Færsluflokkur: Matur og drykkur
7.6.2008 | 11:31
Er útflutningur vonarljós Íslensks landbúnaðar???
Af þessari frétt má ráða að einn helsti kvati ráðherra til að leggja fram hið umrædda frumvarp, hafi verið tilraun til að efla útflutning á landbúnaðarvörum. Einnig kemur fram í fréttinni að sauðfjárbændur eigi mjög í vök að verjast.
Lambakjötið okkar vinsæla er ein helsta söluafurð sauðfjárbænda. Mig hefur hins vegar undrað hve lítill metnaður er setur í að selja þessa afurð í verslunum okkar. Þar er að finna í kæliborðum eða hillum kæla, svínakjöt, nautakjöt og kjúklinga í afar fjölbreyttum útfærslum til eldunar. En lambakjöt er í mesta lagi boðið heilum lærum eða hryggjum, lærasneiðum, kótelettum eða framhryggssneiðum. ALDREI er hægt að fá lambasmásteik, lambagúllas, lambahakk, lambasnitsel og fleiri útfærslur mætti telja upp.
Í fjölda ára hef ég margítrekað gert fyrirspurnir um þessa vöruflokka og ævinlega fengið sama svarið. - Það selst ekkert af þessu.
Nokkuð merkilegt, í ljósi þess að ég hef ekki hitt marga sem finnst lambakjötið ekki gott. Ég hef einstöku sinnum geta argað verslunarstjóra til að panta lambahakk. Í þeim tilfellum sem um ræðir seldist hið pantaða lambahakk upp á sama deginum og það kom í verslunina. Þrátt fyrir að svo væri, var það ekki pantað aftur. Hvað veldur þessu áhugaleysi verslunarstjóra fyrir þessum vörum og sauðfjárbænda fyrir sölu afurða sinna? Eru þeir fastir í einhverju munstri fórnarlambshugsunar, eða er enginn kvati í kerfi sauðfjárbænda sem gefur þeim kost á að þrýsta á og reka áróður fyrir sölu afurða sinna í aðgengilegum neytendapakkningum?
Þegar úrval matvæla er á boðstólnum í þjóðfélagi þar sem eitt helsta vandamál fólks er tímaskortur, verða menn að standa vaktina í samkeppnisfærni framboða á afurðum sínum, ef varan á að halda markaðshlutdeild sinni. Það hefur ekki verið gert í sambandi við lambakjötið.
Útflutningur á lambakjöti hefur verið á dagskrá í áratugi en ennþá með takmörkuðum árangri. Getur verið að mönnum sjáist yfir það hve lítil geta okkar er til umfram framleiðslu, fram yfir þarfir okkar sjálfra? Allt þjóðfélag okkar er álíka fjölmennt og lítið bæjarfélag eða lítið borgarhverfi í öðrum löndum. Við höfum ekki framleiðslugetu til að tvöfalda framleiðsluna fyrir þjóð okkar, 300 þúsund manns. Við gætum hugsanlega bætt við okkur 100 þúsund manna markaði, fyrir Íslenskt lambakjöt. Við höfum hins vegar verið að leggja í kynningar- og sölukostnað, eins og við værum að markaðssetja fyrir milljóna markað; en fyrir slíkan markað höfum við enga framleiðslugetu.
Ég held við þurfum ekki að leggja mikið á okkur til útflutnings á ekkert, eða lítt unnu lambakjöti. Við þurfum hins vergar að standa með bændum í kröfum á hendur vinnslu- og dreifingaraðila lambakjöts, að þeir nenni að leggja vinnu í framboð á lambakjöti; einnhvað í líkingu við það sem lagt er í framboð á svína- kjúklinga- og nautakjöti.
Við fáum hvergi betra hráefni til matargerðar og með því að auka framboðið getum við líka lækkað verðið, vegna þess að allar fjárfestingar eru til, til þess að auka framleiðsluna. Aukin sala getur því einungis þýtt lækkun verðs, þar sem fasti framleiðslukostnaðurinn dreifist á fleiri kíló kjöts.
Þegar menn taka að sér að stjórna, þurfa menn að geta séð út yfir heildina og nýtt arðsemi fjárfestingar. Það þarf sjávarútvegs- og lanbúnaðarráðherra okkar að læra sem fyrst.
Breytingar á matvælalögum í þágu bænda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 165769
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur