Hugsunarháttur okkar er lykillinn að árangrinum

Ég tel mig þekkja hvernig Paul Thomsen hefur liðið þegar hann var að tilkynna þjóðinni í hve alvarlegri stöðu fármál hennar eru. Hér áður fyrr þurfti ég oft að tilkynna stoltu og dálítið sjálfbirgingslegu fólki að það væri búið að skuldsetja sig svo mikið að tekjur þeirra dygðu ekki til framfærslu og greiðslu afborgana. 

Flestir sem hafa ábyrga hugsun, telja stóran hluta af sjálfsvirðingu sinni felast í fullu fjárhagslegu sjálfstæði; og skilja þá hugtakið "sjálfstæði" þannig að allir séu að sjálfsögðu tilbúnir til að lána þeim vörur eða önnur verðmæti, gegn því að þau greiði það síðar. Þeir hafi óskert traust og áreiðanleika.

Þeir sem af einhverri tegund ábyrgðarleysis, lenda utan við þetta umhverfi trausts og áreiðanleika, upplifa mikla höfnun. Viðbrögð flestra við slíku er líka höfnun. Þeir hafna þeim aðstæðum sem þeir höfðu sjálfir skapað sér með einhverskonar ábyrgðarleysi, og fá oft útrás í því að vera ósanngjörn eða ókurteis við þann sem er að hjálpa.

Líkt og við greiðsluerfiðleika einstaklings, er hugarfarið lykillinn að markvissri lausn úr þeim aðstæðum sem uppi eru. Afneitun þess raunveruleika sem skapaður var, er einungis flótti frá ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi og skortur á hurekki til að takast á við þann raunveruleika sem lífið leggur að fótum manns. Raunveruleika sem búinn var til með fyrri athöfnum eða athafnaleysi.

Þegar við, hvert fyrir sig, höfum skilgreint stöðu okkar og skapað okkur hugrekki til að leita skilmerkilegra lausna, til að komast úr þeim vanda sem við erum í, er alltaf hægt að finna lausn sem skapar leið til bjartari framtíðar.

Þegar við, hvert um sig, finnum lausnir á vanda okkar og vinnum okkur markvisst frá þeim erfliðleikum sem við skópum, öðlumst við í leiðinni afar dýrmætan þroska og fáum um leið nýjan skilning á þeim mikilvægu gildum í lífinu sem byggja upp hina raunverulegu lífshamingju.

Mig langar að biðja fólk að hafa hemil á hroka og hleipidómum, því slíkt lýsir fyrst og fremst innri líðan þess sem slíkt sýnir. Við munum geta náð árangri gagnvart þeim sem misnotað hafa aðstæður í þjóðfélagi okkar, þó við spörum heift og reiði. Auk þess er slíkt eyðsla á dýrmætri orku og tíma, því þeir sem eru hugarfarslega fastir í heift eða reiði, hafa ekki eðlilega dómgreind til úrlausnar aðsteðjandi viðfangsefna.              


mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst flokkspólitískur fnykur af þessu hjá Steingrími

Því miður finnst mér Steingrímur ekki trúverðugur í þessum upphrópunum sínum. Ég er ekki enn farinn að heyra hann nefna neitt af þeim pólitísku atriðum sem heyra undir löggjafarþingið okkar, sem eru veigamikill þáttur í að þjóðfélag okkar er komið í þá stöðu sem það er nú í. Er hugsanlegt að hann sé ekki enn farinn að átta sig á þessum mikilvægu atriðum?

Það er afar merkilegt að heyra forystumann stjórnmálahreyfingar, tjá sig með þeim hætti sem Steingrímur hefur stundað. Athyglisvert er, ef það hefur alveg farið fram hjá honum að Seðlabanki og stjórnvöld voru, áður en til bankahrunsins kom, búin að leita víða fanga um lánafyrirgreiðslu, en verið hafnað vegna mikillar skuldastöðu bankana.

Er hugsanlegt að Steingrímur átti sig ekki á hve lengi alþjóðleg vantrú er búin að vera til staðar á hina gífurlegu skuldasöfnun bankanna? Hefur virkilega farið fram hjá honum, líkt og fór fram hjá ráðamönnum þjóðarinnar, allar þær aðvaranir sem virtir fræðimenn, víða að úr heiminum, og alþjóðlegar stofnanir, komu á framfæri við okkur, með mismunandi hætti?

Gerir hann sér ekki grein fyrir að allir þeir aðilar í veröldinni sem fylgjast með þróun fjármagnsmarkaða, hafa látið þýða fyrir sig ákveðna þætti úr umræðum á Alþingi, sem fjalla um efnahags- og fjármál, til að átta sig á hvort sinnuleysi í ábyrgðarhugsun sé eingöngu bundið við stjórnarflokkana, eða hvort stjórnarandstaðan standi sig í hlutverki sínu að vekja athygli á lykilþáttum efnahags- og fjármála, sem greinilega stefna í ógöngur.

Ég verð að segja að mér finnst Steingrímur, eins góður ræðumaður og hann nú er, setja verulega niður í tilraunum sínum til að nota þessar neyðarlegu aðstæður sem þjóðin er nú stödd í, til flokkspólitískra átaka og atkvæðaveiða. Steingrímur á margt gott skilið, en ef fólk læsi nú ræðurnar hans á Alþingi, svona 8 ár aftur í tímann, tel ég víst að það yrði hissa á hve fáar beinar tilvísanir er þar að finna í þau atriði sem valdið hafa þeirri óheillaþróun sem við erum nú að fást við.

Það er einmitt þetta beina varnaðarhlutverk sem stjórnarandstaðan okkar hefur ekki sýnt í verki, og ég hef gagnrýnt nokkuð harkalega í meira en áratug. Stjórnarandstaðan á því sinn hluta af ábyrgðinni af því hvernig komið er, vegna þess að þeir stóðu ekki í fæturna á vaktinni sem stjórnarandstaða þjóðarinnar.                


mbl.is Ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband