Hvað gera þeir við fólkið úr höfuðstöðvunum??

Í frétt Mbl. kemur fram að einungis 75 manns vinni í öllum útibúum SPRON, en 175 manns vinni í höfuðstöðvunum.

Þegar sameining/yfirtaka verður að veruleika renna höfuðstöðvar SPRON inn í höfuðstöðvar Kaupþings. Varla verður þörf fyrir allt þetta fólk til Kaupþings, þó verkefni SPRON færist þangað yfir. Væri það svo, væri kúfurinn af hagræðingunni fokin út í buskann.

En tölurnar um starfsmannafjöldann vöktu athygli mína. Þegar ég var í hagdeild banka (fyrir rúmum 20 árum) vorum við í "höfuðstöðvunum" mikið færri en fólkið í þjónustudeildunum (útibúunum). Við vorum tæpur helmingur af fjölda fólksins í útibúunum.

Nú er þetta greinilega orðið breytt. Samkvæmt tölunum sem Mbl. gefur upp, er útibúafólkið hjá SPRON innan við 50% af fjölda starfsfólks í höfuðstöðvum. Varla getur þetta verið æskileg þróun með tilliti til vaxtalækkunar?      


mbl.is Segir rangt farið með um uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166182

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband