Misskilningur hjá Guðna að lántaka sé brýnust.

Ég heyrði í Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins í sjónvarpinu í gærkvöldi. Þar talaði hann um að brýnast væri að Seðlabankinn tæki 500 milljarða lán núna, til að efla gjaldeyrissjóðinn. Þetta er mjög alvarlega mislesið í aðstæður í þjóðfélagi okkar.

Engar stórfjárfestingar eru á næsta leiti, sem kalli á mikla aukningu gjaldeyrisforða. Engin sérstök vá, er í sjónmáli og gjaldeyrisstaða Seðlabanka virðist í þokkalegu standi miðað við eðlilegar þarfir þjóðarbúsins.

Sú vá sem fyrir dyrum er, stafar á ógætni og barnaskap stjórnenda bankanna okkar. Birtist sú ógætni í gífurlegum erlendum lántökum, langt umfram það sem þjóðfélagstekjur geta borið. Og barnaskapurinn birtist í því að þeir lána þetta fjármagn út til kaupa á verðbréfum sem um langt tímabil (nokkur ár) höfðu hækkað í verði, langt upp fyrir raunvirði þeirra fyrirtækja sem þau voru skráð á.

Nú virðist komið í ljós að mikið af þessum útlánum hafi einnig verið án haldbærra trygginga, því í Fréttablaðinu í dag er fjallað um að vegna lækkunar verðbréfa í Kauphöllinni, sé ljóst að bankarnir verði að afskrifa yfir 80 milljarða á þessu og næsta ári. Ég hef á tilfinningunni að þessi tala sé enn vanmetin og muni fara langleiðina í að tvöfaldast áður en fer að glitta í jafnvægisumhverfi.

Brýnasta verkefni stjórnvalda nú, er að auka við myndun gjaldeyristekna sem hraðast, til þess að minnka svo sem hægt er samdrátt í þjónustustarfsemi. Það er ekki heilbrigð skynsemi fólgin í því að ætla lengur að taka erlend lán til að halda uppi þjónustustarfsemi, sem tekjur þjóðarbúsins geta ekki borið uppi. Það hefur þegar verið gert of lengi.

Aukning gjaldeyristekna verður hraðast og best keyrð upp með því að auka heimildir til þorskveiða um 70 - 100 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári, eða frá sept 2008 - ágúst 209. Á sama tíma mætti vinna markvisst og hratt að uppbyggingu og fjármögnun annarra gjaldeyrisskapandi starfssemi, sem stjórnendur bankanna hafa ekki sinnt um að rækta og efla. Líklega vegna þess að slíkt er langtímafjárfesting með nokkurra ára bið eftir gróða fjárfestanna. Slík langtímahugsun er hins vegar nauðsynleg í stærstu bankastofnunum hvers sjálfstæðs þjóðfélags, vilji það ekki vera stöðugt háð fjárframlögum frá erlendum aðilum.           


mbl.is Þjóðin þarf festu í landstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband