Ekki meiri pólitíska vanþekkingu takk.

Það hlýtur að flokkast sem afar alvarleg tíðindi þegar utanríkisráðherra sjálfstæðrar þjóðar og formaður stærsta stjórnamálaflokks landsins, opinberar svo alvarlega vanþekkingu sína, eins og ISG gerir í þessari frétt.

Bankana skortir ekki lánsfé. Þeir hafa nú þegar verulegar upphæðir lánsfjár, umfram mögulega vaxta og afborgunargetu, sé horft á stöðuna út frá gjaldeyristekjum þjóðfélagsins. Þeir eru því í sömu stöðu og aðrir yfirskuldsettir aðilar, meiri lán eru ekki þeirra rétta leið.

Eiginfjárstaða bankanna, að uppgerðum öllum skuldum þeirra og innlánum, er að stærstum hluta uppreiknað yfirverð hlutafjár þeirra. Verðmæti slíkra talna sem "eiginfjár" er afar lítið, því fáir munu vilja breyta þeim tölum í peninga, kæmi til uppgjörs nú.

Fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er afar mikilvægt nú að stjórnmálamenn þegi frekar en gaspra af þekkingarleysi um skuldastöðu þjóðarbús vegna lántök lánastofnana. Stjórnmálamenn verða að koma niður á jörðina og tala af skynsemi við þjóðina, svo samstaða myndist til að sigla frá hinum óraunverulega draumi sem kallað hefur verið "góðaæri", til þess raunveruleika sem tekjur þjóðarinnar bjóða okkur uppá, sem hin raunverulegu lífsgæði,  er við sköpum okkur.

Á svona tímum er pólitískur fagurgali stórhættulegt BÚMMERANG.               


mbl.is Ekki meiri bankabónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími upphrópana er liðinn

Ég held að þjóðinni væri mun meira gagn að því að talað væri heilstætt og skynsamlega um það sem úrskeiðis hefur farið undanfarinn áratug og út frá þeirri heildarmynd ræddir möguleikar okkar til rökrænna úrbóta.

Allir sem eitthvað fylgjast með þjóðmálum vita hverjir hafa stýrt landinu undanfarna áratugi og vita að þeir bera sameiginlega ábyrgð á því hörmungarástandi sem nú er að skapast.

Upphrópanir bæta ekkert úr þeim vitleysum sem gerðar hafa verið; hver sem gerði þær, eða hver sat hjá, horfði á og þagði.        


mbl.is Lýsir ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband