Gera ekki greinarmun á eign eđa veltu

Ţađ er sorglegt ţegar blađamenn hafa ekki vit á hvađ ţeir eru ađ segja. Ţađ er nú ţegar vitađ, ađ skuldir Íslendinga erlendis eru yfir 5000 milljarđa. Af ţeirri ástćđu er hćpiđ ađ tala um BEINA EIGN Íslendinga erlendis.

Hiđ rétta vćri ađ fjármunavelta Íslendinga á eignamarkađi erlendis vćri 1.732 milljarđar, sem ţýddi ţá ađ skuldir Íslendinga erlendis, umfram eignamyndun, vćru vel á fjórđa ţúsund milljarđar.

Af fréttum undangenginna ára hefur veriđ augljóst ađ meginhluti svokallađrar útrásar Íslendinga hefur veriđ framkvćmd međ skuldsetningu, ef frá er talin fjárfesting lífeyrissjóđanna.

Ţađ er dapurlegt ef einn virtasti og vandađasti fjölmiđill landsins hefur ekki á ađ skipa fólki međ raunverulega ţekkingu á fjármálum, en byggir fréttaflutning sinn á villandi og röngum upplýsingum.

Viđ ţurfum ekki fleiri villuljós í Íslensku efnahagslífi.                      


mbl.is Ein og hálf landsframleiđsla í erlendum eignum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vanda ţarf andóf svo vel takist

Ég hef fullan skilning á baráttu og markmiđi Ásmundar, en bendi á ađ ţetta hefur veriđ reynt áđur og menn hlotiđ dóm fyrir. Á ég ţar viđ svonefnt Vatneyrarmál.

Ég hef ítrekađ bent á ađ erfitt er ađ vinna máli framgöngu međ ţví ađ gerast sjálfur brotlegur gegn gildandi lögum. Hitt er annađ, ađ möguleiki er í einstöku tilfellum, ađ skapa sér ákveđna varnarstöđu gegn óréttlátum lögum og stjórnvaldsađgerđum. Slíkt ţarf ađ gera áđur en gripiđ er til ađgerđa gegn sjálfum lögunum.

Ásmundur hafđi allar forsendur til ađ skpa sér ţá varnarstöđu sem ég vísa til. Hann mun hafa veriđ sjómađur í áratugi og skip hans hafđi haft kvóta. Ţegar hann keypti bátinn Júlíönu Guđrúnu, ţurfti hann einungis (formsins vegna) ađ sćkja um kvóta, til ađ fyrir lćgi ađ hann vildi fá úthlutađ aflaheimild. Fiskistofa hefđi, eins og venjulega, hafnađ ţeirri umsókn og ţá höfnun hefđi Ásmundur ţurft ađ kćra til sjávarútvegsráđherra; sem vafalaust hefđi líka hafnađ.

Eftir höfnun ráđherra, hefđi Ásmundur ţurft ađ rita sjávarútvegsráđherra bréf, ţar sem hann rökstyddi rétt sinn til sjósóknar, sem hefđi veriđ ađalatvinna hans í áratugi. Í ţví bréfi hefđi hann gefiđ ráđherra svigrúm, segjum 2 - 4 vikur, til ađ stađfesta heimild hans til sjósóknar á umrćddum bát, međ ákveđnum mörkum um útgerđarhćtti, s. s. ađ hann vćri einn á bátnum eđa ađ einungis vćri međ honum mađur / menn sem hefđu haft sjósókn ađ lífsstarfi eđa um ákveđinn árafjölda. Taka hefđi ţurft fram, ađ ef engar heimildir yrđu veittar innan tiltekinna tímamarka, mćttu stjórnvöld búast viđ  ađ hann neytti sér neyđarrétt sinn til ástundunar lífsstarfs síns, og mundi fara ađ róa til fiskjar á bátnum sínum, ţó honum hefđi ekki veriđ úthlutađ aflaheimildum.  Afrit af bréfi ţessu hefđi hann ţurft ađ senda forsetum Alţingis og sjávarútvegsnefnd ţess, til upplýsingar um stöđu mála.

Međ ţessari forvinnu, og síđan einfaldi tilkynningu til sjávarútvegsráđherra um dagsetningu ţess er hann byrjađi sjósókn, hefđi hann hafi fullan varnarstyrk af ţví áliti Mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna sem nú er iđulega vísađ til.

Ég óttast mjög, ađ mál Ásmundar fari sömu leiđ fyrir dómstólum og Vatneyrarmáliđ, vegna framangreinds skorts á forvinnu; ţó ég viti ađ sjálfsögđu ekki nákvćmlega hvernig forvinnu ţessara mótmćlaađgerđa var háttađ. En í huga mínum og hjarta styđ ég viđleitni Ásmundar til ađ knésetja ţađ óréttlćti sem í kvótakerfinu er framkvćmt.                         


mbl.is Bátur á ólöglegum veiđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 17. júlí 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166182

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband