Líklega er þarna um vanmat að ræða.

Mér finnst óneitanlega frekar sorglegt að sjá þann skort á skilning á heildarmyndinni, sem birtist í þessari frétt. Engu er líkara en starfsmenn fjármálaráðuneytisins skilji ekki samspil heildarinnar, því ég reikna með að fjármálaráðherra hafi verið að kynna niðurstöður reiknimeistara sinna.

Í kynningunni segir hann að ætla megi að ríkissjóður eigi innistæðu í Seðlabanka í árslok sem nemi 170 milljörðum. Miðað við súluritið sem fylgir fréttinni virðist hann gleyma að draga frá þá 100 milljarða sem líklegt er að fari í hlutafjárkaupin í Glitni, þannig að innistæðan verður væntanlega aðeins 70 milljarðar, sem þá eru að mestu fráteknir fyrir sérstök verkefni, hátæknisjúkrahús o.fl.. Ríkissjóður er því langt frá því að vera vel stæður.

Mér finnst einnig gæta nokkurrar blindu á hvaðan tekjur ríkissjóðs hafa komið undanfarin ár. Vart er hægt að reikna með stórhagnaði, eða miklum sköttum, frá fjármálastofnunum, verslunar- eða þjónustufyrirtækjum, þar sem fyrirsjáanlegt er að miklar þrengingar eru að verða í rekstri þeirra.

Á síðasta ári jukust skuldir heimilanna um 353 milljarða. Á árinu 2007 voru útflutningstekjur okkar aðeins 305 milljarðar, eða 48 milljörðum minni en skuldaaukning heimilanna. Tekjurnar verða litlu meiri í ár.

Ef við reiknum með að, vegna lánsfjárþurðar og síðbúins aðhalds fólks í skuldsetningu, muni skuldir heimilanna lítið aukast á næsta ári, þá er virðisaukaskattur af þessum 353 milljörðum,  68 milljarðar, eða 12 milljörðum hærri en ætlaður halli á ríkissjóði. Nú er ekki virðisaukaskattur af öllum útgjöldum heimila, en þar á móti koma innflutningsgjöld o.fl.  Þetta er því sett hér fram til að gefa að hluta mynd af samdrættinum.

Mér þætti því líklegra, miðað við útgjaldaætlanir ríkisstjórnar, að hallinn verði nær 80 milljörðum.

Það verður fróðlegt að kynna sér nánar hve nærri sjálfum sér, ráðherrar ríkistjórnarinnar ætla að ganga í niðurskurði útgjalda. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að niðurskurðarhnífnum hafi ekki verið beint inn á við í ráðuneytunum, heldur beinist niðurskurðurinn að framkvæmdum sem hefðu geta skapað atvinnu, og þar með tekjur fyrir fólkið í þjóðfélaginu. En miklar líkur eru á að þær muni fljótlega fara að vanta.

Einnig vekur það athygli, miðað við alvarlegan skort á tekjuöflun þjóðfélagsins, að ráðherra kynnti engar áætlanir um aukningu gjaldeyristekna. Vonandi telur hann slíkt ekki aukaatriði.               


mbl.is 57 milljarða króna halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú ekki hægt að selja fleiri eignir ???????

Af þessari frétt má ráða að nú hafi menn engin töfrabrögð í sjónmáli til að fela hallarekstur. Undanfarin ár hefur hallinn verið falinn með því að selja ríkisfyrirtæki og færa þær eignasölur sem tekjur ríkissjóðs. Því til viðbótar hefur verið keyrt á stöðugt vaxandi neyslufyllirí, með sívaxandi lántökum, þannig að ríkið fengi auknar tekjur í formi innflutningagjalda og virðisaukaskatts.

Nú virðast menn ekki sjá fram á að meiri neyslulán fáist í útlöndum og líklega engin leið að fjármagna fleiri sölur ríkiseigna. Við stöndum því frammi fyrir hinum nakta raunveruleika að þjóðin aflar ekki tekna til að framfleyta sér, (viðvarandi viðskiptahalli) og skattgreiðslur, aðflutningsgjöld og aðrar tekjur ríkissjóðs, duga ekki fyrir rekstri hins opinbera kerfis.

Til hvaða ráða skildi verða gripið.

Ætli það verði dregið úr utanríkisþjónustunni?

Ætli það verði dregið úr framkvæmdum?

Mér þykir líklegt að menn fari svona yfir sviðið en finni ekki marka möguleika til að spara. Líklega verða á endanum eftir tveir valkostir, þ. e. fæðingarorlof unga fólksins og aðbúnaður eldri borgara. Og ef að vanda lætur munu það verða eldri borgarar sem þurfa að taka á sig skerðingarnar; þeir munu ekki teljast þurfa að skemmta sér eða njóta lífsgæða nútímans, frekar en verið hefur.               


mbl.is Reiknað með halla á fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband