Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

ÉG LAS LOKSINS EES SAMNINGINN - PÚFFFFFFFFFFFFFF

Mikið hefur verið rætt um EES samninginn að undanförnu og fólk velt því fyrir sér hvort sá samningur hafi verið okkur hagstæður.  Sumir telja svo ekki vera meðan aðrir telja þennan samning vera undurstöðuna undir velgengni okkar. Hvernig sú velgengni tengist EES samningnum er hins vegar ekki vel ljós. Nefndir eru góðir samningar um sjávarútveg og svo auðvitað fjórfrelsið margrómaða.

Hvað sjávarútveginn varðar þá byggja sérstök kjör okkar aðallega á tvennu. Í fyrsta lagi er fiskurinn okkar á betra verði ef við löndum honum úti sem hráefni til vinnslu eða beinnar neyslu. Ef við vinnum hins vegaar fiskinn hér heima í neytendaumbúðir, væri sú vara tolluð úti sem bein samkeppnisvara við aðrar vörur neytendamarkaðar. Og við með okkar óstöðugu stjórnun efnahags- og peningamála, værum ekki samkeppnisfær á þeim markaði. Ekki frekar en við voru á öðrum sviðum matvælaframleiðslu, eftir að við gerðust aðila að EES samningnum.

Engin leið er að fá eina rétta niðurstöðu út úr þeim vangaveltum sem að framan greinir, en við gætum hugsanlega komist að niðurstöðu um hvort EES samningurinn sé yfir höfuð „samningur“ sjálfstæðra aðila, eða hvort þar sé um að ræða samkomulag um tiltekið afsal fullveldis, í skiptum fyrir aðgang okkar að hinum stóra Evrópska markaði. Ég velti fyrir mér hvaða hag menn hafa séð í þessum meinta „samning“, því reyndin virðist hafa verið sú að yfirleitt er innkaupsverð á erlendum vörum hingað til lands, hærra en til annarra norrænna landa. Fyrir lág áður en til samninga var gengið að iðnaðarframleiðsla á Íslandi gæti ekki verið samkeppnisfær við erlenda framleiðslu. Íslensk framleiðsla hlaut því að leggjast af. Fjölbreytileiki atvinnutækisæfra að dragast saman, samhliða umtalsverðri þörf á auknum gjaldeyristekjum, til greiðslu fyrir þann innflutning sem við höfðum áður framleitt hér á landi. Var ekki dálítið miklu fórnað til að ná „fjórfrelsinu“?

En, þá komum við aftur að þeirri spurningu, hvort EES samningurinn sé samningur tveggja sjálfstæðra samtaka, þ. e. Evrópubandalagsins EB. og Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA-ríkjanna. Eða er þarna um einhverskonar „nauðungarsamning“ að ræða, þar sem EFTA ríkin hafi takmarkaðan og tímabundinn höfnunarrétt og óljósan umsagnarrétt á upphafsstigi breytinga? Í lögum nr. 71/1936, segir svo í 2. mgr. 36 gr.c.

Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.] 1)

Rétt er að hafa þessi atriði í huga þegar lesinn er texti EES samningsins. Í eðli sínu og öllum skýringum á tilvist samningsins kemur ekkert fram sem bendir til annars en að um gagnvirkan viðskiptasamning sé að ræða. Hins vegar vekur það athygli að upphaf allra breytinga á hinum gagnkvæma samningi eiga upptök sín hjá öðrum samningsaðilanum (ávalt þeim sama). Það vekur einnig athygli að ekki er leitað samkomulags um breytingu á fyrra samkomulagi, heldur einhliða sett inn ný lög eða reglur, þar sem höfnunarréttur gagnaðila er sniðgengið og honum sett tímamörk til staðfestingar hinum nýju lögum.

Hvergi í samningstexta EES samningsins er að finna ákvæði þar sem öðrum hvorum aðilanum er færð heimild til einhliða breytingar á honum, eftir undirritun og gildistöku. Engu að síður hefur ESB einhliða keyrt fram sinn vilja og knúið fram samþykki gagnaðila án nokkurs eðlilegs umræðuferlis. Í því sambandi er eðlilegt að benda á nefnd, sem getið er á mörgum stöðum í samningstextanum, þó hvergi í samningnum sé getið um hvernig sú nefnd sé til komin, hvernig hún sé skipuð, hve margir nefndarmenn séu frá hvorum aðila. Hvort um jafnræðisnefnd sé að ræða eða hvort annar aðilinn hafi fleiri nefndarmenn en gagnaðilinn. Þá á víða í samningnum greina ákvæði þess efnis að nefnd þessi taki endanlega ákvörðun f. h. annars aðilans og fari að mörgu leyti með vald sem t. d. Alþingi Íslendinga getur ekki framselt til þriðja aðila.

Hér er sem sagt verið að tala um nefnd sem í samningnum er kölluð: „Sameiginlega EES nefndin“. í 1. kafla, VII. hlutar EES samningsins er 2. þátturinn nefndur „Sameiginlega EES nefndin“. Það hefði mátt ætla að í þessum tveimur greinum 2. þáttar, sem bar nafn nefndarinnar, yrði skilmerkilega gerð grein fyrir hvernig Nefndin væri upp byggð og hver væru markmið hennar og tilgangur. En því miður var ekki svo. En til að ekkert fari milli mála set ég hér inn textann úr 92. og 93. grein EES samningsins svo þið sjáið sjálf að allar skýringar vantar á hvernig nefndin er kosin og hvert sé hlutverk hennar.

2. þáttur. Sameiginlega EES-nefndin. 

92. gr.

Sameiginlegu EES-nefndinni er hér með komið á fót. Skal hún tryggja virka framkvæmd samnings þessa. Í þeim tilgangi skal þar skipst á skoðunum og upplýsingum og taka ákvarðanir í þeim málum sem kveðið er á um í samningi þessum

2. Samningsaðilar, að því er varðar bandalagið og aðildarríki EB eftir valdsviði viðkomandi, skulu hafa samráð í sameiginlegu EES-nefndinni um öll þau mál á grundvelli samningsins sem valda erfiðleikum og einhver þeirra hefur tekið upp. 

3. Sameiginlega EES-nefndin setur sér starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi

Þarna er bara sagt í 1. tölulið að Nefndinni sé komið á fót. en ekkert hvernig það var gert, til hvers og hvernig var nefndin skipuð eða var hún kannski kosin. Þá segir að Nefndin skuli tryggja virka framkvæmd samningsins. Henni eru hins vegar ekki fengin nein vopn í hendur til að beita, ef þrýsta þarf á  virka framkvæmd. Sagt er að tilgangi skuli ná með því að skiptast á skoðunum og upplýsingum. En svo er líka sagt að Nefndin eigi að taka ákvarðanir. EN henni hefur aldrei verið fengið neitt slíkt  vald frá þeim er slíkt vald hafa, eða heimild til að taka ákvarðanir. Reyndar er sagt í 3.tölulið 92. gr. að Nefndin setji sér sjálf starfsreglur með ákvörðun þar að lútandi. Í sjálfu sér væri ekkert við þetta að athuga ef hér væri um að ræða einkafélag, þar sem eigendurnir sætu í Nefndinni. En þar sem hér er um að ræða opinbera Nefnd, sem fer með ábyrgð sem Alþingi ber að taka. Í stjórnskipan okkar er ekki heimild til að fela þá ábyrgð 3. aðila. Það er náttúrlega fyrir utan öll velsæmismörk að segja Nefndarmönnum að taka sjálfir ákvörðun um, hvort og þá hvernig þeir taki ákvörðun í einhverju máli.  

gr. 
1. Sameiginlegu EES-nefndina skipa fulltrúar samningsaðila
Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar skulu teknar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og EFTA-ríkjanna, sem mæla einum rómi,hins vegar

Hér í 93. gr. er gefið sýnishorn af því hvernig Ákvarðanir Nefndarinnar eru teknar. Sagt er að ákvörðun skuli tekin með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar en á hinn veginn komi EFTA ríkin, SEM TALI EINUM RÓMI.  Þetta er dálítið sérstakt jafnvægi  í ákvarðanatöku milli aðila. Hve margir skildu vera bandalags megin, á móti EINU atkvæði EFTA ríkja?

 Þessarar nefndar er víða getið í samningnum þar sem hún taki ákvarðanir er heyra í raun undir Alþingi að taka. Eins og t. d. ákvörðun um hvort gerð eða tilskipun frá framkvæmdastjórn ESB, verði tekin upp í EES samning. Slíkt er ákvörðun sem Alþingi verður að taka og getur ekki vísað því til annarra aðila.

Það er greinilega ansi margt í þessum svokallaða EES samning sem gengur gegn Íslenskum veruleika hvað varðar virðingu gagnvart undirrituðum og lokuðum samningum eða breytingum á þegar samþykktum lagatexta. Það kemur ekki einhver óviðkomandi aðili vaðandi inn á sviðið og segir fyrir um að heimilt sé að breyta þessu eða hinum í frágengnum samningum eða lögum. En, slíkt gerir þó framkvæmdastjórn ESB og virðist ekki taka það nærri sér. Lítum á dæmi:

2. kafli Tilhögun Ákvarðanatöku.

„97. gr.          

 Með fyrirvara um meginregluna um jafnræði, og eftir að öðrum samningsaðilum hafa verið veittar upplýsingar þar um, hefur samningur þessi ekki áhrif á rétt einstakra samningsaðila til að breyta innlendri löggjöf á þeim sviðum sem samningurinn tekur til:          
    — ef sameiginlega EES-nefndinkemst að þeirri niðurstöðu að löggjöf, eins og henni hefur verið breytt, hafi ekki áhrif til hins verra á framkvæmd samningsins; eða       
    — ef skilyrðum 98. gr. hefur verið fullnægt“

Það er ekki hlaupið að því að skilja fyrstu setninguna, en með hliðsjón af 2. og 3. setningu er hægt að ímynda sér hvað þarna ætti að standa. Enn er byggt á niðurstöðu Sameiginlegu EES nefndarinnar, þó tilvist þeirrar nefndar sé enn algjörlega óljós og hvergi lögformlega skráð. En lítum þá á það sem fram kemur í samningstexta 98. greinar EES samningsins:

98.gr

 Breyta má viðaukum samningsins, svo og bókunum 1–7, 9–11, 19–27, 30–32, 37, 39, 41 og 47, eftir því sem við á, með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar í samræmi við 93. (2. mgr.), 99., 100., 102. og 103. gr. 

Það hlýtur að vera eitthvað sérstakt við að svona mikil rökleysa og svona hrein vitleysa fái að sitja í texta endanlegs fjölþjóðlegs samningstexta, hjá einu af stærstu hagsmunasamtökum Vesturlanda á síðasta áratug 20. aldar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að með óbreyttu stjórnskipulagi og stjórnarskrá, getur Ísland ekki verið aðili að samning, þar sem í upphafi samningsgreinar er skýrt kveðið á um að: Breyta megi viðaukum samningsins eftir undirritun hans, og það með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinn.  í samræmi við 93.gr. 

Í 93. gr. segir að „Ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar skulu teknar með samkomulagi milli bandalagsins annars vegar og EFTA-ríkjanna, sem mæla einum rómi, hins vegar. “

Þarna er jafnræðisregla gróflega brotin, þar sem í samningstexta er gert að skilyrði að gagnaðili EB í samningnum, sem eru EFTA ríkin, skuli mæli einum rómi,í sameiginlegu EES nefndinni við ákvarðanatöku. Greinilega er ekki gert ráð fyrir því einungis EINN aðili verði frá EB við ákvarðanatöku. Þá hefði verið tekið fram að EINN væri frá hvoru aðila fyrir sig. Augljóslega er fyrirfram gert ráð fyrir RÖNGUM FORSENDUM, eða ekki gengið réttilega frá mismunandi vægi EFTA ríkjanna á móti EB ríkjanna.  Ekki virðist því hafa verið fullklárað að ganga frá hlutfallaskiptum.

Í 99. grein er fjallað um ýmis álitamál sem upp geta komið þegar framkvæmdastjórn EB hefji undirbúning að nýrri löggjöf  á svið sem EES samningurinn tæki til. Í 1. mgr. er velt fyrir sér óformlegum leiðum en í 2. mgr. er sett ákveðnari stefna Þar segir:

„Þegar framkvæmdastjórnin sendir ráði Evrópubandalaganna tillögur sínar skal hún senda afrit af þeim til EFTA-ríkjanna. Fyrstu skoðanaskipti skulu fara fram í sameiginlegu EES-nefndinni óski einhver samningsaðila þess.

Ekki er hægt að neita því að það veki athygli hvernig tekið er til orða. Það er verið að tala um samningssvæði lokaðs samnings, sem samþykktur var af báðum aðilum. Samningur þessi fjallaði um að sömu lög skyldu gilda fyrir alla á samningssvæðinu. Af því hlaut að leiða að hvorugur hefur sjálfstæðan rétt til frekari lagasetninga innan þess samningssvæðis, án samráðs við hinn.

Þegar þess er einnig gætt að textasmiðir EES samningsins voru innan EB, bendir ýmislegt til fyrirmæla hroka, frekar en jafningaumleitan um heimild til nýrrar lagasetningar. Eftirfarandi upphafsorð 2. mgr. bera þessu glögg merki. 

Þegar framkvæmdastjórnin sendir ráði Evrópubandalaganna tillögur sínar skal húnsenda afrit af þeim til EFTA-ríkjanna“.

Þarna var ekki spurning um samkomulag um lagabreytingu. Þarna er á ferð einhliða ákvörðun. En lítum á það sem kemur fram í 3. tölulið 99. greinar.

3. Á þeim tíma, sem líður fram að töku ákvörðunar í ráði Evrópubandalaganna, skulu samningsaðilar, í samfelldu ferli upplýsingaskipta og samráðs, ráðgast hver við annan í sameiginlegu EES-nefndinni að beiðni einhvers þeirra á öllum tímamótum á leið að endanlegri töku ákvörðunar.“ 

Þarna kemur aftur fram að ekki virðist sameiginleg niðurstaða beggja samningsaðila ráða þeim niðurstöðum sem leiða til ÁKVÖRÐUNAR, eins og segir í textanum. Þó er sagt að í aðdraganda ákvörðunar: skulu samningsaðilar, í samfelldu ferli upplýsingaskipta og samráðs, ráðgast hver við annan.  En það er ekki sjálfgefið að slíkt samráð fari fram. En fari það fram, verður það:  að beiðni einhvers þeirra á öllum tímamótum á leið að endanlegri töku ákvörðunar.“.

EN, þá er það aðeins eitt atriði eftir. Það er spurningin um HVAR hið umrædda „samráð“ skuli fara fram. Í samningstextanum segir að samráðið skuli fara fram: í sameiginlegu EES-nefndinni.EN, hvaða nefnd er það? Hvernig er hin lögformlega skilgreining á þeirri nefnd? Hvernig er kosið í hana og hvernig er hlutfallaskipting við atkvæðagreiðslu og hvaða stöðu hefur sú nefnd gagnvart þjóðþingum EFTA-ríkjanna, Evrópuþinginu, framkvæmdastjórn EB, Evrópuráði.  EKKERT liggur fyrir í þessum EES samning hvernig þessi umtalaða Sameiginlega EES nefnd er skipuð eða hvaða heimildir og völd henni hafi verið fengin af Samningsaðilum. Það fer þó ekkert milli mála í 4. tölulið 99. greinar hvaða ábyrgð er sett á hina Sameiginlegu EES nefnd, eins og hér má sjá:

4. Samningsaðilar skulu starfa saman af heilum hug á upplýsinga- og samráðstímabilinu með það fyrir augum að auðvelda ákvarðanatöku í sameiginlegu EES-nefndinni í lok meðferðar málsins.“   

Ekki fer þarna á milli mála að þeir sem ábyrgir eru fyrir samstarfsvettvangi Evrópuríkja, skorti reynslu til að halda jarðsambandi á öllum meginatriðum heimilda til ákvarðanatöku. Einkanlega þegar komið er út fyrir hið stóra bandalag Evrópuríkja og taka þarf tillit til sjálfstæðra þjóðþinga, sem hvert fyrir sig hefur fulla heimild til að samþykkja eða hafna framsali til ákvarðanatöku, til aðila sem ekki á sér lögformlega tilveru í EES samningnum. Og er þar af leiðandi án samþykkis löggjafar- og/eða framkvæmdavalds t. d. á Íslandi. Slíkt formlegt og varanlegt framsal valds til framtíðar hefur ekki fundist í afgreiddum þingmálum frá Alþingi Íslendinga.  Það eitt og sér segir til um að hin svokallaða „Sameiginlega EES nefnd“, hefur aldrei verið lögformlega til, heldur einungis draumórar þeirra sem reyna að sniðganga rétt og lögleg vinnubrögð. Og þar sem í samningstexta er gerð krafa um að EFTA þjóðir tali einni röddu, er í raun komin upp spurning um það hvort EES samningurinn hafi alla tíð verið með ólöglegum ákvæðum og ákvörðunum. Til þess benda eftirfarandi innskot úr samningstexta ES samningsins.

úr grein 100. Í þeim tilvikum þegar mál er til meðferðar hjá ráði Evrópubandalaganna í samræmi við starfsreglur sem gilda um viðkomandi nefnd skal framkvæmdastjórn EB koma áliti sérfræðinga EFTA-ríkjanna á framfæri við ráð Evrópubandalaganna

úr grein 101. 2. Telji samningsaðilar að slíkt samstarf ætti að taka til annarra nefnda sem eru svipaðs eðlis getur sameiginlega EES-nefndin breytt bókun 37

úr grein 1022. Sameiginlega EES-nefndin skal meta á hvaða hluta viðauka við samning þennan þessi nýja löggjöf hefur bein áhrif.

Sameiginlega EES-nefndin skal einkum gera sitt ýtrasta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við þegar upp koma alvarleg vandamál á sviðum sem falla undir valdsvið löggjafans í EFTA-ríkjunum“

Hér er ekki um tæmandi lista yfir álitamál í EES samningnum að ræða. Augljós er hins vegar ásetningur ESB valdsins að múlbinda EFTA ríkin í lista óafgreiddra mála, sem öll virðast keyrð áfram á röngum forsendum.

Hér er ekki beinlínis verið að setja fram ásetning um átakaferli til að ná ásættanlegu sjálfræði aftur, heldur stíga svolítið þyngslalega ofan á tærnar á þeim öflum í ESB sem reyna með óheiðarlegum vinnubrögðum að komast yfir auðlindir annarra ríkja.

Það liggur nokkuð ljóst fyrir að á Íslandi er EES samningurinn staðfestur sem LÖG. Það er einnig ljóst að á Íslandi verður LÖGUM EKKI BREYTT NEMA MEÐ LÖGUM.  Það liggur einnig fyrir, nokkuð örugglega, að undanfarin rúm 20 ár, hefur Alþingi ekki gert breytingar á EES samþykktum með öðru en  þingsályktunum, sem EKKI HAFA LAGAGILDI.

Af því að dæma, hvernig mál EES samningsins hafa verið keyrð áfram UTAN LAGAGRUNDVALLAR, virðist  virðing fyrir frumhugmynd EES samningsins um heiðarlega samvinnu, hafa orðið eftir einhvers staðar á leiðinni. Líklega yrði farsælast að byggja alveg nýjan samstarfsgrundvöll út frá núverandi raunveruleika


Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband