Beina þarf athyglinni að hugsunarhættinum sem framkallaði vitleysuna

Afar mikilvægt er,  þegar þjóðin fer að ná jafnvægi aftur, að fólk leiði hugann að því hvað varð þess valdandi að svona atburðir gátu gerst.

Mikilvægt er, að gleyma ekki grunneðli mannsins; þ. e. þeim eiginleika okkar allra að reyna á þolmörk þeirra reglna sem afmarka okkur farveg fyrir lífsleiknina.

Ef við horfum í eigin barm, finnum við vafalaust öll innra óþol gagnvart einhverju sem okkur finnst þrengja að okkur. Flestir kannast við að aka aðeins hraðar en reglurnar segja til um; fara alveg að ystu mörkum þess að lögreglan sekti okkur, og fara enn hraðar þegar við teljum okkur örugg með að lögreglan sé hvergi nærri.

Þegar þessi eiginleiki er skoðaður; eiginleiki sem býr í okkur flestum, tel ég víst að það opni okkur nýja sýn á svonefnda "útrás". Margir geta að einhverju leiti samsamað sig spennuþættinum sem kom mönnum til að reyna aðeins meira á þolmörk reglna og hversu langt menn kæmust upp með að mistúlka lög og leikreglur.

Hér er á engan hátt verið að byggja upp afsökun fyrir því sem gerðist; heldur verið að leitast við að opna sýn að þeim hvata sem dregur fólk áfram. Mikill fjöldi fólks þekkir teygjanleikann í þolmörkum á greiðlsubyrgði af lánsfé; þar sem okkur er sérlega eiginleikið að fara alveg að ystu mörkum og iðulega vel út fyrir þau.

Það sem hér er verið að vekja umhugsun um, er að líklega er það einkum tvennt sem eru höfuðástæður þess hvernig fyrir okkur er komið.

Annars vegar er það nokkur oftúlkun fólks á hugtakinu "frelsi". Vegna þess óþols fyrir hömlum, sem býr í grunngerð okkar, greip fólk það fagnandi hendi að stjórnvöld boðuðu aukið frelsi einstaklingsins. Margir skyldu þetta hugtak þannig að þeir mættu, hver um sig, gera það sem þá langaði, þegar þá langaði. Afraksturinn varð 300 þúsund manna eyja í miðju Atlandshafi þar sem verulegur fjöldi einstaklinganna hugsaði einungis um sitt eigið frelsi en höfnuðu þeim hömlum sem frelsi annarra veldur. Þeir, urðu bara að sjá um sig sjálfir.

Afleiðingin varð dvínandi hugsun um skyldur og ábyrgð gagnvart samfélagslegum þáttum, en í vaxandi mæli litið á stjórnvöld sem einskonar foreldra, sem ættu að skaffa einstaklingunum það sem þeir vildu fá til að fullkomna sitt frelsi.

Í öllum mikilvirkum hugmyndaheimum eru öfl sem leita að drifkrafti sem færir þeim þann ávinning sem sóst er eftir. Ávinningur frjálshyggjunnar eru völd og auðæfi og í gegnum þá tálsýn að stýra í atferli sem stæstum hópi einstaklinga, í von þeirra um að verða sjálfir í fyllingu tímans aðnjótandi þess valds og auðæfa sem þeir hlýða og tilbiðja.

Þetta er grunnástæða þess að frjálshyggjan nær einstaklega vel til ungs fólks. Í fyrsta lagi vegna þess að vegna ungs aldurs eru varfærniþættir í heilabúi þeirra ekki enn orðnir virkir. En einnig vegna þess að hugmyndafræðin um að stjórnvöld eigi að skaffa þeim lífsþægindi, fellur vel að hugsunarhætti ungmennisins, sem hefur einungis mótaðar hugmyundir um hlutverk skaffarans, sem fram til fullorðinsára hafa verið foreldrarnir.

Vegna allra þessara gullnu drauma, er auðvelt að fá unga fólkið til að samlaga sig hugsuninni um að það þurfi strax að fá öll lífsgæði upp í hendurnar.  Það verði að geta uppfyllt ákveðna staðalímynd af einstakling sem er framarlega í goggunarröðinni um að verða verðugur til valda og auðæfa.

Til uppfyllingar þessarar staðalímyndar, vinnur unga fólkið svo langan vinnudag að það hefur ekki tíma til að njóta hins raunverulega lífs, vegna tímaskorts við að uppfylla ímyndina um selskapshæfni og tekjur þeirra sem keppa að því að vera fremstir í goggunarröð verðugra valdhafa og auðjöfra.

Afleiðingar alls þessa fyrir mikinn meirihluta þátttakenda, er langavarndi ofkeyrsla og streita, sem leggur lífshamingju meirihluta þátttakenda í rúst.

Þegar við leitum ástæðna fyrir þeim hörmungum sem nú ganga yfir okkur, þurfum við að spyrja okkur sjálf, í einlægni,  hvaða þátt við höfum átt í að skapa þær aðstæður sem urðu okkur ofviða.

Hafi einhverjir leikendur í þessari atburðarás gerst sekir um ámæliverð brot á leikreglum eða lögum, á að sjálfsögðu að draga þá menn til ábyrgðar á gjörðum sínum. Hins vegar verður þjóðin að horfast í augu við það að hún lét ginnast af óraunsæum fagurgala, og framtaksleysið getur hún engum um kennt öðrum en sjáum sér.              


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegar aðgerðir STRAX

Í ljósi þeirrar reynslu sem fyrir liggur frá síðustu gjaldþrotahrynu hér, á árunum 1985 - 1992, er ljóst að STRAX þarf að setja reglur sem koma í veg fyrir óþarfa erfiðleika þeirra sem lenda í vandræðum með skuldir sínar.

Byrja þarf á því að setja reglur sem banna fjárnám í íbúðum fólks fyrir öðrum lánum en þeim sem beinlínis voru tekin til kaupa á íbúðinni, eða til stórfelldra endurnýjunar eða viðgerða á henni.

Þetta er mikilvægt vegna þess að í hrynunni ´85 - ´92, var gífurlega mikið um það að lögfræðingar færu með fjárnám inn á íbúðir, þó ákvílandi væru skuldir á þeim sem fyrirsjáanlega væru hærri en mögulegt söluverð íbúðanna á nauðungarsölu. Þetta gerðu lögmenn til að setja pressu á um greiðslu krafna sinna, í von um að fá frekar kröfuna greidda svo viðkomandi missti ekki íbúð sína.

Afleiðingar þessa urðu þær að margfallt fleiri misstu heimili sín en brýn nauðsun bar til. Auk þess var fólk iðulega í verri stöðu til greiðslu afborgana af lánum, þegar það hafði verið svipt heimilinu, fyrir einungis brot af því raunvirði sem það var í eðlilegri sölu. Skuldirnar lækkuðu hins vegar ekki nema um hluta af hinu lága söluverði, því lögfræð- og uppboðskostnaður tók verulegan hluta af söluverðinu.

Þessar harkalegu innheimtuaðgerðir urðu því fyrst og fremst mikil tekjulind fyrir lögfræðinga, en juku verulega á erfiðleika þeirra sem í fjárhagserfiðleikum voru.

Þegar af stað fer svona samdráttarferli í tekjuumhverfi, sem nú er fyrirsjáanlegt, er mikilvægast að forða svo sem hægt er að afleiðingar þess lendi á börnunum. Nauðungarsala á íbúðum á því að vera ALGJÖRT neyðarúrræði, sem ekki sé gripið til nema skuldari sýni enga viðleitni til að takast á við lausn vandans. Til þess að auðvelda endurskipulagningu skuldamála og jafna stöðu annara lánadrottna en þeirra sem lánað hafa til íbúðarkaupa, er AFAR nauðsynlegt að setja ALGJÖRT bann við við skráningu fjárnáma á íbúðir, fyrir skuldum sem eru ekki teknar til fjármögnunar þeirra.

Jóhana telur ekki ráðlegt að afnema verðtrygginguna. Ef krónan á að vera á floti, þarf að skapa henni eitthvert grundvalarviðmið. Það getur ekki gengið, vegna jafnræðisreglu stjórnarskrár, að krónan hafi ekki sama stofngildi í eignum hver sem eigandi krónunnar er. Ef ég legg fram 5 milljónir til kaupa á eign, en fæ aðrar 5 milljónir lánaðar hjá banka, eiga allar þessar milljónir að hafa sama verðgildi. Ef stjórnvöld setja reglur um að milljóir bankans  skuli bera einhverja verðtryggingu, verður sú verðtrygging líka að ná til milljónanna sem ég lagði fram. Annað er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár.

Önnur hlið er líka á reglunum um verðtryggingu. Alþingi er ekki heimilt að framselja aðilum úti í þjóðfélaginu vald til þess að ráða verðgildi krónunnar í viðskiptum milli aðila í þjóðfélaginu. Þetta vald er Alþingi einu ætlað og engar framsalsheimildir þar á.  Þess vegna er Alþingi ekki heimilt að framselja viðskiptalífinu vald til verðskráningar krónunnar í viðskiptum milli aðil innan þjóðfélagsins, eins og gert er með því að binda ákveðna notkun hennar við verðgildi neysluverðsvísitölu.

Margir fleiri vankantar eru á þessari svokölluðu verðtryggingu okkar og má lesa um það í pistlum hér á þessari síðu.                      

  

            


mbl.is Erfitt að afnema verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband