Ég fagna áfangasigri

Ég fagna ekki fullnaðarsigri í þeim deilumálum sem verið hafa milli hjúkrunarfræðinga og yfirstjóranar LSH. Sá fullnaðarsigur vinnst ekki fyrr en heilbrigðisráðherra lýsir því yfir að yfirstjórn spítalans hafi haldið rangt á málunum og því verði heitið að framvegis verði umþóttunartími nýttur að fullu til alvöru samráðs við starfsstéttir spítalans, um þau deiluatriði sem upp kunni að koma.

Það er fullkomlega óásættanlegt fyrir alla borgara þessa lands, að yfirstjórn LSH skuli margítrekað, ekki gefa færi á rökræðum um aðferðarfræði sína, fyrr en tilneyddir á síðustu klukkustundum endanlegs uppsagnarfrests starfsstéttar. Slíkt er svo heimskulegur hroki að það á ekki að þekkjast í ríki sem kennir sig við lýrðræði. Að mikilvægri heilbrigðisstofnun sé stýrt með þvílíkum þekkingarskorti og mannfyrirlitningu. Ef slík framkoma væri viðhöfð í einræðis- eða ofbeldisríkjum, myndum við umsvifalaust láta í ljós mótmæli.

Á þessari sögulegu stund eigum við möguleika á að skapa til frambúðar, varanlega virðingu til handa opinberra starfsstétta, gagnvart ofurvaldinu sem felst í stjórn ríkisvaldsins hverju sinni. Með skynsamlegri eftirfylgni þess áfanga sem nú hefur náðst, getum við tryggt að í framtíðinni verði lýðræðislegt valfrelsi við samningagerð við opinbera aðila, virt í raunveruleika, og horfið verði frá áralöngum valdhroka með ósannindum ríkisvaldsins, löngu eftir að samningstími var útrunninn.

Nú á fólkið leikinn.  Haldið vel á spilunum.             


mbl.is Vaktakerfið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband