19.10.2008 | 17:26
Einkennilegt að segjast geta leyst vandamálin framundan, þegar það eru vandamálin sem urðu til á undanförnum árum
Ég vil byrja á að segja, að ég óska Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata og farsældar, þó ég sé ekki trúaður á mikilvægi Samfylkingarinnar í þeim erfiðleikum sem við er að glíma. Ég vil þó taka fram, að ég ber mikla virðingu fyrir framgöngu Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, í þeim hamförum sem gengið hafa yfir þjóðina.
Það er rétt hjá Ingibjörgu að margt hafi verið gert rangt á síðustu 10 árum. Hins vegar skiptir það sköpum, að erlendar skuldir þjóðarinnar voru látnar, meira en tvöfaldast á síðastliðnum tveimur árum; einmitt árunum sem Samfylkingin sat við stýrið og bar ábyrgð á siglingunni. Erlendar skuldir á miðju ári 2006 voru u.þ.b. 5.000 milljarðar, en eru nú líklega nálægt 12.000 milljörðum.
Gera verður þá grundvallarkröfu til stjórnmálamanna, að nú hætti þeir orðagjálfri og sýndarvirðuleika, en gefi þjóðinni haldbærar skýringar á því hvers vegna þeir létu þetta gerast, þó aðvaranir dyndu yfir þá úr öllum áttum.
Ef þeir geta ekki skýrt fyrir þjóðinni hvers vegna þeir brugðust ekki við ítrekuðum aðvörunum, geta þeir vart búist við að þjóðin beri traust til þeirra við að stýra þjóðfélaginu gegnum öldurót komandi tíma. Nú verða þeir, FYRIRFRAM að ávinna sér traust þjóðarinnar, með því að skýra skilmerkilega frá því hvernig þeir hyggist stýra efnahagsmálum komandi árs, til að byrja með. Framhaldið kemur síðar ef traust skapast fyrir komandi ári.
Og þeir þurfa líka að skýra hvernig þeir ætli að endurskipuleggja líffskilyrði í þjóðfélaginu, þannig að eignarýrnun og eignatilfærslur verði í því lágmarki sem hægt er. Einnig þarf STRAX að bregðast við með sköpun atvinnutækifæra, sem skapa gjaldeyri (ekki verið að tala um álver), auk þess sem stýra þarf svo sem kostur er niðurskurði á verslun og þjónustu, þannig að ekki skapist ringulreið eða hrun.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 16:05
Hverjir eru mestu sökudólgarnir ????
Margir eru uppteknir þessa dagana við að leita sökudólga, til að refsa fyrir þær hamfarir sem yfir þjóðfélag okkar hafa gengið undanfarna daga.
"Maður líttu þér nær". - "Þú sérð flísina í auga bróður þíns en þú sérð ekki bjálkann í þínu eigin auga". - Þetta eru tvö gömul máltæki sem ævinlega eru sem ný og eiga alltaf við. Við sjáum hin smæstu atriði sem við teljum til sakfellingar hinum og þessum aðilum í þjóðfélaginu, en við forðumst að líta í eigin barm og skoða hver ábyrgð okkar sjálfra er.
Vissum við ekki að erlendar skuldir voru að aukast hættulega mikið? Við höfum þó verið minnt reglulega á það, nokkrum sinnum á ári, undanfarin þrjú ár. Á þeim tíma jukust erlendar skuldir úr u. þ. b. 1.600 milljörðum, um mitt ár 2004, í u. þ. b. 11.000 milljarða í ágúst á þessu ári. Af hverju þögðu allir sem mótmæla nú? Voru þeir í fríi frá því að gæta langtímahagsmuna fjölskyldu sinnar? - Langtímahagsmunir fjölskyldu byggjast á því að sjá sem skýrast fyrir langtímavelferð þjóðfélagsins.
Það er svo skrítið að Davið, skynjaði hættuna; líklega af því að hagfræðingar Seðlabankans hafi sagt honum frá því. Á síðustu árum talaði hann um þessa hættu í ræðum sínum sem seðlabnkastjóri, en svo virðist sem enginn hafi hlustað. Ekki einu sinni þeir sem nú mótmæla og telja það fyrsta verk að reka Davíð.
Til þess að hægt hefði verið að bregðast við, hefðu þingmenn þurft að hafa skilning á því sem Davíð o.fl. voru að segja. Og breyta lagaumhverfi þannig að hægt væri að stöðva þá óheillaþróun sem komin var af stað, vegna óvitaskapar stjórnenda bankanna.
Mikilvægasta verkefni Alþingis er að setja samfélaginu lagareglur, til leiðsagnar að þeim markmiðum sem þjóðfélagið á að stefna að; og hafa eftirlit með því að þær lagareglur séu virtar. Til einstakra eftirlitsþátta er ráðuneyti og ýmsar eftirlitsstofnanir, s. s. Fjármálaeftirlitið Ríkisendurskoðun o. fl. stofnanir.
Endanlega eftirlitið með þessu öllu er samt ævinlega í höndum alþingismanna sjálfra, þá einkanlega þingmanna stjórnarflokkanna. Endanlega ábyrgðin á að gagnrýna það sem miður fer, er þó eðlilega í höndum þingmanna stjórnarandstöðunnar, þar sem þeirra er að gæta þess að stjórnarmeirihlutinn spilli ekki grundvallarhagsmunum þjóðarinnar.
Þegar við leitum að sökudólgum þess að svona fór fyrir þjóð okkar, virðist ljóst að líta þarf til margra átta. Álitamál er hvort Davíð á meiri sök á því hvernig komið er, en þeir menn eiga sem settu hann í þá stöðu sem hann gegnir. Það er varla óvitanum að kenna að hann setjist undir stýrir á rútu, fullri af fullorðnu fólki, og aki henni út í móa. Ábyrgðin hlýtur að vera þeirra sem létu það gerast.
Með þessu er ég ekki sérstaklega að verja Davíð, en ég tel hann ekkert hafa til þess unnið að verða píslarvottur og þar með sleppa við eðlilega umræðu um ýmis verk á valdatíð sinni.
Að mínu viti snýr mikilvægið að því hvernig þjóðin sjálf, tekur á þeim bresti á ábyrgð og árvekni sem stjórnmálamenn okkar hafa sýnt á undanförnum árum. Ef við höldum áfram að sofa og láta afleiðingar andvalaleysis þeirra yfir okkur ganga, án þess að þeir þurfi að axla á því ábyrgð, erum við að segja að við, þjóðin í landinu, séum samábyrg þeim sofandahætti sem viðgengist hefur gagnvart öfga og spillingaröflum sem steypt hafa þjóðinni í botnlaust skuldafen á fjórum árum.
Gerum við það, getum við illa mótmælt því áliti erlendra þjóða við við séum óábyrg í fjármálum og því ekki viðskiptahæf.
19.10.2008 | 13:25
Engin vetlingatök á svona málum.
Við eigum ekki að taka neinum silkihönskum á svona málum. Þau eiga tafarlaust að fá flýtimeðferð hjá dómstólum. Dæma á tafarlaust til refsingar, erlenda aðila sem brjóta alvarlega af sér, vísa þeim úr landi strax að lokinni afplánun og setja á þá 100 ára endurkomubann.
Þetta er harður kostur, en ef fólki eru kynnt þessi skilyrði þegar þau koma til landsins, er það þeirra val að ganga inn á þessa refsibraut og verða þá að taka þeirri refsingu sem því fylgir.
Eðlilega þarf að taka öðruvísi á málum ríkisborgarar þjóðar okkar, því þeim er ekki hægt að vísa úr landi. Afbrot og ofbeldi gagnvart lögreglu á þó að hafa í för með sér mjög alvarlega refsingu og stranga huglæga endurhæfingu.
Svona afgerandi og ákveðin framganga gagnvart erlendu fólki sem ekki vill virða leikreglur samfélags okkar, er afar nauðsynleg. Hraður og ákveðinn dómur, með tafarlausri brottvísun og endurkomubanni, að lokinni afplánun, losar hinn mikla fjölda heiðarlegra erlenda borgara, sem hér dvelja, úr umræðum sem þau eiga engan þátt í að skapa.
![]() |
Grafalvarlegt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 19. október 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 166181
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur