25.5.2008 | 13:38
Hjálpa í neyð en hámarka árangurinn
Mig langar til að trúa því að dómgrdeind okkar Íslendinga sé ekki jafn illa á vegi stödd og flest skrif um hugsanlega komu 10 kvenna og 20 barna þeirra benda til. Flestir, þar á meðal háskólamenntaður "þjóðfélagsrýnir", byggja málflutning sinn á persónulegu skítakasti en leggja hvergi fram vitræna röksemdafærslu. Samt virðast þeir telja sig vera í lýðræðslegri umræðu? Menn keppast við að vitna til góðs árangurs af fyrri móttökum fjölskyldna innflytjenda, en sést greinilega yfir að í þeim tilvikum sem vitnað hefur verið til, er ævinlega um tvær fyrirvinnur fjölskyldu (hjón) að ræða, ekki einstakling með börn á framfæri.
Flestir sem þekkja til þjóðfélagshátta hér á landi, vita að einstæðar mæður lifa engu sældarlífi hér á landi. Slík er staðan þó þær þekki nokkuð vel hvaða rétt þær hafa og hvaða stuðning þær geta fengið. Flestar eiga líka ættingja og vini sem geta veitt stuðning. Þrátt fyrir allt þetta er lífsafkoma þeirra erfið og mörg börn þeirra afskipt í félagslegu umhverfi samtímans.
Það fylgir því ábyrgð að flytja fólk frá einu menningar- og trúarumhverfi, til lands, umhverfis og menningar sem það þekkir ekkert til. Vitað er að ríkisstjórnin setur ákveðið fjármagn í þetta "verkefni" (flóttamannahjálp), en að þeim tíma liðnum taki sveitarfélagið við "verkefninu". Enginn hefur enn haft kjark til að tjá sig um lífsskilyrði þessara kvenna og barna, eftir að fyrstu móttökufyrirgreiðslu líkur. Hugsa menn kannski ekki svo langt fram í tímann?
Eigum við að hjálpa fólki í neyð? - Já að sjálfsögðu eigum við að gera það og ævinlega leitast við að hámarka árangur hjálparinnar og gagnsemi þess fjármagns sem við getum lagt í slíkt hjálparstarf.
Er besta hjálpin fólgin í að flytja fólkið hingað til lands? - Þegar veita á hjálp til fjarlægra staða, felst yfirleitt besta hjálpin í að bæta aðstæður fólksins á því svæði sem það þekkir. Þar nýtast peningar yfirleitt mikið betur en hér á landi, bæði til fjárfestinga í skólum og vistarverum, sem og vegna framfærslu fólksins. Þannig er t. d. hægt að veita barni skólavist, aðgang að heilbrigðisþjónustu og húsnæði, fyrir u. þ. b. 3.000 - 3.500 ísl.kr. á mánuði.
Á því svæði sem við tölum um að "veita hjálp", er vafalaust mikill fjöldi munaðarlausra barna. Talað er um að fyrirhugað "verkefni" okkar, við að flytja 10 konur og 20 börn hingað og greiða megnið af þeim kostnaði í tvö ár, muni kosta u. þ. b. 300 milljónir króna, fyrir utan einhvern ótilgreindan kostnað sveitarfélagsins. Fyrir þá fjárhæð er líklegt að við gætum byggt upp, á tiltölulega friðsælum stað á þeirra heimasvæði, skóla, og heimavistir fyrir c. a. 200 börn, auk vistarvera fyrir starfsmenn.
Til að sinna þessum fjölda barna þyrfti að ráða c. a. 20 konur til starfa; sem gætu t. d. verið úr hópi ekkna úr flóttamannabúðum. Kostnaður af framfærslu slíks samfélags mætti ætla að væri c. a. 12 milljónir á ári, sem líklega væri u. þ. b. helmingur (eða minna) þeirrar fjárhæðar sem reglubundin félagsleg fyrirgreiðsla þeirra 10 kvenna og 20 barna yrði, vegna búsetu hér á landi.
Metnaður getur verið góður, en þegar dómgreind og raunveruleikaskyn er skilið eftir, getur metnaðurinn jafnvel búið til erfiðleika; einungis svolítið öðruvísi erfiðleika en fólk er vant; erfiðleika sem það kann ekki að takast á við. Reynslan hefur sýnt að hjálp á heimasvæði skilar varanlegri lífsgæðum til umtalsvert fleiri einstaklinga, fyrir minni fjármuni en með því að flytja fáeina einstaklinga milli menningarheima.
Slík hugsun á ekkert skilt við rasisma.
Bloggfærslur 25. maí 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur