neinum kringumstæðum, í sömu lögum, lagt öðrum aðilanum þá skyldu á herðar að verða framfærandi maka síns. Aðila sem á fullan rétt á framfærslu ríkissjóðs samkvæmt 76. gr. stjórnarsrkrár. Löggjafinn getur ekki, í sömu lögum sem hann segir báða aðila hjónabands jafn réttháa, gert makann að þiggjanda framfæris fyrir sig og börnin úr hendi þess aðila sem lögin ákilja að skuli greiða hounum sinn hluta af framfærslu fjölskyldunnar. Lög sem hefðu slíkt innihald væru tvímælalaust álitin, frá kynntum viðhorfum nokkurra heimsfrægra réttarheimspekinga, frá Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu, álitin algjörlega ófullnægjandi sem lagatexti, vegna ósamrýmanleika í  skilaboðum og merkingu.   

Viðhorf lík þeim sem koma fram í 2, gr., koma einnig fram í 3. gr., en þar segir: að hjón skuli, eftir föngum, skipta á milli sín verkefnum á heimili: svo og útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu.           

Það sem hér er vakin athygli á, er að í lögunum segir afar skýrt að hjón séu jafnrétthá, beri jafnar skyldur gagnvart hvort öðru og börnun sínum og beri sameiginlega að gæta hagsmuna heimilisins. Þá segir í 3. gr. að hjón skuli skipta milli sín verkum á heimili eftir föngum,  svo og útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu.

Sérstök athygli er vakin á því að lögin tala eingöngu um JAFNA stöðu hjóna í öllum skyldum sínum gagnvart börnum og rekstri heimilis. Hvergi er þarna að finna skyldu annars aðilans til að yfirtaka skyldu maka síns, verði hann af einhverjum ástæðum ekki greiðslufær að sínum hluta framfærslu eða sinn hluta af framfærslu barna og rekstri heimilis.

Ég hef vakið athygli á þessu, sem og því að í 4. gr. hjúskaparlaga er kveðið afar skýrt á um að hvort hjóna ráði yfir þeim eignum sem voru í eigu þess fyrir giftingu. Þeim sé ekki skylt að leggja þær inn í sameiginlegar rekstur heimilisins, heldur beri þeim einungis að tryggja sinn hluta heimilistekna til að standa undir:  útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu.         

Hér geta efalaust ýmsir fljótfærir tekið löggjafinn og skattayfirvöld til fyrirmyndar. Þeir segja að í sameiginlegri ábyrgð hjóna á framfærslu fjölskyldunnar, felist að ef annað hjóna missi tekjur sínar, færist skylda þess aðila yfir á hinn sem fullar tekjur hefur. Um þetta er fjallað í VII. kafla hjúskaparlaga. Um þetta segir í 46. gr.:

46. gr.

Hjón bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar. Til framfærslu telst það sem með sanngirni verður krafist til sameiginlegs heimilishalds og annarra sameiginlegra þarfa, uppeldis og menntunar barna og sérþarfa hvors hjóna.Um framfærsluskyldu gagnvart börnum gilda að öðru leyti ákvæði barnalaga.     

 Framlag annars maka til sérþarfa hins verður hjúskapareign viðtakandanema sérstök heimild sé til að telja það séreign.

Þarna er lögð rík áhersla á að fólk geri sér sanngjarna mynd af því hverjar tekjur heimilisrekstrar þurfa að vera. Við sameiginlegt heimilishald þarf að hafa fleira í huga en daglegan kostnað vegna framfærslu. Þar þarf að líta til annarra sameiginlegra þarfa, uppeldis og menntunar barna og sérþarfa hvors hjóna. Ef fáein orð hefðu verið sett aftan við hinn tilvitnaða texta 1. málsliðar 46. gr., að á eftir: sérþarfa hvors hjóna hefði komið: „sem teljist til heimilisreksturs og hjúskapareignar“.

Í þessu fælist að skýrt væri afmarkað í hjúskaparsáttmála hjóna um heimilisrekstur, hvað af „sérþörfum“ hvors þeirra teljist til heimilisreksturs og hvað til persónulegs einkaneyslu viðkomandi, óviðkomandi sameiginlegum heimilis- og hjúskaparrekstri. 

Ef sú ábending sem ég set þarna fram væri orðuð skýrt og greinilega, væri 2. mgr. 46. gr. óþörf, enda verður ekki betur séð, vegna óljósra meininga í orðavali í lagatexta, en að hún stangist á við ákvæði 2. 3. og 46 gr. þessara laga, eins og þau atriði eru rakin hér að framan.

Í 2. mgr.46. gr. segir að: Framlag annars maka til sérþarfa hins verður hjúskapareign viðtakanda nema sérstök heimild sé til að telja það séreign.   

Orðið FRAMLAG, getur haft ýmsar merkingar. Framlag getur merkt að einhver láti af hendi óskyldubundinn stuðning við eitthvað. Í framangreindu atriði virðist meining í orðinu „Framlag“ snúast um að annar aðili hjóna, veiti hinum aðilanum „framlag“ til sérþarfa hans. Í 1. mgr. 46. segir að til framfærslu teljist það sem með sanngirni verði krafist til sameiginlegs heimilishalds og annarra sameiginlegra þarfa, s. s. sérþarfa hvors hjóna“ Ekki verður betur séð af þessu en að EF sá valkostur værri fyrir hendi að líta á sérþörf annars hvors hjóna sem mögulega  hjúskapareign. Kæmi þar til álita hvort umrædd sérþörf hafi verið, fyrir hjónaband, hluti af reglulegu neyslumunstri viðkomandi og kunn væntanlegum maka. Slík sérþörf eldist eðlilegt að væri fjármögnuð með rekstrargjöldum heimilisins.

EF það Framlag“ sem um er rætt í 2. mgr. 46. gr. væri til sérþarfasem væri utan skilgreinds heimilisreksturs, væri löggjafinn með opinni en bindandi lagafyrirmælum, hugsanlega að framkvæma eignaupptöku, án undangenginnar beinnar lagasetningar þar um. Segjum að annar aðili hjóna vildi styrkja maka sinn til einkaferðalags, kaupa laxveiðileyfi, eða eitthvert persónulegt áhugamál makans, væri löggjafanum algjörlega óheimil, með lagaákvæði, að gera slíkt upptækt sem „hjúskapareign“.

Í 47. gr. hjúskaparlaga eru einnig atriði sem alls ekki eiga rétt á sér  miðað við framangreind ákvæði hjúskaparlaga. Lítum þar á hvað segir 1. mgr.

„Framfærsluframlög hjóna eru fólgin í peningagreiðslum, vinnu á heimili eða öðrum stuðningi við fjölskyldu. Framlög skiptast milli hjóna eftir getu þeirra og aðstæðum.“ Þarna er löggjafinn í algjörri mótsögn við sjálfan sig, meira að segja í sömu lögunum um sama efni. Í upphafi 2. gr. þessara sömu laga, hjúskaparlaga,  segir löggjafinn afar skýrt að:

Hjón eru í hvívetna jafnréttháí hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru..“.

Þarna er greinilega um alvarlega þversögn að ræða, sem bætist við fyrri ábendingu um  óvandaða lagasmíði. en lítum næst á 2. mgr. 47. gr. hjúskaparlaga. þar segir svo:

„Nú nægja fjárframlög þau, sem annað hjóna á að inna af hendi skv. 1. mgr., ekki til að fullnægja sérþörfum þess og barna eða þörfum heimilisins og á viðkomandi þá kröfu á að hitt láti honum eða henni í té peningafjárhæð sem með þarf, hæfilega upphæð í hvert skipti, miðað við getu og hagi aðila“. 

Enn einu sinni verður löggjafinn sér til skammar vegna eigin vanþekkingar á eðlilegri kröfulýsingu eða hvaða skyldur löggjafinn sjálfur ber hugsanlega í tilgreindu tilviki.

Löggjafinn tekur sér það vald í tilgreindri 2. mgr. 47. gr. hjúskaparlaga að halda því fram að sá sem ekki geti staðið skil á réttmætu framlagi í rekstrarsjóð heimilis síns, af ótilgreindum ástæðum, eigi kröfu á að hitt láti honum eða henni í té peningafjárhæð sem með þarf, hæfilega upphæð í hvert skipti, miðað við getu og hagi aðila

Ég geri þá kröfu til löggjafans, að hann skýri nánar og ítarlega á hvaða forsendum sú krafa er reynst, þar sem löggjafinn fullyrðir að sá aðili hjónabands, sem skortir tekjur til framfærslu, eigi kröfu á hendur hinum, sem getur staðið í skilum, um fjárstuðning fyrir fjárframlagi sínu til eigin heimilisreksturs. Í þessum tilvitnuðu lagafyrirmælum er hvorki umfang né neitt viðurkennt viðmið nefnt sem afmarkað geti ætlaða fjárhæð, eða annan kröfurétt annað en þversögn í hjúskaparlögum. Einungis er sagt að hinn aðilinn skuli láta í té þá peningafjárhæð sem með þarf, hæfilega upphæð í hvert skipti.“ Svonavinnubrögð ættu að vera refsiverð, en það getur enginn refsað löggjafanum nema kjósendur.

Í bók prófessors Sigurðar Líndal, sem ber heitið „Um lög og lögfræði, um grundvöll laga- réttarheimildir“, er m. a. fjallað um hvað geri yfir höfuð textaað frambærilegum lögum.

 Í kaflanum „Grundvöllur laga“  segir í lið 9.1. „Lög verða að fullnægja tilteknum skilyrðum um form“.  Inn á þau atriði var komið hér að framan þar sem bent var á óskýra merkingu setningar. Sama er einnig hér í 2. mgr. 47. gr. varðandi fullyrðingu um algjörlega óskilgreinda kröfu, eins aðila á hendur öðrum, án skýrs viðmiðunargrundvallar.

Í liðnum 9.1.1., í bók prófessors Sigurðar, lið sem ber heitið „Ólíkar áherslur“, er vísað í Bandaríska réttarheimspekingurinn Lon L Fuller, „að lög séu sett í þeim tilgangi að knýja menn til að fylgja reglum“. En lögskipan sé einnig komið á í öðrum tilgangi. Menn setji sér ólík markmið og fylgi þeim eftir. En til þess að það geti gengið snurðulaust verði að móta ákveðið ferli og framgangsmáta. Hvorttveggja, fylgni við reglur og ferli sem fara verði eftir, beri að viðurkenna sem sjálfstæð markmið. Með þessu megi kenna þjóðfélagsskipulag við lög í stað geðþótta ákvarðanna.“

Í þessi atriði er vitnað vegna þess hversu hjúskaparlög nr. 31/1993, eru langt frá því að geta talist byggð upp af aðilum sem hafi haft næga þekkingu á verkefninu, þjóðskipulagi okkar eða eða lagasmíði.

Margt er alvarlega umhugsunarvert í lagabálki eins og hjúskaparlögum. Ég ætla þó ekki í lengri útskýringar í þessum pistli. En það er svo sem nægt úrval af klúðurslegri og ómarktækri lagasetningu til í lagasafninu, sem aldrei verður leiðrétt.

En það sem textahöfundi hjúskaparlaga sást alveg yfir er hinn skýri réttur sem sérhver á, sem ekki getur sjálfur séð sér farborða, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár. Í 76. gr. stjórnarskrár er fjallað um rétt þeirra sem ekki geta framfleytt sér ef eigin tekjum. Því miður var þessar grein breytt 1995 og gerð ómarkvissari. Segja má að lögmönum stjórnvalda sé boðið upp á fjölda möguleika til útúrsnúninga til að valda kostnaðarauka fyrir þá sem rétt sinn reyna að sækja í gegnum réttarkerfið. Nú segir í þessari mikilvægu grein stjórnarskrár að: [Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika“  Ég hef aldrei geta fengið vitræna skýringu á því hvers vegna  var verið að flækja hina ótvíræðu greiðsluskyldu ríkissjóðs á framfærslu þeirra sem ekki geta sjálfir séð sér farborða. Í stjórnarskránni frá 1934 er ákvæðið mikið skýrara, enda engir flækjumeistarar þá komnir til skjalanna, til að auka kostnað ríkisrekstursins. En í stjórnarskrá 1934 er ákvæðið svona:Sá skal eiga rjett á styrk úr almennum sjóði, sem eigi fær sjeð fyrir sjer og sínum, og sje eigi öðrum skylt að framfæra hann.“

Þegar horft er til þess einbeitta ásetnings lagasmiða hjúskaparlaga, að koma ótvíræðri  greiðsluskyldu ríkissjóðs yfir á einstaklinga, sem voru svo óheppin að maki þeirra forfallaðist frá tekjuöflun, verður manni hugsað til þess hvort engin sómatilfinning sé lengur til staðar í: þingmönnum, lögmönnum eða dómurum þessa lands. Ég tel víst að flestir sem tilheyra tilgreindum stéttum hafi einhverja snertingu hafi við svo afkáralega lagasmíð sem hjúskaparalögin eru. Og svo kemur til viðbótar framanskráðu sá ljóti fölsunarhlekkur hjúskaparlaga sem enn virðist tíðkaður í skattalögum, að skerða réttindi lífeyrisþega vegna tekna maka. Þar er um verulega ljóta ósvífni að ræða, sem skoðað verður fljótlega.

      

    


ÉG LAS LOKSINS EES SAMNINGINN - PÚFFFFFFFFFFFFFF

Mikið hefur verið rætt um EES samninginn að undanförnu og fólk velt því fyrir sér hvort sá samningur hafi verið okkur hagstæður.  Sumir telja svo ekki vera meðan aðrir telja þennan samning vera undurstöðuna undir velgengni okkar. Hvernig sú velgengni tengist EES samningnum er hins vegar ekki vel ljós. Nefndir eru góðir samningar um sjávarútveg og svo auðvitað fjórfrelsið margrómaða.

Hvað sjávarútveginn varðar þá byggja sérstök kjör okkar aðallega á tvennu. Í fyrsta lagi er fiskurinn okkar á betra verði ef við löndum honum úti sem hráefni til vinnslu eða beinnar neyslu. Ef við vinnum hins vegaar fiskinn hér heima í neytendaumbúðir, væri sú vara tolluð úti sem bein samkeppnisvara við aðrar vörur neytendamarkaðar. Og við með okkar óstöðugu stjórnun efnahags- og peningamála, værum ekki samkeppnisfær á þeim markaði. Ekki frekar en við voru á öðrum sviðum matvælaframleiðslu, eftir að við gerðust aðila að EES samningnum.

Engin leið er að fá eina rétta niðurstöðu út úr þeim vangaveltum sem að framan greinir, en við gætum hugsanlega komist að niðurstöðu um hvort EES samningurinn sé yfir höfuð „samningur“ sjálfstæðra aðila, eða hvort þar sé um að ræða samkomulag um tiltekið afsal fullveldis, í skiptum fyrir aðgang okkar að hinum stóra Evrópska markaði. Ég velti fyrir mér hvaða hag menn hafa séð í þessum meinta „samning“, því reyndin virðist hafa verið sú að yfirleitt er innkaupsverð á erlendum vörum hingað til lands, hærra en til annarra norrænna landa. Fyrir lág áður en til samninga var gengið að iðnaðarframleiðsla á Íslandi gæti ekki verið samkeppnisfær við erlenda framleiðslu. Íslensk framleiðsla hlaut því að leggjast af. Fjölbreytileiki atvinnutækisæfra að dragast saman, samhliða umtalsverðri þörf á auknum gjaldeyristekjum, til greiðslu fyrir þann innflutning sem við höfðum áður framleitt hér á landi. Var ekki dálítið miklu fórnað til að ná „fjórfrelsinu“?

En, þá komum við aftur að þeirri spurningu, hvort EES samningurinn sé samningur tveggja sjálfstæðra samtaka, þ. e. Evrópubandalagsins EB. og Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA-ríkjanna. Eða er þarna um einhverskonar „nauðungarsamning“ að ræða, þar sem EFTA ríkin hafi takmarkaðan og tímabundinn höfnunarrétt og óljósan umsagnarrétt á upphafsstigi breytinga? Í lögum nr. 71/1936, segir svo í 2. mgr. 36 gr.c.

Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.] 1)

Rétt er að hafa þessi atriði í huga þegar lesinn er texti EES samningsins. Í eðli sínu og öllum skýringum á tilvist samningsins kemur ekkert fram sem bendir til annars en að um gagnvirkan viðskiptasamning sé að ræða. Hins vegar vekur það athygli að upphaf allra breytinga á hinum gagnkvæma samningi eiga upptök sín hjá öðrum samningsaðilanum (ávalt þeim sama). Það vekur einnig athygli að ekki er leitað samkomulags um breytingu á fyrra samkomulagi, heldur einhliða sett inn ný lög eða reglur, þar sem höfnunarréttur gagnaðila er sniðgengið og honum sett tímamörk til staðfestingar hinum nýju lögum.

Hvergi í samningstexta EES samningsins er að finna ákvæði þar sem öðrum hvorum aðilanum er færð heimild til einhliða breytingar á honum, eftir undirritun og gildistöku. Engu að síður hefur ESB einhliða keyrt fram sinn vilja og knúið fram samþykki gagnaðila án nokkurs eðlilegs umræðuferlis. Í því sambandi er eðlilegt að benda á nefnd, sem getið er á mörgum stöðum í samningstextanum, þó hvergi í samningnum sé getið um hvernig sú nefnd sé til komin, hvernig hún sé skipuð, hve margir nefndarmenn séu frá hvorum aðila. Hvort um jafnræðisnefnd sé að ræða eða hvort annar aðilinn hafi fleiri nefndarmenn en gagnaðilinn. Þá á víða í samningnum greina ákvæði þess efnis að nefnd þessi taki endanlega ákvörðun f. h. annars aðilans og fari að mörgu leyti með vald sem t. d. Alþingi Íslendinga getur ekki framselt til þriðja aðila.

Hér er sem sagt verið að tala um nefnd sem í samningnum er kölluð: „Sameiginlega EES nefndin“. í 1. kafla, VII. hlutar EES samningsins er 2. þátturinn nefndur „Sameiginlega EES nefndin“. Það hefði mátt ætla að í þessum tveimur greinum 2. þáttar, sem bar nafn nefndarinnar, yrði skilmerkilega gerð grein fyrir hvernig Nefndin væri upp byggð og hver væru markmið hennar og tilgangur. En því miður var ekki svo. En til að ekkert fari milli mála set ég hér inn textann úr 92. og 93. grein EES samningsins svo þið sjáið sjálf að allar skýringar vantar á hvernig nefndin er kosin og hvert sé hlutverk hennar.

2. þáttur. Sameiginlega EES-nefndin. 

92. gr.

Sameiginlegu EES-nefndinni er hér með komið á fót. Skal hún tryggja virka framkvæmd samnings þessa. Í þeim tilgangi skal þar skipst á skoðunum og upplýsingum og taka ákvarðanir í þeim málum sem kveðið er á um í samningi þessum

2. Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp. 

3. Sameiginlega EES-nefndin setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi

Þarna er bara sagt í 1. tölulið að Nefndinni sé komið á fót. en ekkert hvernig það var gert, til hvers og hvernig var nefndin skipuð eða var hún kannski kosin. Þá segir að Nefndin skuli tryggja virka framkvæmd samningsins. Henni eru hins vegar ekki fengin nein vopn í hendur til að beita, ef þrýsta þarf á  virka framkvæmd. Sagt er að tilgangi skuli ná með því að skiptast á skoðunum og upplýsingum. En svo er líka sagt að Nefndin eigi að taka ákvarðanir. EN henni hefur aldrei verið fengið neitt slíkt  vald frá þeim er slíkt vald hafa, eða heimild til að taka ákvarðanir. Reyndar er sagt í 3.tölulið 92. gr. að Nefndin setji sér sjálf starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi. Í sjálfu sér væri ekkert við þetta að athuga ef hér væri um að ræða einkafélag, þar sem eigendurnir sætu í Nefndinni. En þar sem hér er um að ræða opinbera Nefnd, sem fer með ábyrgð sem Alþingi ber að taka. Í stjórnskipan okkar er ekki heimild til að fela þá ábyrgð 3. aðila. Það er náttúrlega fyrir utan öll velsæmismörk að segja Nefndarmönnum að taka sjálfir ákvörðun um, hvort og þá hvernig þeir taki ákvörðun í einhverju máli.  

gr. 
1. Sameiginlegu EES-nefndina skipa fulltrúar samningsaðila
Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar skulu teknar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og EFTA-ríkjanna, sem mæla einum rómi,hins vegar

Hér í 93. gr. er gefið sýnishorn af því hvernig Ákvarðanir Nefndarinnar eru teknar. Sagt er að ákvörðun skuli tekin með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar en á hinn veginn komi EFTA ríkin, SEM TALI EINUM RÓMI.  Þetta er dálítið sérstakt jafnvægi  í ákvarðanatöku milli aðila. Hve margir skildu vera bandalags megin, á móti EINU atkvæði EFTA ríkja?

 Þessarar nefndar er víða getið í samningnum þar sem hún taki ákvarðanir er heyra í raun undir Alþingi að taka. Eins og t. d. ákvörðun um hvort gerð eða tilskipun frá framkvæmdastjórn ESB, verði tekin upp í EES samning. Slíkt er ákvörðun sem Alþingi verður að taka og getur ekki vísað því til annarra aðila.

Það er greinilega ansi margt í þessum svokallaða EES samning sem gengur gegn Íslenskum veruleika hvað varðar virðingu gagnvart undirrituðum og lokuðum samningum eða breytingum á þegar samþykktum lagatexta. Það kemur ekki einhver óviðkomandi aðili vaðandi inn á sviðið og segir fyrir um að heimilt sé að breyta þessu eða hinum í frágengnum samningum eða lögum. En, slíkt gerir þó framkvæmdastjórn ESB og virðist ekki taka það nærri sér. Lítum á dæmi:

2. kafli Tilhögun Ákvarðanatöku.

„97. gr.          

 Með fyrirvara um meginregluna um jafnræði, og eftir að öðrum samningsaðilum hafa verið veittar upplýsingar þar um, hefur samningur þessi ekki áhrif á rétt einstakra samningsaðila til að breyta innlendri löggjöf á þeim sviðum sem samningurinn tekur til:          
    — ef sameiginlega EES-nefndinkemst að þeirri niðurstöðu að löggjöf, eins og henni hefur verið breytt, hafi ekki áhrif til hins verra á framkvæmd samningsins; eða       
    — ef skilyrðum 98. gr. hefur verið fullnægt“

Það er ekki hlaupið að því að skilja fyrstu setninguna, en með hliðsjón af 2. og 3. setningu er hægt að ímynda sér hvað þarna ætti að standa. Enn er byggt á niðurstöðu Sameiginlegu EES nefndarinnar, þó tilvist þeirrar nefndar sé enn algjörlega óljós og hvergi lögformlega skráð. En lítum þá á það sem fram kemur í samningstexta 98. greinar EES samningsins:

98.gr

 Breyta má viðaukum samningsins, svo og bókunum 1–7, 9–11, 19–27, 30–32, 37, 39, 41 og 47, eftir því sem við á, með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar í samræmi við 93. (2. mgr.), 99., 100., 102. og 103. gr. 

Það hlýtur að vera eitthvað sérstakt við að svona mikil rökleysa og svona hrein vitleysa fái að sitja í texta endanlegs fjölþjóðlegs samningstexta, hjá einu af stærstu hagsmunasamtökum Vesturlanda á síðasta áratug 20. aldar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að með óbreyttu stjórnskipulagi og stjórnarskrá, getur Ísland ekki verið aðili að samning, þar sem í upphafi samningsgreinar er skýrt kveðið á um að: Breyta megi viðaukum samningsins eftir undirritun hans, og það með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinn.  í samræmi við 93.gr. 

Í 93. gr. segir að „Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar skulu teknar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og EFTA-ríkjanna, sem mæla einum rómi, hins vegar. “

Þarna er jafnræðisregla gróflega brotin, þar sem í samningstexta er gert að skilyrði að gagnaðili EB í samningnum, sem eru EFTA ríkin, skuli mæli einum rómi,í sameiginlegu EES nefndinni við ákvarðanatöku. Greinilega er ekki gert ráð fyrir því einungis EINN aðili verði frá EB við ákvarðanatöku. Þá hefði verið tekið fram að EINN væri frá hvoru aðila fyrir sig. Augljóslega er fyrirfram gert ráð fyrir RÖNGUM FORSENDUM, eða ekki gengið réttilega frá mismunandi vægi EFTA ríkjanna á móti EB ríkjanna.  Ekki virðist því hafa verið fullklárað að ganga frá hlutfallaskiptum.

Í 99. grein er fjallað um ýmis álitamál sem upp geta komið þegar framkvæmdastjórn EB hefji undirbúning að nýrri löggjöf  á svið sem EES samningurinn tæki til. Í 1. mgr. er velt fyrir sér óformlegum leiðum en í 2. mgr. er sett ákveðnari stefna Þar segir:

„Þegar framkvæmdastjórnin sendir ráði Evrópubandalaganna tillögur sínar skal hún senda afrit af þeim til EFTA-ríkjanna. Fyrstu skoðanaskipti skulu fara fram í sameiginlegu EES-nefndinni óski einhver samningsaðila þess.

Ekki er hægt að neita því að það veki athygli hvernig tekið er til orða. Það er verið að tala um samningssvæði lokaðs samnings, sem samþykktur var af báðum aðilum. Samningur þessi fjallaði um að sömu lög skyldu gilda fyrir alla á samningssvæðinu. Af því hlaut að leiða að hvorugur hefur sjálfstæðan rétt til frekari lagasetninga innan þess samningssvæðis, án samráðs við hinn.

Þegar þess er einnig gætt að textasmiðir EES samningsins voru innan EB, bendir ýmislegt til fyrirmæla hroka, frekar en jafningaumleitan um heimild til nýrrar lagasetningar. Eftirfarandi upphafsorð 2. mgr. bera þessu glögg merki. 

Þegar framkvæmdastjórnin sendir ráði Evrópubandalaganna tillögur sínar skal húnsenda afrit af þeim til EFTA-ríkjanna“.

Þarna var ekki spurning um samkomulag um lagabreytingu. Þarna er á ferð einhliða ákvörðun. En lítum á það sem kemur fram í 3. tölulið 99. greinar.

3. Á þeim tíma, sem líður fram að töku ákvörðunar í ráði Evrópubandalaganna, skulu samningsaðilar, í samfelldu ferli upplýsingaskipta og samráðs, ráðgast hver við annan í sameiginlegu EES-nefndinni að beiðni einhvers þeirra á öllum tímamótum á leið að endanlegri töku ákvörðunar.“ 

Þarna kemur aftur fram að ekki virðist sameiginleg niðurstaða beggja samningsaðila ráða þeim niðurstöðum sem leiða til ÁKVÖRÐUNAR, eins og segir í textanum. Þó er sagt að í aðdraganda ákvörðunar: skulu samningsaðilar, í samfelldu ferli upplýsingaskipta og samráðs, ráðgast hver við annan.  En það er ekki sjálfgefið að slíkt samráð fari fram. En fari það fram, verður það:  að beiðni einhvers þeirra á öllum tímamótum á leið að endanlegri töku ákvörðunar.“.

EN, þá er það aðeins eitt atriði eftir. Það er spurningin um HVAR hið umrædda „samráð“ skuli fara fram. Í samningstextanum segir að samráðið skuli fara fram: í sameiginlegu EES-nefndinni.EN, hvaða nefnd er það? Hvernig er hin lögformlega skilgreining á þeirri nefnd? Hvernig er kosið í hana og hvernig er hlutfallaskipting við atkvæðagreiðslu og hvaða stöðu hefur sú nefnd gagnvart þjóðþingum EFTA-ríkjanna, Evrópuþinginu, framkvæmdastjórn EB, Evrópuráði.  EKKERT liggur fyrir í þessum EES samning hvernig þessi umtalaða Sameiginlega EES nefnd er skipuð eða hvaða heimildir og völd henni hafi verið fengin af Samningsaðilum. Það fer þó ekkert milli mála í 4. tölulið 99. greinar hvaða ábyrgð er sett á hina Sameiginlegu EES nefnd, eins og hér má sjá:

4. Samningsaðilar skulu starfa saman af heilum hug á upplýsinga- og samráðstímabilinu með það fyrir augum að auðvelda ákvarðanatöku í sameiginlegu EES-nefndinni í lok meðferðar málsins.“   

Ekki fer þarna á milli mála að þeir sem ábyrgir eru fyrir samstarfsvettvangi Evrópuríkja, skorti reynslu til að halda jarðsambandi á öllum meginatriðum heimilda til ákvarðanatöku. Einkanlega þegar komið er út fyrir hið stóra bandalag Evrópuríkja og taka þarf tillit til sjálfstæðra þjóðþinga, sem hvert fyrir sig hefur fulla heimild til að samþykkja eða hafna framsali til ákvarðanatöku, til aðila sem ekki á sér lögformlega tilveru í EES samningnum. Og er þar af leiðandi án samþykkis löggjafar- og/eða framkvæmdavalds t. d. á Íslandi. Slíkt formlegt og varanlegt framsal valds til framtíðar hefur ekki fundist í afgreiddum þingmálum frá Alþingi Íslendinga.  Það eitt og sér segir til um að hin svokallaða „Sameiginlega EES nefnd“, hefur aldrei verið lögformlega til, heldur einungis draumórar þeirra sem reyna að sniðganga rétt og lögleg vinnubrögð. Og þar sem í samningstexta er gerð krafa um að EFTA þjóðir tali einni röddu, er í raun komin upp spurning um það hvort EES samningurinn hafi alla tíð verið með ólöglegum ákvæðum og ákvörðunum. Til þess benda eftirfarandi innskot úr samningstexta ES samningsins.

úr grein 100. Í þeim tilvikum þegar mál er til meðferðar hjá ráði Evrópubandalaganna í samræmi við starfsreglur sem gilda um viðkomandi nefnd skal framkvæmdastjórn EB koma áliti sérfræðinga EFTA-ríkjanna á framfæri við ráð Evrópubandalaganna

úr grein 101. 2. Telji samningsaðilar að slíkt samstarf ætti að taka til annarra nefnda sem eru svipaðs eðlis getur sameiginlega EES-nefndin breytt bókun 37

úr grein 1022. Sameiginlega EES-nefndin skal meta á hvaða hluta viðauka við samning þennan þessi nýja löggjöf hefur bein áhrif.

Sameiginlega EES-nefndin skal einkum gera sitt ýtrasta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við þegar upp koma alvarleg vandamál á sviðum sem falla undir valdsvið löggjafans í EFTA-ríkjunum“

Hér er ekki um tæmandi lista yfir álitamál í EES samningnum að ræða. Augljós er hins vegar ásetningur ESB valdsins að múlbinda EFTA ríkin í lista óafgreiddra mála, sem öll virðast keyrð áfram á röngum forsendum.

Hér er ekki beinlínis verið að setja fram ásetning um átakaferli til að ná ásættanlegu sjálfræði aftur, heldur stíga svolítið þyngslalega ofan á tærnar á þeim öflum í ESB sem reyna með óheiðarlegum vinnubrögðum að komast yfir auðlindir annarra ríkja.

Það liggur nokkuð ljóst fyrir að á Íslandi er EES samningurinn staðfestur sem LÖG. Það er einnig ljóst að á Íslandi verður LÖGUM EKKI BREYTT NEMA MEÐ LÖGUM.  Það liggur einnig fyrir, nokkuð örugglega, að undanfarin rúm 20 ár, hefur Alþingi ekki gert breytingar á EES samþykktum með öðru en  þingsályktunum, sem EKKI HAFA LAGAGILDI.

Af því að dæma, hvernig mál EES samningsins hafa verið keyrð áfram UTAN LAGAGRUNDVALLAR, virðist  virðing fyrir frumhugmynd EES samningsins um heiðarlega samvinnu, hafa orðið eftir einhvers staðar á leiðinni. Líklega yrði farsælast að byggja alveg nýjan samstarfsgrundvöll út frá núverandi raunveruleika


Skipta lýðræðis­leg­ar stjórn­mála­hreyf­ing­ar máli?

Yfirskrift þessa pistils er fengið að láni frá Morgunbalðinu, úr umfjöllun blaðsins um flokksráðsfund VG 30-31 ágúst í Skaftafelli. Spurningin sem felst í fyrirsögninni er í raun ekki tengd neinum einum stjórnmálaflokki, heldur lítur beint að Lýðveldinu og lýðræðislegri vitund fólkins í landinu.

Stjórnskipulag okkar er Lýðveldi, byggt á lýðræði með áherslu á almenn mannréttindi og tjáningarfrelsi. Allir eiga að vera frjálsir skoðana sinna og mega láta þær í ljós þegar tilefni gefst til. Það var þannig en er það ekki lengur. Á fundum máttu ekki hafa skoðun á því málefni sem er til umræðu. Þannig er í raun brotin mannréttindi allra sem eitthvað hafa um málið að segja. En,af hverju er það svo? Ástæða þess er líklega einföld. Fundarboendur eru að fara fram með sín „einkasjónarmið“. Þau sjónarmið eru oftast ókunn eða órædd í samfélaginu. Fólki er því einungis fær þessi eina leið til að komast með hugmyndina  nokkuð heiillega frá fundinum. Og til þess að svo verði, verður að brjóta stjórnarskrána á öllum fundarmönnum. Undantekning er þó frá þessu ef fundurinn er boðaður til að veita einfaldar upplýsingar um eitthvað sem ekki er boðið upp á umræður um. 

Framkvæmd hinna lýðræðislegu sjónarmiða var snemma komið í farveg stjórnmála. Þar söfnuðust í hóp, félag eða flokk, fólk sem myndaði ramma utan um tiltekin meginatriði sem talin voru þjóðfélaginu til framdráttar félagslega og efnahagslega. Á þokkalega heilbrigðan máta voru svona hópar (stjórnmálaflokkar) myndaðir, með mismunandi áherslur og forgangsatriði. Og þau forgangsatriði voru síðan vel kynnt öllum landsmönnum, svo hver atkvæðisbær maður gæti kosið þann flokk sem var líkastur hans skoðunum og viðhorfa til mannlífs og þjóðfélags.

Þá voru haldnir almennir UMRÆÐUFUNDIR, þar sem skipst var á skoðunum um atriði sem EKKI VAR BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA, heldur voru enn á hugmyndastigi. Nú kallast það almennir fundir að bjóða fólki á FYRIRLESTUR, þar sem honum loknum er veitt afar takamörkuð heimild til að spyrja frummælendur; en bara má spyrja um það efni sem þeir fjölluðu um. Þar er í raun orðið meira en einfalt brot á tjáningarfrelsi, því auk þess er fólki einnig meinað frelsi hugsunar. Þar er líka komin krafa um að fundarmenn hugsi ekki út fyrir þröngan ramma frummælanda.

En aftur að meginástæðu þessara skrifa, en það voru ummæli Katrínar Jakobsdóttur á áðurnefndum fundi VG. En þar sagði hún:

 

„Ég hef áhyggj­ur af þróun lýðræðis­legra stjórn­mála­hreyf­inga í sam­tím­an­um og þess vegna er okk­ar er­indi brýnna en nokkru sinni fyrr. Því er mik­il­vægt að segja frá okk­ar sögu og hvað við höf­um verið að gera,“

„Þess vegna skipt­ir máli að við stönd­um með okk­ur sjálf­um, þekkj­um sög­una, vit­um hver við erum og hvaðan við kom­um. Ég er mjög bjart­sýn fyr­ir hönd þess­ar­ar hreyf­ing­ar og ég held að saga henn­ar sýni að hún mun þora, hún mun geta og hún mun gera.“ 

Ég deili áhyggjum með Katrínu af þróun lýðræðis­legra stjórn­mála­hreyf­inga í sam­tím­an­um. Ég held hins vegar að hún hefði ekki átt að beina allri athyglinni að fyrri ályktunum aðalfunda, heldur líta gagnrýnum augum á eigin ummæli á síðasta kjörtímabili, viðhöfð í ræðustól Alþingis. Það hefði verið athyglivert fyrir hana að skoða áherslurnar sem hún sjálf lagði á tiltekið mál, sem hún ætlaði öðrum að bæta úr þá þegar. En nú, eftir að hún sjálf hefur verið í lykilaðstöðu til að leiðrétta það sem henni áður fannst ranlæti, meðan hún var í stjórnarandstöðu. Það ranglæti hangir enn óleyst fyrir ofan höfuð hennar, þó hún hafi nú verið 2 ár í embætti forsætisráðherra.

Greinilega bera hún og flokkur hennar enga virðingu fyrir áherslu- og forgangsatriðum sem þau sjálf, úr ræðustól Alþingis, gera kröfu um til annarra um að sinnt verði þegat í stað. það fólk sem þarna um ræðir verði ekki látið bíða eftir réttlætinu. Engur er líkara en hún og flokkur hennar telji sér það vel sæmandi að nota fólk, sem þau sjálf skilgreinar í neyðarstöðu, sem hyrtingartæki eða barefli til að berja aðra stjórnmálflokka með. EN, svo þegar þau eru sjálf í aðstöðunni til að rétta við ranglætið, þykjast þau ekki sjá bágindin.

Já, líklega er ástæða til að hafa áhyggjur af heiðarleika og heiðvirðu viðhorfi stjórnmálamanna nútímans, til eigin orða og athafna, því þau eru svo sannarlega ekki til eftirbreytni.    


OPIÐ BRÉF TIL IÐNAÐAR OG ORKUMÁLARÁÐHERRA

Iðnaðar- og orkumálaráðherra,

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

 Reykjavík 26. ágúst 2019.

ERINDI: Varðandi þær breytingar sem urðu á raforkumarkaði landsmanna með tilkomu nýrra Raforkulaga nr. 65/2003, sem framhald af 2. orkupakka ESB. 

ERINDI: Varðandi þær breytingar sem urðu á raforkumarkaði landsmanna með tilkomu nýrra Raforkulaga nr. 65/2003, sem framhald af 2. orkupakka ESB.

 Ég er einn þeirra sem hafa undrast hina einkennilegu framgöngu Sjálfstæðismanna í sambandi við 3. orkupakkann. Mig furðar fátæklegar skýringar um það t. d. hvernig sjónarmið flokksins falli að texta og markmiðum 3. orkupakkans eins og þau atriði eru sett fram af ESB. Ég set þetta hér fram vegna þess að ég er einnig afar hissa á að Alþingi skuli hafa samþykkt hin nýju og viðamiklu Raforkulög nr. 65/2003.

Raunveruleikinn sem blasti við þingmönnum þegar lögin höfðu verið samþykkt var hins vegar sá að áform ESB var að opna sem mest fyrir mögulega eignaraðild að vinnslu, flutnings eða smásölu raforku. EN lög nr. 65/2003 stefna í þveröfuga átt við það sem skilja má sem markmið EES samstarfsins. Þau stefna þráðbeint til algjörrar einokunar eigenda Landsnets hf., sem að meginstofni er Landsvirkjun.

Í, III. kafla laga nr. 65/2003 er á mjög mörgum stöðum látið koma afar skýrt fram að einungis eigi að vera EITT fyrirtæki, sem hafi heimildir til orkuflutningafrá framleiðendum og það sé Landsnet hf.

 Landsnet hf. er stofnað af Alþingi með lögum nr. 75/2004. Það kemur því strax fram sem algjört einveldi varðandi skipulag, stjórnun og flutning raforku frá framleiðanda til tengisvirkis þar sem orkunni er spennubreytt til tenginga við flutningskerfi dreifiveitna, sem keypt geta raforku til dreifingar um þjónustusvæði sín, vítt og breytt um landið.

Margir landsmenn bera ugg í brjósti yfir því að ESB muni ætla að tvístra raforkumarkaðnum, til að auðvelda fjárfestum í fyrstu að kaupa hlut, sem auðveldi þeim t. d. eignaaukningu á verðbréfamarkaði. Fjárfestar hugsa að öllu jöfnu einungis um eigin hagnað, í stað þess að ýta undir þjóðarhagsmuni. En nú lítur frekar út fyrir að óvart hafi stjórnvöld og Alþingi sett fleig í fyrirætlun ESB með ákvæðum Raforkulaga. Og nú hafi þegar verið stofnað EITT hlutafélagsem yfirtaki allar flutningslínur raforkufrá framleiðendum til tengivirkja dreifikerfa.

Í 1. gr. laga nr. 75/2004, um stofnun Landsnets hf.,  segir: að ráðherra:

„skal beita sér fyrir stofnun hlutafélags er skal annast raforkuflutning og kerfisstjórnunsamkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga, nr. 65/2003.“

Þegar litið er í lög nr. 75/2004, Lög um stofnun Landsnets hf., vekur athygli hve umfangsmikið stjórnunarsvið Landsnets hf. á að vera, miðað við að ekki virðist gert ráð fyrir að Landsnet hf. verði heildsölu milliliður í raforkusölunni. Hlutverkið er ekki fyllilega skilgreint, ef marka má orðræðu hinna nýju stjórnenda Landsnets hf. Samkvæmt lögum er þó ætlunin að Landsnet hf. verði einungis þriðji aðili (þjónustuaðili), „flutningaleið“ milli tveggja viðskiptaaðila. 

Í 2. gr. laganna um Landsnet hf. segið að:

 2. gr. [Hlutverk Landsnets hf. er að annast flutning raforkuog kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga, nr. 65/2003,og er því óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem því er nauðsynleg til að geta rækt skyldur sínar samkvæmt raforkulögum eða öðrum lögum.] 1)Hlutafélaginu er þó heimilt að reka raforkumarkað.“

Einnig kemur fram í 4. gr. laganna nánari skýringar á hlutverki Landsnets hf. Þar segir svo:

 4. gr. Landsnet hf. skal frá 1. janúar 2005 annast rekstur þeirra flutningsvirkja er falla undir skilgreiningu 6. tölulið. 3. gr. raforkulaga, nr. 65/2003. Fram að þeim tíma skal það undirbúa reksturinn m.a. með því að koma fram gagnvart eigendum flutningsvirkja við mat á verðmæti slíkra eigna, sbr. ákvæði til bráðabirgða XI í sömu lögum. 

Í sambandi við þessa 4. gr. laga nr. 75/2004 um Landsnet hf. þykir mér dapurt að þurfa enn einu sinni að benda þingmönnum á hina mikilvægu hlutleysisreglu stjórnsýslulaga. Þar að auki eru skýr ákvæði í 70. gr. stjórnarskrár okkar sem speglar í raun skyldur allra sem fella úrskurð, framkvæma hverskonar verðmætamat eða felli dóm í deilumáli, skuli vera ÓHÁÐIR OG ÓHLUTDRÆGIR, gagnvart báðum hagsmunaaðilum. Það er eiginlega grátlegt að hugsa til þess að ég skuli á undanförnum áratugum, margítrekað hafa þurft að minna þingmenn á þessi mikilvægu hlutleysisatriði, en án sýnilegs árangurs. Kannski á það sér þá skýringu að fjölmiðlar settu um langt skeið (og stærstu fjölmiðlarnir halda því enn) algjört bann á flutning efnis sem ég hefði haft afskipti af. Að sjálfsögðu hafa fjölmiðlar heimild til að hafna birtingar efnis. Það er þeirra réttur og val.

En í 4. gr. laganna um Landsnet var einnig vísað til þess að 6. töluliður 3. gr. Raforkulaga nr. 65/2003. Ég bendi á að textinn í 6. tölulið 4. gr. laga nr. 65/2003, er EKKI RÉTTUR í lagasafni Alþingis. Lagatextanum var breytt þann 9. júní, 2004, með lögum nr. 89/2004.  Ég set hér inn ranga textann, sem enn var í lagasafni Alþingis 23.08. 2019. Þar er texti 3. gr. laganna eftirfarandi. Ég set áhersluletur á það sem ekki er í gildi.

Strax á eftir set ég inn hinn breytta texta samkv. lögum nr. 89/2004., sem síðan er hinn löglega gildi texti.

3. gr. lagasafni Alþingis)

6. [ Flutningskerfi: Raflínur og mannvirki þeim tengd sem eru nauðsynleg til að flytja raforku frá virkjunum til stórnotenda og til dreifiveitna. Skil milli virkjunar og flutningsfyrirtækis eru við innkomandi rofareit í tengivirki flutningsfyrirtækisins. Vinnslufyrirtæki á því vélaspenni, eldingavara og tengingu við tengivirki. Með sama hætti eru skil milli flutningsfyrirtækis annars vegar og dreifiveitna/stórnotenda hins vegar við útgangandi rofareit í tengivirki flutningsfyrirtækisins.] 1)

Hér kemur svo hinn gildi lagatexti eftir breytinguna samkvæmt 1. gr. lag nr. 89/2004.   

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna: 

6. tölulið. orðast svo: Flutningskerfi: Raflínur og mannvirki þeim tengd sem nauðsynleg eru til að flytja raforku frá virkjunum til stórnotenda og til dreifiveitna á þeim afhendingarstöðum sem taldir eru upp í viðauka með lögum þessum.Það nær frá háspennuhlið stöðvarspenna virkjana sem tengjast því, sbr. 3. mgr. 5. gr., að háspennuhlið aðveituspenna stórnotenda eða dreifiveitna.

Og 3. málsgrein 5. gr. er svo hljóðandi:

Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um hlutverk og starfsemi flutningsfyrirtækisins,kerfisstjórnun, notkunarferla og tengingu virkjana við flutningskerfið.“

Margar breytingar hafa verið gerðar á upphaflegu lögunum. Þetta er þó eina breytingin sem ég hef rekið mig á að ekki uppfærðist í lagatexta lagasafns Alþings. Ég teldi vel við hæfi að þú létir breyta þessu meðan þú ert einnig dómsmálaráðherra.

Ég hef áður bent á, t. d. í bréfi sem ég nýlega sendi utanríkismálanefnd Alþingis, þegar nefndarfólk kvartaði opinberlega undan hreinskilni Arnars Þórs Jónssonar, héraðsdómara. Ég benti á beinlínis rangar og frekar ósvífnar innheimtur sem líklega eru á öllum rafmagnsreikningum landsmanna, þar sem innheimt er  flutningsgjalda til Landsnets hf. hjá almennum raforkukaupendum. Eins og sjá má af hinu leiðrétta lagaákvæði hér á undan, nær heimilað starfsumhverfi Landsnets hf. einungis til þeirra sem hafa viðskiptasamband við flutningssvæði þeirra, sem skilgreint er í lögunum -eins og ég setti rautt letur á leiðrétta lagatextann hér á undan. Landsnet hf. á því ALLS ENGAN kröfurétt á almenna raforkukaupendur í hefðbundinni lágspennu 220 – 400 volt. Þarna er því ólöglega seilst í fjármuni fólks og fyrirtækja, sem líklega nær til allra raforkukaupenda.

Ef miðað hefði verið við allar þessar fyrirliggjandi aðstæður, í undirbúningi stjórnvalda fyrir hin nýju Raforkulög, hefði mátt vænta að nokkuð margar breytingar þyrfti að gera, svo væntanleg lög gætu talist þinginu til sóma.  Og samhliða hefði þá átt að verða ljóst hvort þörf væri hér á landi fyrir ætlaðar breytingar. Raforkuverð hér á landi væri með því lægsta sem þekkt væri. Ef verkefnið hefði fyrirfram verið vandlega skoðað og kostnaðargreint, verður að telja líklegt að fram hefðu komið efasemdir um lagasetninguna, vegna þess hversu óhemju dýrt, seinlegt og flókið það væri að koma á virku umhverfi fyrir samkeppnis - og markaðsstarfsemi í raforkuframleiðslu og sölu hér á landi.

Slíkar breytingar hlytu að verða bæði umfangsmiklar og dýrar. Þær myndu kalla á umtalsverðar breytingar á raforkuviðskiptum hér á landi. Horfa þyrfti því af mikilli nákvæmi til þess hvaða áhrif slíkar breytingar hefðu t. d. á heildartekjur Landsvirkjunar, með tilliti til afborgana af langtímalánum. Þá hefði líklega einnig orðið ljóst að með lögunum yrði Landsvirkjun gert skylt að selja frá sér umtalsverð eignaverðmæti, í flutningskerfum háspennu raforku, ásamt öllum nauðsynlegum tengivirkjabúnaði.

Einnig hefði líklega talist nauðsynlegt að skoða hvernig hin breytta eignastaða kæmi út gagnvart þeim veðböndum sem á Landsvirkjun hvíldu.  Við skoðun á þeim aðstæðum kom það mér verulega í opna skjöldu þegar ég las í ársreikningum Landsvirkjunar og Landsnets fyrir árið 2005, eftirfarandi texta varðandi stefnumótun, framtíðarsýn og gildi:

„Stefnumótun fyrirtækisins var eðlilega fyrirferðarmikil á fyrsta starfsári þess og þar lögðu fjölmargir starfsmenn hönd á plóg. Stefnumótunin verður endurskoðuð árlega og gefin út til 5 ára í senn, en í henni er að finna helstu áherslur fyrirtækisins á næsta 5 ára timabili.“

Það sem vekur hér athygli er að á fyrsta starfsári, án þess að nokkur starfsemi sé komin af stað, eru „fjölmargir starfsmenn“ að vinna að Stefnumótun fyrirtækisins, sem þó virðist búið að ákveða að verðiendurskoðuð árlegaog gefin út til 5 ára í senn“.

Er hugsanlega ekki allt í lagi með hugmyndafræðina að stofnun Landsnets? Eins og ég sé verkefnið fyrir mér, hefði það í byrjun átt að snúast um yfirtöku á þeim kerfum sem voru fyrir hendi, þ. e. flutningskerfin hjá Landsvirkjun, RARIK, Orkubúi Vestfjarða, og öðrum smærri framleiðendum.  Byrja hefði átt á því að keyra fyrirliggjandi starfsemi áfram meðan unnið væri að framþróun þess sem koma skildi og nýta  samráð við tæknilið Landsvirkjunarmanna.

Þegar starfsmenn hefðu verið orðnir vel slípaðir í því kerfi sem gengið hafði áfallalítið og skoðaðar hefðu verið hugmyndir Landsvirkjunar- og RARIK-manna um framþróun kerfisins, þá fyrst væri hægt að telja starfslið Landsnets hf. tilbúið til að taka í sínar hendur framþróun flutningskerfa háspennurafmagns á Íslandi, með raunhæfa von um bætt afhendingaröryggi.

Það verður að teljast hreint galin hugmyndafræði að setja fyrirvaralítið inn ný lög í Raforkumálum, fyrir allt landið, þar sem nýtt hlutafélag væri stofnað til að yfirtaka alla stjórnun raforkumála í landinu. Þetta nýja hlutafélag hafði ekki einu sinni nothæfa verkefnalýsingu í eigin lögum eða stofnskrá, til að hinir nýju starfsmenn gætu áttað sig á hlutverki sínu. Lögin sögðu þeim líka að byrja á að smíða ný flutningskerfi, í stað þess að nota þau sem fyrir voru. Ég velti fyrir mér hvort þetta nýja fyrirtæki hafi ekki haft nægilegt samráð við þá sem stjórnað höfðu raforkumálum, heldur ætlað að keyra breytingar hratt í gegn, án spurninga um afleiðingar fyrir þjóðfélagið. Einnig er athyglisvert að það skuli vera liðin 14 starfsár síðan nýja hlutafélagið var sagt taka við, en samt er ekki enn farið að örla á skilmerkilegri bókhaldsskráningu eða nothæfri sundurliðun tekna, útgjalda, eigna eða skulda, þannig að glögglega sjáist hvort starfsemin beri sig í eðlilegu rekstrarumhverfi. Eitthvað mikið virðist vanta á talandi þekkingu á framsetningu mikilvægustu rekstrarforsendna eða verið að fela að sá litli raforkumarkaður sem hér er, með umsemjanlegar magnbreytingar og verð á orku innan mánaða eða á milli mánaða er svo ósköp lítill að hann ber ekki uppi marga tugi hátt launaðs tæknifólks.  Svörin sem ég fæ, leiða það kannski í ljós.

 Einnig má lesa eftirfarandi í ársreikning Landsnets fyrir árið 2005:

„Landsnet hefur mikilvægt hlutverk í að koma á markaðsumhverfi í íslenskum raforkuiðnaði sem er mjög sérstakur á heimsvísu vegna óvenju hás hlutfalls stóriðju í raforkunotkun, smæðar markaðar og fákeppni í raforkuvinnslu.“

Það er undarlegt að lesa þetta sem álit stjórnenda hins nýstofnaða hlutafélags til flutnings á raforku frá framleiðanda til dreifiveitna í smásölu. Þau ummæli sem þarna er vitnað til, benda ótvírætt til þess að alla vega þeir aðilar sem þarna tjá sig, virðast meðvitaðir um að einungis lítill hluti heildar framleiðslu á raforku, geti farið í markaðsdreifingu. Við þessar aðstæður er ómögulegt annað en spyrja hvar ábyrgðartilfinning þeirra hafi verið gagnvart þjóðinni, þegar þeir héldu áfram því feigðarflani sem hið ókostnaðargreinda Landsnets ævintýri var og virðist enn? Þeir aðilar sem stjórna Landsneti f. höfðu strax á fyrsta ári fullkomna greiningu á að markaður raforkuflutnings á Íslandi sé greinanlega  sérstakur á heimsvísu. Fyrst og fremst sé það vegna óvenju hás hlutfalls stóriðju í raforkunotkun. En vonleysi þess að markaðsvæðing geti orðið sjálfbær sé vegna, “smæðar markaðar og fákeppni í raforkuvinnslu.“

Þegar litið er til þess að stjórnendur fyrirtækisins vissu strax á fyrsta rekstrarári að hugtakið um markaðsdrifna starfsemi væri andvana fædd. Flutningur raforku frá framleiðanda til endurseljanda er tekjulega mjög aðþrengd starfsemi og á sér fáa möguleika til vaxtar. Stjórnendur fyrirtækisins urðu því að skapa sér tilverugrundvöll, sem líklega byggist á smá skollaleik gagnvart pólitíkinni, en um leið ákveðinni þögn Landsvirkjunar um: greiningar-, þróunar- og framtíðaráætlanir um virkjanir og flutningskerfi raforku nokkuð langt fram í tímann. Allar þessar áætlanir voru áreiðanlega til og hafa verið til lengi.

Landsnet hf. var stofnað árið 2003.  Enginn ársreikningur eða rekstrarskil finnast fyrir árið 2004, en rekstur talinn hefjast 2005. Og fyrir það ár er skilað afar ófullnægjandi ársreikningi, sem ekki svarar neinum þeirra spurninga sem ársreikningi er ætlað. Ársreikningur 2005 skilar einni ósundurliðaðri upphæð fyrir flutningstekjur að upphæð kr. 5.081.806. þúsund krónur. Í ársreikning Landsvirkjunar finnst hins vegar skráð það magn raforku sem þeir skráðu sem afhent inn á flutningskerfi Landsnets á árinu 2005, var 7.145 GWst. Ef flutningstekjur eru rétt skráðar í ársreikningi Landsnets hf. og magn raforku til flutnings einungis komið frá Landsvirkjun, samsvarar það því að greiddar hafi verið 711.200 krónur fyrir flutning hverrar GWst.  Það. verður að teljast þó nokkur upphæð í flutningskostnað, ef rétt reynist.

Augljóst er af því sem hér hefur verið greint frá varðandi flutningskostnað raforku að í engum ársreikningi Landsnets hf. er getið flutningsmagns eða einingaverðs flutningsgjalds. Engin sundurliðun milli flutningskostnaðar til stórnotenda og hins vegar til dreifiveitna lágspennurafmagns til almennrar notkunnar.

Augljóst er af öllum þeim kennitölum sem ég hef dregið út úr öllum ársreikningum Landsnets hf. frá árinu 2005 til ársins 2018, að ENGINN þeirra ársreikninga samræmist lagareglum um eðlilega sundurliðun eða greiningarþætti tekna og gjalda ár eftir ár, en ekki heimkynnalausar tölur frá ári til árs, sem hvergi verði vistaðar í þekktri sundurliðun tekna eða reksturs viðkomandi fyrirtækis. Líkir annmarkar eru á öðrum sundurliðunum, s. s. rekstrarfjármunum, fastafjármunum, fjárfestingum ársins, eignfærð flutningsvirki. Hægt væri að komast af við sundurliðun Annað fastafé, veltufjármunir, langtímaskulda, skammtímaskulda og eiginfé.

Ófullnægjandi skýringar er víða að finna í þessum ársreikningum og sjaldan neinar haldbærar skýringar á mikilli tekjuaukningu miðað við magn fluttrar raforku, sem alltaf þurfti að sækja inn í ársreikninga Landsvirkjunar, vegna þess að flutningsmagns var ekki getið í ársreikning Landsnets hf. þó veruleg óútskýrð tekjuaukning yrði á árinu.

Þá má í lok þessarar yfirferðar vegna ófullnægjandi ársreikninga Landsnets hf. geta þess að árið 2015 er í ársreikning getið um ENDURMAT á eigið fé félagsins. Dálítið merkilegt því árin á undan hafði eiginfjárstaða aukist jafnt og þétt, þó flestar venjulegar kennitölur hefðu bent til að eigið fé stæði í stað eða jafnvel lækkaði. Í árslok 2014 er eigið fé félagsins sagt vera kr. 19.208.474, þúsund. Á árinu 2015 er eigið fé fyrra árs endurmetið og bókfært í árslok 2015 sem 41.955.670, þúsund krónur. Þetta gerist við litla tekjuaukningu, aukinn rekstrargjöld, óútskýrt hvaðan 22,6 milljarða aukning á rekstrarfjármunum komu því skuldaaukning varð engin.  

Það er að mínu mati útilokað annað en að taka alla bókfærslu Landsnets hf. til endurskoðunar, leiðréttinga á því sem þarf en einnig eðlilegrar sundurliðunar svo lesa megi úr niðurstöðum milli ára hvernig einstakir liðir starfseminnar  beri þann kostnað sem af þeim hlýst.  

En það sem vekur athygli mína, þegar ég les um rekstur Landsnets hf. er að afar takmarkaðar upplýsingar er þar að finna um verðmat á t. d. yfirteknum eignum frá ríkisfyrirtækjunum Landsvirkjun og RARIK hf.. Sama á við um yfirteknar eignir frá Orkubúi Vestfjarða. Lesa má sumstaðar í ársreikningum Landsvirkjunar að Flutningsvirki þeirra hafi ekki verið eignfærð yfir til Landsnets hf., heldur hafi Landsneti hf. á hverju ári verið reiknuð leiga á flutningsvirkjum Landsvirkjunar. Slíks hafi ekki á greinilega máta verið getið í sundurliðun í ársreikning Landsvirkjunar yfir leigutekjur og ekki heldur í ársreikningum Landsnets hf. sem stór útgjaldaliður rekstrargjalda.

Í 5. gr. laga um ársreikninga er afar skýrt kveðið á um að ársreikningur skuli sýni GLÖGGA mynd af rekstri, afkomu og efnahag fyrirtækis og breytingu á handbæru fé. Ég set þetta hér inn vegna þess að ENGINN ársreikningur Landsnets hf. gefur glögga mynd af starfseminni, hvað felist í rekstrinum eða hvernig tekjur ársins eru til komnar. Ef tekjurnar eru greiðslur fyrir veitta þjónustu, eins og lögin um fyrirtækið benda til, þá verður ekki séð að virðisaukaskattur hafi verið reiknaður af hinni seldu þjónustu, eða innheimtur.

Þá segir í 2. mgr. 6. gr. laga um ársreikninga að:

Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur skulu settir upp með hliðstæðum hætti frá [reikningsári til reikningsárs] 2) nema sérstakar aðstæður gefi tilefni til annars. Breytingar skulu tilgreindar og rökstuddar í skýringum.“

Ég vil geta þess að öll árin, 2005 – 2018, sem eru þau ár sem ársreikningar hafa fundist fyrir Landsnet hf., er afar óregluleg sundurliðun rekstrar- og efnahagsliða í ársreikningum Landsnets hf. Engin leið er því að draga fram glögga mynd af rekstri eða efnahag félagsins yfir framangreind ár.  Þó virðist ljóst, eftir að hafa skráð magn raforkuflutnings Landsnets hf. í gegnum upplýsingar úr ársreikningum Landsvirkjunar um það orkumagn hvers árs sem afhent hafi verið inn á flutningskerfi Landsnets hf.  Frá 2005 til 2018 hafi magn fluttrar raforku aukist um 90%. En þegar árstekjur hvers árs eru bornar saman við það magn sem flutt er kemur ekki fram neitt samræmi þar á milli. Það, sem margt annað, bendir einungis til ófullnægjandi upplýsinga um hvernig tekjurnar urðu til.

Þá er margt sem stingur í augun þegar farið er að bera saman  seld og yfirtekin verðmæti, sem sögð eru færast til Landsnets hf., frá Landsvirkjun, RARIK, og Orkubúi Vestfjarða við árslok 2005.  Ekki verður betur séð en mikið ósamræmi sé þar á milli varðandi skráningu. Það er t. d. athyglisvert við árreikninga Landsvirkjunar og Landsnets fyrir árið 2005, að hjá Landsneti er einungis gefnar upp: „Tekjur af flutningi“ en ekkert magn nefnt til sögunnar. Magn er nefnt í reikningum Landsvirkjunar en þar er engin upphæð nefnd sem flutningskostnaður en upphæð nefnd sem raforkusala, líklega heildsala. Einnig er í tekjugrunni hjá Landsvirkjun nefndar: „Flutningstekjur“, sem óneitanlega benti til að Landsvirkjun hafi á árinu 2005 flutt rafmagn sjálfstætt um eigin flutningskerfi, sem ekki var eignfært til Landsnets hf. heldur hafi Landsnet hf. verið leigð afnot af kerfinu, þó ég hafi talið mig lesa í báðum ársreikningum að Landsnet hafi í byrjun árs 2005 tekið við öllum flutningskerfum. Óvissan í þessum málum er raunar enn meiri, þar sem lesa má í ársreikning Landsvirkjunar að Landsvirkjun hafi þá á árinu 2005, verið að gera samninga um orkuafhendingu til stóriðju. En á sama tíma segist Landsnet hafa með höndum yfirstjórn allra raforkumála.

Af þessum ársreikningum verður alls ekki ráðið með hvaða hætti viðskipti með raforku fara fram á Íslandi. Er Landsnet hf. t. d. eingöngu flutningaaðili seldrar orku frá Landsvirkjun og öðrum virkjunum, eða kaupir Landsnet raforkuna í heildsölu af frameiðanda við virkjunarvegg og selji hana svo aftur til dreifiveitna í tengivirkjum lágspennustraums til almenningsnota? Engin leið er að sjá af ársreikningum óskeikult ferli þessara viðskipta.

Engin leið er heldur að  rekja sig eftir eignbreytingum eða eigna tilfærslum, sem sagðar haf verið í árslok 2005, milli fyrrgreindra fjögurra fyrirtækja. Við árslok 2005 bókar Landsnet hf. eignarvirði í fastafjármunum,  25.503,6 milljónir króna. Hins vegar virðist RARIK yfirfæra,  9.168,4 milljónir króna. Og er sá eignaflokkur hjá RARIK eftir það á núlli í árslok 2006.  

Ekki er gott að átta sig á yfirfærslu Landsvirkjunar á eignavirði Flutningskerfa. Frá þessu sjónarhorni voru skoðaðir fjórir ársreikningar, þ. e. áranna 2003, 2004, 2005 og 2006. Eignfærsla Flutningsvirkja var eftirfarandi hvert ár:

í milljónum króna

2003             20.188,4

2004             22.492,3

2005             23.503,6

2006             27.953,4

Af þessu virðist sem Landsvirkjun hafi ekki framselt flutningskerfisín yfir til Landsnets, eins og lög benda til að ætti að gerast á árinu 2005. Af ársreikningum virðist bæði koma fram tekjur og gjöld vegna flutningskerfa á árunum 2005, 2006, 2007 og 2008. Eignfærslu fyrir árin 2007 og 2008 var hins vegar breytt, þannig að ekki liggur ein tiltekin upphæð fyrir um eignavirði flutningskerfa. Út frá þessari misvísandi eigna og kostnaðarskráningu er eðlilegt að fólk sé dálítið áttavillt og spyrji sig hvort alveg sé víst að allur sá kostnaður sem skráður var, og allar þær hækkanir sem urðu í sambandi við hækkanir raforkuverðs til heimila á þessum breytingatíma, hafi verið nauðsynlegur og hvort eignaverðmæta hafi verið gætt svo sem vera ber og þau rétt bókfærð.

Þá má í lokin velta upp spurningum um réttmæti þess að Landsnet hf., sem eingöngu er innlent þjónustufyrirtæki, sem selur þjónustu sína innanlands og eigi þar af leiðandi að fá tekjur sínar í íslenskum krónum, hafi megnið af rekstrarkostnaði sínum íslenskum krónum, færi bókhald sitt í erlendri mynt og skili ársreikningum í USD en ekki í íslenskum krónum. Ég leyfi mér að efa að hér sé fullkomlega löglega staðið að verki. Að mér læðist sá grunur að hér sé verið að fela vaxandi ósjálfbæra skuldasöfnun, sem á einhverjum tímapunkti verður gjaldfelld á skattgreiðsendur og greiðendur lágspennu rafmagns, sem eru heimilin og smærri fyrirtæki. Langtímaskuldir Landsnets hf. voru samkvæmt þeirra árstreikning fyrir árið 2018 bókfærðar á fjögurhundruð tuttugu og níu milljónir níuhundruð sextíu og fimm þúsund dollara.

Samkvæmt lögum, er Landsneti hf. óheimilt að stunda aðra starfsemi en raforkuflutning, innan þeirrar afmörkunar sem lög segja fyrir um. Tekjur fyrirtækisins eiga eðlilega að endurspegla það magn raforku sem það flytur ár hvert. Í skýringum ársreiknings skal sundurliða magn fluttrar raforku, einigaverð flutningsgjalds og heildartekjur. Óútskýrð tekjuaukning milli ára, sem ekki styðst við aukið flutningsmagn raforku, þarfnast eðlilega nánari útskýringa.

Það geta tæplega verið nothæfar forsendur fyrir stöðugt hækkandi langtímaskuldum, að í ársreikningi sé talað um hagnað af rekstri en ekki tap. Fyrir hendi er þó sá möguleiki að skýra mætti skuldaaukningu með nýfjárfestingu í einherjum „fastafjármunum“, sem síðar komi til skráningar sem slíkir. En í ársreikningum  Landsnets hf., virðast engar slíkar venjuleg jöfnunarviðhorf verða réttu svörin við þeim alvaarlegu misfellum sem virðast vera á öllum ársreikningum félagsins.

Ég ætla ekki að lengja þetta bréf með því að rekja fleiri augljósar vitleysur í raforkulögunum. En í lokin varpa ég hér fram nokkrum spurningum sem ég vænti svara við, innan eðlilegs frests stjórnsýslulaga til svörunar erinda.

 Óska ég eindregið eftir að fá eftirtaldar upplýsingar og svör send:

  1. Hvert var bókfært verðmætismat Landsvirkjunar á þeim flutningskerfum sem Landsneti var gert að taka við á árinu 2005? Afrit á bókfærðu verðmæti óskast.
  2. Hvert var bókfært yfirtökuverðmæti Landsnets hf. á flutningskerfum Landsvirkjunar og hverjir framkvæmdu það verðmat? Afrit útreikninga óskast.
  3. Hvernig var háttað greiðslu Landsnets hf. fyrir yfirteknar eignir Landsvirkjunar, sundurliðað eftir megin stofnlínum frá hverri virkjun?
  4. Hver var brúttó stofnkostnaður Landsnets hf. og sundurliðaður rekstrarkostnaður ársins 2004 og þar til fyrstu tekjur fóru að standa undir kostnaði, sundurliðað í helstu gjaldflokka og mánaða?
  5. Hvert var reiknað flutningsgjald Landsvirkjunar árið 2003 á raforku, sem annars vegar var flutt til stórnotenda en hins vegar raforku sem flutt var til tengivirkja til spennubretinga, til afhendinga inn á flutningsveitur dreifistöðva? Sömu viðmið óskast fyrir 6 fyrstu mánuði sem Landsvirkjun greiddi Landsneti hf flutningsgjöld raforku, (sundurliðað eftir mánuðum í magni og einingaverði).
  6. Hvert var söluverð raforku Landsvirkjunar (í sömu magnstærðum) til Landsnets, miðað við afhendingu orku við virkjunarstað?
  7. Hvernig var og er háttað greiðslu flutningsgjalda þeirrar raforku sem Landsnet hf. flytur, annars vegar til stórnotenda en hins vegar til afhendingar raforku frá deilistöð inn á flutningslínur dreifistöðva til smásölu?
  8. Við stofnun Landsnets hækkuðu verulega og fjölgaði föstum gjaldstofnum hvers notanda, þó notað væri sama kerfi að öllu leyti. Hvaða forsendur voru fyrir þeirri hækkun, sem enn er til staðar?
  9. Almennur kaupandi raforku kaupir orkuna við viðurkenndan og innsiglaðan mæli við inntak á heimili sínu. Orkuseljandi flytur orkuna til kaupanda og afhendir hana inn á mæli kaupanda, gegn skráðu verðlagi hverrar mælieiningar. Hvaða lagaheimild er til innheimtu flutningsgjalds frá kaupanda, þegar ljóst er að hann tekur ekki við hinni seldu orku fyrr en hún er komin í gegnum mæli í íbúð hans og þá gegn auglýstu einingaverði?
  1. Flutningur orku til almenns kaupanda fer fram eftir löglega skipulögðu dreifikerfi og tengist inntaki og magnmæli hvers kaupanda. Í flestum tilvikum er eigandi dreifikerfis, einnig orkusali til kaupanda og nýtir þá sitt eigið flutningskerfi til afhendingar orkunnar. Hvaða forsendur eru í þeim viðskiptum fyrir innheimtu „flutningsgjalds“ til Landsnets hf.? Hinn almenni notandi kaupir raforkuna af dreifingaraðila í smásölu við innsiglaðan notkunarmæli á stofninntaki rafmagns í eign orkukaupanda?

Eins og hér hefur verið rakið er ýmislegt í framkvæmd hinna nýju Raforkulaga, sem er afar sérstakt, svo ekki sé meira sagt. Ef þörf krefur mun ég síðar fara yfir aðra þætti Raforkulaganna, til samanburðar við stjórnarskrá og önnur lög, sem þar gæti komið til.

Það verður að teljast bratt siglt hjá stjórnendum flokks og þingflokki Sjálfstæðisflokks, eins þau stefna í málefnum Orkupakka 3. Væntanlega gera þau sér grein fyrir því að „þingsályktun“ hefur stjórnskipulega EKKERT BINDANDI GILDI. Í þingsályktun getur komið fram vilji þingsins til að ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar leggi áherslu á einhver málefni, en málefnið sjálft GETUR ALDREI verið ákvörðunarefni, því þingsályktur „ákvarðar ekki bindandi um nein máefni.“ Í tilverugrunni sínum er þingsályktun: beiðni, tilmæli, ósk, eða áskorun um að tiltekin atburðarás verði að varanlegm veruleika, sem ekki getur orðið fyrr en Frumvarp um atburðinn. hafi verið lagt fyrir Alþingi og það samþykkt þar með hefðbundinni málsmeðferð.

Með kveðju,

Guðbjörn Jónsson, kt:101041-3289, fyrrverandi ráðgjafi

Kríuhólum 4, 111 Reykjavík

Sími 567 2001. GSM. 860 84 00

 

 

       


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 165601

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband