Færsluflokkur: Mannréttindi
31.8.2019 | 14:38
Skipta lýðræðislegar stjórnmálahreyfingar máli?
Yfirskrift þessa pistils er fengið að láni frá Morgunbalðinu, úr umfjöllun blaðsins um flokksráðsfund VG 30-31 ágúst í Skaftafelli. Spurningin sem felst í fyrirsögninni er í raun ekki tengd neinum einum stjórnmálaflokki, heldur lítur beint að Lýðveldinu og lýðræðislegri vitund fólkins í landinu.
Stjórnskipulag okkar er Lýðveldi, byggt á lýðræði með áherslu á almenn mannréttindi og tjáningarfrelsi. Allir eiga að vera frjálsir skoðana sinna og mega láta þær í ljós þegar tilefni gefst til. Það var þannig en er það ekki lengur. Á fundum máttu ekki hafa skoðun á því málefni sem er til umræðu. Þannig er í raun brotin mannréttindi allra sem eitthvað hafa um málið að segja. En,af hverju er það svo? Ástæða þess er líklega einföld. Fundarboendur eru að fara fram með sín einkasjónarmið. Þau sjónarmið eru oftast ókunn eða órædd í samfélaginu. Fólki er því einungis fær þessi eina leið til að komast með hugmyndina nokkuð heiillega frá fundinum. Og til þess að svo verði, verður að brjóta stjórnarskrána á öllum fundarmönnum. Undantekning er þó frá þessu ef fundurinn er boðaður til að veita einfaldar upplýsingar um eitthvað sem ekki er boðið upp á umræður um.
Framkvæmd hinna lýðræðislegu sjónarmiða var snemma komið í farveg stjórnmála. Þar söfnuðust í hóp, félag eða flokk, fólk sem myndaði ramma utan um tiltekin meginatriði sem talin voru þjóðfélaginu til framdráttar félagslega og efnahagslega. Á þokkalega heilbrigðan máta voru svona hópar (stjórnmálaflokkar) myndaðir, með mismunandi áherslur og forgangsatriði. Og þau forgangsatriði voru síðan vel kynnt öllum landsmönnum, svo hver atkvæðisbær maður gæti kosið þann flokk sem var líkastur hans skoðunum og viðhorfa til mannlífs og þjóðfélags.
Þá voru haldnir almennir UMRÆÐUFUNDIR, þar sem skipst var á skoðunum um atriði sem EKKI VAR BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA, heldur voru enn á hugmyndastigi. Nú kallast það almennir fundir að bjóða fólki á FYRIRLESTUR, þar sem honum loknum er veitt afar takamörkuð heimild til að spyrja frummælendur; en bara má spyrja um það efni sem þeir fjölluðu um. Þar er í raun orðið meira en einfalt brot á tjáningarfrelsi, því auk þess er fólki einnig meinað frelsi hugsunar. Þar er líka komin krafa um að fundarmenn hugsi ekki út fyrir þröngan ramma frummælanda.
En aftur að meginástæðu þessara skrifa, en það voru ummæli Katrínar Jakobsdóttur á áðurnefndum fundi VG. En þar sagði hún:
Ég hef áhyggjur af þróun lýðræðislegra stjórnmálahreyfinga í samtímanum og þess vegna er okkar erindi brýnna en nokkru sinni fyrr. Því er mikilvægt að segja frá okkar sögu og hvað við höfum verið að gera,
Þess vegna skiptir máli að við stöndum með okkur sjálfum, þekkjum söguna, vitum hver við erum og hvaðan við komum. Ég er mjög bjartsýn fyrir hönd þessarar hreyfingar og ég held að saga hennar sýni að hún mun þora, hún mun geta og hún mun gera.
Ég deili áhyggjum með Katrínu af þróun lýðræðislegra stjórnmálahreyfinga í samtímanum. Ég held hins vegar að hún hefði ekki átt að beina allri athyglinni að fyrri ályktunum aðalfunda, heldur líta gagnrýnum augum á eigin ummæli á síðasta kjörtímabili, viðhöfð í ræðustól Alþingis. Það hefði verið athyglivert fyrir hana að skoða áherslurnar sem hún sjálf lagði á tiltekið mál, sem hún ætlaði öðrum að bæta úr þá þegar. En nú, eftir að hún sjálf hefur verið í lykilaðstöðu til að leiðrétta það sem henni áður fannst ranlæti, meðan hún var í stjórnarandstöðu. Það ranglæti hangir enn óleyst fyrir ofan höfuð hennar, þó hún hafi nú verið 2 ár í embætti forsætisráðherra.
Greinilega bera hún og flokkur hennar enga virðingu fyrir áherslu- og forgangsatriðum sem þau sjálf, úr ræðustól Alþingis, gera kröfu um til annarra um að sinnt verði þegat í stað. það fólk sem þarna um ræðir verði ekki látið bíða eftir réttlætinu. Engur er líkara en hún og flokkur hennar telji sér það vel sæmandi að nota fólk, sem þau sjálf skilgreinar í neyðarstöðu, sem hyrtingartæki eða barefli til að berja aðra stjórnmálflokka með. EN, svo þegar þau eru sjálf í aðstöðunni til að rétta við ranglætið, þykjast þau ekki sjá bágindin.
Já, líklega er ástæða til að hafa áhyggjur af heiðarleika og heiðvirðu viðhorfi stjórnmálamanna nútímans, til eigin orða og athafna, því þau eru svo sannarlega ekki til eftirbreytni.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2019 | 20:21
OPIÐ BRÉF TIL UTANRÍKISMÁLANEFNDAR ALÞINGIS
Í fjölmiðlum má nú lesa mikla hneykslun nefndarmanna Utanríkismálanefndar alþingis, yfir því að Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sagði á kurteisan en hreinskilinn máta, hversu langt væri frá því að alþingismenn væru af þjóðhollustu að gæta hagsmuna þess samfélags sem greiðir þeim laun. Ég gat ekki annað en brosað, vegna þess að í mörg ár hef ég skrifað öllum þingmönnum um alvarleg axarsköft þeirra í starfi og margháttaða sniðgöngu siðrænna vinnubragða í löggjafarstörfum. Þingmenn ættu því að vera orðnir þokkalega þjálfaðir í að heyra sannleikann. EN, ég er að vísu ekki dómari, þó ég hafi í 40 ár fengist við ýmsar réttarfarsgreiningar, með góðum árangri á öðrum vettvöngum en hjá löggjafarþinginu.
Ég ætla ekki að skrifa beint um 3. orkupakkann. Arnar og fleiri hafa gert því full skil. Ég ætla hins vegar að tala um vinnubrögð alþingis á árinu 2003, þegar til meðferðar í þinginu var frumvarp sem varð að Raforkulögum nr. 65/2003.
Dómgreind er mikilvægasti eiginleiki þess sem tekur að sér að stjórna samfélagi okkar og setja því lög. Dómgreind er mikilvæg, því eins og margir virtir réttarheimspekingar segja og m. a. er getið í bók Sigurðar Líndal Um lög og lögfræði, virðist það almennt álit fræðimanna á sviði réttarfars, að almennur eða illa orðaður óskalisti eða hugmyndaleit, geti seint talist vönduð lagasetning. Á þetta hef ég margítrekað bent, allt frá árinu 1980, t. d. í sambandi við verðtrygginguna. Alþingi hefur ekki enn ÞORAÐ AÐ LEYFA MÉR AÐ TALA VIÐ ÞINGMENN UM SANNLEIKANN, í því máli. Alþingi hefur frekar viljað leyfa fjármálaöflunum að STELA STÓRFÉ af almenningi og fyrirtækjum, frekar en fá að heyra sannleikann frá manni sem vann í hagdeild banka um nokkra ára skeið, en sagði því starfi upp vegna óheiðarlegra vinnubragða þar gagnvart almenningi og fyrirtækjum.
En lítum nú á hvernig Alþingi vann hin mikilvægu Raforkulög. OG lítum einnig á hvernig þingmenn blekkja sjálfa sig og landsmenn, frekar en standa traustan vörð um þjóðhagslega mikilvægan rekstur Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða, eitt af fullkomnustu virkjana og dreifikerfum raforku á vesturlöndum. Á Íslandi eru allar raflagnir í þéttbýli lagðar í jörð. Þó við búum við afar erfitt veðurfar yfir vetrarmánuði, eru háspennulínur landsins það traustar að sjaldgæft er að alvarleg röskun verði á afhendingu rafmagns til neytenda. Og með þetta yfirgripsmikla dreifikerfi rafmagns, sem nær til allra þéttbýlisstaða og flestra sveitabæja í landinu, er verðlag raforku hjá okkur eitt það LÆGSTA í vestrænum heimi.
Við þessar aðstæður og án allra haldbærra skýringa, setja alþingismenn í fyrstu setningu nýrra laga, texta sem bendir svo áþreifanlega til algjörrar vanþekkingar á því viðfangsefni sem þeir voru þá að fara að setja lög um. Nýju lagasetningin byrjar svona:
1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Í því skyni skal:
Hið fallega fyrsta Markmið hinna nýju Raforkulaga, lofar að stuðla að: þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi. Þessi háleitu markmið skiptust í 5 áhersluþætti, þar sem 3 þeirra voru nokkuð hefðbundin innihaldslaus slagorð en tveir markmiðsþættir sem vöktu margar spurningar, því engin útfærsla var kynnt.
Sem 1. forsenda markmiða hinna nýju laga var að:
Skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna.
Mig undrar stórlega að engar krefjandi spurningar skyldu koma fram frá stjórnarandstöðu þegar frumvarp þetta til Raforkulaga var til umræðu á alþingi. Var virkilega enginn þingmaður forvitinn um hvaða hugmyndir væru að baki því að búa til samkeppni úr markaði þar sem einn aðili ætti öll framleiðslu og dreifingartækin? Það hefði áreiðanlega verið athyglisvert að heyra svör höfunda frumvarpstextans við því hvernig ætti að auka samkeppni í vinnslu raforku þegar einn eigandi væri að öllum helstu virkjunum landsins, sem framleiddu yfir 95% allar raforku á svæðinu.
Fyrsta skrefið til að auka samkeppni var stigið með stofnun nýs hlutafélags, Landsnet hf. sem annast skildi flutning á raforkunni frá virkjunarstað til tengivirkis fyrir dreifingastöðvar. Í 9. gr. Raforkulaga segir að:
Flutningsfyrirtækið skal byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, [gæða raforku og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku]. 1) Fyrirtækið hefur eitt heimild til að reisa ný flutningsvirki.
Landsnet fór þó ekki eftir þessum lögum því til þess að Landsnet gæti starfað, varð ríkissjóður, sem aðaleigandi Landsvirkjunar hf. að gera stjórnarsamþykkt í Landsvirkjun um að selja Landsneti allar háspennulínur og háspennu tengivirki ásamt öllum búnaði sem því fylgdi. Ekki lág ljóst fyrir hvert verðmæti hins selda búnaðar væri, því sundurliðun í bókhaldi Landsvirkjunar er ekki svo glögg. Hins vegar er spurning hvort ráða megi í heildarverðmæti hinna yfirfærðu eigna frá Landsvirkjun til Landsnets, út frá leigu Landsvirkjunnar á búnaðinum fyrstu 6 starfsmánuði Landsnets. Tafir urðu á eignayfirfærslu frá Landsvirkjun til Landsnets, sem tók til starfa á miðju ári 2005. Landsvirkju reiknaði sér því leigu af öllum þeim búnaði sem flytjast átti til Landsnets. Leigan sem Landsvirkjun setti upp fyrir þetta hálfa ár var kr. 2.490 milljónir. Þó leigan virðist nokkuð mikil er ekki mikið við því að gera þar sem þarna eiga viðskipti, tvö sjálfstæð hlutafélög, sem þó eru bæði í meirihlutaeigu ríkisins. Hins vegar segir í 4. mgr. 10. gr. Raforkulaga nr. 65/2003 að:
Ráðherra getur í reglugerð 2) kveðið nánar á um samskipti eigenda flutningsvirkja og flutningsfyrirtækis, afnot flutningsfyrirtækis af flutningsvirkjum og endurgjald fyrir þau.
Hvorki verður séð að ráðherra orkumála eða alþingismenn hafi gert neitt veður út af því þó eitt hlutafélag í ríkiseigu okri líklega hressilega á hinu nýstofnaða hlutafélagi ríkisins sem taka eigi við raforkuflutningnum af Landsvirkjun. Hvergi sést stafkrókur um athugasemd vegna þess aukna kostnaðar sem þannig er settur út í raforkuverð, algjörlega að þarflausu. Og enn eitt tilvik er einnig í lögunum þar sem þeir sem sömdu lagatextann virðast ekki hafa þekkt hvernig ákvarðanir eru tekna í hlutafélögum. Í 2. mgr. 12. gr. Raforkulaga nr. 65/2003 segir eftirfarandi:
Orkustofnun setur flutningsfyrirtækinu tekjumörk vegna kostnaðar við flutning á raforku. Tekjumörk skulu vera tvískipt, þ.e. vegna flutnings á raforku til dreifiveitna annars vegar og vegna flutnings til stórnotenda hins vegar. Tekjumörk skulu ákveðin fyrir fram til fimm ára í senn og uppfærð árlega miðað við breytingar á viðmiðum sem tilgreind eru í 3. mgr. Við setningu tekjumarka skal taka tillit til kostnaðar vegna reksturs og fjárfestinga vegna flutnings til dreifiveitna annars vegar og til stórnotenda hins vegar.
Það hefði nú átt að vera auðvelt fyrir alla þá lögfræðilærðu þingmenn sem sátu á þingi árið 2003, þegar Raforkulög voru til þingmeðferðar að vekja athygli á því að löggjafinn setur ekki sjálfstæðum hlutafélögum mörk um rekstrarkostnað eða verð á endursöluafurð starfseminnar. Slíkt er stjórnar hlutafélagsins en ekki alþingis. Alþingi fól ráðherra full umráð yfir öllu hlutafé ríkisins í hlutafélaginu, þó alþingi hefði átt að vera ljóst að viðkomandi ráðherra hafði í raun ekkert umboð æðsta eiganda hlutabréfsins, til neinnar ákvarðanatöku fyrir hönd æðsta eigandans. Ekki verður heldur séð að alþingi hafi haft laga eða stjórnarskrárheimild til að útvista eign æðsta eiganda út fyrir löggjafarþing, nema með samþykki æðsta eiganda, samkvæmt almennum kosningum þar um. En því miður hefur lítið farið fyrir því að alþingi upplifi sig í þjónustu æðsta valds Lýðveldisins Ísland, því yfirleitt kemur alþingi fram sem hið endanlegi æðsti valdhafi en ekki sem fulltrúi þjónustustarfs eins og stjórnskipunin segir til um.
Reikningsár hlutafélaga fer eftir samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög. Í samþykktum Landsnets er kveðið svo á að reikningsárið skuli vera almannaksárið og aðalfundur skuli haldinn í marsmánuði ár hvert. Og skuli reikningar félagins liggja mánuði fyrir aðalfund. Af þessu er ljóst að höfundar lagatexta Raforkulaga virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að Landsnet væri hlutafélag en ekki ríkisstofnun beintengd fyrirmælum frá alþingi. Nánast öll ákvæði 12. gr. o.fl. greinar Raforkulaga hefðu því átt að eiga heima í sérlögum um Landsnet hf, til þess að vera rétt staðsett í laga og réttarkerfinu.
Víkjum þá að því sem lýtur að hinum almennu notendum raforku, heimilum og fyrirtækjum, sem eiga viðskipti sín við dreifiveitur á sínu svæði. Undirritaður býr í Reykjavík og er á því dreifiveitusvæði, þó nokkuð óljóst sé hvað sú dreifiveita heitir í raun. Á reikningnum stendur Veitur ohf. kt: 501213-1870 en á vefsvæði ON eða Orka náttúrunnar. Fyrir ekki löngu hét dreifingarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur. Er þetta svolítið til marks um óstöðugleikann í samfélagi okkar. Sýnir glöggt þá felumynd sem pólitískt kjörnir fulltrúar reyna að varpa yfir óljós verk sín með skollaleik áhættufíkla, í leit að feluleiðum fyrir eftirliti almennings.
Á rafmagnsreikningi fjölskyldu minnar eru tveir innheimtuþættir sem ekki eiga þar heima. Annar algjörlega án neinna lagaheimilda en gæti átt rétt á sér í framkvæmd rétts aðila til slíkrar innheimtu.
Í fyrsta lagi er hér um að ræða svonefnt Flutningsgjald, ákveðinn gjaldliður fyrir hverja notaða Kílówattstund af raforku. Við því væri svo sem ekki mikið að segja ef dreifingaraðilinn sem orkan væri keypt af væri að rukka þetta fyrir sjálfan sig og hefði lagaheimildir til slíks en svo er alls ekki. Neðst í ramma reikningsformsins er eftirfarandi ritað sem skýring á þeim tveimur ólögmætu innheimtuþáttum sem á reikningnum eru:
Flutningurer vegna þjónustu Landsnets sem rekur háspennukerfið.
Jöfnunargjaldrennur til ríkisins til að jafna orkukostnað milli landshluta sbr. lög nr. 98/2004.
Flutningur: Í fyrsta lagi er hvergi Raforkulögum heimild fyrir þessu gjaldi. Í öðru lagi er þetta gjald vegna þjónustu Landsnets við rekstur háspennukerfis. ENGINN notandi lágspennu rafstraums 220-400, volt er í viðskiptasambandi við Landsnet, sem eingöngu hefur heimild til að skipta við dreifiveitur, ekki einstaka notendur raforku hjá dreifiveitum. Auk þess á Landsneti að vera skylt, vegna laga um bókhald og virðisaukaskatt, að gefa sjálft út reikning, á eigin reikningsformi, fyrir þjónustusölu af þessu tagi. Ég er nokkuð viss um að ALLIR þingmenn á alþingi hafa fengið svona útreiking á sínum rafmagnsreikningum og því allir með tölu litið framhjá því að í þessu eina gjaldi fyrir Flutning, væru þeir þögulir þátttakendur í tvöföldu lagabroti. Annars vegar varðandi bókhald seldrar þjónustu en hins vegar vegna undanskots þjónustusölu frá virðisaukaskatti. Enn eitt atriðið sem sýnir að þingmenn eru alls ekki færir um að bera þá ábyrgð sem þeir sækjst eftir.
Hinn síðasti þáttur sem vikið verður að í þessu erindi, er það sem á reikningsformi rafmagnsreiknings, líklega flestra notenda rafmagns frá dreifiveitu, er gjald sem kallast JÖFNUNARGJADL. Enn kemur hér fram atriði sem beinlínis bendir á að þingmenn hafi ekki lagaþekkingu til að vinna rétt að þeim lagafyrirmælum sem þeir telja sig vera að gera. Í skýringartexta á rafmagnsreikning kemur fram sú einfalda staðreynd að það gjald sem þarna er nefnt jöfnunargjald er í raun almennt notendagjald sem renni til ríkisins. Eðli málsins samkvæmt er hér um hreinan SKATT til ríkisins að ræða og skatta til ríkisins á innheimtuaðili að skila til Ríkisskattstjóra 15-20 dögum eftir innheimtu. Og lög um svona skattheimtu eiga því að vera innan skattalaga eða í sérlögum undir forsjá Ríkisskattstjóra en ekki vistast hjá aðila sem ekki hefur heimild til meðhöndlunar skattfjár.
Í skýringartexta á rafmagnsreikningi er sagt að innheimta jöfnunargjalds sé í samræmi við lög nr. 98/2004, lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. Markmið þessara laga er jafn mikið utan heilbrigðs raunsæis og markmið Raforkulaganna. Markmið laganna um jöfnun kostnaðar við dreifingu er svona samkv. 1. gr. laganna:
1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að stuðla aðjöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda.
Þeir þingmenn sem samþykkt hafa þessi markmið gera lítið úr landsþekkingu sinni, enn minna úr skilningi á flutningi raforku milli landshluta og undirstrika rækilega að í starfi sínu noti þeir ALLS ENGA DÓMGREIND. Dreifiveitur út um allt land eru eru að fást við afar ólík viðfangsefni, bæði árstíðabundið en einnig vegna sveiflukennrar raforkusölu t. d. út frá skorti á stöðugleika í rekstrarumhverfi fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu. Þessu til viðbótar eru flest dreifingarfyrirtækin sjálfstæð hlutafélög eða bein eign eins eða fleiri sveitarfélaga á svæðinu. Rekstrarkostnaður hlutafélaga sem starfa við afar ólíkar rekstraraðstæður, verður ekki jafnaður með skattstofni sem auk þess er afar illa varðveittur og ekki skilað til rétts umsjónaaðila skattfjár.
Í 3. gr. jöfnunarlaga kemur eftirfarandi fram um meðferð hins safnaða skattstofns sem nefndur er Jöfnunarsjóður»
Greiða skal niður kostnað almennra notenda vegna dreifingar raforku á þeim svæðum þar sem Orkustofnun hefur heimilað sérstakar dreifbýlisgjaldskrár í samræmi við ákvæði 5. mgr. 17. gr. raforkulaga, nr. 65/2003.
Markmið þessarar greinar er ágætt í sjálfu sér þó viðfangsefnið sé afar snúið. Það er hins vegar útilokað að alþingi geti útvistað ákvörðunum sem varða jafna stöðu landsmanna innan sama málaflokks, til fyrirtækis úti í bæ. Ef svonefndri dreifbýlisgjaldskrá er ætlað það hlutverk að jafnaframlag ríkisfjár til sjálfstæðra hlutafélaga og/eða dreifiveitna í eigu sveitarfélaga, verður sú ákvörðun, vegna ákvæða stjórnarskrár, að vera tekin á alþingi. Það ættu þingmenn að þekkja, alla vega þeir löglærðu.
Í 3. gr. a. segir eftirfarandi um innheimtu jöfnunargjalds.
3. gr. a. Jöfnunargjald vegna dreifingar raforku.
Til að standa straum af jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda samkvæmt lögum þessum er innheimt sérstakt jöfnunargjald.
Dreifiveitur greiða jöfnunargjald samkvæmt grein þessari af raforku sem er móttekin frá flutningskerfi flutningsfyrirtækisins eða beint frá virkjunum að frádreginni þeirri raforku sem fer frá dreifikerfinu inn á flutningskerfið.
Eins og þarna kemur skýrt fram eru það Dreifiveitur,sem eiga að greiða umrætt jöfnunargjald en ekki þeir viðskiptaaðilar sem kaupa raforku af dreifiveitunum. Dreifiveiturnar innheimta hins vegar, ÓLÖGLEGA, þetta jöfnunargjald af viðskiptaaðilum sínum, án þess að þingmenn geri nokkra athugasemd við það svo virðist sem dreifiveitur brjóti lög á öllum sínum viðskiptaaðilum, þar á meðal þingmönnum sjálfum.
Dreifiveiturnar taka mánaðarlega ólöglega þetta gjald af viðskiptaaðilum, en þeir skila því ekki fyrr en 1. desember ár hvert en skila því þá til Orkustofnunar, sem hvorki hefur vald né heimild til að ráðstafa skattfjármunum ríkissjóðs, eða hafa þá i vörslu sinni.
Ég ætla að láta þessari yfirferð lokið hér, að sinni. Ég er að skoða afar athyglisverð atriði sem fram koma í ársreikningum stærstu orkufyrirtækjanna, Landsvirkjunar RARIK, og Orkubús Vestfjarða. Það gladdi gamlan Vestfirðing að sjá að gott samræmi var milli ára í ársreikningum Orkubúsins, en ýmislegt sem þarf að skoða nánar í ársreikningum hina tveggja, auk afar merkilegrar útkomu úr ársreikningum Landsnets. Segi ekki mmeia um það að sinni.
27.6.2019 | 17:49
LYGI og árásir á einstaklinga er algengasta einkenni röklausra aðila.
Það vekur enga undrun að öllum vopnum skuli nú veifað í ranni samtaka atvinnulífsins, til að reyna að knésetja Ragnar Þór, formann VR. Ragnar hefur til fjölda ára sýnt afburða hæfileika til að draga fram raunsanna mynd af djúpstæðri spillingu í fjármálakerfi þjóðarinnar, einkanlega í lífeyrissjóðakerfinu.
Það gæti reynst afar mikilvægt á komandi árum, fyrir samtök atvinnulífsins, að hafa í forystu stærsta stéttarfélags landsins mann sem af sanngirni tekur afstöðu til mjúkrar lendingar í aðþrengdri stöðu, líkt og Ragnar og hans fylgjendur gerðu í nýafstöðnum Lífskjarasamningum. Flestum sæmilega skynsömum mönnum hlýtur að vera ljóst að framundan eru verulegar niðurfærslur, tilfærslur og leiðréttingar innan atvinnuvega þjóðarinnara. Óhjákvæmilega verður að horfast í augu við að talsverður hluti framkvæmda í landinu er ósjálfbær, hefur verið drifinn áfram með lánsfé og framkvæmdur af erlendu vinnuafli. Aðalástæðan er sú að þrátt fyrir hámarks afraksturs gjaldeyristekjugriena landsins, skapast ekkert fjármagn til fjárfestinga. Afleiðingar slíkrar óábyrgrar stjórnunar á jafnvægi framkvæmda og vinnuafls, verður að öllum líkindum harkaleg niðursveifla á hluta vinnumarkaðarins, sem kalla mun á verulega aukin ríkisútgjöld auk verulegra vandamála á vettvangi launafólks, sem og á velferðarsviði.
Ég vona að SA reyni ekki aftur að leika hlutverk óvitans, líkt og gert var í bankahruninu. Þá reyndu allir að telja fólki trú um að hrunið hefði komið á óvart. Þó voru margir mikilsvirtir fjármálamenn ýmissa landa, í nokkur ár, búnir að vara við hvert stefndi ef áfram væri haldið sömu braut. Ég byrjaði árið 1998 að vara við hruni bankanna en enginn hlustaði. NÚ, fyrir þremur árum, benti ég einnig á ósjálfbæra þróun fjárfestinga á þjónustuarmi þjóðarbúsins, sem drifinn væri áfram með skuldsetningu og erlendu vinnuafli. Fjárfestingar í umræddum þjónustugreinum væru ekki byggðar á neinum haldbærum tekjugrunni eða viðskiptasamningum. Í landið eru 5 virk eldfjöll, sem sögð eru komin að gostíma. Þau gætu þess vegna gosið hvenær sem er og lokað um langan tíma fyrir streymi ferðamanna til landsins og jafnvel hamlað útflutningi. Hver skildi viðbragðsáætlun SA vera vegna þeirrar yfirvofandi hættu atvinnulífsins?
Í bankahruninu fór einkarekstur fjármálageirans í greiðsluþrotþrot vegna óvitaskapar, meðan allar framleiðsluvörur þjóðarinnar seldur jafn harðan fullu verði og oft með verulegu yfirverði. Engin hætta stafaði því að rekstri þjóðarbúsins sjálfs. En vegna vanþekkingar eða vanmats yfir langt tímabil uppbyggingar hættuástands í fjármálum þjóðarinnar, höfðu menn ekki byggt þjóðarbúinu eðlilega og raunhæfa varnarstöðu. Stjórnvöld urðu því fórnarlömb fjárglæfraafla, sem tilbúin voru að fórna þjóðarhagsmunum til bjarga sér að hluta frá eigin öfgakenndri vitleysu þáliðinns áratugar.
Íslendingar erum nú aftur staddir á tímamótum, sem vonandi eru ekki alveg jafn skörp og bankahrunið. Engu að síður mun ábyrgðarleysi í fjármálajafnvægi undangenginna ára hellast yfir þjóðarskútuna, fyrirvaralítið. árið 2008 voru það hreinir óvitar í rekstri mikilvægustu banka samfélags okkar, sem höguðu sér eins og þeir væru að reka spilavíti, en ekki máttarstólpa fjárstreymis um lífæðar samfélags okkar. Það hlutverk þekktu þeir ekki enda hugurinn allur við hlutverk spilafíkils, sem eingöngu hugsar um eigin gróða og álitsauka, á grundvelli veltu á annarra fjármunum, án þess að meðhöndla þá sem slíka. Spilafíkillinn forðaast hins vegar alla ábyrgð þegar tap eða erfiðleikar blasa við. Þá lætur hann sig bara hverfa og lætur aðra um að leysa þann vanda sem hann bjó til.
Nú situr umtalsverður hluti SA í sambærilegri stöðu. Búið er að raska eðlilegu jafnvægi milli atvinnugreina framleiðslu og þjónustu í landinu okkar. Aukin uppbygging þjónustu hefur verið byggð upp með yfirspennu á vinnumarkaði. Lánsféð sem framkvæmt var fyrir, fór ekki í hringrás fjárstreymis innan þjóðfélagsins, heldur fór það beina leið úr landi, líklega að einhverju leyti óskattlagt. Afleiðingar slíks kjánaskapar er m. a. þær að samfélagsveltan eykst ekki nógu mikið til að bera uppi þær byrgðar sem hin ranga stýring atvinnulífs í landinu hefur skapað.
Undanfarin ár hafa SA beitt miklum hluta afls síns til uppbygginar fjölþættri þjónustustarfsemi, en að mestu leyti hunsað að horfa til jafnvægis reglubundins innstreymis gjalreyris frá samningsbundnum útflutningsgreinum. Hins vegar hefur umtalsverðu fjármagni verið varpað í glatkistuna, með glórulausri undirhleðslu undir fyrirfram glataða þjónustustarfsemi, sem fyrt og fremst lét fjrármagn úr sameiginlegum veltusjóðum atvinnulífs og lánastofnana hverfa, ásamt nothæfum eignum, en lántakendur í landinu látnir sitja uppi með skaðann, sem fyrst og fremst bitrist almenningi sem svimandi háir vextir af lánsfé.
Og nú geta þessi 5 eldfjöll okkar byrjað að gjósa á hveri stundu. Hvar eru þá þeir varnarþættir sem SA hefði átt að byggja upp á liðnum árum? Er það kannski ætlun miðstjórnar alls helsta atvinnuliífs í landinu að koma fram fyrir almenning á gosdag og biðja um önnur Neyðarlög, svo þjóðin verði látin greiða fyrir hugsunarleysi þess afls sem vera á burðarstólpi nauðsynlegs fjölbreytileika í atvinnulífi landsins, sem forðað geti því einstefnuhruni sem bankahrunið varð.
Það er veruleg smán fyrir samtök atvinnulífs á Íslandi að vel menntað fólk skuli flykkjast út á ritvöllinn með álíka þekkingu á raunverulegu hlutverki sambands þeirra, í sjálfstæðu og sjálfbæru samfélagi, eins og horft eða hlustað væri á rökfræði leikskóla. Skrif þesa velmenntaða fólks, sem tröllriðið hefur fjölmiðlum og samfélagmiðlum að undanförnu, eru vart boðleg rökfylgni langskólagengins fólks. Lífsgæðum áratuga baráttu var varpað fyrir róða vegna þess að óvitum í fjármálum þjóðfélags, voru nánast færðir að gjöf allir helstu viðskiptabankar landsins. Mér sýnir álíka óvitavæðing vera áberandi innan raða SA, ef marka má núverandi, fjölmiðlaumfjöllun í þeirra nafni.
Rekinn ef þú hlýðir ekki Ragnari Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2018 | 17:32
Forseti Alþingis, Forsætisnefnd OPIÐ BRÉF
Forsætisnefnd Alþingis,
Hr. 1. þingforseti, Steingrímur J. Sigfússon
Reykjavík 12. desember 2018
ERINDI: Um úthlutun þingsæta og rétt til þingsetu.
Hr. Þingforseti.
Í umróti undanfarinna daga hef ég saknað þess mjög að verða ekki var sterkrar vitundar stjórnenda Alþingis um skarpa sýn á afar mikilvæg ákvæði stjórnarskrár okkar. Er þar fyrst vísað til 2. mgr. 70. gr. þar sem segir að:
Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.
Af fréttaflutning verður ekki séð að neinn skortur hafi verið á grófum og mannskemmandi ummælum og ásökunum úr öllum áttum. Að stórum hluta er þessar ásakanir og óviðunandi ummæli um fólk sem hvergi var nærri, komið frá fólki sem á að lúta reglum Alþingis, meðal annars um hegðan og talsmáta. Óhjákvæmilegt er einnig að umræddar ásakanir og særandi ummæli, snerti fjölda fólks sem er utan starfs- og siðareglna Alþingis. En það fólk á einnig sín réttindi þó oft gleymist að taka tillit til þess. Þingmenn eins og allir aðrir eiga sinn rétt og bera skyldur samkvæmt ákvæðum 71. gr. stjórnarskrár, en þar segir að:
[Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu..
Það sem veldur mér mestri undrun, er hinn undarlegi skortur á skjótu viðbragði forseta Alþingis, til verndar sálarlífi mikils fjölda fólks, utan sem innan Alþingis, vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um samtöl nokkurra starfandi þingmanna. Eðlileg viðbrögð forseta Alþingis við slíku tilviki sem þarna var, hefði verið að kalla Ríkissaksóknara þegar í stað á sinn fund og fela honum að setja lögbann á opinbera umfjöllun um málið meðan það væri rannsakað. Og jafnfram að rannsóknin tæki til allra þátta málsins. Þá hefði mátt fá Umboðsmann Alþingis til að fylgst með framvindu málsins fyrir hönd Alþingis og stjórn Öryrkjabandalag og stjórn Samtakanna 78, verið falið að tilnefna einn lögfræðimenntaðan mann til eftirlits með upplýsingagjöf við framkvæmd rannsóknar, fyrir hönd þolenda órökstuddra ásakana og ummæla.
Einnig hefði verið mikilvægt að forseti Alþingis beindi strax ákveðnum tilmælum til þeirra 6 þingmanna í svonefndum Klausturhópi, að þeir tækju sér launalaust leyfi frá þingstörfum um tveggja mánaða skeið, meðan rannsókn málsins færi fram. Áætlað væri að fyrir þann tíma gætu meginniðurstöður rannsóknar legið fyrir. Samhliða rannsókn Ríkissaksóknara hefði siðanefnd Alþingis rannsakað málið út frá skyldum Alþingismanna á grundvelli laga, reglugerða og siðareglna Alþingismanna.
Hr. þingforseti. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum forseta löggjafarþings þjóðarinnar, þegar starfandi þingmenn ráðast með jafn ódrengilega og sóðalegan talsmáta að einstaklingum úr ýmsum minnihlutahópum þjóðfélagsins. Ummælin sem slík, eru afmarkaður vandi sem greiða hefði mátt úr með fljótum hætti ef komið hefði verið í veg fyrir það taugaveiklunar- og hálfgert sturlunarástand sem helltist yfir þjóðina þegar upptökurnar voru birtar.
Í mínum huga leikur enginn vafi á að samfélag okkar er engan veginn undir það búið að bregðast við svona óvæntri og ábyrgðarlausri aðför að grunngildum mannlegrar virðingar. Erfitt var að sjá annan tilgang hjá fjölmiðlum, með birtingu hinna sóðalegu ummæla, en sjálfsupphafning fjölmiðlanna, sem náð yrði fram með því að vega hastarlega að sálarró flests hugsandi fólks.
Það skiptir miklu máli hvernig við umgöngumst lagareglur. Og það skiptir einnig máli hvernig við umgöngumst orð okkar og gjörðir. Hvað heiðarleika og virðingu snertir, ættu fulltrúar löggjafarvaldsins að vera leiðarljós almennings. Beri þingmaður takmarkalausa virðingu fyrir stjórnarskrá landsins og öðrum landslögum, sem löggjafarvaldið (þingmennirnir] setja sem lög, mun áreiðanlega umtalsverður meirihluti þjóðarinnar feta í fótspor þeirra.
En meðan þingmenn fótum troða stjórnarskrá landsins og eigin lagasetningu, geta þeir vart vænst þess að almenningur beri virðingu fyrir lagareglum eða öðrum störfum þeirra.
Daglega umgengst mikill meirihluti þjóðarinnar lög og reglur samfélagsins. Áberandi má þar greina sömu fyrirlitningu gagnvart lagasetningu Alþingis, sem algengt er að sjá í framgöngu þingmanna sjálfra. Og því miður er nýjasta dæmið, sem í raun er undirrót þessara skrifa, glöggur vitnisburður um að forseti Alþingis ber hvorki virðingu fyrir stjórnarskrá landsins eða kosningalögum. Hér þarf skýringa við.
Þegar kosningalög eru skoðuð, kemur í ljós að ENGU þingsæti er úthlutað til einstakra þingmanna. XVI. kafli kosningalaga fjallar um úthlutun þingsæta. Þar segir svo um úthlutun kjördæmissæta. Í fyrstu gein XVI. kafla, 106. gr. kosningalaga, er fjallað um tilkynningu Landskjörstjórnar um kosningaúrslit.
Áhersluletur og litabreytingí lagatexta er sett af undirrituðum, þannig er sérstök áhersla er lögð á mikilvæg atriði í texta laganna.
Í 106. gr. segir að:
Landskjörstjórn auglýsir með hæfilegum fyrirvara hvar og hvenær hún kemur saman í þessu skyni svo að umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka,sem boðið hafa fram, sbr. 39. gr., gefist kostur á að vera þar viðstaddir.
Þarna er verið að tala um útreikning þingsæta og úthlutun þeirra.
107. gr. er svona:
107. gr. Til þess að finna hve margir frambjóðendur hafa náð kosningu í kjördæmi af hverjum lista skal fara þannig að:
1. Deila skal í atkvæðatölur listanna með tölunum 1, 2, 3, 4 o.s.frv. Útkomutölur eru skráðar fyrir hvern lista.
2. Fyrsta kjördæmissætifær sá listi sem hæsta útkomutölu hefur. Sú tala er síðan felld niður. Annað kjördæmissæti fær sá listi sem nú hefur hæsta útkomutölu. Þessu skal fram haldið uns úthlutað hefur verið jafnmörgum kjördæmissætum og kjósa á,sbr. 2. mgr. 8. gr.
Tilvitnun líkur.
Þegar reglur laganna um úthlutun þingsæta eru skoðaðar kemur glögglega í ljós að þingsætum er einungis úthlutað til stjórnmálasamtaka, sem boðið hafa fram, sbr. 39. gr.eins og fram kemur í 106. gr.
Einnig kemur fram í 107. gr. að: atkvæðatölur listanna eru fundnar út og með ákveðinni reikniformúlu er fundinn út fjöldi þingsæta fyrir hvern lista. Og í 2. tölulið 107. gr. segir að: Þessu skal fram haldið uns úthlutað hefur verið jafnmörgum kjördæmissætum og kjósa á.
Á bls. 1 í Lýsing á úthlutun þingsæta, eftir Þorkel Helgason, sem unnið er fyrir Landskjörstjórn, segir svo um úthlutunarreglur:
Fyrst er kjördæmissætum úthlutað, en þau eru 54 að tölu. Kjördæmissætunum er alfarið úthlutað á grundvelli fylgis lista í hverju kjördæmi.
Það er sama hvar borið er niður í lögum um kosningar til Alþingis. Í skýringum eða reglum um úthlutun þingsæta, er ævinlega talað um að þingsætum sé úthlutað til lista sem boðnir séu fram af stjórnmálasamtökum.
Þetta er rifjað hér upp í ljósi þess sem gerðist í framhaldi af svonefndu Klaustursmáli, þegar tveir þingmenn voru reknir úr Flokki fólksins. Þessir sömu þingmenn sendu síðan bréf til forseta Alþingis, sem forseti sjálfur las upp í forsetastóli. Þar tilkynntu þessir fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins að þeir væru ekki lengur í þingflokki Flokks fólksins. Þeir myndu framvegis starfa sem óháðir þingmenn utan flokka og hafa samráð sín á milli. OG það athyglisverða var að forseti Alþingis virtist taka þessa tilkynningu sem góða og gilda. En við hvaða lög styðst svona afgreiðsla?
Alla vega hafa þessir umtöluðu, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, setið áfram á þingi, með nákvæmlega EKKERT atkvæðamagn að baki sér sem einstaklingar. Á sama tíma er þingstyrkur Flokks fólksins ekki í samræmi við kosningaúrslit og úthlutun þingsæta, því varamenn, hinna brottförnu þingmanna úr stjórnmálasamtökunum Flokkur fólksins, hafa ekki enn verið boðaðir til þingstarfa, þó lögum samkvæmt eigi þeir nú að sitja í þeim tveimur þingsætum Flokks fólksins, sem fyrrgreindir þingmenn yfirgáfu. En þessir þingmenn teppa enn úthlutuð þingsæti Flokks fólksins vegna þess að forseti Alþingis heimilar þeim enn að halda föstum 50% þeirra þingsæta sem Landskjörstjórn úthlutaði til Flokks fólksins.
Það skal ítrekað enn að hvergi í kosningalögnum né útreiknireglum Þorkels Helgasonar, er að finna eitt einasta orð um atkvæðamagn að baki óháðum þingmanni utan flokka. Öllum 63 þingsætunum, sem til úthlutunar voru, úthlutaði Landskjörstjórn til lista stjórnmálasamtaka á grundvelli atkvæðamagns hvers lista. Hins vegar er svo að sjá sem forseti Alþingis fari ekki eftir lögum eða úthlutun Landskjörstjórnar, heldur heimili tveimur mönnum sem tilheyra engum stjórnmálasamtökum að halda þingsætum úthlutuðum öðrum og teppa með því 50% af úthlutuðum þingsætum Flokks fólksins.
Væri það ekki dálítið sérstakt ef stjórn Flokks fólksins eða kjósendur hans, legðu fram kæru á hendur forseta löggjafarþings þjóðarinnar, fyrir gróf inngrip í kosninganiðurstöður Flokksins og úthlutun Landskjörstjórnar á þingsætum til hans sem stjórnmálaafls. Ég er ekki að segja að slíkt sé í uppsiglingu en benda á að óneitanlega eru forsendur þegar fyrir slíku.
HVENÆR VERÐUR STEFNA SETT Á AÐ HVERFA FRÁ ÓHEIÐARLEIKA OG SPILLINGU ??
Ef þjóðinni á að takast að hverfa frá núverandi óheiðarleika og spillingu, sem tröllríður helstu samskiptaþáttum þjóðlífsins, þá verður Alþingi og stjórnmálamenn, innan þings sem utan, að leika þar mikilvægustu burðarhlutverkin. Einnig er afar brýnt að Alþingi sjálft setji í lagareglum ákveðinn kröfuramma um hæfni frambjóðenda til þingmannsstarfa, varðandi menntun, sam-skiptahæfni og þekkingargrunn, tengdum helstu stjórnunarþáttum landsmála. Slíkt er orðið afar mikilvægt vegna þess áberandi reynsluleysis og þekkingarskorts margra þinmanna nú og undangenginna ára, um mörk hins mögulega fyrir ríkisvaldið að fjármagna sem útgjaldaliði.
Það er einnig athyglisvert hvernig Alþingi hefur lítið sinnt því, um langt skeið, að búa í haginn fyrir fjármögnunar- og rekstrarumhverfi stærri framleiðslufyrirtækja, með auknum skyldum á hendur fjármálafyrirtækjum að beina tilteknum hluta útlánaveltu sinnar til tekjuskapandi atvinnugreina. Frá einkavæðingu bankanna hafa þeir hagað sér með svipuðum hætti og spilavíti. Þeir hafa fyrst og fremst hugsað um eigin hagnað og jafnvel í því ferli flutt verulegt magn fjármagns út úr tekjuskapandi atvinnugreinum í kapphlaupi um mikla skammtíma ávöxtun innan þjónustugeirans. Aðstæðumsem framleiðslugreinar geta ekki keppt við.
Með þessari óábyrgu framgöngu fjármálageirans, gagnvart heildarafkomu samfélagsins alls, væri hægt að segja, hvað kröfur almennings varðar, þá geri fólk kröfur eins og um Ráðstjórnarríki væri að ræða en ekki lýðveldi. Hins vegar á hlið útgjalda og skuldsetninga hefur EKKERT verið hugað að jafnvægi milli útgjalda og tekna. Til þess ábyrgðarleysis sem hér er að litlu lýst, má rekja meira en 3/4 allra gengisfellinga á lýðveldistímanum. En því verður lýst nánar síðar.
Einnig væri mikilvægt að Alþingi kæmi sér upp teymi lögfræðimenntaðra manna t. d. lögfræðinga sem komnir væru á eftirlaun í bland með lögfræðingum úr háskólasamfélaginu, til yfirlesturs lagafrumvarpa, áður en þau væru lögð fram. Með slíku mætti fækka alvarlegum ágöllum við lagasetningu og alvarlegum átökum laga við stjórnarskrárbundin ákvæði.
Ég læt þetta nægja í þetta sinn og leyfi mér að eiga þann draum að þjóðin nái aftur að verða fyrirmynd annarra þjóða í vinsamlegum og kurteislegum samskiptaháttum. Það væri falleg gjöf til að sagnfræðingar framtíðarinnar fái ánægjulegra og uppbyggilegri viðfangsefni í hendurnar en nú virðist blasa við.
Með kveðju
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi
Mannréttindi | Breytt 12.12.2018 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur