6.4.2008 | 17:28
Hvað er verðtrygging gjaldmiðils?
Flölmargir spyrja sig þeirrar spurningar sem er fyrirsögn þessa pistils. Tilgangur hans er að gera tilraun til útskýringa á þessu fyrirbrigði sem hér á landi er kölluð verðtrygging.
Væntanlega þekkjum við öll hugtakið verðkönnun. Hugtak þetta hefur verið í notkun hér um langan tíma og lýtur ákveðnum skýrum leikreglum. Það sem borið er saman, er helst nákvæmlega sama varan, í samskonar pakkningum, frá sama framleiðanda. Sé ekki hægt að komast svo nálægt beinum samanburði, er stuðst við kíló- eða lítraverð, samskonar vöruflokka. Í verðkönnun berum við t. d. ekki saman verðhækkun á nautakjöti og verðhækkun á bensíni og segjum, að vegna þess að bensínið hækkaði, muni sjálfvirkur reiknistuðull hækka verðið á nautakjötinu. Fyrir daga peninganna voru að vísu verðgildi mæld í ýmsum vörueiningum, t. d. að fyrir eitt lamb, fékkstu 1 sekk af korni eða fyrir 1 skippund af fiski fékkstu X mikið af einhverri annarri vöru. Þessum breytilegu viðskiptaháttum var hætt fyrir löngu og viðkipti látin byggjast á ákveðinni grunneiningu sem nefnist peningar, eða gjaldmiðill.
Gjaldmiðillinn er eignarþáttur, því hann er ekki hægt að eignast nema hafa látið einhverja aðra eign eða eignaverðmæti í staðinn. Eigninni eða eignaverðmætinu hefur þá verið breytt í ákveðna upphæð af þessum gjaldmiðli. Gjaldmiðillinn hefur ávalt ákveðið verðgildi, og hann verður að hafa sama verðgildi innan síns gildissvæðis, gagnvart öllum sem nota hann, sama í hvaða formi sem sú notkun er.
Þar sem gjaldmiðillinn er eign, grundvallast verðgildi hans út frá eignamyndun, sem t. d. tekjum þjóðfélagsins sem notar gjaldmiðilinn sem mælieiningu í viðskiptalífi sínu. Þar sem gjaldmiðillinn er sameiginleg mælieining þjóðfélagsins til greiðslu fyrir allar vörur og þjónustu sem selt er milli einstaklinga eða fyrirtækja, verður grunneining hans eða verðgildi að vera algjörlega ótengt verðlagi vöru eða þjónustu innanlands.
Gjaldmiðill þjóðar er hinn jarðfasti grunnur sem allt efnahagslíf þjóðar byggir á. Gjaldmiðillinn verður því skilyrðislaust að hafa sama verðgildi gagnvart öllum notendum hans, innan sama þjóðfélagsins. Annað framkallar alvarlega mismunun gagnvart hinum ýmsu notendum og/eða eigendum gjaldmiðilsins, og því augljóst brot á stjórnarskrá.
Lítum í eigin barm. Undirstaða efnahagslífs flestra er vinnuframlag. Við seljum vinnuframlag í ýmsum myndum til að afla tekna. Verðgildi vinnuframlags tekur ekki breytingum út frá breytilegu verði vöru eða þjónustu í þjóðfélaginu. Þess vegna breytast laun ekkert þó verðlag þessara liða breytist. verðgildi vinnustundar miðast við það verð sem einhver annar vill greiða fyrir vinnuframlagið. Tekjur miðast því við það verð sem fæst fyrir vinnuframlag og getan til kaupa á vöru eða þjónustu, ræðst því fyrst og fremst af því hverjar tekjur eru.
Sé samskonar rammahutak notað fyrir heilt þjóðfélag, er eðlilegt að segja að vinnuframlag þjóðarinnar, sé verðmæti útflutnings. Geta þjóðar til kaupa á vörum eða þjónustu, frá öðrum gjaldmiðilssvæðum, byggist því fyrst og fremst á tekjum af útflutningi.
Við skiljum að það verð sem fæst fyrir vinnufarmlags okkar sjálfra (tekjur okkar), byggist á því hvað kaupandi vinnunnar vill greiða fyrir hana, en ekki því að við fáum ávalt sama magn af t. d. nautakjöti eða bensíni fyrir vinnustundina. Við ættum því að geta skilið að verðgildi gjaldmiðils þjóðarinnar verður að taka mið af tekjum þjóðarinnar, því hvað erlendir aðilar eru tilbúnir að greiða fyrir útflutningvörurnar, en ekki því að við getum ævinlega keypt sama magn af erlendum vörum eða þjónustu fyrir sama einingafjölda af gjaldmiðlinum.
Á sama hátt og laun okkar geta ekki tekið breytingum út frá verði á nautakjöti eða bensíni, er enginn grundvöllur fyrir því að verðgildi gjaldmiðils þjóðar taki breytingum út frá verði vöruflokka eða þjónustu sem þjóðin vill kaupa, þ. e. út frá neysluvísitölu.
Í áratugi hefur verið til hjá Seðlabankanum mælieiningin SDR, sem mælir meðalverðgildi allra gjaldmiðla sem við seljum í vörur okkar og þjónustu. Einskonar vísitala gengis krónunnar okkar. Þar sem krónan okkar hefur ekki, um langt árabil, verið látin fylgja verðgildi neins ákveðins gjaldmiðils, ætti hún eðli málsins samkvæmt að fylgja mælieiningu tekjugjaldmiðla, þ. e. mælieiningunni SDR.
Á það hef ég bent, allt frá árinu 1981, að hugmyndir og framkvæmd svonefndrar "verðtryggingar" krónunnar, sé brot á grundvallarreglu stjórnarskrár. Svonefnd "verðstrygging" gerir beinlínis ráð fyrir að krónan hafi mismunandi verðgildi milli tveggja innlendra aðila. Slíkt stenst ekki ákvæði stjórnarskrár, þar sem segir að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Alþingi er því óheimilt að setja lög, eða stjórnvöldum reglugerðir, sem beinlínis gera ráð fyrir því að króna annars viðskiptaaðilans hafi annað verðgildi en króna hins. Það er MJÖG alvarlegt brot á stjórnarskrá.
Svokölluð "verðtrygging" er einnig brot á öðrum þáttum. Hún er brot á alþjóðlegri reglu um reikningsskil. Það byggist á því að svokölluð "verðstryyging" tekur alla sína viðmiðunarþætti frá verðlagi seldrar vöru eða þjónustu. Í hinum alþjóðlegu reglu um reikningskil, falla allir þeir liðir sem hin svokallaða "verðtrygging" reiknast út frá, undir liði rekstrargjalda og færast því í rekstrarreikning. Peningar teljast hins vegar vera eign og eiga aldrei heima í flokki rekstrargjalda. Peningar eru ævinlega í flokk eigna í efnahagsreikningi.
Í hinni alþjóðlegu reikningsskilareglu eru afar skýrar reglur um hvaða áhrif breytingar á rekstrarliðum hafa á eignaliði. Hækkun rekstrarliða getur ALDREI sjálfkrafa valdið auknu verðgildi eða hækkun höfuðstóls peningalegra eigna. Af því dæmi má glögglega sjá, að þar sem viðmiðunarþættir (neysluvísitalan) fyrir aukningu á verðgildi krónunnar, byggist eingöngu á liðum sem tilheyra rekstrarliðum (útgjaldaliðum), er þessi regla alvarlegt brot á alþjóðlegri reikniskilareglu, samhliða því að vera MJÖG alvarlegt brot á stjórnarskrá.
Ef til vill meira um þetta síðarStjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 6. apríl 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur