Færsluflokkur: Vefurinn

OPIÐ BRÉF TIL IÐNAÐAR OG ORKUMÁLARÁÐHERRA

Iðnaðar- og orkumálaráðherra,

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

 Reykjavík 26. ágúst 2019.

ERINDI: Varðandi þær breytingar sem urðu á raforkumarkaði landsmanna með tilkomu nýrra Raforkulaga nr. 65/2003, sem framhald af 2. orkupakka ESB. 

ERINDI: Varðandi þær breytingar sem urðu á raforkumarkaði landsmanna með tilkomu nýrra Raforkulaga nr. 65/2003, sem framhald af 2. orkupakka ESB.

 Ég er einn þeirra sem hafa undrast hina einkennilegu framgöngu Sjálfstæðismanna í sambandi við 3. orkupakkann. Mig furðar fátæklegar skýringar um það t. d. hvernig sjónarmið flokksins falli að texta og markmiðum 3. orkupakkans eins og þau atriði eru sett fram af ESB. Ég set þetta hér fram vegna þess að ég er einnig afar hissa á að Alþingi skuli hafa samþykkt hin nýju og viðamiklu Raforkulög nr. 65/2003.

Raunveruleikinn sem blasti við þingmönnum þegar lögin höfðu verið samþykkt var hins vegar sá að áform ESB var að opna sem mest fyrir mögulega eignaraðild að vinnslu, flutnings eða smásölu raforku. EN lög nr. 65/2003 stefna í þveröfuga átt við það sem skilja má sem markmið EES samstarfsins. Þau stefna þráðbeint til algjörrar einokunar eigenda Landsnets hf., sem að meginstofni er Landsvirkjun.

Í, III. kafla laga nr. 65/2003 er á mjög mörgum stöðum látið koma afar skýrt fram að einungis eigi að vera EITT fyrirtæki, sem hafi heimildir til orkuflutningafrá framleiðendum og það sé Landsnet hf.

 Landsnet hf. er stofnað af Alþingi með lögum nr. 75/2004. Það kemur því strax fram sem algjört einveldi varðandi skipulag, stjórnun og flutning raforku frá framleiðanda til tengisvirkis þar sem orkunni er spennubreytt til tenginga við flutningskerfi dreifiveitna, sem keypt geta raforku til dreifingar um þjónustusvæði sín, vítt og breytt um landið.

Margir landsmenn bera ugg í brjósti yfir því að ESB muni ætla að tvístra raforkumarkaðnum, til að auðvelda fjárfestum í fyrstu að kaupa hlut, sem auðveldi þeim t. d. eignaaukningu á verðbréfamarkaði. Fjárfestar hugsa að öllu jöfnu einungis um eigin hagnað, í stað þess að ýta undir þjóðarhagsmuni. En nú lítur frekar út fyrir að óvart hafi stjórnvöld og Alþingi sett fleig í fyrirætlun ESB með ákvæðum Raforkulaga. Og nú hafi þegar verið stofnað EITT hlutafélagsem yfirtaki allar flutningslínur raforkufrá framleiðendum til tengivirkja dreifikerfa.

Í 1. gr. laga nr. 75/2004, um stofnun Landsnets hf.,  segir: að ráðherra:

„skal beita sér fyrir stofnun hlutafélags er skal annast raforkuflutning og kerfisstjórnunsamkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga, nr. 65/2003.“

Þegar litið er í lög nr. 75/2004, Lög um stofnun Landsnets hf., vekur athygli hve umfangsmikið stjórnunarsvið Landsnets hf. á að vera, miðað við að ekki virðist gert ráð fyrir að Landsnet hf. verði heildsölu milliliður í raforkusölunni. Hlutverkið er ekki fyllilega skilgreint, ef marka má orðræðu hinna nýju stjórnenda Landsnets hf. Samkvæmt lögum er þó ætlunin að Landsnet hf. verði einungis þriðji aðili (þjónustuaðili), „flutningaleið“ milli tveggja viðskiptaaðila. 

Í 2. gr. laganna um Landsnet hf. segið að:

 2. gr. [Hlutverk Landsnets hf. er að annast flutning raforkuog kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga, nr. 65/2003,og er því óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem því er nauðsynleg til að geta rækt skyldur sínar samkvæmt raforkulögum eða öðrum lögum.] 1)Hlutafélaginu er þó heimilt að reka raforkumarkað.“

Einnig kemur fram í 4. gr. laganna nánari skýringar á hlutverki Landsnets hf. Þar segir svo:

 4. gr. Landsnet hf. skal frá 1. janúar 2005 annast rekstur þeirra flutningsvirkja er falla undir skilgreiningu 6. tölulið. 3. gr. raforkulaga, nr. 65/2003. Fram að þeim tíma skal það undirbúa reksturinn m.a. með því að koma fram gagnvart eigendum flutningsvirkja við mat á verðmæti slíkra eigna, sbr. ákvæði til bráðabirgða XI í sömu lögum. 

Í sambandi við þessa 4. gr. laga nr. 75/2004 um Landsnet hf. þykir mér dapurt að þurfa enn einu sinni að benda þingmönnum á hina mikilvægu hlutleysisreglu stjórnsýslulaga. Þar að auki eru skýr ákvæði í 70. gr. stjórnarskrár okkar sem speglar í raun skyldur allra sem fella úrskurð, framkvæma hverskonar verðmætamat eða felli dóm í deilumáli, skuli vera ÓHÁÐIR OG ÓHLUTDRÆGIR, gagnvart báðum hagsmunaaðilum. Það er eiginlega grátlegt að hugsa til þess að ég skuli á undanförnum áratugum, margítrekað hafa þurft að minna þingmenn á þessi mikilvægu hlutleysisatriði, en án sýnilegs árangurs. Kannski á það sér þá skýringu að fjölmiðlar settu um langt skeið (og stærstu fjölmiðlarnir halda því enn) algjört bann á flutning efnis sem ég hefði haft afskipti af. Að sjálfsögðu hafa fjölmiðlar heimild til að hafna birtingar efnis. Það er þeirra réttur og val.

En í 4. gr. laganna um Landsnet var einnig vísað til þess að 6. töluliður 3. gr. Raforkulaga nr. 65/2003. Ég bendi á að textinn í 6. tölulið 4. gr. laga nr. 65/2003, er EKKI RÉTTUR í lagasafni Alþingis. Lagatextanum var breytt þann 9. júní, 2004, með lögum nr. 89/2004.  Ég set hér inn ranga textann, sem enn var í lagasafni Alþingis 23.08. 2019. Þar er texti 3. gr. laganna eftirfarandi. Ég set áhersluletur á það sem ekki er í gildi.

Strax á eftir set ég inn hinn breytta texta samkv. lögum nr. 89/2004., sem síðan er hinn löglega gildi texti.

3. gr. lagasafni Alþingis)

6. [ Flutningskerfi: Raflínur og mannvirki þeim tengd sem eru nauðsynleg til að flytja raforku frá virkjunum til stórnotenda og til dreifiveitna. Skil milli virkjunar og flutningsfyrirtækis eru við innkomandi rofareit í tengivirki flutningsfyrirtækisins. Vinnslufyrirtæki á því vélaspenni, eldingavara og tengingu við tengivirki. Með sama hætti eru skil milli flutningsfyrirtækis annars vegar og dreifiveitna/stórnotenda hins vegar við útgangandi rofareit í tengivirki flutningsfyrirtækisins.] 1)

Hér kemur svo hinn gildi lagatexti eftir breytinguna samkvæmt 1. gr. lag nr. 89/2004.   

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna: 

6. tölulið. orðast svo: Flutningskerfi: Raflínur og mannvirki þeim tengd sem nauðsynleg eru til að flytja raforku frá virkjunum til stórnotenda og til dreifiveitna á þeim afhendingarstöðum sem taldir eru upp í viðauka með lögum þessum.Það nær frá háspennuhlið stöðvarspenna virkjana sem tengjast því, sbr. 3. mgr. 5. gr., að háspennuhlið aðveituspenna stórnotenda eða dreifiveitna.

Og 3. málsgrein 5. gr. er svo hljóðandi:

Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um hlutverk og starfsemi flutningsfyrirtækisins,kerfisstjórnun, notkunarferla og tengingu virkjana við flutningskerfið.“

Margar breytingar hafa verið gerðar á upphaflegu lögunum. Þetta er þó eina breytingin sem ég hef rekið mig á að ekki uppfærðist í lagatexta lagasafns Alþings. Ég teldi vel við hæfi að þú létir breyta þessu meðan þú ert einnig dómsmálaráðherra.

Ég hef áður bent á, t. d. í bréfi sem ég nýlega sendi utanríkismálanefnd Alþingis, þegar nefndarfólk kvartaði opinberlega undan hreinskilni Arnars Þórs Jónssonar, héraðsdómara. Ég benti á beinlínis rangar og frekar ósvífnar innheimtur sem líklega eru á öllum rafmagnsreikningum landsmanna, þar sem innheimt er  flutningsgjalda til Landsnets hf. hjá almennum raforkukaupendum. Eins og sjá má af hinu leiðrétta lagaákvæði hér á undan, nær heimilað starfsumhverfi Landsnets hf. einungis til þeirra sem hafa viðskiptasamband við flutningssvæði þeirra, sem skilgreint er í lögunum -eins og ég setti rautt letur á leiðrétta lagatextann hér á undan. Landsnet hf. á því ALLS ENGAN kröfurétt á almenna raforkukaupendur í hefðbundinni lágspennu 220 – 400 volt. Þarna er því ólöglega seilst í fjármuni fólks og fyrirtækja, sem líklega nær til allra raforkukaupenda.

Ef miðað hefði verið við allar þessar fyrirliggjandi aðstæður, í undirbúningi stjórnvalda fyrir hin nýju Raforkulög, hefði mátt vænta að nokkuð margar breytingar þyrfti að gera, svo væntanleg lög gætu talist þinginu til sóma.  Og samhliða hefði þá átt að verða ljóst hvort þörf væri hér á landi fyrir ætlaðar breytingar. Raforkuverð hér á landi væri með því lægsta sem þekkt væri. Ef verkefnið hefði fyrirfram verið vandlega skoðað og kostnaðargreint, verður að telja líklegt að fram hefðu komið efasemdir um lagasetninguna, vegna þess hversu óhemju dýrt, seinlegt og flókið það væri að koma á virku umhverfi fyrir samkeppnis - og markaðsstarfsemi í raforkuframleiðslu og sölu hér á landi.

Slíkar breytingar hlytu að verða bæði umfangsmiklar og dýrar. Þær myndu kalla á umtalsverðar breytingar á raforkuviðskiptum hér á landi. Horfa þyrfti því af mikilli nákvæmi til þess hvaða áhrif slíkar breytingar hefðu t. d. á heildartekjur Landsvirkjunar, með tilliti til afborgana af langtímalánum. Þá hefði líklega einnig orðið ljóst að með lögunum yrði Landsvirkjun gert skylt að selja frá sér umtalsverð eignaverðmæti, í flutningskerfum háspennu raforku, ásamt öllum nauðsynlegum tengivirkjabúnaði.

Einnig hefði líklega talist nauðsynlegt að skoða hvernig hin breytta eignastaða kæmi út gagnvart þeim veðböndum sem á Landsvirkjun hvíldu.  Við skoðun á þeim aðstæðum kom það mér verulega í opna skjöldu þegar ég las í ársreikningum Landsvirkjunar og Landsnets fyrir árið 2005, eftirfarandi texta varðandi stefnumótun, framtíðarsýn og gildi:

„Stefnumótun fyrirtækisins var eðlilega fyrirferðarmikil á fyrsta starfsári þess og þar lögðu fjölmargir starfsmenn hönd á plóg. Stefnumótunin verður endurskoðuð árlega og gefin út til 5 ára í senn, en í henni er að finna helstu áherslur fyrirtækisins á næsta 5 ára timabili.“

Það sem vekur hér athygli er að á fyrsta starfsári, án þess að nokkur starfsemi sé komin af stað, eru „fjölmargir starfsmenn“ að vinna að Stefnumótun fyrirtækisins, sem þó virðist búið að ákveða að verðiendurskoðuð árlegaog gefin út til 5 ára í senn“.

Er hugsanlega ekki allt í lagi með hugmyndafræðina að stofnun Landsnets? Eins og ég sé verkefnið fyrir mér, hefði það í byrjun átt að snúast um yfirtöku á þeim kerfum sem voru fyrir hendi, þ. e. flutningskerfin hjá Landsvirkjun, RARIK, Orkubúi Vestfjarða, og öðrum smærri framleiðendum.  Byrja hefði átt á því að keyra fyrirliggjandi starfsemi áfram meðan unnið væri að framþróun þess sem koma skildi og nýta  samráð við tæknilið Landsvirkjunarmanna.

Þegar starfsmenn hefðu verið orðnir vel slípaðir í því kerfi sem gengið hafði áfallalítið og skoðaðar hefðu verið hugmyndir Landsvirkjunar- og RARIK-manna um framþróun kerfisins, þá fyrst væri hægt að telja starfslið Landsnets hf. tilbúið til að taka í sínar hendur framþróun flutningskerfa háspennurafmagns á Íslandi, með raunhæfa von um bætt afhendingaröryggi.

Það verður að teljast hreint galin hugmyndafræði að setja fyrirvaralítið inn ný lög í Raforkumálum, fyrir allt landið, þar sem nýtt hlutafélag væri stofnað til að yfirtaka alla stjórnun raforkumála í landinu. Þetta nýja hlutafélag hafði ekki einu sinni nothæfa verkefnalýsingu í eigin lögum eða stofnskrá, til að hinir nýju starfsmenn gætu áttað sig á hlutverki sínu. Lögin sögðu þeim líka að byrja á að smíða ný flutningskerfi, í stað þess að nota þau sem fyrir voru. Ég velti fyrir mér hvort þetta nýja fyrirtæki hafi ekki haft nægilegt samráð við þá sem stjórnað höfðu raforkumálum, heldur ætlað að keyra breytingar hratt í gegn, án spurninga um afleiðingar fyrir þjóðfélagið. Einnig er athyglisvert að það skuli vera liðin 14 starfsár síðan nýja hlutafélagið var sagt taka við, en samt er ekki enn farið að örla á skilmerkilegri bókhaldsskráningu eða nothæfri sundurliðun tekna, útgjalda, eigna eða skulda, þannig að glögglega sjáist hvort starfsemin beri sig í eðlilegu rekstrarumhverfi. Eitthvað mikið virðist vanta á talandi þekkingu á framsetningu mikilvægustu rekstrarforsendna eða verið að fela að sá litli raforkumarkaður sem hér er, með umsemjanlegar magnbreytingar og verð á orku innan mánaða eða á milli mánaða er svo ósköp lítill að hann ber ekki uppi marga tugi hátt launaðs tæknifólks.  Svörin sem ég fæ, leiða það kannski í ljós.

 Einnig má lesa eftirfarandi í ársreikning Landsnets fyrir árið 2005:

„Landsnet hefur mikilvægt hlutverk í að koma á markaðsumhverfi í íslenskum raforkuiðnaði sem er mjög sérstakur á heimsvísu vegna óvenju hás hlutfalls stóriðju í raforkunotkun, smæðar markaðar og fákeppni í raforkuvinnslu.“

Það er undarlegt að lesa þetta sem álit stjórnenda hins nýstofnaða hlutafélags til flutnings á raforku frá framleiðanda til dreifiveitna í smásölu. Þau ummæli sem þarna er vitnað til, benda ótvírætt til þess að alla vega þeir aðilar sem þarna tjá sig, virðast meðvitaðir um að einungis lítill hluti heildar framleiðslu á raforku, geti farið í markaðsdreifingu. Við þessar aðstæður er ómögulegt annað en spyrja hvar ábyrgðartilfinning þeirra hafi verið gagnvart þjóðinni, þegar þeir héldu áfram því feigðarflani sem hið ókostnaðargreinda Landsnets ævintýri var og virðist enn? Þeir aðilar sem stjórna Landsneti f. höfðu strax á fyrsta ári fullkomna greiningu á að markaður raforkuflutnings á Íslandi sé greinanlega  sérstakur á heimsvísu. Fyrst og fremst sé það vegna óvenju hás hlutfalls stóriðju í raforkunotkun. En vonleysi þess að markaðsvæðing geti orðið sjálfbær sé vegna, “smæðar markaðar og fákeppni í raforkuvinnslu.“

Þegar litið er til þess að stjórnendur fyrirtækisins vissu strax á fyrsta rekstrarári að hugtakið um markaðsdrifna starfsemi væri andvana fædd. Flutningur raforku frá framleiðanda til endurseljanda er tekjulega mjög aðþrengd starfsemi og á sér fáa möguleika til vaxtar. Stjórnendur fyrirtækisins urðu því að skapa sér tilverugrundvöll, sem líklega byggist á smá skollaleik gagnvart pólitíkinni, en um leið ákveðinni þögn Landsvirkjunar um: greiningar-, þróunar- og framtíðaráætlanir um virkjanir og flutningskerfi raforku nokkuð langt fram í tímann. Allar þessar áætlanir voru áreiðanlega til og hafa verið til lengi.

Landsnet hf. var stofnað árið 2003.  Enginn ársreikningur eða rekstrarskil finnast fyrir árið 2004, en rekstur talinn hefjast 2005. Og fyrir það ár er skilað afar ófullnægjandi ársreikningi, sem ekki svarar neinum þeirra spurninga sem ársreikningi er ætlað. Ársreikningur 2005 skilar einni ósundurliðaðri upphæð fyrir flutningstekjur að upphæð kr. 5.081.806. þúsund krónur. Í ársreikning Landsvirkjunar finnst hins vegar skráð það magn raforku sem þeir skráðu sem afhent inn á flutningskerfi Landsnets á árinu 2005, var 7.145 GWst. Ef flutningstekjur eru rétt skráðar í ársreikningi Landsnets hf. og magn raforku til flutnings einungis komið frá Landsvirkjun, samsvarar það því að greiddar hafi verið 711.200 krónur fyrir flutning hverrar GWst.  Það. verður að teljast þó nokkur upphæð í flutningskostnað, ef rétt reynist.

Augljóst er af því sem hér hefur verið greint frá varðandi flutningskostnað raforku að í engum ársreikningi Landsnets hf. er getið flutningsmagns eða einingaverðs flutningsgjalds. Engin sundurliðun milli flutningskostnaðar til stórnotenda og hins vegar til dreifiveitna lágspennurafmagns til almennrar notkunnar.

Augljóst er af öllum þeim kennitölum sem ég hef dregið út úr öllum ársreikningum Landsnets hf. frá árinu 2005 til ársins 2018, að ENGINN þeirra ársreikninga samræmist lagareglum um eðlilega sundurliðun eða greiningarþætti tekna og gjalda ár eftir ár, en ekki heimkynnalausar tölur frá ári til árs, sem hvergi verði vistaðar í þekktri sundurliðun tekna eða reksturs viðkomandi fyrirtækis. Líkir annmarkar eru á öðrum sundurliðunum, s. s. rekstrarfjármunum, fastafjármunum, fjárfestingum ársins, eignfærð flutningsvirki. Hægt væri að komast af við sundurliðun Annað fastafé, veltufjármunir, langtímaskulda, skammtímaskulda og eiginfé.

Ófullnægjandi skýringar er víða að finna í þessum ársreikningum og sjaldan neinar haldbærar skýringar á mikilli tekjuaukningu miðað við magn fluttrar raforku, sem alltaf þurfti að sækja inn í ársreikninga Landsvirkjunar, vegna þess að flutningsmagns var ekki getið í ársreikning Landsnets hf. þó veruleg óútskýrð tekjuaukning yrði á árinu.

Þá má í lok þessarar yfirferðar vegna ófullnægjandi ársreikninga Landsnets hf. geta þess að árið 2015 er í ársreikning getið um ENDURMAT á eigið fé félagsins. Dálítið merkilegt því árin á undan hafði eiginfjárstaða aukist jafnt og þétt, þó flestar venjulegar kennitölur hefðu bent til að eigið fé stæði í stað eða jafnvel lækkaði. Í árslok 2014 er eigið fé félagsins sagt vera kr. 19.208.474, þúsund. Á árinu 2015 er eigið fé fyrra árs endurmetið og bókfært í árslok 2015 sem 41.955.670, þúsund krónur. Þetta gerist við litla tekjuaukningu, aukinn rekstrargjöld, óútskýrt hvaðan 22,6 milljarða aukning á rekstrarfjármunum komu því skuldaaukning varð engin.  

Það er að mínu mati útilokað annað en að taka alla bókfærslu Landsnets hf. til endurskoðunar, leiðréttinga á því sem þarf en einnig eðlilegrar sundurliðunar svo lesa megi úr niðurstöðum milli ára hvernig einstakir liðir starfseminnar  beri þann kostnað sem af þeim hlýst.  

En það sem vekur athygli mína, þegar ég les um rekstur Landsnets hf. er að afar takmarkaðar upplýsingar er þar að finna um verðmat á t. d. yfirteknum eignum frá ríkisfyrirtækjunum Landsvirkjun og RARIK hf.. Sama á við um yfirteknar eignir frá Orkubúi Vestfjarða. Lesa má sumstaðar í ársreikningum Landsvirkjunar að Flutningsvirki þeirra hafi ekki verið eignfærð yfir til Landsnets hf., heldur hafi Landsneti hf. á hverju ári verið reiknuð leiga á flutningsvirkjum Landsvirkjunar. Slíks hafi ekki á greinilega máta verið getið í sundurliðun í ársreikning Landsvirkjunar yfir leigutekjur og ekki heldur í ársreikningum Landsnets hf. sem stór útgjaldaliður rekstrargjalda.

Í 5. gr. laga um ársreikninga er afar skýrt kveðið á um að ársreikningur skuli sýni GLÖGGA mynd af rekstri, afkomu og efnahag fyrirtækis og breytingu á handbæru fé. Ég set þetta hér inn vegna þess að ENGINN ársreikningur Landsnets hf. gefur glögga mynd af starfseminni, hvað felist í rekstrinum eða hvernig tekjur ársins eru til komnar. Ef tekjurnar eru greiðslur fyrir veitta þjónustu, eins og lögin um fyrirtækið benda til, þá verður ekki séð að virðisaukaskattur hafi verið reiknaður af hinni seldu þjónustu, eða innheimtur.

Þá segir í 2. mgr. 6. gr. laga um ársreikninga að:

Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur skulu settir upp með hliðstæðum hætti frá [reikningsári til reikningsárs] 2) nema sérstakar aðstæður gefi tilefni til annars. Breytingar skulu tilgreindar og rökstuddar í skýringum.“

Ég vil geta þess að öll árin, 2005 – 2018, sem eru þau ár sem ársreikningar hafa fundist fyrir Landsnet hf., er afar óregluleg sundurliðun rekstrar- og efnahagsliða í ársreikningum Landsnets hf. Engin leið er því að draga fram glögga mynd af rekstri eða efnahag félagsins yfir framangreind ár.  Þó virðist ljóst, eftir að hafa skráð magn raforkuflutnings Landsnets hf. í gegnum upplýsingar úr ársreikningum Landsvirkjunar um það orkumagn hvers árs sem afhent hafi verið inn á flutningskerfi Landsnets hf.  Frá 2005 til 2018 hafi magn fluttrar raforku aukist um 90%. En þegar árstekjur hvers árs eru bornar saman við það magn sem flutt er kemur ekki fram neitt samræmi þar á milli. Það, sem margt annað, bendir einungis til ófullnægjandi upplýsinga um hvernig tekjurnar urðu til.

Þá er margt sem stingur í augun þegar farið er að bera saman  seld og yfirtekin verðmæti, sem sögð eru færast til Landsnets hf., frá Landsvirkjun, RARIK, og Orkubúi Vestfjarða við árslok 2005.  Ekki verður betur séð en mikið ósamræmi sé þar á milli varðandi skráningu. Það er t. d. athyglisvert við árreikninga Landsvirkjunar og Landsnets fyrir árið 2005, að hjá Landsneti er einungis gefnar upp: „Tekjur af flutningi“ en ekkert magn nefnt til sögunnar. Magn er nefnt í reikningum Landsvirkjunar en þar er engin upphæð nefnd sem flutningskostnaður en upphæð nefnd sem raforkusala, líklega heildsala. Einnig er í tekjugrunni hjá Landsvirkjun nefndar: „Flutningstekjur“, sem óneitanlega benti til að Landsvirkjun hafi á árinu 2005 flutt rafmagn sjálfstætt um eigin flutningskerfi, sem ekki var eignfært til Landsnets hf. heldur hafi Landsnet hf. verið leigð afnot af kerfinu, þó ég hafi talið mig lesa í báðum ársreikningum að Landsnet hafi í byrjun árs 2005 tekið við öllum flutningskerfum. Óvissan í þessum málum er raunar enn meiri, þar sem lesa má í ársreikning Landsvirkjunar að Landsvirkjun hafi þá á árinu 2005, verið að gera samninga um orkuafhendingu til stóriðju. En á sama tíma segist Landsnet hafa með höndum yfirstjórn allra raforkumála.

Af þessum ársreikningum verður alls ekki ráðið með hvaða hætti viðskipti með raforku fara fram á Íslandi. Er Landsnet hf. t. d. eingöngu flutningaaðili seldrar orku frá Landsvirkjun og öðrum virkjunum, eða kaupir Landsnet raforkuna í heildsölu af frameiðanda við virkjunarvegg og selji hana svo aftur til dreifiveitna í tengivirkjum lágspennustraums til almenningsnota? Engin leið er að sjá af ársreikningum óskeikult ferli þessara viðskipta.

Engin leið er heldur að  rekja sig eftir eignbreytingum eða eigna tilfærslum, sem sagðar haf verið í árslok 2005, milli fyrrgreindra fjögurra fyrirtækja. Við árslok 2005 bókar Landsnet hf. eignarvirði í fastafjármunum,  25.503,6 milljónir króna. Hins vegar virðist RARIK yfirfæra,  9.168,4 milljónir króna. Og er sá eignaflokkur hjá RARIK eftir það á núlli í árslok 2006.  

Ekki er gott að átta sig á yfirfærslu Landsvirkjunar á eignavirði Flutningskerfa. Frá þessu sjónarhorni voru skoðaðir fjórir ársreikningar, þ. e. áranna 2003, 2004, 2005 og 2006. Eignfærsla Flutningsvirkja var eftirfarandi hvert ár:

í milljónum króna

2003             20.188,4

2004             22.492,3

2005             23.503,6

2006             27.953,4

Af þessu virðist sem Landsvirkjun hafi ekki framselt flutningskerfisín yfir til Landsnets, eins og lög benda til að ætti að gerast á árinu 2005. Af ársreikningum virðist bæði koma fram tekjur og gjöld vegna flutningskerfa á árunum 2005, 2006, 2007 og 2008. Eignfærslu fyrir árin 2007 og 2008 var hins vegar breytt, þannig að ekki liggur ein tiltekin upphæð fyrir um eignavirði flutningskerfa. Út frá þessari misvísandi eigna og kostnaðarskráningu er eðlilegt að fólk sé dálítið áttavillt og spyrji sig hvort alveg sé víst að allur sá kostnaður sem skráður var, og allar þær hækkanir sem urðu í sambandi við hækkanir raforkuverðs til heimila á þessum breytingatíma, hafi verið nauðsynlegur og hvort eignaverðmæta hafi verið gætt svo sem vera ber og þau rétt bókfærð.

Þá má í lokin velta upp spurningum um réttmæti þess að Landsnet hf., sem eingöngu er innlent þjónustufyrirtæki, sem selur þjónustu sína innanlands og eigi þar af leiðandi að fá tekjur sínar í íslenskum krónum, hafi megnið af rekstrarkostnaði sínum íslenskum krónum, færi bókhald sitt í erlendri mynt og skili ársreikningum í USD en ekki í íslenskum krónum. Ég leyfi mér að efa að hér sé fullkomlega löglega staðið að verki. Að mér læðist sá grunur að hér sé verið að fela vaxandi ósjálfbæra skuldasöfnun, sem á einhverjum tímapunkti verður gjaldfelld á skattgreiðsendur og greiðendur lágspennu rafmagns, sem eru heimilin og smærri fyrirtæki. Langtímaskuldir Landsnets hf. voru samkvæmt þeirra árstreikning fyrir árið 2018 bókfærðar á fjögurhundruð tuttugu og níu milljónir níuhundruð sextíu og fimm þúsund dollara.

Samkvæmt lögum, er Landsneti hf. óheimilt að stunda aðra starfsemi en raforkuflutning, innan þeirrar afmörkunar sem lög segja fyrir um. Tekjur fyrirtækisins eiga eðlilega að endurspegla það magn raforku sem það flytur ár hvert. Í skýringum ársreiknings skal sundurliða magn fluttrar raforku, einigaverð flutningsgjalds og heildartekjur. Óútskýrð tekjuaukning milli ára, sem ekki styðst við aukið flutningsmagn raforku, þarfnast eðlilega nánari útskýringa.

Það geta tæplega verið nothæfar forsendur fyrir stöðugt hækkandi langtímaskuldum, að í ársreikningi sé talað um hagnað af rekstri en ekki tap. Fyrir hendi er þó sá möguleiki að skýra mætti skuldaaukningu með nýfjárfestingu í einherjum „fastafjármunum“, sem síðar komi til skráningar sem slíkir. En í ársreikningum  Landsnets hf., virðast engar slíkar venjuleg jöfnunarviðhorf verða réttu svörin við þeim alvaarlegu misfellum sem virðast vera á öllum ársreikningum félagsins.

Ég ætla ekki að lengja þetta bréf með því að rekja fleiri augljósar vitleysur í raforkulögunum. En í lokin varpa ég hér fram nokkrum spurningum sem ég vænti svara við, innan eðlilegs frests stjórnsýslulaga til svörunar erinda.

 Óska ég eindregið eftir að fá eftirtaldar upplýsingar og svör send:

  1. Hvert var bókfært verðmætismat Landsvirkjunar á þeim flutningskerfum sem Landsneti var gert að taka við á árinu 2005? Afrit á bókfærðu verðmæti óskast.
  2. Hvert var bókfært yfirtökuverðmæti Landsnets hf. á flutningskerfum Landsvirkjunar og hverjir framkvæmdu það verðmat? Afrit útreikninga óskast.
  3. Hvernig var háttað greiðslu Landsnets hf. fyrir yfirteknar eignir Landsvirkjunar, sundurliðað eftir megin stofnlínum frá hverri virkjun?
  4. Hver var brúttó stofnkostnaður Landsnets hf. og sundurliðaður rekstrarkostnaður ársins 2004 og þar til fyrstu tekjur fóru að standa undir kostnaði, sundurliðað í helstu gjaldflokka og mánaða?
  5. Hvert var reiknað flutningsgjald Landsvirkjunar árið 2003 á raforku, sem annars vegar var flutt til stórnotenda en hins vegar raforku sem flutt var til tengivirkja til spennubretinga, til afhendinga inn á flutningsveitur dreifistöðva? Sömu viðmið óskast fyrir 6 fyrstu mánuði sem Landsvirkjun greiddi Landsneti hf flutningsgjöld raforku, (sundurliðað eftir mánuðum í magni og einingaverði).
  6. Hvert var söluverð raforku Landsvirkjunar (í sömu magnstærðum) til Landsnets, miðað við afhendingu orku við virkjunarstað?
  7. Hvernig var og er háttað greiðslu flutningsgjalda þeirrar raforku sem Landsnet hf. flytur, annars vegar til stórnotenda en hins vegar til afhendingar raforku frá deilistöð inn á flutningslínur dreifistöðva til smásölu?
  8. Við stofnun Landsnets hækkuðu verulega og fjölgaði föstum gjaldstofnum hvers notanda, þó notað væri sama kerfi að öllu leyti. Hvaða forsendur voru fyrir þeirri hækkun, sem enn er til staðar?
  9. Almennur kaupandi raforku kaupir orkuna við viðurkenndan og innsiglaðan mæli við inntak á heimili sínu. Orkuseljandi flytur orkuna til kaupanda og afhendir hana inn á mæli kaupanda, gegn skráðu verðlagi hverrar mælieiningar. Hvaða lagaheimild er til innheimtu flutningsgjalds frá kaupanda, þegar ljóst er að hann tekur ekki við hinni seldu orku fyrr en hún er komin í gegnum mæli í íbúð hans og þá gegn auglýstu einingaverði?
  1. Flutningur orku til almenns kaupanda fer fram eftir löglega skipulögðu dreifikerfi og tengist inntaki og magnmæli hvers kaupanda. Í flestum tilvikum er eigandi dreifikerfis, einnig orkusali til kaupanda og nýtir þá sitt eigið flutningskerfi til afhendingar orkunnar. Hvaða forsendur eru í þeim viðskiptum fyrir innheimtu „flutningsgjalds“ til Landsnets hf.? Hinn almenni notandi kaupir raforkuna af dreifingaraðila í smásölu við innsiglaðan notkunarmæli á stofninntaki rafmagns í eign orkukaupanda?

Eins og hér hefur verið rakið er ýmislegt í framkvæmd hinna nýju Raforkulaga, sem er afar sérstakt, svo ekki sé meira sagt. Ef þörf krefur mun ég síðar fara yfir aðra þætti Raforkulaganna, til samanburðar við stjórnarskrá og önnur lög, sem þar gæti komið til.

Það verður að teljast bratt siglt hjá stjórnendum flokks og þingflokki Sjálfstæðisflokks, eins þau stefna í málefnum Orkupakka 3. Væntanlega gera þau sér grein fyrir því að „þingsályktun“ hefur stjórnskipulega EKKERT BINDANDI GILDI. Í þingsályktun getur komið fram vilji þingsins til að ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar leggi áherslu á einhver málefni, en málefnið sjálft GETUR ALDREI verið ákvörðunarefni, því þingsályktur „ákvarðar ekki bindandi um nein máefni.“ Í tilverugrunni sínum er þingsályktun: beiðni, tilmæli, ósk, eða áskorun um að tiltekin atburðarás verði að varanlegm veruleika, sem ekki getur orðið fyrr en Frumvarp um atburðinn. hafi verið lagt fyrir Alþingi og það samþykkt þar með hefðbundinni málsmeðferð.

Með kveðju,

Guðbjörn Jónsson, kt:101041-3289, fyrrverandi ráðgjafi

Kríuhólum 4, 111 Reykjavík

Sími 567 2001. GSM. 860 84 00

 

 

       


OPIÐ BRÉF TIL UTANRÍKISMÁLANEFNDAR ALÞINGIS

Í fjölmiðlum má nú lesa mikla hneykslun nefndarmanna Utanríkismálanefndar alþingis, yfir því að Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sagði á kurteisan en hreinskilinn máta, hversu langt væri frá því að  alþingismenn væru af þjóðhollustu að gæta hagsmuna þess samfélags sem greiðir þeim laun. Ég gat ekki annað en brosað, vegna þess að í mörg ár hef ég skrifað öllum þingmönnum um alvarleg axarsköft þeirra í starfi og margháttaða sniðgöngu siðrænna vinnubragða í löggjafarstörfum. Þingmenn ættu því að vera orðnir þokkalega þjálfaðir í að heyra sannleikann. EN, ég er að vísu ekki dómari, þó ég hafi í 40 ár fengist við ýmsar réttarfarsgreiningar, með góðum árangri á öðrum vettvöngum en hjá löggjafarþinginu.

Ég ætla ekki að skrifa beint um 3. orkupakkann. Arnar og fleiri hafa gert því full skil. Ég ætla hins vegar að tala um vinnubrögð alþingis á árinu 2003, þegar til meðferðar í þinginu var frumvarp sem varð að Raforkulögum nr. 65/2003.

Dómgreind er mikilvægasti eiginleiki þess sem tekur að sér að stjórna samfélagi okkar og setja því lög. Dómgreind er mikilvæg, því eins og margir virtir réttarheimspekingar segja og m. a. er getið í bók Sigurðar Líndal „Um lög og lögfræði“, virðist það almennt álit fræðimanna á sviði réttarfars, að almennur eða illa orðaður óskalisti eða hugmyndaleit, geti seint talist vönduð lagasetning. Á þetta hef ég margítrekað bent, allt frá árinu 1980, t. d. í sambandi við verðtrygginguna. Alþingi hefur ekki enn ÞORAÐ AÐ LEYFA MÉR AÐ TALA VIÐ ÞINGMENN UM SANNLEIKANN, í því máli. Alþingi hefur frekar viljað leyfa fjármálaöflunum að STELA STÓRFÉ af almenningi og fyrirtækjum, frekar en fá að heyra sannleikann frá manni sem vann í hagdeild banka um nokkra ára skeið, en sagði því starfi upp vegna óheiðarlegra vinnubragða þar gagnvart almenningi og fyrirtækjum.

En lítum nú á hvernig Alþingi vann hin mikilvægu Raforkulög. OG lítum einnig á hvernig þingmenn blekkja sjálfa sig og landsmenn, frekar en standa traustan vörð um þjóðhagslega mikilvægan rekstur Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða, eitt af fullkomnustu virkjana og dreifikerfum raforku á vesturlöndum. Á Íslandi eru allar raflagnir í þéttbýli lagðar í jörð. Þó við búum við afar erfitt veðurfar yfir vetrarmánuði, eru háspennulínur landsins það traustar að sjaldgæft er að alvarleg röskun verði á afhendingu rafmagns til neytenda.  Og með þetta yfirgripsmikla dreifikerfi rafmagns, sem nær til allra þéttbýlisstaða og flestra sveitabæja í landinu, er verðlag raforku hjá okkur eitt það LÆGSTA í vestrænum heimi.

Við þessar aðstæður og án allra haldbærra skýringa, setja alþingismenn í fyrstu setningu nýrra laga, texta sem bendir svo áþreifanlega til algjörrar vanþekkingar á því viðfangsefni sem þeir voru þá að fara að setja lög um. Nýju lagasetningin byrjar svona:

1. gr. Markmið.          

Markmið laga þessara er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinuÍ því skyni skal:“ 

Hið fallega fyrsta Markmið hinna nýju Raforkulaga, lofar að stuðla að: „þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi.“ Þessi háleitu markmið skiptust í 5 áhersluþætti, þar sem 3 þeirra voru nokkuð hefðbundin innihaldslaus slagorð en tveir markmiðsþættir sem vöktu margar spurningar, því engin útfærsla var kynnt. 

Sem 1. forsenda markmiða hinna nýju laga var að:

Skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna.

Mig undrar stórlega að engar krefjandi spurningar skyldu koma fram frá stjórnarandstöðu þegar frumvarp þetta til Raforkulaga var til umræðu á alþingi. Var virkilega enginn þingmaður forvitinn um hvaða hugmyndir væru að baki því að búa til samkeppni úr markaði þar sem einn aðili ætti öll framleiðslu og dreifingartækin? Það hefði áreiðanlega verið athyglisvert að heyra svör höfunda frumvarpstextans við því hvernig ætti að auka samkeppni í vinnslu raforku þegar einn eigandi væri að öllum helstu virkjunum landsins, sem framleiddu yfir 95% allar raforku á svæðinu.

Fyrsta skrefið til að auka samkeppni var stigið með stofnun nýs hlutafélags, Landsnet hf. sem annast skildi flutning á raforkunni frá virkjunarstað til tengivirkis fyrir dreifingastöðvar. Í 9. gr. Raforkulaga segir að: 

„Flutningsfyrirtækið skal byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, [gæða raforku og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku]. 1) Fyrirtækið hefur eitt heimild til að reisa ný flutningsvirki.“ 

Landsnet fór þó ekki eftir þessum lögum því til þess að Landsnet gæti starfað, varð ríkissjóður, sem aðaleigandi Landsvirkjunar hf. að gera stjórnarsamþykkt í Landsvirkjun um að selja  Landsneti allar háspennulínur og háspennu tengivirki ásamt öllum búnaði sem því fylgdi. Ekki lág ljóst fyrir hvert verðmæti hins selda búnaðar væri, því sundurliðun í bókhaldi Landsvirkjunar er ekki svo glögg. Hins vegar er spurning hvort ráða megi í heildarverðmæti hinna yfirfærðu eigna frá Landsvirkjun til Landsnets, út frá leigu Landsvirkjunnar á búnaðinum fyrstu 6 starfsmánuði Landsnets. Tafir urðu á eignayfirfærslu frá Landsvirkjun til Landsnets, sem tók til starfa á miðju ári 2005. Landsvirkju reiknaði sér því leigu af öllum þeim búnaði sem flytjast átti til Landsnets.  Leigan sem Landsvirkjun setti upp fyrir þetta hálfa ár var kr. 2.490 milljónir. Þó leigan virðist nokkuð mikil er ekki mikið við því að gera þar sem þarna eiga viðskipti, tvö sjálfstæð hlutafélög, sem þó eru bæði í meirihlutaeigu ríkisins. Hins vegar segir í 4. mgr. 10. gr. Raforkulaga nr. 65/2003 að:

Ráðherra getur í reglugerð 2) kveðið nánar á um samskipti eigenda flutningsvirkja og flutningsfyrirtækis, afnot flutningsfyrirtækis af flutningsvirkjum og endurgjald fyrir þau.  

Hvorki verður séð að ráðherra orkumála eða alþingismenn hafi gert neitt veður út af því þó eitt hlutafélag í ríkiseigu okri líklega hressilega á hinu nýstofnaða hlutafélagi ríkisins sem taka eigi við raforkuflutningnum af Landsvirkjun. Hvergi sést stafkrókur um athugasemd vegna þess aukna kostnaðar sem þannig er settur út í raforkuverð, algjörlega að þarflausu. Og enn eitt tilvik er einnig í lögunum þar sem þeir sem sömdu lagatextann virðast ekki hafa þekkt hvernig ákvarðanir eru tekna í hlutafélögum. Í 2. mgr. 12. gr. Raforkulaga nr. 65/2003 segir eftirfarandi:

Orkustofnun setur flutningsfyrirtækinu tekjumörk vegna kostnaðar við flutning á raforku. Tekjumörk skulu vera tvískipt, þ.e. vegna flutnings á raforku til dreifiveitna annars vegar og vegna flutnings til stórnotenda hins vegar. Tekjumörk skulu ákveðin fyrir fram til fimm ára í senn og uppfærð árlega miðað við breytingar á viðmiðum sem tilgreind eru í 3. mgr. Við setningu tekjumarka skal taka tillit til kostnaðar vegna reksturs og fjárfestinga vegna flutnings til dreifiveitna annars vegar og til stórnotenda hins vegar.“  

Það hefði nú átt að vera auðvelt fyrir alla þá lögfræðilærðu þingmenn sem sátu á þingi árið 2003, þegar Raforkulög voru til þingmeðferðar að vekja athygli á því að löggjafinn setur ekki sjálfstæðum hlutafélögum mörk um rekstrarkostnað eða verð á endursöluafurð starfseminnar. Slíkt er stjórnar hlutafélagsins en ekki alþingis. Alþingi fól ráðherra full umráð yfir öllu hlutafé ríkisins í hlutafélaginu, þó alþingi hefði átt að vera ljóst að viðkomandi ráðherra hafði í raun ekkert umboð æðsta eiganda hlutabréfsins, til neinnar ákvarðanatöku fyrir hönd æðsta eigandans. Ekki verður heldur séð að alþingi hafi haft laga eða stjórnarskrárheimild til að útvista eign æðsta eiganda út fyrir löggjafarþing, nema með samþykki æðsta eiganda, samkvæmt almennum kosningum þar um. En því miður hefur lítið farið fyrir því að alþingi upplifi sig í þjónustu æðsta valds Lýðveldisins Ísland, því yfirleitt kemur alþingi fram sem hið endanlegi æðsti valdhafi en ekki sem fulltrúi þjónustustarfs eins og stjórnskipunin segir til um.

Reikningsár hlutafélaga fer eftir samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög. Í samþykktum Landsnets er kveðið svo á að reikningsárið skuli vera almannaksárið og aðalfundur skuli haldinn í marsmánuði ár hvert. Og skuli reikningar félagins liggja mánuði fyrir aðalfund. Af þessu er ljóst að höfundar lagatexta Raforkulaga virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að Landsnet væri hlutafélag en ekki ríkisstofnun beintengd fyrirmælum frá alþingi. Nánast öll ákvæði 12. gr. o.fl. greinar Raforkulaga hefðu því átt að eiga heima í sérlögum um Landsnet hf, til þess að vera rétt staðsett í laga og réttarkerfinu.

Víkjum þá að því sem lýtur að hinum almennu notendum raforku, heimilum og fyrirtækjum, sem eiga viðskipti sín við dreifiveitur á sínu svæði. Undirritaður býr í Reykjavík og er á því dreifiveitusvæði, þó nokkuð óljóst sé hvað sú dreifiveita heitir í raun. Á reikningnum stendur „Veitur ohf. kt: 501213-1870“ en á vefsvæði „ON“ eða „Orka náttúrunnar“. Fyrir ekki löngu hét dreifingarfyrirtækið „Orkuveita Reykjavíkur“. Er þetta svolítið til marks um óstöðugleikann í samfélagi okkar. Sýnir glöggt þá felumynd sem pólitískt kjörnir fulltrúar reyna að varpa yfir óljós verk sín með skollaleik áhættufíkla, í leit að feluleiðum fyrir eftirliti almennings.

Á rafmagnsreikningi fjölskyldu minnar eru tveir innheimtuþættir sem ekki eiga þar heima. Annar algjörlega án neinna lagaheimilda en gæti átt rétt á sér í framkvæmd rétts aðila til slíkrar innheimtu.

Í fyrsta lagi er hér um að ræða svonefnt „Flutningsgjald“, ákveðinn gjaldliður fyrir hverja notaða Kílówattstund af raforku. Við því væri svo sem ekki mikið að segja ef dreifingaraðilinn sem orkan væri keypt af væri að rukka þetta fyrir sjálfan sig og hefði lagaheimildir til slíks en svo er alls ekki. Neðst í ramma reikningsformsins er eftirfarandi ritað sem skýring á þeim tveimur ólögmætu innheimtuþáttum sem á reikningnum eru:

Flutningurer vegna þjónustu Landsnets sem rekur háspennukerfið. 

Jöfnunargjaldrennur til ríkisins til að jafna orkukostnað milli landshluta sbr. lög nr. 98/2004.

Flutningur: Í fyrsta lagi er hvergi Raforkulögum heimild fyrir þessu gjaldi. Í öðru lagi er þetta gjald vegna þjónustu Landsnets við rekstur háspennukerfis.  ENGINN notandi lágspennu rafstraums 220-400,  volt er í viðskiptasambandi við Landsnet, sem eingöngu hefur heimild til að skipta við dreifiveitur, ekki einstaka notendur raforku hjá dreifiveitum. Auk þess á Landsneti að vera skylt, vegna laga um bókhald og virðisaukaskatt, að gefa sjálft út reikning, á eigin reikningsformi, fyrir þjónustusölu af þessu tagi.  Ég er nokkuð viss um að ALLIR þingmenn á alþingi hafa fengið svona útreiking á sínum rafmagnsreikningum og því allir með tölu litið framhjá því að í þessu eina gjaldi fyrir Flutning, væru þeir þögulir þátttakendur í tvöföldu lagabroti. Annars vegar varðandi bókhald seldrar þjónustu en hins vegar vegna undanskots þjónustusölu frá virðisaukaskatti.   Enn eitt atriðið sem sýnir að þingmenn eru alls ekki færir um að bera þá ábyrgð sem þeir sækjst eftir.

Hinn síðasti þáttur sem vikið verður að í þessu erindi, er það sem á reikningsformi rafmagnsreiknings, líklega flestra notenda rafmagns frá dreifiveitu, er gjald sem kallast JÖFNUNARGJADL.   Enn kemur hér fram atriði sem beinlínis bendir á að þingmenn hafi ekki lagaþekkingu til að vinna rétt að þeim lagafyrirmælum sem þeir telja sig vera að gera.  Í skýringartexta á rafmagnsreikning kemur fram sú einfalda staðreynd að það gjald sem þarna er nefnt „jöfnunargjald“ er í raun almennt notendagjald sem renni til ríkisins.  Eðli málsins samkvæmt er hér um hreinan SKATT til ríkisins að ræða og skatta til ríkisins á innheimtuaðili að skila til Ríkisskattstjóra 15-20 dögum eftir innheimtu. Og lög um svona skattheimtu eiga því að vera innan skattalaga eða í sérlögum undir forsjá Ríkisskattstjóra en ekki vistast hjá aðila sem ekki hefur heimild til meðhöndlunar skattfjár.

Í skýringartexta á rafmagnsreikningi er sagt að innheimta jöfnunargjalds sé í samræmi við lög nr. 98/2004, lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. Markmið þessara laga er jafn mikið utan heilbrigðs raunsæis og markmið Raforkulaganna.  Markmið laganna um jöfnun kostnaðar við dreifingu er svona samkv. 1.  gr. laganna:

1. gr. Markmið. 

 Markmið laga þessara er að stuðla aðjöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda.“

Þeir þingmenn sem samþykkt hafa þessi markmið gera lítið úr landsþekkingu sinni, enn minna úr skilningi á flutningi raforku milli landshluta og undirstrika rækilega að í starfi sínu noti þeir ALLS ENGA DÓMGREIND. Dreifiveitur út um allt land eru eru að fást við afar ólík viðfangsefni, bæði árstíðabundið en einnig vegna sveiflukennrar raforkusölu t. d. út frá skorti á stöðugleika í rekstrarumhverfi fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu. Þessu til viðbótar eru flest dreifingarfyrirtækin sjálfstæð hlutafélög eða bein eign eins eða fleiri sveitarfélaga á svæðinu. Rekstrarkostnaður hlutafélaga sem starfa við afar ólíkar rekstraraðstæður, verður ekki jafnaður með skattstofni sem auk þess er afar illa varðveittur og ekki skilað til rétts umsjónaaðila skattfjár.

Í 3. gr. jöfnunarlaga kemur eftirfarandi fram um meðferð hins safnaða skattstofns sem nefndur er „Jöfnunarsjóður“»

„Greiða skal niður kostnað almennra notenda vegna dreifingar raforku á þeim svæðum þar sem Orkustofnun hefur heimilað sérstakar dreifbýlisgjaldskrár í samræmi við ákvæði 5. mgr. 17. gr. raforkulaga, nr. 65/2003.“ 

Markmið þessarar greinar er ágætt í sjálfu sér þó viðfangsefnið sé afar snúið. Það er hins vegar útilokað að alþingi geti útvistað ákvörðunum sem varða jafna stöðu landsmanna innan sama málaflokks, til fyrirtækis úti í bæ. Ef svonefndri dreifbýlisgjaldskrá“ er ætlað það hlutverk að jafnaframlag ríkisfjár til sjálfstæðra hlutafélaga og/eða dreifiveitna í eigu sveitarfélaga, verður sú ákvörðun, vegna ákvæða stjórnarskrár, að vera tekin á alþingi. Það ættu þingmenn að þekkja, alla vega þeir löglærðu.

Í 3. gr. a. segir eftirfarandi um innheimtu jöfnunargjalds.

 3. gr. a. Jöfnunargjald vegna dreifingar raforku
 Til að standa straum af jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda samkvæmt lögum þessum er innheimt sérstakt jöfnunargjald. 
 Dreifiveitur greiða jöfnunargjald samkvæmt grein þessari af raforku sem er móttekin frá flutningskerfi flutningsfyrirtækisins eða beint frá virkjunum að frádreginni þeirri raforku sem fer frá dreifikerfinu inn á flutningskerfið.“ 

Eins og þarna kemur skýrt fram eru það Dreifiveitur,sem eiga að greiða umrætt jöfnunargjald en ekki þeir viðskiptaaðilar sem kaupa raforku af dreifiveitunum. Dreifiveiturnar innheimta hins vegar, ÓLÖGLEGA, þetta jöfnunargjald af viðskiptaaðilum sínum, án þess að þingmenn geri nokkra athugasemd við það svo virðist sem dreifiveitur brjóti lög á öllum sínum viðskiptaaðilum, þar á meðal þingmönnum sjálfum.

Dreifiveiturnar taka mánaðarlega ólöglega þetta gjald af viðskiptaaðilum, en þeir skila því ekki fyrr en 1. desember ár hvert en skila því þá til Orkustofnunar, sem hvorki hefur vald né heimild til að ráðstafa skattfjármunum ríkissjóðs, eða hafa þá i vörslu sinni.

Ég ætla að láta þessari yfirferð lokið hér, að sinni. Ég er að skoða afar athyglisverð atriði sem fram koma í ársreikningum stærstu orkufyrirtækjanna, Landsvirkjunar RARIK, og Orkubús Vestfjarða. Það gladdi gamlan Vestfirðing að sjá að gott samræmi var milli ára í ársreikningum Orkubúsins, en ýmislegt sem þarf að skoða nánar í ársreikningum hina tveggja, auk afar merkilegrar útkomu úr ársreikningum Landsnets. Segi ekki mmeia um það að sinni.     


LYGI og árásir á einstaklinga er algengasta einkenni röklausra aðila.

Það vekur enga undrun að öllum vopnum skuli nú veifað í ranni samtaka atvinnulífsins, til að reyna að knésetja Ragnar Þór, formann VR. Ragnar hefur til fjölda ára sýnt afburða hæfileika til að draga fram raunsanna mynd af djúpstæðri spillingu í fjármálakerfi þjóðarinnar, einkanlega í lífeyrissjóðakerfinu.

Það gæti reynst afar mikilvægt á komandi árum, fyrir samtök atvinnulífsins, að hafa í forystu stærsta stéttarfélags landsins mann sem af sanngirni tekur afstöðu til mjúkrar lendingar í aðþrengdri stöðu, líkt og Ragnar og hans fylgjendur gerðu í nýafstöðnum Lífskjarasamningum. Flestum sæmilega skynsömum mönnum hlýtur að vera ljóst að framundan eru verulegar niðurfærslur, tilfærslur og leiðréttingar innan atvinnuvega þjóðarinnara. Óhjákvæmilega verður að horfast í augu við að talsverður hluti framkvæmda í landinu er ósjálfbær, hefur verið drifinn áfram með lánsfé og framkvæmdur af erlendu vinnuafli. Aðalástæðan er sú að þrátt fyrir hámarks afraksturs gjaldeyristekjugriena landsins, skapast ekkert fjármagn til fjárfestinga. Afleiðingar slíkrar óábyrgrar stjórnunar á jafnvægi framkvæmda og vinnuafls, verður að öllum líkindum harkaleg niðursveifla á hluta vinnumarkaðarins, sem kalla mun á verulega aukin ríkisútgjöld auk verulegra vandamála á vettvangi launafólks, sem og á velferðarsviði.

Ég vona að SA reyni ekki aftur að leika hlutverk óvitans, líkt og gert var í bankahruninu. Þá reyndu allir að telja fólki trú um að hrunið hefði komið á óvart. Þó voru margir mikilsvirtir fjármálamenn ýmissa landa, í nokkur ár, búnir að vara við hvert stefndi ef áfram væri haldið sömu braut. Ég byrjaði árið 1998 að vara við hruni bankanna en enginn hlustaði. NÚ, fyrir þremur árum, benti ég einnig á ósjálfbæra þróun fjárfestinga á þjónustuarmi þjóðarbúsins, sem drifinn væri áfram með skuldsetningu og erlendu vinnuafli. Fjárfestingar í umræddum þjónustugreinum væru ekki byggðar á neinum haldbærum tekjugrunni eða viðskiptasamningum. Í landið eru 5 virk eldfjöll, sem sögð eru komin að gostíma. Þau gætu þess vegna gosið hvenær sem er og lokað um langan tíma fyrir streymi ferðamanna til landsins og jafnvel hamlað útflutningi. Hver skildi viðbragðsáætlun SA vera vegna þeirrar yfirvofandi hættu atvinnulífsins?

Í bankahruninu fór einkarekstur fjármálageirans í greiðsluþrotþrot vegna óvitaskapar, meðan allar framleiðsluvörur þjóðarinnar seldur jafn harðan fullu verði og oft með verulegu yfirverði. Engin hætta stafaði því að rekstri þjóðarbúsins sjálfs. En vegna vanþekkingar eða vanmats yfir langt tímabil uppbyggingar hættuástands í fjármálum þjóðarinnar, höfðu menn ekki byggt þjóðarbúinu eðlilega og raunhæfa varnarstöðu. Stjórnvöld urðu því fórnarlömb fjárglæfraafla, sem tilbúin voru að fórna þjóðarhagsmunum til bjarga sér að hluta frá eigin öfgakenndri vitleysu þáliðinns áratugar.

Íslendingar erum nú aftur staddir á tímamótum, sem vonandi eru ekki alveg jafn skörp og bankahrunið. Engu að síður mun ábyrgðarleysi í fjármálajafnvægi undangenginna ára hellast yfir þjóðarskútuna, fyrirvaralítið. árið 2008 voru það hreinir óvitar í rekstri mikilvægustu banka samfélags okkar, sem höguðu sér eins og þeir væru að reka spilavíti, en ekki máttarstólpa fjárstreymis um lífæðar samfélags okkar. Það hlutverk þekktu þeir ekki enda hugurinn allur við hlutverk spilafíkils, sem eingöngu hugsar um eigin gróða og álitsauka, á grundvelli veltu á annarra fjármunum, án þess að meðhöndla þá sem slíka. Spilafíkillinn forðaast hins vegar alla ábyrgð þegar tap eða erfiðleikar blasa við. Þá lætur hann sig bara hverfa og lætur aðra um að leysa þann vanda sem hann bjó til.

Nú situr umtalsverður hluti SA í sambærilegri stöðu. Búið er að raska eðlilegu jafnvægi milli atvinnugreina framleiðslu og þjónustu í landinu okkar. Aukin uppbygging þjónustu hefur verið byggð upp með yfirspennu á vinnumarkaði. Lánsféð sem framkvæmt var fyrir, fór ekki í hringrás fjárstreymis innan þjóðfélagsins, heldur fór það beina leið úr landi, líklega að einhverju leyti óskattlagt. Afleiðingar slíks kjánaskapar er m. a. þær að samfélagsveltan eykst ekki nógu mikið til að bera uppi þær byrgðar sem hin ranga stýring atvinnulífs í landinu hefur skapað.

Undanfarin ár hafa SA beitt miklum hluta afls síns til uppbygginar fjölþættri þjónustustarfsemi, en að mestu leyti hunsað að horfa til jafnvægis reglubundins innstreymis gjalreyris frá samningsbundnum útflutningsgreinum. Hins vegar hefur umtalsverðu fjármagni verið varpað í glatkistuna, með glórulausri undirhleðslu undir fyrirfram glataða þjónustustarfsemi, sem fyrt og fremst lét fjrármagn úr sameiginlegum veltusjóðum atvinnulífs og lánastofnana hverfa, ásamt nothæfum eignum, en lántakendur í landinu látnir sitja uppi með skaðann, sem fyrst og fremst bitrist almenningi sem svimandi háir vextir af lánsfé.

Og nú geta þessi 5 eldfjöll okkar byrjað að gjósa á hveri stundu. Hvar eru þá þeir varnarþættir sem SA hefði átt að byggja upp á liðnum árum? Er það kannski ætlun miðstjórnar alls helsta atvinnuliífs í landinu að koma fram fyrir almenning á gosdag og biðja um önnur Neyðarlög, svo þjóðin verði látin greiða fyrir hugsunarleysi þess afls sem vera á burðarstólpi nauðsynlegs fjölbreytileika í atvinnulífi landsins, sem forðað geti því einstefnuhruni sem bankahrunið varð.

Það er veruleg smán fyrir samtök atvinnulífs á Íslandi að vel menntað fólk skuli flykkjast út á ritvöllinn með álíka þekkingu á raunverulegu hlutverki sambands þeirra, í sjálfstæðu og sjálfbæru samfélagi, eins og horft eða hlustað væri á rökfræði leikskóla. Skrif þesa velmenntaða fólks, sem tröllriðið hefur fjölmiðlum og samfélagmiðlum að undanförnu, eru vart boðleg rökfylgni langskólagengins fólks. Lífsgæðum áratuga baráttu var varpað fyrir róða vegna þess að óvitum í fjármálum þjóðfélags, voru nánast færðir að gjöf allir helstu viðskiptabankar landsins. Mér sýnir álíka „óvitavæðing“ vera áberandi innan raða SA, ef marka má núverandi, fjölmiðlaumfjöllun í þeirra nafni.    
              


mbl.is Rekinn ef þú hlýðir ekki Ragnari Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER MENNTUN MÁTTUR ? – HVAÐ ER MENNTUN ??

Ég var alinn upp á þeim tíma þegar framhaldsnámi voru settar mun þrengri skorður en síðar varð, er fjölbreytni námsleiða jókst ásamt aðgengi að Háskóla Íslands. Námsleiðir voru þá meira valdar út frá atvinnusjónarmiðum. Setja má spurningamerki við hvort eðlilegt sé að ríkissjóður fjármagni beinlínis söfnun á prófgráðum, hverri ofan á aðra, meðan ríkissjóður er í vanda með að fjármagna heilbrigðis- og velferðarkerfi þjóðarinnar. 

Á þeim árum sem þarna er vísað til, kom einnig vel í ljós að hugtakið – vel menntaður eða vel menntuð – var ekki endilega sett í samband við tiltekinn árafjölda á skólabekk.  Það hugtak var ekki síður haft um það fólk sem sýndi mikla verklega þekkingu og skipulagshæfileika á einhverjum sviðum, þó engin háskólagráða væri þar að baki. Á þeim árum voru t. d. fæstir stjórnendur, best reknu fyrirtækja landsins, með embættispróf í viðskiptafræði eða öðrum stjórnunarfræðum. Þeim hafði þó tekist með eigin hyggjuviti að byggja fyrirtæki sín upp, nánast úr engu, því auðmenn voru þá afar fáliðaðir á Íslandi.

Á fyrstu árum níunda áratugar síðustu aldar, komu fram umtalsverð breyting í efnahagslífi þjóðarinnar. Myntbreyting var tekin upp í byrjun níunda áratugar og í kjölfar þess var afar umdeild verðtrygging sett á fjármagn. Einnig heltist tölvuvæðingin yfir þjóðina er handhægar smátölvur streymdu á markað sem hentuðu rekstri smærri fyrirtækja en vöktu einnig áhuga einstaklinga.

Á svipuðum tíma urðu breytingar á möguleikum einstaklinga og smærri fyrirtækja til lántöku er einstaklingum var opnuð leið til yfirdráttar á hlaupareikningum, sem áður höfðu eingöngu tilheyrt fyrirtækjarekstri. Einnig fór hratt fjölgandi háskólamenntuðu fólki með ýmsar prófgráður, sem lítið pláss fannst fyrir á vinnumarkaði. Átakafletir mynduðust t. d. milli fyrstu hópa nýmenntaðra viðskiptafræðinga og eldri ómenntaðra manna í stjórnunarstöðum, hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins. Flestir hinna nýmenntuðu viðskiptafræðinga höfðu einnig lagt sig sérstaklega  eftir lærdómi við að beita hinum nýju tölvum í störfum sínum.

Á þessum tíma var tölvan líka að taka á sig miklar breytingar, frá tröllvaxinni vél þar sem ein vél þurfti heilt herbergi til skýrslu- og bókhaldsfærslna. Sú mynd breyttist skjótt er á markað komu svonefndar – Einmenningstölvur – sem fljótlega fengu nafnið – Borðtölvur.  Fyrstu tölvurnar af þeirri gerð voru ekki með neinn harðan disk eða geymslurými, heldur spiluðu þær þau forrit sem unnið var með af slíkum geymslurýmum (disklingum). Síðan, þegar vista þurfti verkefni sem unnið hafði verið í tölvunni, var látinn annar tómur disklingur í drifið og þau skjöl eða verkefni sem unnið hafði verið með, vistuð til geymslu á þeim diskling. Fyrstu tölvurnar með hörðum diski (Innbyggðu geymslurými) komu, að mig minnir, árið 1982. Þóttu þær með svo mikið geymslurýni að varla yrði þörf á meiru fyrir venjulegan smárekstur; en þessar tölvur voru með 40MB harðan diski.

Á þessum árum var ég á fullu að afla mér bóklegrar og faglegrar þekkingar á bókhalds- og rekstrarmálum. Ég hafa árið 1970 lent í alvarlegt sjóslys sem gerði mig ófæran til erfiðisvinnu. Ég varð því að finna mér annan líkmlega léttari starfsvettvang. Í bókhaldsnáminu lærði ég einnig svokallað vélrænt bókhald, sem fólst í að búa til svonefnda „færslulykla“ (gataspjöld) fyrir öll fylgiskjöl bókhaldsins en stóra IBM tölvan vann svo upplýsingar af gataspjöldunum, til að skrá sem bókhaldsfærslur í tölvunni. Árið 1981 var farið að kenna bókhaldsfærslu á borðtölvur og skráði ég mig strax í slík nám, sem mér fannst einkar heillandi. Ég varð strax hugfanginn af tölvunni og getu hennar til verka, ef hugbúnaður væri góður og hann segði tölvunni nákvæmlega hvað ætti að gera og hvernig það væri gert.

Í ársbyrjun 1982 hellti ég mér því í tölvunám. Tók þar fyrir vélbúnaðinn, þ. e. hvernig tölvan ynni. Ég lagði einnig áherslu á undirstöður í hugbúnaðargerð, kerfisgreiningu og kerfisuppbyggingu, ásamt forritun. Ég hafði alltaf verið ótrúlegur reikningshaus og grúskari sem reyndi að skilja hvernig öll tæki væru búin til og virkuðu. Tölvunámið fannst mér því afar skemmtilegt og nytsamt.  

Það var einnig annað sem var dálítið sérstakt í þessu námi. Á meðal nemendanna á tölvubraut, var ég eins og AFI í hópnum. Ég var rúmlega fertugur en flest hin innan við tvítugt. Aldursmunurinn kom einnig fram í gífurlegum mun á verkefnavali í náminu. Ég var samhliða tölvunáminu að sinna einskonar framkvæmdastjórn í litlu fyrirtæki með 15 starfsmenn, í veikindaforföllum eigandans. Ég var einn á skrifstofu og sá því um söluskráningu, bókhald og að reikna handvirkt út laun starfsmanna.

Sem kerfisverkefni í tölvunáminu kusu flestir sér uppbyggingu tölvuleiks. Ég kaus hins vegar að reyna við uppbyggingu launaútreiknikerfis, þar sem allar fastar upplýsingar um starfsmanninn voru skráðar inn í kerfið. Við hverja launakeyrslu þurfti einungis að slá inn mánuð launaseðils, yfirvinnutíma og breytilega frádráttarliði hvers starfsmanns og láta tölvuna svo reikna alla í einu. Allt virkaði þetta að lokum eins og til var ætlast og í stað þess að vera einn og hálfan vinnudag að reikna út mánaðarlaun starfsmanna, varð ég með kerfinu rúma tvo tíma að keyra út öll vinnulaunin og fylla út staðgreiðslu- og lífeyrissjóðs skýrslur.

Sú upprifjun sem hér var drepið á, var einkum til að vekja athygli fólks á mikilvægi verklegrar reynslu og lausnamiðaðrar hugsunar, þegar verið er að læra nýjar aðferðir við að breyta hugmynd í veruleika. Sýndi það sig í þeirri tölvukennslu sem þarna var um að ræða. Margar slíkar hliðstæður geta áreiðanlega flestir grafið upp í vitund sinni. Nokkuð oft varð ég þessa var, enda þá á miðjum aldri með 25 ára reynslu úr atvinnulífinu. Einnig var ég oft á námstíma mínum á námsbrautum með ungmennum sem voru varla orðin sjálfstæð í hugsun.

Segja má að eðlilega verði mikill munur á vali viðfangsefna hjá unga skólafólki, sem skortir reynsluþroska og / eða verklega þekkingu, sem sá hefur aftur á móti á að byggja sem öðlast hefur reynslu í raunhæfum viðfangsefnum fjölbreyttra starfa. Það mun aldrei verða hægt að kenna  fólki að nýta reynslu sem það hefur aldrei upplifað, reynslu sem gæti hjálpað því að byggja brú milli þekkingar sinnar og þess verkefnis sem leysa þarf.

Í skólanum er hins vegar hægt að kenna lausnamiðaða hugsun, sem hjálpar fólki að hafa jákvæð viðhorf til þeirra viðfangsefna sem framtíðin ber í skauti sér. Þegar ég fór að læra, á miðjum aldri, gerði ég mér strax grein fyrir því að færi ég þær námsbrautir til enda, sem mig langaði að fá færni í, mundi ég eiga stuttan starfstíma eftir til að nýta allar prófgráðurnar. Ég tók því þá meðvituðu ákvörðun að ná fyrst og fremst faglegri þekkingu og verlegri færni í hverri grein, en elta ekki ólar við prófgráður og titla. Ég fór eftir því skipulagi og eftir að hafa verið tvö skólaár, (fjórar annir) í tölvunáminu, fannst mér ég vera búinn að ná þeirri færni sem námið bauð uppá. Þá hætti ég tölvunámi en sneri mér að hagfræði.

Ég mátti ekki seinni vera þar, því á árinu 1984 fór hratt vaxandi fjöldi útskrifaðra viðskiptafræðinga. Nýmyndun atvinnutækifæra, fyrir það nám, var ekki í takti við fjölgunina. Samtímis fjölgun atvinnulausra háskólamanna, var háður mikill áróður fyrir því að tölvur væru teknar í notkun við stjórnun fyrirtækja. Þar rákust á þættir sem ekki hafði verið hugsað út í. Annað var að flestir stjórnendur fyrirtækja voru af „gamla skólanum“ og því ókunnir þeim nýju vinnubrögðum sem tölvurnar kölluðu á. Hins vegar voru breyttir tíma, með kennsluþáttum til nýrra vinnubragða þar sem gömlum aðferðum var ekki sýnd viðeigandi virðing. Unga fólkið stóð því með þá mynd í fanginu að gömlu aðferðirnar til stjórnunar væru úreltar og unga menntaða fólkið væri boðberar hinna nýju tíma.  Talið var sjálfsagt að stjórnendur gamla tímans létu af stöfum vegna aldurs um 45 – 50 ára og hleyptu unga og nýmenntaða fólkinu að. Það kynni betur að nota nýjustu tæknina við rekstur fyrirtækja.

Þarna fór af stað fyrsta „ungdómsbyltingin“ sem laut að stjórnun fyrirtækja. Beinlínis var pressað á „eldra“ fólkið að segja sig frá stjórnunarstarfi. Ný tækni kallaði á yngra fólk til að taka við. Það merkilega var að litlum vörnum var haldið á lofti um mikilvægi þekkingar og reynsla til fjölda ára, auk þess viðskiptatrausts sem eldra fólkið hafði byggt upp.

Á þessum árum, samhliða hagfræðinámi, var ég fenginn til að fara á milli fyrirtækja til að endurskipuleggja eða leiðrétta villur í uppgjörsliðum bókhalds. einnig voru settir upp bókhaldslyklar fyrir tölvuskráningu á alla reikninga bókhaldsins, svo það væri tilbúið til tölvufærslu. Ég fékk því nokkur sýnishorn af stjórnendaskiptum, sem því miður reyndust of oft leiða til þrots fyrirtækjanna fáum árum síðar.

Það var hörmulegt að horfa á afleiðingar þess „reynsluhruns“ sem varð við stjórnun margra helstu fyrirtækja okkar á umræddu tímabyli. Algengt var að keyptur væri til fyrirtækja dýr tölvubúnaður, með erlendum hugbúnaði til að halda utan um margbreytilega stjórnunarhætti. En verra var að hér á landi var afar lítið um ´sérfræðinga´ í skipulagningu og smíði rekstrarhugbúnaðar fyrirtækja, til keyrslu bókhalds á þessum nýju undratækjum sem tölvurnar voru. Fljótlega kom í ljós að hinum erlenda hugbúnaði þurfti að breyta umtalsvert svo hann færði bókhald og uppgjör eftir íslenskum bókhalds-, rekstrar-, uppgjörs- og skattareglum.

Á þeim tíma voru flestir „tölvumenn“ ungir að árum, án reynslu úr atvinnulífinu, að feta sig áfram eftir nýrri braut. Innflytjendur hugbúnaðarins virtust eitthvað hafa látið aðlaga vinnslu hugbúnaðarins að framangreindum íslenskum raunveruleika. Sundurliðun rekstrarforsendna fyrirtækja var þó afar þröngt sniðinn stakkur í hinum erlenda hugbúnaði sem endaði með því að með hinum nýja hugbúnaði voru sendir „sérfræðingar“ til að setja búnaðinn upp og „breyta“ sundurliðun rekstrarliða fyrirtækja, þannig að þeir pössuðu inn í hinn erlenda hugbúnað.

Í því fyrirtæki sem ég var á þeim tíma að starfa, var nýráðinn ungur framkvæmdastjóri.  Hafði hann, eins og margir aðrir, pantað tölvubúnað og áðurnefndan hugbúnað, ásamt ráðgjöf til að koma tölvukeyrslu bókhalds fyrirtækisins inn í hugbúnaðinn. Hann virtist ekki meðvitaður um að ég var einmitt að endurskipuleggja skráningu bókhaldsins í samráði við endurskoðanda fyrirtækisins. Strax er ég frétti af kaupunum, benti ég á að fyrirtækið væri nú, eftir vinnu mína og endurskoðanda fyrirtækisins, ágætlega skipulagt til reksturs og allar 6 deildir þess væru með jákvæða rekstrarstöðu. Það merkilega var að þessu mótmælti framkvæmdastjórinn, án þess að hafa þá öðlast heildaryfirsýn yfir bókhaldslega uppgjörsliði, sem þá voru einungis kunnir mér og endurskoðandanum. Sagði hann mig bara vera orðinn of gamlan til að skilja mikilvægi þess að breyta yfir í þetta nýja kerfi.

Stjórn fyrirtækisins bar þetta ágreiningsatriði mitt og framkvæmdastjórans undir endurskoðanda fyrirtækisins. Tók hann algjörlega undir með mér, enda öll endurskipulagning og breytingar gerðar í fullu samráði við hann.  Framhald kaupa á nýjum búnaði var því sett á bið, þar til ég hafði lokið starfi mínu og var farinn. Nokkrum mánuðum síðar frétti ég að endurskipulagningin hefði farið fram. Þremur árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota og sagt var að það hefði ekki skilað ársreikningum síðustu árin.

Þessi örstutta innsýn í þær fjölþættu umbreytingar sem áttu sér stað á níunda áratug síðustu aldar, draga fram hvaða afleiðingar geta fylgt því að aftengja fyrirvaralaust eða fyrirvaralítið, þýðingamikla reynslu og þekkingu á viðskiptaumhverfi, út úr stjórnunarsviði mikilvægra fyrirtækja. Eðlilega er unga fólkið upptekið af sinni nýju námsreynslu og því eðlilegt að athyglin væri ekki skörp á hinum ókunna þætti þar fyrir utan, eins og t. d. viðkvæm viðskiptatengsl. Það er hins vegar röng nálgun að faglega mikilvægum undirstöðum hvers menntunarsviðs, ef nemendum á því sviði er ekki vandlega gert ljóst að þó þeir hafi fengið prófgráðu, hafi þeir einungis fengið lykilinn að þekkingu sem þeir þurfi að afla sér svo þeir verði farsælir stjórnendur í framtíðinni. Mikilvægi þátturinn verði ávalt, hefur alltaf verið og muni ævinlega verða, djúpstæð þekking á lífsæðakerfi rekstrarþáttar þeirra fyrirtækja sem á að stjórna. Það lífsæðakerfi er einstakt og sjálfdrifið innan hvers fyrirtækis. Og sú þekking og reynsla sem þar safnast saman, og muni vonandi varðveitt af stjórnum og framkvæmdastjórum hvers fyrirtækis, er HVERGI SKRIFUÐ Í KENNSLUBÓK. Sú þekking verður því ekki lærð á skólabekk, sama hve mörgum árum er eytt í skólasetu.

Eins og ungviði er eðlilegt, blindaði nýjabrumið hinum reynslulausu ungmennum sýn til hinna mikilvægu þátta: þekkingar reynslu og yfirsýnar yfir allt lífæðakerfi mikilvægustu atvinnugreina landsins. Á sama hátt var stokkið af stað, með umbyltingu mikilvægustu og viðkvæmustu upplýsingar hvers fyrirtækis. Að breyta flokkunarkerfi bókhalds án vandaðs undirbúnings og ígrundaðrar umhugsunar um afleiðingar þess fyrir lífafl og sögu fyrirtækisins verður ávalt röng nálgun. Sem betur fer leið ekki langur tími þar til  íslenskur bókhalds-, og uppgjörs- hugbúnaður hafði verið búinn til. Þökk sé þess tíma ungum reikni- og tölvusnillingi sem sérhannaði alíslenskt kerfi bókhaldsbúnaður, sem í fyrstu var sniðinn að minni kerfistölvum og borðstölvum. Og uppgjörsliðir þess kerfis pössuðu algjörlega við uppgjörsreglur bókhalds hér á landi.

Ef við stökkvum yfir stöðugt óróleikatímabil síðustu áratuga, má Í DAG bæði heyra og sjá ýmis hættumerki á lofti.  Ný og hættulegri ungdómsdýrkun virðist aftur í uppsiglingu. Nú virðist hið reynslulausa unga fólk, telja sig best til þess fallið að stjórna landi okkar. Það segist hafa reynsluna og þekkinguna til að stjórna eftir sínu höfði, burt frá spillingunni, en virðist ekki sjá þá miklu spillingu sem daglega er í vinnuumhverfi þeirra. Hinir eldri, sem unga fólkið segir nú eiga að víkja vegna gamalsaldurs, virðast einmitt þeir sem fyrir rúmum 30 árum komu óreyndir til valda, til að stjórna landsmálum og fyrirtækjum.  Nú eru fyrrum nýliðarnir taldir vera orðnir of gamlir, fastir í spillingu og úreltir til að stjórna.

Nú er það spurning hvort fyrrum unga fólkið, sem nú telst orðið það fullorðna fólk, sem ungafólkið í dag vill ýta til hliðar, hafi á lífsleiðinni öðlast þá þekkingu og lífsreynslu, að það búi yfir skilningi á þeirri skaðabylgju sem því miður gekk yfir á þeim upphafsárum ungdómsdýrkunar, sem leidd var yfir land og þjóð af hreinum óvitaskap en ekki mannvonsku. Hvort þetta fólk telji sig nú reiðubúið til að teyma þjóðfélagið aftur út í stórkostlegt hrun á þekkingarsviði rekstrarmála þjóðfélagsins, sem vafalítið verði til stórkostlegs skaða fyrir heildina? Þetta fólk, er væntanlega hlaðið reynslu allra þeirra áfalla sem þjóðin tók á sig vegna reynsluleysis þeirra; eru þau nú tilbúið að setjast út í horn meðan núverandi æskufólk og viðhlæjendur þeirra stunda sínar æfingar. Og undirgangast um leið aðra umferð ungdómsdýrkun, með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagsheildina?

Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að Ísland fórnaði mestu uppsveiflu lífsgæða, í veraldarsögunni, í tilraunastarfsemi, þar sem rekstrarlegri reynslu og þekkingu var vikið til hliðar, en reynslu- og þekkingarleysi sett í öndvegi. Meðan slíkt ábyrgðarleysi var látið viðgangast renndi gullvagninn sér nokkra hringi kringum landið, án þess að hinir reynslulausir óvitar vissu að þeir væru að láta þjóðina missa af stærsta tækifæri Íslandssögunnar. 

Á sínum tíma báðu þáverandi ráðmenn landsins, GUÐ að blessa Ísland, þegar ljóst var orðið að þeir höfðu allir verið blindaðir af fölskum villuljósum. Það var Í ANNAÐ SKIPTI sem stjórnendur á Íslandi létu GUÐS blessunina sigla hjá garði, án þess að teygja sig eftir því sem þeim var ætlað. Eðlilegt er því að spyrja nú hvort ÞRIÐJA SKIPTIÐ SÉ NÚ Í UPPSIGLINGU ???  Fólkið í landinu VERÐUR að átta sig á að EF það tekur ekki af kærleika við þeim Guðsgjöfum sem að þjóðinni er beint, verður fólk að hafa skilning á því þó hjálparköllum þess sé ekki svarað um hæl.


Meinleg rökvilla í réttargreiningu um völd Forseta Íslands.

Lengi hafa verið við lýði hér á landi frekar undarleg sjónarmið til valdheimilda forseta lýðveldisins. Ákveðinn hópur helstu lögskýrenda þjóðarinnar hafa haldið því fram að samkvæmt stjórnarskrá landsins sé forsetinn í raun valdalaust sameiningartákn þjóðarinnar. Hann beri ekki ábyrgð á neinum framkvæmdaatriðum varðandi stjórnun landsins.

Þarna er á ferðinni afar undarleg sjónarmið ef horft er á þau út frá því sem mætti kalla „eðlilega þrepun ábyrgðar.“ Í allri almennri skynsemi er gengið út frá því sem sjálfgefnu í hverju sviði fyrir sig, að efsta þrep ábyrgðar sé í höndum þess sem í lögum eða skipulagi er settur efstur í sínu umhverfi. Þannig er litið á forstjóra fyrirtækis sem æðsta úrskurðarvald innan fyrirtækis. Skipstjóri er æðsta vald á skipi sínu. Skólastjóri æðsta vald í skóla sínum og þannig mætti lengi telja.

Engum dettur t. d. í hug að undirritun forstjóra fyrirtækis gildi ekki nema deildarstjóri á viðkomandi sviði undirriti með honum mikilvægar ákvarðanir. Slíkt væri tær rökvilla og í mótsögn við langa hefð valdaþrepunar og eðlilega dómgreind.

Í ljósi alls þessa hefur mér ævinlega fundist einkennileg skýring núverandi túlkenda laga og réttar, þegar þeir reyna að halda því fram að valdssvið forsetans sé óljóst. Má þar t. d. vísa til þess sem einn helsti lögskýrandi nútímans, Björg Thorarensen, segir í bókinni „LÖG OG RÉTTUR,“ 3. útgáfa, sem út kom árið 2017. Á bls. 30 er hún að fjalla um form lýðveldisstjórnunar. Þar segir eftirfarandi:

„Með lýðveldi er fyrst og fremst vísað til þess að þjóðhöfðinginn skuli vera forseti, kjörinn af borgurunum með’ beinum eða óbeinum hætti til fyrirfram ákveðins tíma en ekki konungur sem hlýtur stöðu sína að erfðum. Í lýðveldi starfar einnig kjörið þjóðþing sem fer með löggjafarvald eða er a.m.k. aðalhandhafi þessi.“

Athygli vekur þarna að þessi mikli lögskýrandi sleppir því að fara eftir 2. gr. stjórnarskrár okkar og eðlilegri þrepunarhefð valdastigans, þegar hún segir að: kjörið þjóðþing sem fer með löggjafarvald eða er a.m.k. aðalhandhafi þessi. Þarna gleymist henni að í 2. gr. stjórnarskrár er þess getið að: Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið“

Þegar litið er til þess að Alþingi er kosið af þjóðinni til löggjafar- og úrlausnarstarfa en forsetinn kosinn beinni kosningu yfir landið allt, sem ÆÐSTA VALD lýðveldisins, hliðstæður konungsvaldi. Í því ljósi verður að teljast undarleg lögskýring á hlutverki forseta, sem annars aðalhandhafa löggjafarvaldsins, þegar að fullu sleppt þegar að fullu sleppt skyldu hans sem æðsta valdhafa lýðveldisins samkvæmt stjórnarskrá. Án alls samráðs við þjóðina er titlun næstráðanda forseta í löggjafarmálum, Alþingi, er titlað sem aðalhandhafi löggjafarvalds. Fróðlegt væri að heyra skýringar þessa lögskýranda á því hvers vegna samþykkt Alþingis um löggjafarmál, taka ekki gildi fyrr en forseti hefur staðfest þær með undirritun sinni.

En lítum aftur á bls. 30 í bókinni LÖG OG RÉTTUR. Þar er áfram fjallað um lýðveldið.

„Þótt hugtakið lýðveldi feli oftast nær í sér að æðsti þjóðhöfðingi kjörinn af þjóð eða þingi, er ekki hægt að álykta af því hver séu hin efnislegu völd sem forsetinn fer með í raun, þ.e. hvort þau séu aðeins formleg eða hvort þau séu raunveruleg og mikil. Þannig er breytilegt milli lýðvelda hvernig stjórnarskrár skilgreina völd forseta eða hvaða venjur hafa mótast um valdheimildir hans.“

Samkvæmt 5. gr. stjórnarskrár Íslands skal forsetinn kjörinn almennri kosningu allra er kosningarétt hafa til Alþingis. Í stjórnarskrá Íslands hefur forsetinn margfalt meiri völd en tíðkað hefur verið að framkvæma. Stafar það líklega af þeirri ástæðu að tiltekinn hluti fræðasamfélags menntamannasviðs þjóðarinnar, með helstu lögskýrendur þjóðarinnar í fararbroddi, hafa haldið því fram að embætti forseta Íslends væri í raun valdalaust embætti, sem hefði látið ráðherrunum eftir völd sín. Reynt er að heimfæra þetta á 13. gr. stjórnarskrár þar sem segir að:

„13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“

Í meira lagi undarlegt er að líta á þennan texta þeim augum að forsetinn hafi fært ráðherrunum það vald sem stjórnarskráin afhenti honum. Texti lagagreinarinnar bendir ekki til að forseti hafi heimild til slíks. Greinin bendir einungis til að forsetinn megi láta ráðherrana, sem næstu undirmenn sína í framkvæmdavaldinu, framkvæma það vald sem hann ber ábyrgð á. Má þar jafna saman að forstjóri fyrirtækis lætur framkvæmdastjóra og deildarstjóra framkvæma vald sitt en forstjórinn er yfirvaldið. Af því leiðir að forseti þarf ekki að hafa afskipti af daglegum starfsháttum ráðherra, svo fremi að starfað sé innan fyrirfram ákveðins ramma sem settur hafi verið í ríkisráði.

ÍSLANDI EKKI STJÓRNAÐ SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁ

Frá árinu 1959, er ég átti minn fyrsta fund upplýsingamiðlunar frá fræðslusviði Alheimsvitundar, hef ég vitað að Íslandi væri ekki stjórnað samkvæmt stjórnarskrá landsins. Landinu hefur verið stjórnað eftir flokkshagsmunum þeirra flokka sem meirihluta hafa myndað á Alþingi. Starfsreglur Alþingis og þingflokka hafa mótast með þeim hætti að þingmenn fá yfirleitt ekki að starfa í mikilvægum málum eftir eigin sannfæringu og vilja. Þeir eru, án valdheimilda, skyldaðir til að greiða atkvæði í samræmi við það sem meirihluti þingflokks þeirra ákveður. Skiptir þá engu máli hvort einhverjir einstaklingar í þingflokki séu andvígir einhverjum atriðum þess máls sem þingflokkurinn hefur samþykkt að greiða atkvæði með. Þetta er í raun ekki lýðræði heldur töluvert vaxandi FLOKKSRÆÐI í störfum Alþingis Íslendinga. En persónulegt sjálfstæði þingmanna er stöðugt á undanhaldi.

Við fylgjum ekki heldur stjórnarskrá okkar við myndun ríkisstjórna eða almenna stjórnun varðandi samskipti framkvæmdavalds og löggjafarvalds við forseta Íslands. Hér að framan var vikið að ákvæðum 13. gr. stjórnarskrár en lítum næst á 14. gr. en þar segir:

14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.“

Í þessari setningu 14. gr. stjórnarskrár er líklega fólginn sá misskilningur að ráðherrar beri alla ábyrgðina en þar sem forsetinn sé ábyrgðarlaus um daglegar stjórnarframkvæmdir, sé hann jafnframt valdalaus á þessu sviði. Þar er um stóran misskilning að ræða. Líklega er réttast að líkja þessu við stórfyrirtæki þar sem forstjórinn er með marga framkvæmdastjóra og deildarstjóra til að framkvæma daglega stefnu fyrirtækisins. Þessir daglegu stjórnendur fá sín fyrirmæli frá stjórn um heildarmarkmið starfseminnar sem forstjóri hefur yfirumsjón með.

Forstjórinn er ekki ábyrgur fyrir framkvæmdum deildarstjóranna. Forstjórinn hefur hins vegar vald til að stöðva fyrirætlanir eða framkvæmd deildarstjóra ef forstjóri telur þær fara í bága við hagsmuni eigendanna. Samnefnarar þarna eru eigendur = kjósendur og forstjóri = forseti. Valdið fékk forstjórinn frá hluthöfunum, sem einnig réðu deildarstjórnana til starfa. Sama á við að forsetann, sem kosinn er beinni kosningu af þeim sem kosningarétt hafa. Þeir sömu kjósendur kjósa líka Alþingi til löggjafar og stjórnunarstarfa en það skerðir ekkert völd forsetans til yfirstjórnar og eftirlits með ráðherrum. Það staðfestist einnig í 15. gr. stjórnarskrár en þar segir svo:

„15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.“

Þarna kemur vald forseta skýrt fram. Hann skipar ráðherra, ákveður fjölda þeirra og skiptir með þeim verkum. Einnig veitir hann þeim lausn frá embætti. Ekki er að sjá í þessari grein að forseti þurfi að bera sig saman við neinn, eða fara að ráðum einhverra aðila við val sitt á ráðherrum. Ekki heldur við ákvörðun sína um að leysa ráðherra frá störfum. Ótvírætt er að valdið er þarna til staðar og hvergi skráðar heimildir fyrir neitun þings eða stjórnmálaafla að lúta valdi forseta. Alþingi getur borið undir þjóðina hvort forseti hafi brotið lög eða stjórnarskrá og víkur sá aðilinn sem tapar þeirri atkvæðagreiðslu almennings.

Segja má að 1. mgr. 16. gr. stjórnarskrár sé framkvæmd eins og hún er skrifuð. Þar segir að: Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.“ Hins vegar má segja að 2. mgr. 16. gr. stjórnarskrár sé ekki að fullu framkvæmd eins og lögin segja fyrir um. Þar segir eftirfarandi:  

„Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ 

Mér hefur virst að forseti Íslands staðfesti oft lög án þess að ríkisráð sé kallað saman. Hitt tel ég samt mun mikilvægara að ekki sé kallaður saman ríkisráðsfundur til að staðfesta reglugerðir eða aðrar mikilvægar stjórnvalds ráðstafanir einstakra ráðherra. Fyrir slíku er þó rík skylda og engra frávika getið. Mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. Og í 18. gr. stjórnarskrár segir að:

„Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.“

UNDARLEGAR RÖKVILLUR ÁRUM SAMAN Í STJÓRNARSKRÁ

Það er líklega merki um litla virðingu Alþingismanna fyrir stjórnarskrá landsins að hún skuli vera látin innihalda meinlegar rökvillur í áratugi án þess að leiðrétting sé gerð á þeim villum. Í þessum skrifum er drepið á nokkrum meinlegum villum sem reynst hafa afar erfiðar viðfangs. Hins vegar var mér líka sýnt fram á að með einfaldri en skýrri rökfræði væri hægt að sýna fram á ógildi flestra laga á Íslandi og að engin reglugerð væri löglega frá gengin því þær væru ekki staðfestar í ríkisráði eins og ákvæði væri um í 16. gr. stjórnarskrár, eins og að framan er getið.

Hins vegar er það rökvillan í 19. gr. stjórnarskrár sem næst verður bent á. Í 19. gr. segir:

„19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.“

Ég legg áherslu á að hér er um að ræða stjórnarskrá lýðveldisins Ísland, ÆÐSTU LÖG landsins. Í þessari grein segir að undirritun ÆÐSTA manns þjóðarinnar, sjálfs ÞJÓÐHÖFÐINGJANS, hafi EKKERT GILDI við undirritun löggjafarmála, nema: ráðherra ritar undir þau með honum. Á ég að trúa því að öllum lögspekingum landsins hafi yfirsést þetta mikilvæga atriði í áratugi og ekki velt þessu fyrir sér að neinu marki?

Ég vil endilega hvetja fólk, og þá sérstaklega lögfræðinga, til að velta fyrir sér hvar í stjórnarskránni er að finna sjálfstæða valdheimild til handa ráðherra í ríkisstjórn (framkvæmdavaldinu), til að vera helsti staðfestingaraðili við löggjafarsetningu Alþingi Íslendinga? Ég finn þá heimild hvergi. Í stjórnarskrá er hvergi að finna sjálfstætt vald eða valdheimild ráðherra. Einungis er þar talað um að ráðherrar framkvæmi vald forseta. Hvergi nefnt að þeir geti framkvæmt frá með stuðningi við eigin valdheimildum.

Þegar að er gáð, kemur skýrt fram í 2. gr. stjórnarskrár að Alþingi sjálft og forseti Íslands, bera SAMEIGINLEGA alla ábyrgð á sérhverri lagasetningu. Engir aðrir hafa heimild samkvæmt stjórnarskrá til staðfestingar þeirra lagagjörninga sem frá Alþingi koma.

Það er því algjörlega fáránleg vitleysa að hópur lögfræðimenntaðs fólks skuli ár eftir ár, í störfum sínum á Alþingi telja sig bundið af drengskap um að virða stjórnarskrá landsins. En á sama tíma° láti þetta fólk sér yfirsjást þá klaufalegu óvirðingu sem þjóðhöfðingja landsins er sýndur í 19. gr. stjórnarskrár. Sem er að nafn þjóðhöfðingjans, hafi ekkert gildi við staðfestingu lagasetninga, nema með honum skrifi á lögin maður sem hvergi hefur lögmæta aðkomu að lagasetningu á Íslandi.

Rökrétt verður einnig að telja að þegar ráherra setur reglugerð eða aðrar mikilvægar stjórnarráðstafanir, þá undirriti ráðherrann erindið áður en það fer til forseta. Og að það sem veiti því löggildingu sé undirritun forsetans til viðbótar við undirritun ráðherra..

Einnig væri rökrétt við staðfestingu nýrra laga með undirritun, að þá undirritun framkvæmdu þeir tveir aðila sem samkvæmt stjórnarskrá hafa heimild til útgáfu nýrra laga. Er þar um að ræða forseta Alþingi og forseta Íslands. Ráðherra hefur samkvæmt stjórnarskrá engar heimildir tilútgáfu lagafyrirmæla.

Síðar verður tekið fyrir afar undarleg rökfræði Sjálfstæðismanna við undirbúning og upphaf lýðveldisstofnunar, varðandi ákvæði 26. gr. stjórnarskrár um gildistöku laga.


Hvað er ÆRA og hverjir geta reist við fallna ÆRU ??

Annað slagið sest ég niður í kyrrð til að eiga upplýsingastund með leiðbeinendum mínum af Fræðslusviði Alheimsvitundar. Ég spyr þá venjulega spurninga sem ég hef ekki gagnleg svör við frá eigin brjósti. Fyrir fáeinum dögum spurði ég þeirrar spurningar sem er yfirskrift þessara skrifa og fékk svör sem í meginatriðum voru þessi. ---

Æra, mannorð, manngildi, eru allt hugtök af sama stofni, sem lýsingarorð um áreiðanleika í víðum skilningi og að viðkomandi sé á allan máta trausts verður, í hvaða skilningi eða samhengi sem það er sett fram.

Þar á eftir var spurt hvort hægt væri með stjórnvalds- eða dómstólafyrirmælum að færa fólki aftur þá Æru eða mannorð sem viðkomandi hafi fórnað með hegðan sinni og hlotið dóm fyrir. Svarið var tvíþætt.

Ef verknaðurinn lítur einungis að broti á opinberum lögum eða almennum hlýðnireglum við opinbert regluverk, þar sem ekkert var brotið gegn tilgreindum einstakling, þá getur ráðherra dómsmála, eða dómstóll, ákveðið að gefa viðkomandi upp sakarskráningu, að hæfilegum tíma liðnum frá lokum dæmdrar refsingar. Sú heimild sem hér er vísað til nær einungis yfir það að engin manneskja hafi orðið fyrir eignatjóni eða miska vegna brotsins.

Hafi verknaður valdið einstakling eða einstaklingum, tjóni eða miska, nær heimild stjórnvalds eða dómstóls ekki til neinna breytinga á þeirri dómsniðurstöðu er varðaði brotaþola. 

Heimildir stjórnvalds eða dómstóls til sakaruppgjafar og útstrikunar brots úr refsiskrá, eru bundnar því skilyrði að allir brotaþolar sem tengjast máli, eða málum viðkomandi sakamanns, hafi óþvingaðir og með eigin hendi undirritað yfirlýsingu til viðkomandi yfirvalds.

Í þeirri yfirlýsingu verður að koma fram að viðkomandi sakamaður hafi að eigin frumkvæði og með aðstoð sálfræðings eða viðurkennds sáttaðila, leitað fyrirgefningar sakbornings. Sakamaður hafi af ásættanlegri einlægni og fórnfýsi eigin hagsmuna, leitast við að bæta fyrir afbrot sitt, sem kostur er.

Viðkomandi brotaþoli viðurkenni að þær upplýsingar sem honum hafi borist, bendi til að hinn seki hafi af heiðarleika og ásetningi leitast við að snúa til betra lífernis og sýnt einlægni í því verki.

Viðkomandi brotaþoli hafi því fallist á fyrirgefningarbeiðni sakamanns og er hlynntur því að honum verði gefnar upp sakir, svo fremi að ekki komi til nýrrar sakfellingar fyrir sömu eða sambærileg brot.

---------------

Það friðþægingarferli sem hér hefur verið rakið, er sagt vera áþekkt því ferli endurreisnar sem verið hafi grundvöllur endurreisnar manndóms og virðingar hjá AA samtökum um allan heim. Það ferli þekki ég ekki af eigin raun en er sagt að sá er vill ölast frið frá yfirsjónum sínum gagnvart öðru fólki, gangi í eigin persónu til þess aðila sem hann hefur brotið gegn og leiti sátta og fyrirgefningar á brotum sínum. Með fyrirgefningu þess fólks sem viðkomandi braut gegn, öðlast viðkomandi fyrirgefningu Guðs, og öðlast með því rétt til fyrirgefningar allra manna.

Að síðustu er lögð rík áhersla á að EKKERT STJÓRNVALD, EÐA DÓMSTÓLL, geti öðlast rétt til að fella niður dæmda refsiskráningu fyrir afbrot gegn mannveru, nema með beinni og óþvingaðrar beiðni frá viðkomandi brotaþola, eins og að framan er skráð.

     


LEYFIÐ BÖRNUM AÐ NJÓTA SAKLEYSIS BARNSÁRANNA

Dagurinn 2. september 2017 verður mér áreiðanlega minnisstæður í langan tíma. Ástæða þess er sú að þennan dag hlustaði ég á samantekt frétta víða að úr Evrópu, þar sem fjallað var um eitt af baráttumálum „hinsegin“ fólks af ótilgreindum stofni, sem berðist nú fyrir því að koma á kynfræðslu inn í leikskólana.

Hugmyndin er einkar athyglisverð en þó mjög óviðfelldin. Sköpun mannsheilans er með þeim hætti að í bernsku opnast tilteknar vitundir á tilteknu árabili. Þessu er komið þannig fyrir vegna þess að barn hefur ekki ályktunarhæfni til að velja úr út frá gæðum eða gefnum forsendum. Á fyrstu árunum eru verkefni úrlausnar yfirgnæfandi en úrvinnslugeta barnsins verulega takmörkuð vegna þeirra fjölda þátta sem ungbarn þarf að læra á fyrstu mánuðum og árum í lífi sínu. Ekki verður hér farið ítarlega yfir hvernig heilastarfsemin stimplar sig inn í skrefum á fyrstu 24 árum ævinnar. Hér lítum við aðeins á fyrstu árin.

Meginverkefni barnsins á fyrsta ári þess er að læra á þau stjórntæki sem það hefur til að hreyfa útlimi og allan líkama sinn, auk þess að læra að þekkja nánasta umhverfi sitt og þá sem næst því standa.

Á öðru árinu er barnið upptekið við að samstilla hreyfifærni sína, styrk til að standa upprétt á eigin fótum og stýra markvisst fingra og handahreyfingum. Einnig ef ekki er ofgert við athyglisþátt barnsins, má einnig greina fyrstu vísa að ályktunarhæfni. Mikilvægt er að trufla barnið sem minnst á þessum tíma í basli sínu við að ná að stjórna þeim líkama sem því var fenginn til bústaðar í. Því meiri frið sem barnið fær við þetta mikilvæga verkefni sitt, því rólegra verður barnið og sefur betur.

Árin 3 – 4 er barnið að mynda hin raunverulegu tengsl við nánustu ættingja sína og ramma inn hjá sér að veröldin sé stærri en heimilið.

Árin 5 – 6 er barnið að læra að mynda vináttutengsl, læra flesta samskiptaþætti, ásamt því að hafa stjórn á skapi sínu og geðshræringum. Eitt af stóru atriðum þessa tíma er að barnið geta leyft öðrum börnum, sem t. d. væru gestir á heimili þess að leika sér með leikföng sem barnið á, án þess að vera eigingjarnt og vilji taka leikfangið til sín.

FYRSTU SKREF TIL FULLORÐINSÁRA

Við eðlilegt þroskaferli fer heilinn að velta fyrir sér hlutverkum kynjanna á 12.-13. ári. Ef það gerist fyrr, þá hefur ótímabært áreiti truflað barnið frá því verkefni sem það átti að vera að læra. Þá gæti sú hætta verið fyrir hendi að eitthvað af því sem barnið hefði átt að læra hafi fallið út úr rammanum. Það fæst hins vegar ekki staðfest fyrr en undir lok 24 ára tímabilsins. Af þessari ástæðu er mikilvægast að setja ekki inn neina þætti sem trufla hið eiginlega og meðfædda samhæfingarferli vitundar barnsins um líkama sinn og samstillingu þeirrar vitundar við hina dýpri skynjun þeirra hvata sem barnið finnur vera að byrja göngu sína í vitund þess. Því meiri frið sem barnið fær á þessum fyrstu árum sínum til að stilla saman þessa viðkvæmu strengi, því rólegra verður barnið og sjálfsmynd þess sterkari

Ef allt hefur gengið vel með samstillingu hins jarðneska þroskaferlis fyrstu 16 árin, við það þroskaferli sem sköpun og uppvexti mannsins er áætlað, gæti unglingur á 17. ári farið að velta af raunsæi fyrir sér hlutverki sínu.

Á hinn bóginn verður líka að horfa til þess að miðað við þróun barnauppeldis síðustu áratuga, er afar veik von að foreldri geti komið barni til 16 ára aldurs án verulegra truflana á hinu áskapaða þroska og uppvaxtarferli.

Það sem rakið er hér að framan er örlítið brot af miðlunarlestrum frá 9. áratug síðustu aldar, þegar leitað var leiðsagnar um óróleika meðal barna, sem þá þegar var farið að vekja athygli. Þessir lestrar voru til stuðnings við vin okkar sem var að læra geðlækningar. Það var svo sérstaklega athyglisvert 6 eða 7 árum síðar, að heyra læriföður vinar okkar, Breskan frumkvöðul, tipla á nákvæmlega sömu skrefum varðandi virkni heilastarfsemi barna, eins og miðlað hafði verið mörgum árum fyrr.

Það hefur verið afar slítandi að fylgjast með því hraða hnignunarferli siðmenningar okkar sem gengið hefur yfir þjóðina á síðustu 30 árum eða svo. Biðjum því góðan Guð að forða þjóðinni frá því alvarlega inngripi sem virðist áformað af „hinsegin“ fólki með enga sérmenntun í slíkum fræðum, enda er slík sérmenntun ekki til. Eðlilega er rétt að geta þess að eftir því sem afbrigðileg kynlífsfíkn nær valdi á fleira fólki, mun verða erfiðara að ráða við aðsteðjandi vanda. Vandinn eykst líka hröðum skrefum með afbrigðilegum lostaleikjum, sem sagt er að skaði eðlilega þróun og viðhald Íslenska kynstofnsins.

Það slær á mann óhug að heyra fyrirætlanir um að einhverjir einstaklingar úr röðum „hinsegin“ fólks ætli sér að sjá um fræðsluna. Ég efa stórlega að nokkur úr hópi þessa fólks viti í raun hvað það er sem veldur þeirri afbrigðilegu hegðan sem fylgir rangri líkamsímynd.

Í raun er ekkert flókið að átta sig á hvað veldur þessu. Fyrsta skrefið í skilning á þessu er að viðurkenna að mannssálin lifir yfir langan tíma. Einnig þegar fólk hættir að þræta fyrir að sama sálin fæðist aftur og aftur til jarðvistar dvalar. Slíkt er hið eðlilega þróunarferli, frá frummanni sem enga samskiptahætti kunni, til heilsteyptrar kærleiksveru sem umlykur allt með kærleika sínum. Slíkt ferli tekur yfirleitt afar langan tíma. Geta þar verið um þúsundir ára að ræða. Lærdómsverkefni hvers lífs eru afar mismunandi og afstaða einstaklinga til þess lærdóms sem hann fyrirfram ásetti sér sjálfur að ná í hverju lífi fyrir sig, getur orðið allt annað þegar út í alvöru leiksins er komið. Þá hefur verið breidd hula yfir hin fyrirhuguðu áform, en einungis sýnileg sú áskorun sem viðkomandi stendur frammi fyrir, til að leysa verkefnið á sem réttustum tíma á lífsleiðinni.

 Í raun er þetta ekki ólíkt því að ferðast eftir gömlu leiðarkorti, sem þú hefur tilfinningu fyrir að hafa farið áður en hefur ekki skýra minningu um. Ef þú flýtir þér of mikið, sérð þú ekki litlu leiðsögumerkin á leiðinni. Ljúkir þú áfanganum án þess að undirvitund þín geti greint frá leiðsögumerkjunum sem voru á leið þinni, verður þú að endurtaka áfangann, einungis umtalsvert erfiðari og leiðinlegri.

Slík endurtekning áfanga, eins og hér að framan var lýst, getur endurtekið sig allt lífið ef einstaklingurinn vill ekki læra þá lexíu sem hann sjálfur setti sér fyrir, áður en til jarðvistar var farið. Slíkt er t. d. ástæðan fyrir því að okkur finnst stundum að fólk sem við þekkjum, sé alltaf að reka sig á sömu hindranirnar aftur og aftur, án þess að sjá hvernig það gæti farið öðruvísi að og öðlast í leiðinni ætlaðan lærdóm af.

 Af þeim ástæðum sem lýst hefur verið hér að framan, er vert að biðja það blessaða fólk sem virðist áforma afgerandi skaðleg inngrip í lífshlaup ungra barna, að það átti sig á hve áform þess eru alvarleg inngrip í fyrirfram ákveðið lífsmunstur barnsins og þann óhjákvæmilega skaða sem það muni valda barninu, þó það komi líklega ekki fram fyrr en undir lok 24 ára tímabilsins. Minnist þess að ENGINN hefur heimild til að ráðskast með líkama eða sál annarrar persónu. Að kveikja villuljós á rangri lífsbraut fyrir aðila sem Guð hefur ekki falið þér að veita leiðsögn, jafngildir því að eyðileggja lífshlaup viðkomandi einstaklings. Slíkt getur ekki fengið umbun kærleiksvitundar en hnýtir viðkomandi geranda þungu karma, sem erfitt er að losna frá.

 GÆTIÐ AÐ SÁLUM BARNANNA!!!!!!!!!!


ER GENGI KRÓNUNNAR OF HÁTT ?

Fullur undrunar hef ég hlustað á grátkór þeirra aðila sem að öllu jöfnu hafa staðið fyrir eyðileggingu rekstrargrundvallar Íslenskra útflutningsfyrirtækja frá lýðveldisstofnun. Er ég þar að tala um samkór verslunar, vöruinnflytjenda og hina heimskulegu samtvinnun allra almennra verkalýðsfélaga undir einum sameiginlegum hatti ASÍ. Það var afleikur síns tíma sem leiddi af sér prósentuhækkanir launa, sem eðli málsins samkvæmt hækka hærri launin meira en hin lægri. Líkleg er hægt að segja að engin ein aðgerð sem verkalýðshreyfingin hafi gert, hafi komið jafn meinlega illa við láglaunastéttirnar í landinu.

 
Allt frá lýðveldisstofnun hafa framangreindir aðilar með aðgerðum sínum, staðið fyrir óskynsamlegum kostnaðarauka í Íslensku rekstrarumhverfi. Kostnaðarauka sem tekjugreinar þjóðfélagsins gátu ekki ráðið við.
 
Þeim sem vilja eyða peningum í kaup á erlndum varningi eða þjónustu hefur ekki frá lýðveldisstofnun verið bent á þá staðreynd að við eigum enga sjálfsprotna gjaldeyrissjóði. Við sem þjóð, verðum því rétt eins og venjulegt launafólk, að stýra væntingum okkar til betri lífskjara út frá eftirstöðvum þjóðartekna, þegar keyptar hafa verið nauðsynlegar vörur til framfærslu fólksins og rekstur þeirra fyrirtækja sem skapa þjóðartekjurnar. Ef við getum hagað innkaupum okkar frá öðrum löndum þannig að afgangur verði af þjóðartekjum, er þar kominn sá grunnur sem við höfum til framkvæmda eða annarrar eyðslu.
 
Vandi okkar sem þjóðar er sá að menntakerfi okkar hefur hvergi geta fundið pláss til að fræða börn og ungmenni um undirstöðuþætti lífshamingju þeirra. Afleiðingarnar eru þær að því fólki fækkar stöðugt sem vinnur að tekjuöflun þjóðfélagsins en að sama skapi fjölgar þeim sem leita starfa hjá þjónustugreinum samfélagsins. Vandinn er hins vegar sá að eigi varanleiki að vera í þjónnustugreinum, verða gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar að vera það öflugar að þær geti skapað veltufé fyrir þjónustugreinarnar til að halda sinni starfsemi gangandi.
 
Eins og meðfylgjandi samantekt yfir útflutningstekjur okkar og innflutningskostnað frá árinu 1942 til ársins 1993 sýnir, er nokkuð langur vegur frá því að Íslensk þjóð hafi aflað tekna fyrir öllum þeim vöruinnflutningi sem stundaður hefur verið á þessum árum. Ástandið lagaðist ekki frá árinu 1993 til ársins 2011. Það fer því hrollur niður eftir baki mínu þegar svokallaðir hagfræðingar fara að tala um Íslendinga sem einhverja „ríka þjóð“. Staðreyndir málsins eru nefnilega þær að yfirleitt greiddum við aldrei niður eldri lán með tekjuafgangi. Við greiddum eldri lán með nýjum og hærri lánum, sem dugðu fyrir umframeyðslu nýliðins árs og upphæð eldri lána sem komin voru að gjalddaga.
 
Þegar öll þessi rekstrarmál þjóðfélags okkar eru skoðuð af raunsæi, kemur í ljós að stjórnvöld eða Alþingi hvers tíma hafa hreinlega ALDREI myndað neinn afkomugrunn fyrir samfélag okkar og aldrei svo mér sé kunnugt um hefur verið gerð úttekt á hve mikið peningamagn þar að vera í umferð á Íslandi svo allur eðlilegur rekstur samfélagsins geti greitt regluegan og fastan rekstrarkostnað sinn á réttum tíma. Enginn hefur skoðað hringrás fjármagns um hinar einstöku samfélagseiningar, sem er t. d. ástæða þess að menn þræta enn um eyðileggingarafl kvótakerfins á sjávarbyggðir landsins. Enginn hafði heldur áhyggjur af því að höfuðborg landsins var svo langt frá því að vera sjálfbær með öflun gjaldeyristekna til að dekka þá gjaldeyriseyðslu sem Borgin hefur stundað.
 
Hvernig vitum við hvort þjóðin verði gjaldþrota einhverja næstu mánuði ef skyndilega lokast fyrir allar lánalínur, fyrir frekari lánveitingar til greiðslu rekstrarkosnaðar? Nei, við vitum flest ekkert um það. En öll framkoma okkar bendir til þess að þær aðvaranir sem Einar Oddur Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður setti fram þegar hann gat leitt athygli manna að því hvaða skaði það væri fyrir þjóðfélagið að standa í þeim eltingaleik sem áður var þegar verðhækkanir. og launahækkanir, hækkuðu vísitölu neysluverða, sem aftur hækkaði vöruverð og laun að ógleymdum hækkunum á verðtryggðum lánum landsmanna.
 
Brjálæðislegar stórhækkanir launa í síðustu kjarasamningum, í þokkalegu kyrrstöðuumhverfi, gat ekki með nokkru móti þýtt annað en illyfirstíganleg vandamál útflutnings atvinnugreina. Og sú staðreynd er nú komin fram. En hvernig bregðast menn þá við.
 
Menn sem verða fyrir auknu tjóni af völdum erlendra verðlækkana á söluvörum okkar ásamt líklega frekari lækkana á komandi tímum, takast nú í hendur og hoppa beint á vagninn sem þeir sátu sem fastast á frá 1942 til þjóðarsáttarsamninga 1990. Í dag láta þessir aðilar ein og Einar Oddur hafi aldrei verið til og hans tillögur verið einskis virði, þrátt fyrir þau miklu straumhvörf sem urðu í efnahagslífi þjóðarinnar eftir að vinnubrögðum við samningagerð var breytt.
 
Ég vil meina að komi það í ljós að aðilara verslunar, innflutningsgreina og launþegasambanda, bæði almennra og opinberra stéttarfélaga geti ekki sýnt þá þjóðfélagslegu ábyrgð að stefna ekki í voða rekstri gjaldeyrisskapandi atvinnugreina þjóðarinnar, verði að taka af þeim frelsi til verðlags á innfluttum vörum og gerð kjarasamninga gagnvart útflutningsgreinum.
 
Þetta eru harkalegar aðgerðir. En þar sem óyggjandi tölur Hagstofu Íslands sýna okkur algjört viljaleysi þessara aðila til að finna farveg vona sinna án þess að ítrekað þurfi að kollvarpa öllu efnahagskerfi heillar þjóðar, líklega eingöngu vegna þess að fáeinir menn, haldnir græðgishugsjón, skeyta engu um afleiðingar gjörða sinna, bara að þeir fái vilja sínum framgengt. Þjóðin verður að komast út úr þessum „hrunadansi heimskunnar“ og viðurkenna AFTUR, eins og í þjóðarsáttinni, að menn verði aldrei hamingjusamir eða ríkir á því að berja höfðinu við stein

 

 

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

30 des. 2010 var alheimsorkan spurð 5 spurninga varðandi stöðu þjóðfélags okkar

Að kvöldi 30 des. 2010 var alheimsorkan spurð 5 spurninga varðandi stöðu þjóðfélags okkar og framtíð. Athygli er vakin á því að þau svör sem koma, lúta ekki að efnahagsmálum, heldur þeirri jákvæðu orku sem stendur okkur til boða, til að efla samfélagsvitund okkar. Spurningarnar 5 voru skilgreindar með því að leggja 5 spila lögn með Tarrotspilum og með hverju þeirra fengin táknræn gildi hverrar spurningar, og dýpri útfærsla síðan leitað með spurningum til Alheimsvitundarinnar.

Fyrsta spurning var: Hvað er að gerast með samfélag okkar? 

Svarið var _Heilun.

Táknmynd. “Gömul sár fortíðar eru að koma upp á yfirborðið, reiðubúin til að heilast. Við getum ekki lengur falið okkur fyrir okkur sjálfum, eða öðrum. Með því að opna okkur fyrir heiluninni og taka á móti henni, verðum við að lokum heil.

Ferlið er farið af stað.”

RÆTT VIÐ ALHEIMSVITUND:

Hvað eigum við að lesa úr þessu?

- Að dramb er falli næst. Síðari tíma kynslóðir hafa breytt yfir eigin minnimáttarkennd með sjálfsánægju og drambi. Eftir miðja síðustu öld fór að bera á því að hinar drambsömu nýmenntuðu kynslóðir, vildu fela sem mest lífskjör og lífsbaráttu forfeðra sinna. Fannst það ekki stórmannlegt að vera af fátæku alþýðufólki komið. Það var þó þetta fátæka alþýðufólk, sem með stefnufestu, óeigingirni og þrotlausri vinnu, reistu þjóðfélagið úr örbyrgð og skiluðu því til afkomenda sinna með allar leiðir opnar til menntunar og sjálfbærra lífsgæða. Þessi afrek forfeðranna hefur seinni tíma fólk kappkostað að fela og má úr umhverfi sína sem mest af ummerkjum um afrek þessara ómenntuðu forfeðra. Afkomendurnir báru hvorki virðingu né þakklæti til þeirra sem unnu þau afrek er sköpuðu þjóðinni virðingu og velvilja, meðal erlendra þjóða.

Í sjálfumgleði og drambi, hafa síðari tíma kynslóðir breytt yfir minnimáttakennd sína með dæmigerðri óráðsíu þeirra sem ekki virða erfiði og fórnfýsi þeirra er lögðu til grunninn að þeim lífsgæðum sem komandi kynslóðir hefðu geta notið, hefðu síðari tíma kynslóðir nýtt sér hyggindi og raunsæi kynslóðanna sem á undan fóru. Takist þjóðinni að sýna iðrun gagnvart eigin óvitaskap undanfarinna áratuga og hefja til virðingar þau gildi og markmið forfeðra sinna, sem skiluðu þjóðinni frá örbyrgð til velsældar á undra skömmum tíma, þá mun manngildi og virðing hefja aftur göngu sína í samfélaginu og þaðan spyrjast til annarra landa.

 

2. spurning: Hver er innri veruleikinn, sem við erum ekki meðvituð um?

Táknmyndin var eftirfarandi:

“Hula blekkingar hefur haldið væntingaþyrstum afkomendum frá því að sjá raunveruleikann. En hulan er byrjuð að brenna. Meðvitundin sem vex innra með hverri ófullnægðri sál, er ekki til komin vegna þess sem þær gerðu meðvitað, eða af þörf til að streða. Sérhver tilfinning sem þær hafa um að vera föst í myrkri, er að leysast upp núna. Ný vitund mun lyfta hulunni frá augum þeirra.”

RÆTT VIÐ ALHEIMSVITUND:

Það fólk sem fætt er á síðari helming tuttugustu aldar, er að verulegu leyti alið upp í heimi óraunveruleika, þar sem fjárhagsleg afkoma þjóðfélagsins, sem og hvers einstaklings fyrir sig, var gefið afar lítið rúm í lífinu til skilnings. Segja má að skólakerfið hafi brugðist, að því leyti að engin kennslustund fór í að kenna fólki að takast á við þá eðlilegu lífsbaráttu sem framundan væri. Má þar t. d. nefna mikilvægasta grunnþátt sjálfsmyndar hvers einstaklings sem felst í raunhæfri þekkingu á undirstöðuþáttum fjárhagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar; sem og hvernig einstaklingurinn sjálfur axlaði þá þjóðfélagslegu ábyrgð að afla sjálfum sér, og sinni fjölskyldu lífsviðurværis.

Hulan sem yfir þessum djúpa sannleika hefur legið, er að byrja að brenna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að EKKERT af því sem gerðist, var af ásetningi gert, heldur hreinum óvitaskap. Því er engin ástæða til að láta það valda sér streitu eða vanlíðan. Fólk hefur mikla vanmáttartilfinningu gagnvart öllum þeim áföllum sem yfir þjóðina hafi dunið. Það upplifir sig eins og í myrkri, þar sem leiðtogarnir virðast ekki geta leitt þjóðina til ljóssins. En, mikilvægt er að missa ekki móðinn og ekki grípa til neikvæðra aðgerða.

Það er verið að hreinsa til, svo pláss verði fyrir nýjan leiðtoga með jákvæða þjóðarvitund.

Þriðja spurningin var: Það yrta, sem við erum meðvituð um?

Táknmyndin var eftirfarandi:

“Hún minnir okkur á að leita ekki eftir raunveruleikanum í hinu ytra, heldur fara inn á við í djúp hreinleika og heiðarleika. Þegar við horfum á ytri aðstæður festumst við í að dæma. Þetta er gott og þetta er vont. Ég vil þetta eða ég vil ekki þetta. Slíkt heldur okkur föstum í blekkingu, gömlum- vana og munstri. Slepptu stýringu hugans og farðu inn á við.”

RÆTT VIÐ ALHEIMSVITUND:

Mikill fjöldi fólks sleppti, um mislangan tíma, haldfestu sinni við kærleiks- og samfélagsvitund til að elta villuljós. Það blindaðist af hyllingum draumsýnar um að lífsgæðin streymdu til þess, án nokkrar fyrirhafnar af hálfu þess sjálfs. Það féll kylliflatt fyrir þeim glæsiheimi sem freistarar myrkraaflanna áreittu það stöðugt með. Í dáleiðslu- aðdáun boðaðs glæsilífs, tók fólkið ekkert eftir því að freistararnir miklu voru að sigla grundvelli lífshamingju þjóðar þeirra í myrkragöng, þar sem engin vinsemd og ekkert traust var til hjálpar.

Fyrstu viðbrögð fólksins var örvænting. Það hafði sleppt haldfestu sinni við kærleika og samfélagsvitund og upplifði sig því eitt og yfirgefið í myrkri blekkinganna. Glæsileikinn var horfinn og nakinn raunveruleikinn sýndi svo áþreifanlega að í glitsýn glæsileikans var engin varanleg hamingja.

Þegar glæsileikinn var svo skyndilega horfinn, og nakinn hversdagsleikinn blasti allt í einu við fólkinu, fannst því veröldin bókstaflega hafa hrunið yfir sig. Allir töluðu um HRUN og KREPPU. Enginn virtist taka eftir þeirri staðreynd að jafnt eftir HRUNIÐ, jafnt sem fyrir það, seldi þjóðin allar sínar framleiðsluvörur á hæsta mögulegu verði. Ekkert verðfall eða framleiðslufall varð þó HRUNIÐ hafi gengið yfir. Öll jarðbundin starfsemi til tekjuöflunar þjóðfélagsins hélt ótrufluð áfram. En samt upplifði fólkið veröld sína hrunda til grunna. Hvað var það þá sem hrundi? Það eina sem hrundi var glitsýn óraunhæfrar glæsiveraldar, sem átti sér enga fótfestu í kærleiks- eða samfélagsvitund Alheimsorkunnar. Þess vegna gat hún ekki orðið langlíf, þó mikill fjöldi hafi tekið ástfóstri við hana og álitið hana raunveruleika.

Þegar kærleiks- og samfélagsvitund Alheimsorkunnar er skilin eftir, til að fylgja glitsýn óraunhæfrar glæsiveraldar, verður birtingarmynd ýmissa einstaklinga sem sækjast eftir samfélagsábyrgð nokkuð hrokafengin og sjálfhverf. Að viðbættri langþróaðri minnimáttarkennd, aðallega vegna fyrrum fátæktar þjóðarinnar, verður til hin sérkennilega þörf fyrir hól frá öðrum, samhliða nokkru mikillæti. Lítið er um sjálfsprottna auðmýkt og einlægt þakklæti fyrir aðdáun annarra á verkum landsmanna sem ástæða er til að vegsama.

Af öllum þessum aðstæðum er fjöldaafl samfélagsins orðið blindað af neikvæðni, sem veldur því að fólki er frekar tamt að fella dóma, en ræða málefnin til þeirrar niðurstöðu sem byggt geti upp jákvætt orkumunstur byggt á kærleika og samfélagsvitund. Þessar neikvæðu aðstæður halda fólki föstu í sjálfhverfuhugsun, þar sem í meginatriðum er leitað sökudólga og til hefnda. Slík leið er í neikvæðri orku og sú orka losar því miður fólk ekki úr fjötrum hugarfarsins. Leiðin til varanlegrar lausnar frá þessu neikvæða munstri er að beina huganum frá hinni horfnu glitsýn, til þeirrar kærleika- og samfélagsvitundar, sem frá einlægu hjarta streymir.

Fjórða spurning var: Í hverju getur LAUSNIN verið fólgin?

Táknmyndin var eftirfarandi:

“Huga okkar er ætlað að vera þjónn okkar. En þegar við gleymum því, stjórnar hugurinn lífi okkar. Þetta tákn er að segja okkur að einhver, einhvers staðar, er fastur í huganum. Skoðaðu vandlega hvort það sért þú.”

RÆTT VIÐ ALHEIMSVITUND:

Þetta tákn þarfnast ekki mikilla skýringa, ef fólk hefur náð því sem á undan er komið. Þetta tákn vekur aðallega athygli á að upplifi einhver sig fastan í myrkri hugarfarsins, en langi til að einhver færi honum ljós, þarf hann að breyta hugarfari sínu og ákveða að sækja sér sjálfur ljósið inn í líf sitt. Hver og einn fær hjálp til slíks, sé ásetningurinn djúpstæður og einlægur. Skoðaðu vandlega hvort það sért þú sem þurfir hjálp.

Fimmta spurning var: Getum við öðlast skilning á LAUSNINNI?

Táknmyndin var eftirfarandi:

„Nú er kominn tími til að skoða hvort við leyfum okkur að taka á móti þeirri sérstöku gjöf sem það er, að hafa þá tilfinningu að „vera heima“, hvar sem við erum. Ef svo er, vertu þá viss um að sú tilfinning dýpki og haldist innra með þér. Ef þér hins vegar finnst heimurinn vera á eftir þér, er kominn tími til að skoða hvert förinni sé heitið. Farðu út í kvöld og horfðu á stjörnurnar.”

RÆTT VIÐ ALHEIMSVITUND:

Hver er þessi tilfinning, “að vera heima”. Sú tilfinning er mögnuð upplifun og lýtur að mörgum samverkandi þáttum. Má þar t. d. nefna öryggis- friðar- og verndartilfinningu sem fylgir því að einstaklingurinn upplifi sig í samhljómi við það orkuumhverfi sem umlykur hann. Sú tilfinning kemur fyrst og fremst frá þeirri upplifun að vera í sátt og samhljómi við kærleiksvitund sína. Einnig að einstaklingur hafi í hjarta sínu djúpa sannfæringu fyrir að hafa á engan hátt, gerst eigingjarn gagnvart þeim réttmætu skyldum sem samfélagið gerir til hvers einstaklings. Hafi einstaklingur djúpa sannfæringu í hjarta sínu, fyrir þessum framangreindu þáttum, finnur hann, hvar sem hann er staddur, orku friðar og velvildar umlykja sig.

Leið hvers einstaklings að hinum djúpa friði kærleiksvitundar hjartans, er algjör einkaleið hvers og eins, og er engum öðrum ætluð hans leið. Sú leið er, líkt og skólagangan, þakin endalausum verkefnum sem þarf að leysa, á viðunandi hátt, svo framvinda geti orðið í náminu, eða þroskanum. Miklu skiptir að villast ekki af leið jákvæðrar hugsunar og kærleiksvitundar, því á þeirri einu leið eru hinar varanlegu lausnir viðfangsefnanna.

En verði einstaklingum á að hrasa, yfir í neikvætt umhverfi, þá gerið bara eins og barnið sem er að læra að ganga. Það stendur alltaf upp aftur þó það falli. Og gengur að lokum án þess að hrasa og man þá ekkert eftir öllum þeim skiptum sem það datt, meðan það var að læra að ganga.

Finnist einstaklingnum hins vegar allt ganga sér í móti, valda sér armæðu og erfiðleikum, er kominn fyrir hann tími til að setjast niður og skoða hvort hann snúi ekki öfugt í orkubraut sinni. Berjist á móti framvindunni, í stað þess að fylgja henni og leiðrétta þá þætti sem farið hafa úrskeiðis.

    


Svarbréf til Persónuverndar vegna Creditinfo.

Persónuvernd

b.t. Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs

Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík

 Reykjavík 13. mars 2017

 ERINDI:  Meint óheimil skráning Creditinfo á persónuupplýsingum konu minnar og nú til viðbótar einnig persónuupplýsingum um undirritaðan.

 

Ég þakka svar þitt við fyrirspurnum mínum, sem m. a. fólust í 4 spurningum. Ég varð reyndar afar undrandi á þessu svari, því engu er líkara en þú reynir að koma þér hjá að svara meginefni spurninganna. ég bendi á að ég nota leturbreytingar (litabreytingar og áhersluletur) til að leggja áherslur á einstök atriði sem ég skrifa. Fyrsta spurning var um það hvort Creditinfo Lánstraust ehf. hafi heimild til að safna og miðla fjárhagsupplýsingum án heimildar þess aðila sem söfnun beindist að?

Svar þitt var að vísa til 2. mgr. 21. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Einnig vísar þú til reglugerðar 246/2001. Athygli vakti að þú nefnir ekkert það sem fram kemur í 1. kafla laga nr. 77/2000, um Markmið, skilgreiningar og gildissvið.

Í 1. gr. laganna er fjallað um markmið þeirra. Í 2. gr. er hins vegar fjallað um Skilgreiningar í 9 töluliðum. Í 1. tölulið er fjallað um hvað felist í orðinu Persónuupplýsingar.

„1. Persónuupplýsingar: Sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ. e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi.“

Í 7. tölulið er fjallað um hugtakið SAMÞYKKI. þar segir:

„7. Samþykki: Sérstök, ótvíræð yfirlýsing sem einstaklingur gefur af fúsum og frjálsum vilja um að hann sé samþykkur vinnslu tiltekinna upplýsinga um sig og að honum sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fari fram, hvernig persónuvernd verði tryggð, um að honum sé heimilt að afturkalla samþykki sitt o.s.frv.“

Í 2. kafla laganna sem ber heitið: Almennar reglur um vinnslu persónuupplýsinga, kemur eftirfarandi fram í upphafi 8. gr. laganna. Þar segir:

8. gr. Almennar reglur um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga.

Vinnsla persónuupplýsinga er því aðeins heimil að einhverjir eftirfarandi þátta séu fyrir hendi:

1. hinn skráði hafi ótvírætt samþykkt vinnsluna eða veitt samþykki skv. 7. tölul. 2. gr.“

9. gr. Sérstök skilyrði fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga.

6. vinnslan taki einungis til upplýsinga sem hinn skráði hefur sjálfur gert opinberar;“

Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið er afar athyglisvert að lesa lokamálsgrein bréfs þíns, en þar segir:

„Að lokum skal tekið fram að með fyrrnefndu ákvæði 2. mgr. 21. gr. laga nr. 77/2000, reglugerð nr. 246/2001 og starfsleyfisskilmálum er þeirri vinnslu, sem hér um ræðir, sniðinn ákveðinn stakkur með það fyrir sjónum að vernda réttindi skráðra einstaklinga samfara því að hagsmunir viðskiptalífsins, einkum af ábyrgum lánafyrirgreiðslum, séu tryggðir. Í þessu felst meðal annars að varðveislutíma persónuupplýsinga eru sett takmörk, að hinir skráðu eiga rétt á fræðslu, að rangar og villandi upplýsingar skulu leiðréttar eða þeim eytt og að öryggis upplýsinganna skal tryggilega gætt. Sá sem telur að nafn hans hafi verið ranglega fært á umrædda skrá getur sent Persónuvernd kvörtun af því tilefni. Hér með er þess óskað að fram komi hvort líta beri á fyrrnefnt erindi þitt frá 6. febrúar sl. sem slíka kvörtun.“

Hér fyrir neðan set ég 21. gr. laga nr. 77/2000 og set gulan grunn á 2. mgr. laganna en til þeirrar málsgreinar vísar þú varðandi heimildir Creditinfo til að skrá nöfn í safnskrár hjá sér án heimildar viðkomandi aðila. En 21. greinin hljóðar svo:

„21. gr. Skylda til að láta hinn skráða vita um vinnslu persónuupplýsinga þegar þeirra er aflað hjá öðrum en honum sjálfum.

Þegar ábyrgðaraðili aflar persónuupplýsinga frá öðrum en hinum skráða skal hann samtímis láta hinn skráða vita af því og greina honum frá þeim atriðum sem talin eru í 3. mgr. Sé ætlun ábyrgðaraðila hins vegar að miðla upplýsingunum innan hæfilegra tímamarka frá öflun þeirra má hann þó fresta því þar til hann miðlar upplýsingunum í fyrsta sinn.“

Það vekur óneitanlega athygli að í þeim lögum sem hér um ræðir og reglugerð sem sett er við þau lög, er hvergi sjáanlegt að gætt sé þeirra réttinda sem allir eiga að njóta samkv. 71. gr. stjórnarskrár. Þar segir að: Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Til frekari áréttingar má líka líta á 2. mgr. 71. gr. stjórnarskrár, þar sem segir að:

„Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.“

Ekki er heldur að sjá að Persónuvernd taki tillit til þeirra ákvæða sem fram koma í 1. tölulið 8. gr. og 6. tölulið 9. gr. laga nr. 77/2000, sem minnst er á hér að framan. Þegar litið er til þeirrar staðreyndar sem við blasir, með vísan til meðfylgjandi ljósrits af bréfi Creditinfo til undirritaðs, dags. 7. febr. 2017, þar sem undirritaður er upplýstur um að hann sé á vanskilaskrá Creditinfo og að hjá því fyrirtæki hafi verið stofnað vefsvæði undir hans nafni, ALLT ÁN HANS HEIMILDAR.

Vakin er athygli á að 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 segir að: „Vinnsla persónuupplýsinga er því aðeins heimil að einhverjir eftirfarandi þátta séu fyrir hendi:“ Og það þarf ekki að leita langt. í 1. tölulið 8. gr. segir svo: „1. hinn skráði hafi ótvírætt samþykkt vinnsluna eða veitt samþykki skv. 7. tölul. 2. gr.“ Og hvað skildi svo standa í 7. tölulið 2. gr. laganna. Þar segir svo:

7. Samþykki: Sérstök, ótvíræð yfirlýsing sem einstaklingur gefur af fúsum og frjálsum vilja um að hann sé samþykkur vinnslu tiltekinna upplýsinga um sig og að honum sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fari fram, hvernig persónuvernd verði tryggð, um að honum sé heimilt að afturkalla samþykki sitt o. s. frv.“

Nú fer ekki á milli mála að ekkert samband hefur verið haft við hvorugt okkar hjóna. Engar sjálfgefnar forsendur eru heldur fyrir hendi þar sem ekkert vanskilaumhverfi er í kringum okkur. Engar löglegar forsendur eru því fyrir hendi til að skrá nöfn okkar á vanskilaskrá eða til að stofna með nöfnum okkar sérstaka einka færsluskrá í tölvukerfi fyrirtækisins Creditinfo Lánstraust ehf. Slík meðferð á nöfnum okkar og kennitölum er með öllu utan lagaheimilda.

Þess var farið á leit við fyrirtækið Creditinfo, að það lokaði þegar í stað öllum svæðum í tölvukerfi fyrirtækisins sem merkt væru nafni konu minnar. Því hafnaði fyrirtækið og hélt því fram að ekki væri heimild til að fara fram á slíkt.

Nú hefur rækilega verið sýnt fram á að fyrirtækið hefur enga löglega heimild til að hafa nafn konu minnar í tölvukerfi sínu. Og fyrirtækinu hafa ekki verið veittar neinar heimildir til skráningar slíkra upplýsinga, og mun aldrei verða veitt slík heimild. Sama er að segja um undirritaðan, sem nýlega fékk samskonar bréf frá Creditinfo, þann 7. febrúar 2017. Elfdi það til muna kröfu okkar um tafarlausa lokun og eyðingu allra upplýsinga sem vistaðar hafa verið hjá Creditinfo.

Við teljum eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Persónuvernd að sú stofnun hafi frumkvæði að og eftirlit með, eyðingu allra skráninga og skráarsafna í tölvukerfum fyrirtækisins Creditinfo, með nöfnum okkar hjóna. Og því verði lokið eigi síðar en 24 mars 2017.

Við krefjumst þess að afrit verði tekið af öllum skráningum sem vistaðar hafa verið í tölvukerfi Creditinfo frá 1. janúar 2016 til eyðingardags og Persónuvernd falið að geyma þau gögn þar til við vitjum þeirra hjá þeim.

Miðað við hver stjórnarformaður Persónuverndar er, væri einkar óviðfeldið að þurfa að fara í opin málaferli við Persónuvernd til að krefjast leiðréttingar á svo augljósum brotum á stjórnarskrá og settum Persónuverndarlögum sem hér um ræðir. Ef stjórnendum Persónuverndar hentaði betur önnur dagsetning innan ársþriðjungsins til að ljúka málinu, en fram kemur í þessu bréfi, eru miklar líkur á að slíkt verði samþykkt.

Virðingarfyllst

f.h okkar hjóna,

Guðbjörn Jónsson

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 443
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 442
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband