Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Er þekking kirkjuþingsfólks á lýðræðislegum og siðrænum vinnubrögðum svona takmörkuð ????

Sú einkennilega uppákoma sem virðist hafa orðið á síðasta degi kirkjuþings er virkilegt íhugunarefni. Maður hefði geta ætlað að í prestnáminu fælist vönduð fræðsla um lýðræðisleg og siðræn vinnubrögð, byggð á kristnum gildum. Sé það svo, virðast það  kirkjuþingsfólk sem þarna var að verki hafa tapað þeim lærdómi, eða skilið hann eftir í skólastofunni.

Maður getur svona úr fjarlægð velt því fyrir sér hvað kom til að prestur frá Vestmannaeyjum tók ákvörðun um að varpa sprengju inn í samfélag sem var í djúpum sárum vegna deilna um einn starfsbróður hans. Er siðferðislegur þroski þessa manns ekki meiri en svo að hann skipti sér, óumbeðinn, af lífsháttum á óviðkomandi heimilum, eða hjá uppkomnum börnum sínum eða ættingjum?

Ef þessi maður hefði viljað leggja kærleikshönd á þetta hrjáða samfélag, hefði hann sýnt mannvirðingu og þroska með því að reifa fyrst þessa hugmynd sína í blaðagrein í sunnlensku fréttablaði, til að kanna undirtektir "heimafólksins" við slíkri breytingu.

Steininn tekur svo úr með ókurteisina gagnvart söfnuðinum á Selfossi, að rjúka til í einskonar óðagoti, undir lok þingsins, að afnema áður samþykkt gildistökuákvæði, og láta innrásina taka gildi þegar í stað. Þetta er álíka kurteislegt og að ryðjast án fyrirvara inn á óviðkomandi heimili og tilkynna heimilisfólkinu að óviðkomandi menn hefðu tekið ákvörðun um viðkvæmar breytingar á heimilhögum þess og þessar breytingar væru þegar komnar í gildi.

Ef þetta er sá kristilegi kærleiksþroski sem prestum landsins býr í brjósti, virðist greinilegt að sá hópur sem svona vinnur, hefur úthýst Guði úr hugsanahætti sínum.

Þið kirkjuþingsfólk, sem studduð þessa óundirbúnu aðför að söfnuði Selfosskirkju, hafið smán fyrir og sýnið þann manndóm og smá snefil af siðrænni endurbót, að afnema þegar í stað þessa heimskulegu aðför að fólki sem ekki fékk neitt tækifæri til að verja sig.

Verði kirkjuþing ekki við þessari áskorun, skora ég á Selfyssinga að skjóta þessari ákvörðun til dómstóla, því þarna var framið afar alvarlegt brot á Stjórnsýslulögum, þar sem úrskurður var kveðinn upp án þess að hlutaðeigandi aðilar fengju að koma við andsvari.        


mbl.is Ekki hugsað um sóknarbörnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband