Er ekki kominn tími til ađ leiđrétta svokallađa verđtryggingu ??????

Taka má undir ţađ sem ţeir segja báđir, bćđi Ingólfur hjá  Spara.is og Jóhannes hjá Neytendasamtökunum. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru ekki í neinu samrćmi viđ viđfangsefniđ og bendir sterklega til ađ ţar á bć geri menn sér ekki grein fyrir ţeirri alvarlegu stöđu sem blasir viđ meginţorra heimila í landinu.

Líkt og í fyrri holskeflunni á árunum 1983 - 1990, er megingrunnur vandans ábyrgđarlaus útlán bankanna. Ţeir bregđast skyldu sinni međ ţví ađ lána út fjármuni sem ţeir eiga ekki sjálfir, án ţess ađ fullvissa sig um getu lántakans til endurgreiđslu ţeirra lána sem hann tekur. Ţađ er grunnurinn undir ţeim vandamálum sem til úrlausnar eru.

Fyrst bankarnir gćttu ekki ţessarar skyldu sinnar, er engin leiđ út úr ţeim vanda sem viđ okkur blasir, önnur en sú ađ endurskipuleggja skuldastöđu fólks í samrćmi viđ greiđslugetu. Ég vona ađ stjórnvöld og lánastofnanir fari ekki aftur í ţann eltingaleik sem stundađur var á árunum '83 - '90, ađ setja allar kröfur í lögfrćđiinnheimtu og loka ţar međ endanlega fyrir möguleika fólks til ađ endurgreiđa lánveitandanum nema afar lítiđ brot af ţví sem hann lánađi út.

Fólk ţarf ekki ađ vera međ mörg lán í lögfrćđiinnheimtu til ađ nánast öll greiđslugetan fari í greiđslur til lögfrćđinganna, en ekkert verđi eftir til niđurgreiđlsu lánanna. Slíka endurtekningu verđur ađ forđast.

Á ţessu hausti eru 25 ár síđan ég lagđi fyrst fram skýrar stađreyndir fyrir ţví ađ útreiknikerfi vísitölubundinna lána hjá lánastofnunum er byggt á röngum forsendum og reiknar ţar ađ auki ekki rétt. Ég eyddi mikilli orku og tíma í ađ reyna ađ vekja athygli manna á ţessu, en uppskar einungis óvild og persónulegar árásir.  Vitleysurnar eru enn til stađar og hafa arđrćnt lántaka ţessa lands um gífurlegar fjárhćđir. Spurning er hvort núverandi ógnun sem af ţessum vitleysum stafar, séu nógu stórar til ađ nú verđi gripiđ til ađgerđa og leiđréttingar á hugbúnađinum sem reikar út verđtrygginguna.

Ég hef áđur vakiđ athygli á ađ viđmiđunargrunnur verđtryggingar er einnig rangur. Verđtrygging er einskonar eignaaukning, ţví hún fćrir fjármagnseigendum aukiđ magn fjármuna til jöfnunar á móti auknum tilkostnađi samkvćmt mćlingu neysluvísitölu. Ţađ er andstćtt öllum reglum um grundvöll eignaaukningar, ađ aukinn og vaxandi kostnađur verđi sjálfkrafa ađ aukinni og vaxandi eign. Slík gengur ekki upp í formi verđmćtamyndunar, ţví eign verđur ekki sjálfkrafa til úr hćrri útgjöldum.

Í raun er engin leiđ ađ útskýra svona vitleysu í stuttri bloggfćrslu. Hins vegar getur fólk velt fyrir sér hvort stjórnvöldum sé stćtt á ţví ađ láta ýmsa ótilgreinda ađila viđskiptalífsins taka ákvarđanir um gengi  gjaldmiđils okkar, í viđskiptum manna á milli í ţjóđfélagi okkar.  Hvernig samrćmist ţađ jafnrćđisreglu stjórnarskrár?                 


mbl.is Leysir ekki greiđsluvanda heimila
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 18. nóvember 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband