Hverjar eru hugmyndir mótmælenda og hvernig á að koma þeim í framkvæmd ?

Mikilvægt er að þeir sem standa fyrir mótmælum hafi skýra mynd af þeim breytingnum sem þeir vilja ná fram og geti séð fyrir sér hvernig hún verði að veruleika. Jafnframt er nauðsynlegt að þeir sýni að þeir gangi ekki svo fram í eigin vinsældakappi, að aðgerðir þeirra skaði heildarhagsmuni þjóðarinnar, því þá væri verr af stað farið en heima setið.

Ein af aðalkröfum mótmælenda var að kosið yrði strax, sem eðli málsins samkvæmt gat varla orðið fyrr en í vor.  Nú er búið að ákveða að kosið verði í maí. Það mál er því í höfn.

Næsta krafa var að ríksistjórnin færi strax frá og mynduð yrði önnur stjórn eða jafnvel utanþings stjórn.  Þessi krafa var mikilvæg ef ekki næðist fram samstaða stjórnarflokkanna um að kjósa í vor. Bráðabirgðastjórn, hvort sem væri skammtíma minnihlutastjórn á Alþingi eða utnaþingsstjórn, hefðu í raun afar takmarkaðar heimildir og möguleika til annarra aðgerða en sem heyrðu til venjulegs reksturs þjóðfélagsins. Við slíkar aðstæður yrðu allar hjálparaðgerðir til handa heimilum og atvinnulífi afar erfiðar og vafasamt að aðgerðir yrðu stórtækar fyrr en eftir kosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Í ljósi þess að kosningar eru ákveðnar í vor, má segja að uppi sé heppilegasta staða sem við getum haft; að núverandi stjórn verði við völd fram að kosningum. Hún hefur öll nauðsynleg völd og umboð til að grípa til þeirra aðgerða sem samkomulag næst um. Verkefnið framundan er því að finna leiðirnar sem fara skal og koma þeim leiðum á framfæri við ríkisstjórn og alþingismenn. Í aðdraganda kosninga munu þessir aðilar ekki standa mjög þversum fyrir úrbótum sem augljóslega njóta stuðnings mikils hluta þjóðarinnar.

Nú þegar er hafin vinna við endurskipulagningu lýðveldis okkar, án þess að nokkur hafi verið laminn eða grýttur. Í þeim hópi hefur verið lögð áhersla á málefnin í stað hávaða og illinda. Líkur benda til að frá þeim hópi komi hugmyndir um breytt þjóðskipulag, sem færa mun okkur mun betra, opnara og kærleiksríkara samfélag en það sem við höfum lifað við.

Í ljósi þeirrar stöðu sem mér sýnist komin upp, sé ég ekki þörf fyrir frekari hróp, köll eða barsmíðar. Þeir sem vilja haga sér eins og óþekkir krakkar í sælgætisbúð, geta svo sem haldið hávaðanum áfram, meðan hinir leitast við að bjarga því sem hægt er að bjarga. Fólki verður væntanlega ekki bannað að hrópa og berja potta og pönnur, en hver metur þörf sína fyrir slíkt, eftir hæfileikum til að skynja alvarleika þeirrar stöðu sem við erum í.                              


mbl.is Landsmenn taki þátt í friðsömum mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 166180

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband