Þingrofsvaldið er ekki misskilningur forseta

Það vekur mér furðu hve margir menntamenn geisast fram á völlin til að halda fram atriðum sem ekki er nokkur fótur fyrir í stjórnarskrá. Í IV kafla stjórnarskrár er fjallað um störf og starfshætti Alþingis. Þar er hvergi að finna heimild fyrir forsætisráðherra til að rjúfa þing, enda er afar skýrt í 24. gr. stjórnarskrár að það er forsetinn sem hefur þá heimild.

Misskilningur af þessu tagi er partur á svokölluðu "ráðherraræði", þar sem ráðherrar taka sér völd sem þeir hafa í raun alls ekki. Misskilningurinn í þessu er sennilega fólginn í því að þegar forsetinn fær formanni stjórnmálaflokks umboð til stjórnarmyndunar, og þeim formanni tekst að fá stuðning meirihluta Alþingis, fær forseti honum forsætisvald yfir ríkisstjórn, vegna þess að hann nýtur viðurkennds stuðnings meirihluta Alþingis.

Þegar forsætisráðherra missir stuðning meirihluta Alþingis, verður hann að skila forseta aftur umboði sínu, því umboðið byggir á meirihlutatastuðningi á Alþingi.

Starfsstjórn hefur aldrei meirihlutastuðning á Alþingi og hefur því í raun ekkert vald til að taka nýjar ákvarðanir; einungis umboð til að halda öllum eðlilegum samskiptaformum gangandi, eftir þeim lögum og reglum sem þegar eru fyrir hendi. Allar nýjar athafnir sem starfsstjórn mundi vilja koma í framkvæmd, verður hún að bera undir Alþingi og fá þær þar staðfestar af meirihluta Alþingis.

Þessi mikla eðlisbreyting á valdsstöðu forsætisráðherra gerir það að verkum að hann hefur ekkert sjálfsprottið frumkvæðisvald til athafna frá eigin brjósti, og hefur þar af leiðandi, ekki frekar en áður, vald til að rjúfa þing. Eins og áður verður hann að leita til forseta, sem hefur valdið til að rjúfa þing. En áður en forseti fellst á slíkt, verður hann að kanna hvort einhver stjórnmálaöfl geti komið sér saman um myndun meirihluta á Alþingi, til stjórar landinu.

Það er undarlegt að þessi einföldu mál skuli vefjast eins mikið og raunin er, fyrir mikið menntuðu fólki, sem ætti að vera sæmilega læst á venjulega samskipta- og stjórnunarhætti.                 


mbl.is Stórkostlegur misskilningur forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Telur prófessor í stjórnmálafræði forsetann valdalausann ?

Ég er svolítið undrandi á þessum ummælum prófessorsins, því skýr ákvæði eru um það í stjórnarskránni að embætti forseta er alls ekki valdalaust og á ekki að vera áhrifalaust, varðandi heildarhagsmuni þjóðarinnar, þó hann blandi sér ekki í pólitísk deilumál.

Samkvæmt stjórnarskránni hefur forseti afar víðtækt vald, sem hann annað hvort fer með sjálfur eða felur öðrum að fara með undir sinni valdheimild. Skal hér vikið að nokkrum. (leturbr. eru mínar).

Í 13. gr. stjórnarskrár segir svo:  Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt. 

Þarna kemur skýrt fram að forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt, en hann afsalar sér því ekki til þeirra.

Í 15. gr. segir svo:  Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

Ekki er þess getið þarna að hann eigi að gera þetta eftir tillögu þess sem umboð hans hafi til stjórnarmyndunar, eða neinar aðrar undantekningar á valdi hans í þessum efnum.

Í 18. gr. segir svo:  Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.

Í 19. gr. segir svo:   Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

Þarna kemur skýrt fram val forseta, því löggjöf samþykkt af Alþingi eða reglugerðir gefnar út af ráðherrum, hafa EKKERT GILDI fyrr en forseti hefur undirritað þau. Að ráðherra þurfi að undirrita með forseta, ræðst af því að forseti ber ekki ábyrgð á pólitískum athöfnum ráðherra.  

Í 20. gr. segir svo:  Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.  - Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það. -  Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað,..

Í 21. gr. segir svo:  Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. 

 Í 26. gr. segir svo:  Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.

Í 30. gr. segir svo:  Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til. 

Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir valdssvið forsetans, en ég læt þetta duga núna. Ljóst er að samkvæmt stjórnarskrá hefur forsetinn töluvert víðtæk völd, þó honum sé bannað að taka þátt í pólitískum athöfnum, eða öðru stjórnmálalífi.                                     


mbl.is Embættið gegni virkara hlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg á að vera í veikindaleyfi.

Ég er nokkuð undrandi á þessari kröfu um verkstjórn, í ljósi þess að Ingibjörg á að vera í veikindaleyfi.  Ég velti fyrir mér hvort hún og/eða forysta Samfylkingarinnar, geri sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar geta fylgt svona heilaaðgerðum.

Ég fór sjálfur í heilaaðgerð 1987, þar sem fjarlægt var góðkynja æxli.  Þá var ég og fjölskylda mín vöruð við því að á næstu 6 mánuðum eftir aðgerðina, mætti reikna með að það slægi útí fyrir mér og ég ruglaði. Skynjun mín gæti á köflum ruglast svo að ég þekkti ekki konuna mína eða aðra nána fjölskyldu. Rík áhersla var lögð á að óttast þetta ekki, því þetta væri bara tímabundin áhrif frá því að opna höfuðkúpuna, því við það minnkaði þrýstingurinn sem heilanum væri eðlilegt að hafa á sér.

Í ljósi þessara þátta, finnst mér töluvert óráð hjá Samfylkingunni að gera kröfu um verkstjórn í ríkisstjórn næstu mánuðina, því næstu mánuði þarf Ingibjörg að hafa sem minnsta pressu á höfuð sitt.                     


mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 166180

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband