Réttlætingar á ofbeldinu leitað

Víst ber að fagna þessari yfirlýsingu Breta, en líta samt á hana sem neyðarútgang þeirra úr því öngstræti sem forsætisráðherra þeirra var búinn að koma sér í.

Mér finnst mikilvægt að við sýnum þann karakterstyrk að ásaka ekki almenning í Bretlandi fyrir þann kjánaskap sem forsætisráðherra þeirra varð uppvís að. Við fundum til sársauka innra með okkur yfir því að vera ranglega ásökuð um þætti sem við, sem venjulegir borgarar, komum hvergi nærri. Þess vegna skulum við sýna þann styrk að hegna ekki venjulegum borgurum Bretlands fyrir þær aðgerðir sem þau áttu engan þátt í að ákveða.

Leiðin til baka, fyrir Gordon Brown, úr öngstæti aurdrullu og óþverraskapar, er einungis ein. Hann verður að biðja Íslensku þjóðina opinberlega afsökunar á rangfærslum sínum og heiftaraðgerðum, byggðum á óstaðfestum fregnum. Minnum hann stöðugt á afsökunarþáttinn með tölvupósti, þar til afsökunin kemur opinberlega fram.

Hann getur hugsanlega meðhöndlað fjölskyldu sína með álíka ruddaskap,  en hann hefur ekki lagt fram neina rökstudda ástæðu fyrir þeirri taugaveiklun og óðagoti sem hann sýni í heiftaraðgerðum sínum gegn landi okkar.

Við skulum bíða kurteis og hljóð eftir réttlætingu hans, eða afsökun, en ekki láta almenning í Bretlandi gjalda kjánaskapar hans.     


mbl.is Bretar útskýra takmarkanir á viðskiptum við Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband