15.6.2008 | 11:21
Það er tvær hliðar á öllum svona málum
Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á að staða efnahagsmála hjá okkur er ekki BARA útrásinni að kenna. Aðalvandamál okkar stafa af greinilegum þekkingarskorti stjórnmálamanna og stjórnenda lánastofnana, á grundvallarþáttum til reksturs sjálfstæðs og sjálfbærs þjóðfélags.
Líkt og einstaklingur þarf að takmarka fjárfestingar sínar og aðra eyðslu fjármuna, við þann tekjuafgang sem verður eftir, þegar eðlileg framfærsla hefur verið greidd, þarf þjóðfélag að horfa til þess að útvíkkun verslunar, þjónustu, og fjárfestinga yfirkeyri ekki tekjuöflun þjóðarinnar (gjaldeyristekjurnar).
Þessari grundvallarhugsun hafa stjórnmálamenn og stjórnendur lánastofnana ekki sinnt undanfarna u. þ. b. þrjá áratugi. Atvinnugreinar gjaldeyrisöflunar hafa tekið afskaplega litlum breytingum, með afar litlum viðbótum, en á sama tíma hafa stjórnmálamenn nánast eingöngu barist fyrir auknum útgjöldum og meiri umsvifum í verslun og þjónustu. Stærsta vandamál okkar í dag er því gífurlega ofþennsla allskonar fjárfestinga- og þjónustustarfsemi, sem enginn grundvöllur er fyrir í gjaldeyristekjum þjóðarinnar; starfsemi sem haldið hefur verið gangandi með stöðugu innstreymi erlends lánsfjár, sem nú er á þrotum.
Þar sem stjórnvöld hafa sofið allan þennan tíma á verðinum, er í raun EKKERT sem getur komið í veg fyrir alvarlegan samdrátt í bygginga-, verslunar-, og þjónustugreinum. Auk þess er okkur afar þröngur stakkur skorinn til eflingar gjaldeyrisskapandi starfsemi, þar sem lánastofnanir hafa nú þegar nánast tæmt alla lánshæfismöguleika þjóðarinnar og hent þeim peningum í óraunhæfar skýjaborgir. Að sigla þjóðinni fjárhagslega sjálfstæðri út úr þeim skerjagarði sem hún er nú komin í, er mjög vandasamt og ekki gert með neinum vanhugsuðum patentúrræðum.
Ágúst Ólafur, sem mun vera menntaður hag- og lögfræðingur hvetur til þess, samkvæmt þessari frétt, að fyrirtæki hér á landi, selji fjárfestingar sínar í útlöndum. Æskilegt hefði verið að hann skýrði þetta betur, því þessi leið er ekki einhlít. Ef rekstrartekjur fjárfestingarinnar eru að skila rekstrinum arðsemi, væri í raun neikvætt fyrir þjóðina að fyrirtæki seldi slíka fjárfestingu. Ef hins vegar er um að ræða eignarfjárfestingu sem þarlendar rekstrartekjur bera ekki uppi, þá gæti það létt á stöðu fyrirtækisins að selja slíka fjárfestingu.
Af þessu má sjá að engin leið er að setja einhver algildismörk í þessu sambandi, en þegar skera þarf niður verður að skoða alla útgjaldaliði af raunsæi.
Það er verulega óráðlegt í núverandi horfum á atvinnumarkaði að stjórnvöld standi fyrir aðgerðum til að hvetja fólk til frekari skuldsetningar. Ljóst er að verulega hefur verið byggt, umfram þarfir, af íbúðarhúsnæði undanfarin ár og með hliðsjón af hinni gífurlegu skuldsetningu okkar undanfarin ár, sem og versnandi lánakjörum og þess að við eigum eftir að greiða út verulegar fjárhæðir í svonefndum "jöklabréfum" Þá þarf að finna aðrar leiðir til að framlengja lánum byggingaaðila íbúðarhúsnæðis en þá að flækja einhvern fjölda einstaklinga í vafasamar fjárfestingar, meðan núverandi óvissa er um tekju- og atvinnumál á komandi árum.
Er virkilega ekki hægt að vekja stjórnmálamenn og stjórnendur banka, atvinnulífs og stéttarfélaga til yfirvegaðrar hugsunar um það alvarlega ástand sem við stöndum frammi fyrir????
![]() |
Fyrirtæki selji eignir í útlöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 15. júní 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur