12.1.2008 | 15:30
Dómgreind við dómaraval
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með svörum ráðamanna í sambandi við gagnrýni á vali setts dómsmálaráðherra við skipan héraðsdómara nú fyrir skömmu. Benda tilsvörin óneitanlega til þess að þeir sem þar hafa tjáð sig, hafi afar takmarkaða þekkingu á því lýðræðisskipulagi sem samfélag okkar byggir tilveru sína á.
Stjórnarskrá okkar gerir ráð fyrir að þrjú helstu valdssvið samfélagsins séu sjálfstæð og aðskilin. Það er framkvæmdavaldið (ríkistjórnin), löggjafarvaldið (Alþingi) og dómsvaldið. Raunar á forsetinn að vera einskonar yfirvald framkvæmdavalds og löggjafarvalds, þó aðallega sé það með táknrænum hætti, því hann felur ráðherrum að fara með vald sitt á sviði framkvæmdavaldsins og samþykkir gjörðir löggjafarvaldsins með því að staðfesta lagasetningar þess eða hafna. Dómsvaldið er hins vegar algjörlega sjálfstætt og tekur ekkert boðvald, hvorki frá forseta né framkvæmdavaldi, en löggjafarvaldið setur dómsvaldinu framkvæmdareglur og reglur um innri skipan.
Skipan dómsmála er skilgreind í Dómstólalögum, sem nú eru nr. 15/1998, með áorðnum breytingum árið 2006. Þar er í III. kafla laganna kveðið á um reglur við skipan héraðsdómara. Reglurnar sem fara á eftir koma fram í 12. gr. þesara laga og í 3. málsgrein er kveðið á um hvernig skuli standa að vali á héraðsdómara. Þar segir:
"Dómsmálaráðherra skipar þrjá menn í dómnefnd til þriggja ára í senn til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara. Skal einn nefndarmanna tilnefndur af Hæstarétti og er hann formaður nefndarinnar. Tilnefnir Dómarafélag Íslands annan mann í nefndina úr röðum héraðsdómara en Lögmannafélag Íslands þann þriðja úr hópi starfandi lögmanna. Varamenn skulu tilnefndir og skipaðir á sama hátt." (Leturbreytingar eru mínar G.J.)
Eins og þarna má sjá, er dómsmálaráðherra uppálagt að skipa þrjá menn í DÓMNEFND, en ekki valnefnd eins og ákveðnir ráðamenn hafa undanfarna daga reynt að telja þjóðinni trú um. Ráðherrann hefur ekki frjálst val um það hverjir sitja í þessari dómnefnd. Eins og sjá má í framangreindum lögum, er Hæstarétti ætlað að skipa einn mann og skal hann vera formaður þessarar dómnefndar. Hinir tveir eru skipaðir af Dómarafélaginu og Lögmannafélaginu. Greinilega hefur löggjafinn ekki ætlað dómsmálaráðherra að hafa nein bein afskipti af vali umsækjenda; umfram það ef dómnefndin skilar honum niðurstöðu um að fleiri en einn séu jafnhæfir til að hljóta embættið. Einn þeirra einstaklinga má ráðherran velja. Í 4. málsgrein 12. gr. Dómstólalaga er svo ákvæði um það hvernig þessi dómnefnd skuli skila af sér áliti til ráðherra, sem síðan skipar í embættið. Það ákvæði er svohljóðandi:
"Dómnefnd skv. 3. mgr. skal láta dómsmálaráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara." (Leturbr. G.J.)
Hér liggur það alveg ljóst fyrir. Löggjafinn gerir ekki ráð fyrir að dómsmálaráðherra geti haft önnur afskipti af skipan héraðsdómara, en þau að velja milli þeirra aðila sem dómnefndin telur hæfasta til embættisins, sé þar um að ræða fleiri en einn.
Það er sorglegra en tárum taki að þurfa að hlusta á hvern ráðamann þjóðarinnar á fætur öðrum, upplýsa þjóðina um óvitaskap sinn í því starfi sem þeim hefur verið trúað fyrir. Því fylgir ævinlega alvarlegur skortur á dómgreind, þegar fólk setur vald þess opinbera embættis sem það gegni fram fyrir þjónustulund þeirra heiildarhagsmuna sem embættið snýst raunverulega um. Líklega þurfum við að skoða af mikilli alvöru heildarþekkingu þeirra sem sækjast eftir þingmennsku, á því fjölþætta verkefni sem það er að skapa samfélagi okkar skýr lög og skilvirkar leikreglur til farsældar ÖLLU samfélaginu.
Bloggfærslur 12. janúar 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur