15.10.2008 | 10:50
Velfarnaðaróskir, með von um gott gengi
Ég óska Nýjum Glitni velfarnaðar í ólgusjó úfinna heimsfjármála. Því starfsfólki sem heldur störfum sínum óska ég líka góðs gengis og bið fyrir velferð þeirra sem ekki fluttust yfir í nýja bankann. Vona að þau fái sem fyrst störf við sitt hæfi, þjóð okkar til blessunar.
Birnu Einarsdóttur óska ég einnig velfarnaðar í erfiðu starfi og tel einkar vel við hæfi að fá jarðbundna konu (eins og hún virðist vera af mynd að dæma), sem vonandi getur veitt okkur öllum, viðskiptamönnum Nýja Glitnis og starfsfólkinu, uppbyggilegt og uppeldislegt aðhald í fjármálum.
Guð blessi ykkur í leik og starfi.
![]() |
Nýr Glitnir stofnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 10:32
Alltof lítil lækkun
Miðað við efnahagsástandið og núverandi stýringu gjaldeyrisviðskipta og þrönga stöðu bankanna til frjálsra útlána, er þetta of lítið lækkun. Eðlilegt hefði verið, til orkuinnspítingar fyrir atvinnulífið, að stýrivextir lækkuðu um 6,5 - 7%, eða sem nemur helming.
Mér finnst þessi litla lækkun benda til að stjórnendur Seðlabankans séu ekki enn farnir að gera sér fulla grein fyrir alvarleika þessa máls, og séu fyrst og fremst að hugsa um að bakka pent og settlega frá þeim þvingunarvöxtum sem töldu sig vera að beita meðan öll bankastarfsemi var frjáls og óheft.
Hér er um neyðarástand að ræða og þá verða menn að hafa kjark til að gera strax það sem gera þarf, nema menn ætli sér bara að bjarga líki til greftrunar.
![]() |
Stýrivextir lækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 10:18
Ekki millifæra íslenskar krónur meðan ástandið er svona
Ég er svolítið hissa á ef fólki sem dvelur í útlöndum hefur ekki verið bent á að breyta íslensku krónunni hér heima í þá mynt sem þeir þurfa að nota. Leiðir til að senda gjaldeyri héðan eiga ekki að vera lokaðar, því til slíks eru fleiri en ein leið. Neyðarleið væri að fá utanríkisráðuneytið til að senda greiðsluna í viðkomandi sendiráð, á nafni þess sem á að fá peningana.
Flestir hljóta að hafa einhvern hér á landi sem getur annast slíka úttekt og gjaldeyriskaup í bönkunum okkar, og þá notað Nýja Landsbankann, hraðsendingar, eða ráðuneytið, til að koma gjaldeyrinum í réttar hendur.
Tregðan virðist vera í því að erlendir aðilar taki ekki við sendingum á ísl.krónu og breyti henni í mynt viðkomandi lands. Hér heima ætti gjaldeyriskaup vegna svona framfærslumála að hafa forgang.
![]() |
Námsmenn enn í erfiðleikum með millifærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 15. október 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 166181
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur