Þetta er það sem kallað hefur verið "hagfræði heimskunnar"

Í þessari frétt kemur fram sú grundvallar villukenning nútíma hagfræði, að veltuaukning þjóðfélags, sem búin er til með erlendum lántökum, skapi sjálfkrafa hagvöxt og eigi að mælast sem aukning landsframleiðslu.

Það, að slíta hugtakið "hagvöxt" frá hinni aldagömlu skilgreiningu sinni um aukningu á verðmætasköpun, hefur nú reynst heimsbyggðinni afar dýrt. Sama á við um þá skilgreiningu á aukningu á veltu, að kalla það "landsframleiðslu". Slíkt hefur líka vilt um fyrir almenningi að skilja hver hin raunverulega staða er.

Það væri til mikils sóma fyrir hagspekinga okkar og fræðimenn að tala á næstunni eðlilegt mannamál um helstu stærðir í þjóðfélagi okkar.

Eðlilegt er, þar sem umsvif og velta í þjóðfélagi okkar var að verulegu leiti drifin áfram af erlendu lánsfé, að umtalsverður samdráttur verði í þessari veltu, í framhaldi af því að erlent lánsfé er ekki lengur í boði.

Hins vegar eru ekki miklar líkur á mikilli niðursveiflu framleiðslugreina okkar, svo framarlega sem ekki verði mikil lækkun á verði áls.

Bankastarfsemin skapaði nokkurn gjaldeyri, en hún var líka afar frek á notkun gjaldeyris; líklega mun meiri en framleiðslan var.

Leggjum til hliðar hundakúnstir frá "hagfræði heimskunnar" og horfum djörf fram á veginn.             


mbl.is „Eins og að tapa landsvæði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband