Alvarleg skekkja í áherslum forsætisráðherra

Mér finnst næsta undarlegt að heyra að það sé, að mati forsætisráðherra, að mikilvægast við þessar aðstæður sé að auka hagvöxt.

Eins og flestir vita, sem fylgst hafa með hvað felst í hugtökum, þýðir "hagvöxtur" aukning á veltu þjóðfélagsins. Við núverandi aðstæður er það beinlínis ákall um aukningu verðbólgu, vegna þeirrar erfiðu stöðu sem fjármál þjóðarinnar eru í.

Lang, lang, lang mikilvægustu verkefni stjórnvalda nú, er að koma af stað atvinnustarfsemi sem skilar gjaldeyristekjum. (hér er ekki verið að tala um álver).  Eftir því sem slíkt skilar meiri árangri, minnka líkurnar á að samdráttur í fjármálageiranum valdi langvarandi erfiðleikum, háum vöxtum og mikilli verðbólgu.

Eins og aðrir stórskuldarar, þurfum við að treysta grunninn undir nauðsynlegri lífsafkomu okkar og samfélagslegum þörfum, áður en við förum að leggja áherslu á aukningu í veltu. Það mun væntanlega líða meira en eitt ár þangað til fullkomlega verður ljóst hve mikið bankahrunið kostar þjóðina. Við borgum þann kostnað ekki með erlendum lántökum. Við getur dreift greiðslunum á lengri tíma með lántökum, líkt og aðrir skuldarar, en við verðum að afla gjaldeyristekna til að borga skuldirnar, og afla þeirra nauðsynja sem við þurfum til að lifa hér sæmilegu lífi.

Ef stjórnmálamenn skilja ekki þessi grundvallarsannindi eðlilegra sjónarmiða afkomuþátta, eiga þeir ekki að vera í stjórnmálum.                


mbl.is Aðgerðir til að örva hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð svör frá fyrrverandi viðskiptaráðherra.

Mér finnst athyglisvert að heyra þessi svör hjá Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem í valdatíð sinni undirbyggði það hrun sem nú er orðið staðreynd, með afskiptaleysi af þeirri óheillaþróun sem nú er orðin opinber.

Ég á afrit af þremur bréfum sem ég ritaði henni, þar sem ég benti á óásættanlega framgöngu bankanna okkar. Að vísu svaraði hún aldrei þessum bréfum, en tölvupósturinn staðfesti að þau hefðu komist til skila.

Það verður að segjast að það vekur sérstakann ugg hjá mér, hve lítið virðist um raunhæfa þekkingu hjá þorra Alþingismanna, á stjórnun efnahagsmála þjóðfélags okkar.

Önnur af meginskyldum Alþingis er að stjórna rekstri þjóðfélagsins, hin er að semja lög og setja leikreglur um réttarstöðu og samskipti þegnanna.

Sé raunin sú, sem nú virðist augljósara með hverjum deginum sem líður, að meginþorri stjórnmálamanna hafi enga þekkingu á því sem er að gerast; engann mandóm til að staðfesta ábyrgð sína á þeirri framvindu sem verið hefur, er því miður lítil von um raunhæfar breytingar í Íslensku samfélagi.

Vitanlega eru þeir stjórnmálamenn sem framarlega eru í flokkum stjórnarandstöðunnar, áfjáðir í kosningar sem fyrst, því líkur eru á að staðan nýtist þeim vel; einkanlega áður en almennt verður farið að kryfja á hvern hátt þeir stóðu vaktina við að gæta hagsmuna samfélagsheildarinnar, í störfum sínum sem stjórnarandstaða.

Ég verð að segja fyrir mig, að mér er alveg ósárt um að Sjálfstæðismenn þurfi sjálfir að fást við afleiðingar gjörða sinna. Nú er akkúrat tími þeirra að sýna snilli sína á fjármálasviðinu; þá snilli sem eingöngu átti að vera til staðar í Sjálfstæðisflokknum.

Við höfum fengið að sjá hvernig þessi snilli Sjálfstæðismanna nýtist til auðssöfnunar fyrir einstaklinga. Nú er komið að þeim að láta sjást hvernig stjórnunarhæfni þeirra og fjármálasnilli nýtist fyrir samfélagið.          


mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband