Ætli þeir hafi misskilið eitthvað í Seðlabankanum ???

Ég velti fyrir mér hvort stjórar Seðlabankans hafi haldið að þeir væru Seðlabanki Bretlands.   Dálítið skrítið að geta ekki lánað Landsbankanum vegna erfiðleika í íslensku útibúi bankans í London, en lána svo Kaupþingi meira en tvöfallt hærri fjárhæð vegna erfiðleika þeirra í Bresku fyrirtæki þeirra í London.

Ég hefði haldið að skyldur Seðlabankans væri fyrst og fremst ríkar gagnvart starfsemi íslenskra fyrirtækja, þó útibú sé erlendis, sem væru með bótaábyrgð íslenska ríkisins. Sú skylda væri alla vegar fremri skyldu þeirra til að lána Bresku fyrirtæki í London, þó eigendur þess fyrirtækis væru Íslendingar.

Ef þetta er röksemdagrunnur í verkum Seðlabankans, er kannski skiljanlegt hvernig komið er.                    


mbl.is Seðlabanki andmælir Björgólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstöður þessarar fréttar eru blekking.

Þarna er ekki um FRÉTT að ræða heldur áróðurblekkingar af ófyrirleitnari gerðinni. Ef álíka sannleiksvilji er í öllum fréttum Fréttablaðsins er í raun tímaeyðsla að vera að lesa það.

En af hverju segi ég að þetta sé blekking?  Ástæðan er aftirfarandi.

Spurt er:  VILTU GANGA Í EVRÓPUSAMBANDIÐ? 

Spurðir eru 800 einstaklingar = 100%

Spurningum svöruðu 647, eða  80,88%

Já sögðu 445, eða  55,63%

Nei sögðu  202, eða   25,25%

Óákveðnir voru 153, eða 19,12%  

 

Spurt er:  VILTU TAKA UPP EVRU Á ÍSLANDI?

Spurðir eru  800 einstaklingar  =100%

Spurningu svara 647, eða  80,88%

Já sögðu 469, eða  58,63%

Nei sögðu 178, eða   22,25%

Óákveðnir voru 153, eða  19,12%

 

Hvort er mikilvægara að segja þjóðinni satt, eða beita hana enn einum blekkingunum til stuðnings hópi íslendinga sem ekki treystir sér til að stýra efnahagsmálum okkar án erlendrar íhlutunar?            


mbl.is Stuðningur við ESB-aðild og evru eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband