Voru Jesú og María Magdalena par ??????????????

Nú á seinni árum, þegar kynlíf hefur verið að festa sig í sessi sem fyrsta hugsun mannsins, er í raun skiljanlegt, út frá því sjónarmiði, að fólk skuli leitast við að gera par úr Jesú og Maríu Magdalenu. Slík hugsun bendir þó fyrst og fremst til þess hve fólk, nú á tímum, hugsar yfirborðskennt og virðist lítið reyna að tengja hugsun sína þeim veruleika sem hugarefnið fjallar um.

Þeir sem eitthvað hafa leitt hugann að því hvílíkt undratæki bygging og starfsemi þeirra eigin lífs er, hafa líklega í leiðinni komist að því að hér á jörðinni lifir nokkur hópur fólks, sem í vitund geta verið á öðrum stað en líkami þeirra er staddur. Þetta fólk hefur yfirgefið lægstu kvatir mannshugans og eru óháðir kapphlaupinu um veraldleg gæði, í hvaða formi sem er. Er kynlífið þar engin undantekning.

Þegar betur er skyggnst inn í þetta þróunarferli, má sjá að þegar vitund mannsins hækkar, skilur hann við sig neikvæðar birtingarmyndir af lægstu kvötum mannsins. Og þar sem uppáhalds umræðuefni nútímans, eru neikvæðu birtingarmyndir kynlífsins, girnd og losti, sem eru í hópi lægstu kvata ásamt ýmsum gerðum óheiðarleika og hroka, ætti hugsandi fólki að vera ljóst að slíkar hugsanir rúmuðust ekki í huga Jesú. Hann var á hærra vitundarsviði en nokkur núlifandi maður. Hann var því búinn að skilja við sig allar lægstu kvatir mannsins, s.s. óheiðarleika hroka og kynlíf. Þess í stað hafði hann næma sýn á mátt kærleikans og einlægrar trúarvissu.

Hvað varðar þátt Maríu Magdalenu, kemur greinilega fram alvarlegur skortur skilnings á stöðu konunnar á þessum tímum. Konur á þessum tíma höfðu opinberlega hvorki málfrelsi, tillögu- eða atkvæðisrétt og töluðu ekki á opinberum samkomum. Lífsafkoma konunnar gat falist í því að hún væri gefin ríkum og/eða góðum manni. Og til að eiga möguleika á að vera gefin manni, varð konan að vera hrein mey. Spjallaða konu, eða fráskylda konu, gat enginn sómakær maður tekið sér til sambúðar. Slíkt var álitið skortur á sjálfsvirðingu.

Heimildir mínar um Maríu Magdalenu verða ekki auðveldlega sannaðar á nútímavísu þó ég telji þær nokkuð áreiðanlegar.  Hún var dóttir ríks millistéttarmanns, sem var mjög vandur að virðingu sinni. Hún átti 4 bræður, tvo eldri og tvo yngri, og eina yngri systur. Árið sem hún átti að giftast varð hún fyrir því óláni að tveir úr sex manna herflokki, sem leið áttu hjá, nauðguðu henni, þar sem hún var úti í skógi að tíma ávexti fyrir heimilið. Þegar hún kom heim, illa til reika í rifinni skikkju, og sagði frá atburðunum, varð faðir hennar óður og rak hana að heiman.

Í hart nær áratug flæktist hún um héruð og vann fyrir sér sem vinnukona og ýmiskonar önnur störf. Það er svo um svipað leiti og Jesú byrjar að ferðast um og kenna, sem ríkur efristéttarmaður finnur hana illa til reika, og ræður hana til hússtarfa hjá sér.

Dag einn, er hún fór að Musterinu, til að færa húsbónda sínum skilaboð, heyrði hún Jesú í fyrsta sinn tala, og honum aðeins bregða fyrir.  Nokkru síðar, þegar Jesú sat kvöldverðarboð hjá húsbónda hennar, varð henni á að það skvettist örlítið úr vínskál sem hún var að bera á borðið, og lenti skvettan á fæti Jesú. Varð Maríu svo mikið um að hún kraup niður og þurrkaði fætur hans með hári sínu. Fætur hans þornuðu samt lítið, því þeir vöknuðu jafnharðan af tárum hennar, því kærleikurinn sem frá Jesú streymdi gekk beint inn í helsært hjarta hennar.

María Magdalena var sögð skarpgreind og skynsöm kona sem ævinlega gat fundið til með öðrum, þó lífskjör hennar væru oftast bágborin. Hið helsærða hjarta hennar þyrsti í kærleika og viðurkenningu, en í hennar ættkvísl var ekki um neitt slíkt að ræða. Þar var hún útskúfuð.

Þegar Jesú yfirgaf kvöldverðarboð húsbónda Maríu, hið umrædda kvöld, er hún þerraði fætur hans með hári sínu, ræddi Jesú við Maríu, því hann fann hve sárt hjarta hennar blæddi. 

Daginn eftir kom María að máli við húsbónda sinn og sagðist vilja hætta, því hún ætlaði að fylgja Jesú.  Hann var hlyntur þeim boðskap sem Jesú boðaði, en stöðu sinnar vegna mátti hann ekki láta það uppskátt.  Bundust hann og María þarna trúnaðarböndum, um að hún léti hann vita ef hann gæti á einhvern hátt lagt baráttu Jesú lið, án þess að það yrði opinbert.

María varð fljótt einskonar foringi í hópi þeirra kvenna sem fylgdu Jesú. Hún gat útvegað klæði í skikkjur og konurnar saumuðu, útveguðu matvæli og matreiddu. Vegna alls þessa varð hún þekkt og átti trúnað ýmissa efnamanna sem studdu Jesú, án þess að gera það opinbert.

María heillaðist mjög af kærleiksboðskap Jesú. Þau ræddu því oft saman. Lærisveinarnir voru flestir svolítið afbrýðisamir út í hana, því hún virtist alltaf skilja dæmisögur Jesú, en þeir áttu flestir, lengst af, erfitt með að meðtaka boðskapinn. Einn þeirra sá þó Maríu öðrum augum, en það var hinn ríki tollheimtumaður Matteus, sem varð ástfanginn af Maríu. Var sú ást endurgoldin. Reglur samfélags þeirra bönnuðu þó að þau giftust, því Matteus var ekkill og stöðu sinnar vegna í samfélaginu mátti hann ekki giftast konu af lægri stéttum. Jesú vissi af ástum þeirra, en þar sem þau fóru hljótt með samband sitt, lét hann kyrrt liggja, því eins og hann sagði oft; það sem Guð hefur sameinað, það á maðurinn ekki sundur að slíta.

Hin mikla saga Maríu Magdalenu verður aldrei skráð til hlítar. Það er hins vegar afar dapurt að nútímafólk skuli eiga svona erfitt með að hefja sig upp fyrir hinar lægstu kvatir mannsins, að það vilji helst draga Jesú þangað niður til sín.

Ég vona að sú uppstokkun á hugsunarhætti sem framundan er, íti fólki aðeins upp frá þessum lægstu kvötum og það reyni að teyja sig eftir hinum verðmætu eiginleikum sem hinn þroskaði kærleikur veitir.                    

                   


mbl.is María Magdalena veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakveðja

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur þessarar bloggsíðu!

Guð gefi ykkur friðsöm og gleðileg jól. Einnig bið ég Guð að gefa ykkur öllum góða heilsu, friðsemd og hagsæld á komandi ári - og árum.

Ég þakka öllum sem sent hafa athugasemdir við pistla mína og minni á að allar skoðanir eru mikils virði, ef þær eru settar fram af heilindum og hjartans sannfæringu. Slíkt auðgar flóru umræðunnar, gerir hana uppbyggilegri og áhugaverðari.

Einnig vil ég þakka Mbl.is fyrir að leggja okkur til þetta form til skoðanaskipta og bið þeim blessunar við áframhaldandi þróun þessa vefsvæðis.

Ég bind vonir við að auðgast af víðsýni og þekkingu gegnum lestur og skrift á þessum bloggvef á komandi ári og bið Guð að geyma ykkur öll.

Með kveðju,

Guðbjörn Jónsson            


Bloggfærslur 25. desember 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband