Til hvers var ríkið að taka þetta lán????????

Ég heyrði í forsætisráðherra, í sjónvarpinu í vikunni, þar sem hann var að tala um kostnaðinn við þetta lán. Sagði hann kostnaðinn ráðast af því hve hagkvæmt þeir gætu fjárfest þessa peninga???????

Er ríkissjóður að taka erlent lán, eingöngu til að fjárfesta í einhverri starfsemi?  Er hugsanlegt að þetta fé verði fjárfest hjá hlutafélagi, sem kannski fer á hausinn og endurgreiðir aldrei, eða það verði fest í einhverjum fasteignum sem spurningamerki verður um sölumöguleika á?

Í viðtalinu kom fram, að með þessu láni væri gjaldeyrisforði okkar kominn í 500 milljarða. Það þýðir í raun að áður en lánið var tekið, var gjaldeyrisforðinn 463 milljarðar.  í ljósi þessa finnst mér verða að krefja forsætisráðherra svara um það, hvers vegna var nauðsynlegt að taka þetta lán, þegar engar horfur eru á hömlum á eðlilegum aðföngum þjóðarinnar og engar vísbendingar um að gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir þjóðarinnar sé að lenda í erfiðleikum.

Er ríkisstjórnin að fara bakdyramegin að því að láta skattgreiðendur borga vitleysuna sem óvitarnir í bankakerfinu hafa komið sér í á undanförnum árum? Er þetta t. d. til að borga vitleysu eins og kom fram í fréttum í dag, þar sem Icebank lánar út milljarða af erlendu lánsfé, án þess að hafa neinar tryggingar fyrir endurgreiðslu?  Stóreignamenn tóku þessi lán og, að sögn fjölmiðla, neita þeir að borga bankanum til baka.  Á kannski að nota lánsfé á kostnað skattgreiðenda til að lána bankanum til að borga erlenda lánið sem stóreignamennirnir vilja ekki greiða?

Þarf ekki að fara að setja hreingernigarlið  í þetta peningaumhverfi okkar?             


mbl.is Lán ríkisins verður 37 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta vísbending um afvötnun frá eyðslufylliríinu

Til hamingju með fyrstu vísbendingu um að íslendingar vilji losna úr ánauð skuldafjötra vegna neyslu og óþrafa eyðslu.

Vonandi skammt að bíða næstu vísbendinga, sem væntanlega verður frétt um lækkun á skuldum heimilanna. 


mbl.is Innheimta veltuskatta minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neita að borga lánið?????? Athyglisverð frétt.

Í fyrsta lagi er athyglisvert að Icebank skuli hafa afgreitt þetta lán án haldfastrar tryggingar fyrir endurgreiðslu. Slíkt ber með sér óafsakanlega óvarkárni gagnvart hagsmunum hluthafa bankans.

Í öðru lagi vekur þetta spurningar um hvernig hið erlenda lán Icebank var tryggt og hverjir muni á endanum þurfa að borga það, því erlenda skuldin gufar ekki upp.

Hverjir ætli séu raunverulegir eigendur Icebank? Ætli það séu sömu aðilarnir og vilja ekki borga lánið?  Eða eru stóreignamennirnir, sem ekki vilja borga lánið sem þeir fengu, að ná sér niðri á einhverjum öðrum stóreignamönnum?

Hver er hin raunverulega leikflétta.  Hver borgar í raun erlenda lánið fyrir stóreignamennina?           


mbl.is Greiða ekki lán sem Icebank veitti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2008

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166181

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband