25.3.2008 | 15:13
Vextir ættu að vera 2%, sagði Pétur Blöndal fyrir rúmum 20 árum.
Fyrir rúmum 20 árum þegar verið var að gefa lánastofnunum frjálsar hendur til ákvarðana á vöxtum inn- og útlána sinna, skrifaði Pétur Blöndal, þá kynntur sem stærðfræðingur, blaðagrein um vexti og verðtryggingu. Kafli úr þeirri grein er eftirfarandi:
7% vextir verða 96% á tíu árum
VEXTIR af hinum verðtryggðu skuldabréfum eru óheyrilegir. Þetta er nákvæmlega sama skyssan og menn gera í sambandi við launasamninga. Þeir halda að bæði sé hægt að hækka launin um 20% og verðtryggja þau síðan. Sama sagan er með skuldabréfin. Menn halda að það sé hægt að taka af þeim 6-7% vexti og verðtryggja þau svo. Þeir sem ákveða þetta hafa engan skilning á verðtryggingu.
Ef fjármagn er fullkomlega verðtryggt ættu vextir að vera um 2%. Vextir hafa óskaplega mikið að segja þegar um 10 ára árstíma er að ræða. Við getum tekið sem dæmi að 2% vextir í 10 ár þýða það að upphæðin hækkar um 22%. 7% vextir í 10 ár þýða að upphæðin hækkar um 96%. Vextir ættu aldrei að fara yfir 4% í verðtryggðum skuldbindingum.
Vextir af þessum bréfum eru komnir niður í 4% núna, en voru upphaflega 6 eða 7% og þetta var besta fjárfestingin sem hægt var að fá í heiminum með tryggingu einhvers ríkis. Það var að vísu hægt að fá betri tryggingu í einhverjum gullnámum eða olíuhlutafélögum, en þá er alltaf ákveðin áhætta.
Ef um áhættulaust fjármagn er að ræða er fjarstæða að fara með vexti upp fyrir 4%.
Þannig lítur nú kaflinn um vextina út í þessari rúmlega 20 ára gömlu grein hans Péturs Blöndal. Eitthvað hefur hann ruglast í fræðunum á þessum tíma, því ekki hef ég heyrt hann mótmæla af neinum krafti því vaxtaokri sem hér viðgengst. Það væri gaman að heyra hann skýra út forsendurnar fyrir þessum háu vöxtum nú.
25.3.2008 | 13:37
Spurning hvort við þorum ekki að horfast í augu við það sem við gerðum eða skiljum ekki hvað við gerðum?
Afar athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum fólks við þessum erfiðleikum á fjármálamarkaðnum.
Skiljum við ekki enn að við þöndum þjóðfélag okkar út, langt umfram tekjulega getu okkar, með erlendu fjármagni, sem nú þegar hefur verið eytt í tóma vitleysu, sem hvorki gefur af sér auknar tekjur til greiðslu þessa lánsfjár, eða til þess að viðhalda þeirri útþenslu sem gerð var á þjóðfélaginu með þessu lánsfé?
Skiljum við ekki enn að við sem þjóð erum nánast í sömu stöðu og einstaklingur sem kominn er í þrot vegna skuldavanda, skuldar mikið meira en eignir standa á móti. Fyrsta hugsun okkar þarf að vera um það hvernig við getum borgað allt það lánsfé sem við höfum tekið að láni, í stað þess að velta okkur upp úr auknum möguleikum hins óraunsæja fjármálamarkaðar til að búa til fleiri haldlausar verðbréfafærslur.
Skiljum við ekki enn að það eru ákvarðanir lánastofnana hve háa vexti við greiðum af lánum okkar, en ekki Seðlabankans?
Skiljum við ekki þörfina á að pressa á ríkisstjórnina að beita lánastofnanir þvingunaraðgerðum til lækkunar vaxta, vilji þeir ekki gera það af eigin frumkvæði?
Skiljum við ekki þörfina á að minnka eyðslu gjaldeyris, svo tekjuafgangur myndist til greiðslu skulda, líkt og mikið skuldsettur einstaklingur þarf að draga verulega úr eyðslu sinni til að komast hjá gjaldþroti?
Skiljum við ekki ábyrgð okkar sem fjárhagslega sjálfstæð þjóð?
Ég bara spyr?
![]() |
Eðlileg viðbrögð Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2008 | 10:17
Það getur enginn látið kraftaverk bíða.
Fyrirsögnin á þessari frétt er röng. Við gerum ekki kraftaverk, þau gerast og koma ævinlega öllum viðkomandi á óvart.
Fyrirsögnin hefði átt að vera: Kærleiksverkin þurfa að bíða vegna þess að við tímum ekki að borga þau.
Þau kærleiksverk að láta sjúkum líða sem best, virðast ekki vera inná leikvellinum hjá stjórnvöldum. Veit ekki hvort þau eru einu sinni á varamannabekknum. Kannski ekki valin í forgangshópinn.
Kostnaður við að bæta heilsu landsmanna er ekki nema lítið brot af því fjármagni sem stjórnvöld ráðstafa í hreina vitleysu, t. d. við að skapa sér ímynd það fjarri fósturlandinu að fólk þar viti lítið um raunveruleikann hjá okkur, hlaða undir sjálfa sig lífsgæðum, og greiða kostnað af afleiðingum þess að hafa ekki stjórnað landinu, heldur horft þegjandi á menn búa tjónið til. Fleira mætti telja en læt hér staðar numið.
Það er slæmt að hafa stjórnmálamenn sem hafa takmarkaða yfirsýn í heilastarfsemi sinni, en hálfu verra er þó að það skuli nánast vanta kærleiksríka starfsemi hjartastöðvar. Árangur okkar er líka í takti við það.
![]() |
Kraftaverkin þurfa að bíða vegna manneklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. mars 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur