Ábyrgðarlaus bjánagangur

Svona ábyrgðarlausan bjánagang er líklega ekki hægt að uppræta með öðrum hætti en láta þessa menn þurfa að beita eigin hyggjuviti til að bjarga sjálfum sér frá voða.

Ég mæli því með að hver sem gerir sig sekan um álíka vitleysu og þarna var sýnd, verði látinn fara í erfiða óbyggðargöngu með vönum og þjálfuðum fjallamönnum, sem einungis forða þeim frá að drepa sig, en hjálpa þeim ekkert að elda, tjalda, eða að rata leiðina.

Slík átök eru virkileg manndómsvígsla og þurkar út ótrúlega mikið af heimskupörum.  Hér á árum áður sá maður margan hugsunarlausan vesalinginn verða að manni til sjós, þar sem þeir þurftu sjálfir að gæta þess að halda lífi. Slíkt er ótrúlega fljótt að þurka út vitleysu og grafa heimskupör.

Sektir eru fljótar að gleymast og líklegt að þeir eigi lítið í bílunum, svo eignatjón verður ekki mikið þó billinn verði tekinn.

Líklega orðin full þörf á að taka ALMENNT á vaxandi ábyrgðar- og virðingarleysi yngri kynslóðarinnar, þó þar innan um sé margt gott fólk sem geldur vaxandi vitleysu minnihlutans.         


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband