31.3.2008 | 16:59
Birkir! Hvers vegna spyrð þú aðra um skammarstrik Framsóknarflokksins???
Þetta er afar undarlegt útspil hjá Birki. Það var Framsóknarflokkurinn sem kom á tengingum elli- og örorkulífeyri við tekjur maka. þeir létu sér ekki duga að brjóta stjórnarskrá á giftu fólki. Þeir gerðu einnig upptækar tekjur einstaklinga í óvígðri samúð. Í öllu sínu athæfi, sýndu þeir þekkingarleysi á því sem þeir voru að gera og létu sér alls ekki detta í hug að leiðrétta þessa vitleysu, þó þeim væri bent á óhæfuna í verkum sínum.
Grundvallarregla er, að tekjur hvers og eins eru hans persónulega séreign sem stjórnvöldum er óheimilt að gera kröfur í til framfærslu eða ráðstöfunar, öðrum til handa. Þó tveir einstaklingar ákveði að reka saman heimili, veitir það stjórnvöldum ekki rétt til að færa skyldu sína til aðstoðar við framfærslu, verði annar aðilinn ófær um að afla tekna til slíks sjálfur, yfir í tekjur hins aðilans. Þetta er þeim ekki heimilt, því eins og segir í 72. gr. stjórnarskrár: Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta eign sína af hendi nema almannaþörf krefji. Þarf til þes lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Vonandi blandast engum, nema kannski Framsóknarmönnum, hugur um að tekjur hvers einstaklings eru eign hans. Þessi eign á að vera varin framangreindu ákvæði stjórnarskrár. Stjórnvöld hafa hins vegar leyft sér að brjóta þessi grundvallarréttindi á þeim einstaklingum sem síst skyldi; þeim sem minnsta hafa getuna til að afla sér tekna til lífsviðurværis. Stórmannlegt athæfi, eða hitt þó heldur.
Þá hafa stjórnvöld leyft sér að rangtúlka hjúskaparlögin í óprúttnum aðförum sínum að framfærslueyri þeirra sem ekki geta sjálfir aflað sér hans með vinnu. En í 76. gr. stjórnarskrár segir eftirfarandi:
[Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Eins og þið sjáið væntanlega stendur ekki þarna. -Öllum nema þeim sem eru giftir...-. Eða -Öllum nema þeim sem halda heimili saman...- Nei, þetta stendur ekki í upphafsorðum 76. gr. stjórnarskrár. Þar stendur einfaldlega orðið ÖLLUM, og þar með talið þeim giftu líka.
En hvernig stendur þá á því að stjórnvöld leyfa sér að gera upptækar tekur einstaklinga til að greiða kostnað sem þeim er sjálfum skylt að greiða, samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár?
Ástæða þess er sú að einhverjir illa læsir óvitar í ráðgjafahópi Framsóknarmanna (sem þá réðu heilbrigðisráðuneyti) fundu út það snilldarbragð, að í 46. gr. hjúskaparlaga væri ákvæði sem frelsaði stjórnvöld undan þessum skyldum sínum. Af því að þessir aðilar voru óvitar, gerðu þeir sér ekki grein fyrir því að almenn lög, leysa stjórnvöld ekki undan skyldum stjórnarskrár og geta ekki heldur fært skyldur stjórnvalda yfir á ótilgreinda einstaklinga.
En hvað stendur þá í 46. gr. hjúskaparlaga? Þar stendur:
Hjón bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar.
Á venjulegri Íslensku þýðir þetta að báðir aðilar bera sameiginlega (þ. e. jafna) ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar. Þetta þýðir í raunveruleikanum að verði annað hjóna óvinnufært, ber það samt sem áður helming ábyrgðar á framfærslu fjölskyldunnar. Þá skyldu er ekki hægt að yfirfæra á annan sjálfstæðan einstakling; ekki einu sinni þó sá hafi undirgengist hjúskaparsáttmála með hinum tekjulausa, því sá sem tekna aflar á kröfu á, samkvæmt 46. gr. hjúskaparlaga að hinn aðilinn standi undir helmingi af framfærslu heimilisins. Til þess að geta það, hefur sá tekjulausi tryggingu í 76. gr. stjórnarskrár, og undan þeirri skyldu samfélagsins eiga heilbrigð stjórnvöld ekki að geta komist.
Þessa vitleysu hafa Framsóknarmenn drifið áfram undanfarin ár og stundað opinber stjórnarskrárbrot og tekjuþjófnað af því fólki sem veikast stendur fyrir í þjóðfélagi okkar.
Er það ekki nokkuð sérstakt; ósvífni eða óvitaskapur, að reyna að nota eigin misgjörðir til að koma höggi á pólitískan andstæðing.
![]() |
Birkir Jón: Vill ræða málefni aldraðra og öryrkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2008 | 09:12
Tímasetning er mikilvægust
Í aðgerðum eins og vörubílstjórar standa fyrir núna, er mikilvægast að velja sem réttastan tíma til aðgerða. Aðgerðum þeirra er væntanlega ekki stefnd gegn fólkinu í landinu, en ætlað að vera táknrænar og beinast þannig gegn stjórnvöldum. Í því ljósi er algjörlega fráleitt að standa fyrir aðgerðum eins og bílstjórar stóðu fyrir í morgun, þar sem þeir beittu aðgerðum sínum fyrst og fremst til að koma samborgurum sínum í sem mest vandræði. Allar aðgerðir sem beint er í þennan farveg, (að skapa vandamál á verstu umferðartímum) éta fyrst og fremst upp almennan stuðning manna við aðgerðirnar. Því á að koma svona táknrænum aðgerðum fyrir á tímum sem eru utan annatíma því þá skapa þær pressu sem fær almennan stuðning. Aðgerðaraðilar verða að gæta þess að þeir sem fyriraðgerðunum verða, þurfi ekki að snúast gegn aðgerðunum, vegna þeirra neikvæðra áhrifa sem aðgerðirnar hafa á mikilvæga þætti í lífi þeirra sem fyrir þeim verða.
Í gegnum tíðina hefur það margoft sýnt sig að stuðningur við aðgerðir þrýstihópa hrapar mjög hratt, þegar hóparnir eru farnir að beita aðgerðum sem fyrst og fremst beinast gegn samferðafólki þeirra í þjóðfélaginu. Má í þessu sambandi t. d. benda á verkföll kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, lækna, eða annarra lykilstarfastétta.
Ég hef góðan skilning á þörf eigenda vörubíla fyrir aðgerðir til lækkunar eldsneytisverðs, en bendi þeim á að vara sig á margendurtekinni slæmri reynslu af rangt tímasettum aðgerðum. Slíkt eyðileggur venjulega meira en bæta stöðuna í baráttunni.
![]() |
Ráðamenn vakni" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 31. mars 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur