16.1.2008 | 13:16
Ný skilgreining Árna M. Math. á skipanavaldinu
Ég sá kastljósið í gærkvöldi, þar sem viðtal var við Árna M. Math. Annað hvort er hann svona forhertur í alræðishugsun eða dómgreind hans er ekki meiri en þar kom fram. Hann taldi sig hafa fullt vald til að velja sjálfur hvern hann skipaði sem dómara, þrátt fyrir að lög kveði á um að dómsmálaráðherra komi ekki nálægt því að öðru leiti en SKIPA þann hæfasta. Verði skilgreining Árna að veruleika og Ólafur Ragnar verði áfram forseti, gæti orðið skrítið að sjá næstu ríkisstjórn Geirs H. H. - Það er jú forsetinn sem hefur SKIPANAVALDIÐ þegar ráðherrar eru skipaðir. Fréttin af ríkisstjórnarskiptum gæti verið á þessa leið.
Geir H. H. mætti í morgun á Bessastaði með fráfarandi ríkisstjórn, til síðasta ríkisráðsfundar hennar. Að þeim fundi loknum eru kallaðir til þeir aðilar sem forseti skipar í þá ríkisstjórn sem taka á við. Kallar hann þá til Geir H. H. sem forsætisráðherra, Guðjón Arnar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Atla Gíslason sem dómsmálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu sem utanríkisráðherra, Guðlaug Þór sem heilbrigðisráðherra, Jóhönnu Sigurðar sem félags- og tryggingaráðherra, Steingrím Sigfússon sem iðnaðar- og orkumálaráðherra, Ágúst Ólaf sem fjármálaráðherra, Björgvin G. Sig. sem viðskiptaráðherra, Guðfinna Bjarnadóttir sem menntamálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sem samgönguráðherra, og Illuga Gunnarsson sem umhverfisraðherra.
Þegar allir þessir aðilar eru sestir við borðið lítur Geir hissa á forseta og spyr hvers vegna hann skipi þessa menn en ekki þá sem hann hafi tilnefnt. Forseti svarar.
Ja, ég sá að þér hafði orðið á alvarleg mistök sem ég skýri ekki nánar. Ég hef skipunarvaldið og þetta er það fólk sem ég tel hæfast til þeirra starfa sem hér er verið að skipa í.
En þetta er ekki rétt segir Geir. Þú átt að skipa í þessi embætti eftir þeim tilnefningum sem ég lét þig hafa.
Það er nú svo, segir forseti. Þú og Árni M. Math. gáfuð sjálfir út leiðbeiningar um hvernig ætti að líta á tilnefningar og framkvæma skipanavaldið. Þú getur varla verið óánægður með að farið sé eftir þinni forskift með það?
ER FRAMTÍÐIN EITTHVAÐ Á ÞESSA LEIÐ?
Bloggfærslur 16. janúar 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur