Færsluflokkur: Vísindi og fræði
14.9.2008 | 10:38
Afgerandi munur á Bandarískum og Íslenskum aðstæðum
Ekki hvarflar að mér að Sigurður landlæknir vilji ekki vel. Ég tel víst að hann leggi sig fram um að leysa sem best úr þeim vandamálum sem á borð hjá honum koma. Þau mál geta hins vegar orðið viðkvæm úrlausnar, m. a. vegna þess hve samfélag okkar er lítið.
Smæð samfélagsins veldur því að læknar eru flestir í sama félaginu, þekkja eitthvað til hvers annars og eru því afar tregir á að gagnrýna sjúkdómsgreiningu eða vinnubrögð hvers annars. Öðru máli gegnir með Bandaríkin, þar sem auðvelt er að finna lækna sem engin tengsl eru milli.
Vegna þessarar sérstöðu okkar, þurfum við líka að hugsa út frá öðrum forsendum en stórþjóðir gera, þegar við hugum að öryggisþáttum í samskiptum við fámenna sérsviðshópa, líkt og lækna, lögfræðinga, endurskoðendur o. fl. slíka, sem byggja á sérmenntun og sérþekkingu. Við verðum að hafa með í hugmyndafræðinni, hina miklu nálægð milli manna í þessum hópum. Sú nálægð getur gert að engu möguleika skjólstæðinga þeirra til að leita álits fagaðila á sama sviði.
Menn geta deilt um rétt Tryggingastofnunar, samkvæmt lögum eða reglugerðum, til að neita greiðslu á læknishjálp fyrir Ellu Dís. Við verðum hins vegar öll að horfast í augu við, að við munum aldrei geta sett lög sem ná yfir alla mögulega þætti heilsufarsmála. Það er grundvöllurinn fyrir því að fólk með ætlaða færni í heilastarfsemi er ráðið til að stjórna þessari stofnun, en henni ekki stjórnað af vel forritaðri tölvu, sem svarar öllum fyrirspurnum nákvæmlega eins. Það er hinn fjölbreytilegi mannlegi veruleiki, samhliða þeim siðfræðilegu gildum sem við viljum að ríki í samfélagi okkar, sem valda því að við viljum hafa lifandi mannlega ályktunarhæfni við stjórnun svona stofnana, en ekki eingöngu blinda stýringu samkvæmt lagatexta eða reglugerðum.
Þess vega verða menn, eins og Sigurður landlæknir, að hefja sig upp fyrir lagaramma og reglugerðir, í tilvikum eins og þessu með Ellu Dís, og leysa svona mál frá grunni siðfræðinnar, með stuðningi af stjórnarskrá, lögum og reglugerðum, með heilsu og hagsmuni þolenda í forgrunni.
Ég ber þá von í brjósti að menn muni rata þá leið.
Fólk leiti annars álits | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2008 | 14:08
Kunna stjórnmálamenn ekki að stjórna þjóðfélaginu??????
Ég fæ ekki betur séð en stjórnmálamenn okkar, aðallega er þar átt við stjórnarflokkana, hafi nánast enga þekkingu á því hvað þarf til að sjálfstætt þjóðfélag geti blómstrað hér á landi. Hér er ég ekki að tala um vel sjáanlegt skilningsleysi þeirra á núverandi ástandi; heldur einnig horft aðeins aftur í tímann, þó ekki of langt.
Flestum, sem hafa til að bera eðlilega visku, ætti að vera ljóst að afla þurfi fjármuna fyrir því sem kaupa á. Einnig því að hafa þau varúðarmörk að skuldsetja sig ekki nema hafa þokkalega örugga vissu fyrir að nægar tekjur falli til á greiðslutíma lánsins, svo það verði endurgreitt á réttum tíma.
Í ljósi þessarar einföldu staðreyndar, er litið á aðgerðir og plön stjórnarflokkannna vegna svonefndra "mótvægisaðgerða" vegna niðurskurðar á þorskkvóta á síðasta ári. Mikilvægustu áhrif þess niðurskurðar var minnkun tekna þjóðarinnar. Önnur árhif urðu samdráttur í atvinnu þeirra er störfuðu við sjávarútveginn, sem er undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Þriðju áhrifin voru hugsanlegir rekstrarerfiðleikar útgerðarfyrirtækja.
Þeir sem að framan eru taldir, sáu fram á samdrátt í tekjum og sendu út ákall til ríkisstjórnar og Alþingis, að grípa til aðgerða til að bæta afkomu þeirra sem fyrir skerðinguni urðu.
Seint og um síðir komu tilkynningar um hjálparaðgerðir (mótvægisaðgerðir) stjórnvalda og Alþingis, vegna þessara skerðinga á tekjum þjóðfélagsins og gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi sjávarútvegsins.
Aðgerðirnar fólust allar í aukinni lántöku til greiðslu ýmisssa verklegra þjónustuframkvæmda á kjörtímabilinu. Ekki til að auka atvinnulíf á þeim stöðum þar sem samdrátturinn varð; heldur til að halda einhverjum hópi stórvirkra vinnuvéla við verkefni og skaffa aðilum utan þeirra svæða sem fyrir skerðingunum urðu, meiri tekjur en áformað hafði verið.
Hvergi bólaði á raunverulegri þekkingu á vandamálinu, eða visku til að bæta aðstæður þeirra sem fyrir áfallinu urðu. Óvitaskapurinn var algjör.
Fram eftir öllu síðasta ári, töluðu flestir stjórnmálamenn okkar (ekki einungis stjórnarflokkarnir) um að við værum svo rík að við gætu eiginlega hvað sem okkur dytti í hug. Kröfur um aukin útgjöld heyrðust úr hverju horni og fáir þorðu að mótmæla því peningaflóði sem óvitar lánastofnana okkar létu eftirlitslítið streyma yfir þjóðina okkar. Meira að segja sprenglærðir hagfræðingar fóru á þvílíkum kostum við að byggja skýjaborgir að venjulegt fólk stóð með hangandi kjálka af undrun og fögnuði.
Nú, örfáum mánuðum síðar boða þessir sömu hagspekingar mikla vá vera að skella á okkur; alveg óviðbúið og án nokkurs fyrirvara. Enginn þessara hagspekinga hefur útskýrt fyrir þjóðinni hvers vegna þeir sáu þetta ekki, fáum mánuðum fyrr, þegar þeir voru að dásama hvað við værum rík þjóð.
Hinn kaldi raunveruleiki er sá, að fyrir meira en áratug fóru alþjóðlegar eftirlitsstofnanir eins og Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, að vara Íslensk stjórnvöld við að skuldasöfnun okkar væri komin á hættulegt stig. Við sinntum þessu ekkert en margfölduðum einungis skuldirnar. Við sinntum ekkert aðvörunum um að tekjugrunnur þjóðarinnar bæri ekki svona mikla skuldsetningu. Stjórnmálamenn okkar horfðu einungis á skuldirnar hlaðast upp, ímyndað eignasafn stækka og sungu í vímurugli sönginn um að við værum svo rík.
Það kemur því ekkert á óvart þó þessir blessaðir óvitar sitji nú flemtri slegnir og ruglaðir, þegar raunveruleikinn tekur allt í einu upp á því að sprengja fyrir þeim ímyndarheiminn og gerð er krafa til þeirra að fara nú með raunverulegum aðgerðum að stjórna því þjóðfélagi sem tóku að sér að stjórna.
Líkt og með aðra grúttimbraða vímusjúklinga, hrærðu þeir í þekkingu sinni og visku til að finna leið sem stoppaði áreitið sem að þeim beindist. Þeir ákváðu að bæta enn við skuldirnar, hrærðu nýja eyðslusúpu og skömmtuðu hana á diska þeirra sem mest grenjuðu. Vandinn er einungis sá, að súpan eykur frekar vandann en að bæta ástanið fyrir þjóðarheildina.
En það skilja blessaðir óvitarnir okkar ekki.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 165584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur