7.1.2009 | 21:44
Lítur út fyrir að skjalafalsið standi eftir sem áður.
Þrátt fyrir þá frétt sem þarna er vísað til, virðist eitt vera ljóst. Glitnir hafi stofnað félag í útlöndum undir nafgninu "Haf Funding". Þangað hafi verið flutt skuldabréfasafn íslenskra fyrirtækja, m. a. skuldabréf sjávarútvegsfyrirtækja, þar sem bankinn hafi tekið veð í skipum langt upp fyrir raunvirði þeirra. Skýringin á þessu er sú að bankamenn hafa talið fiskveiðiheimildir þessara útgerðarfélaga vera EIGN þeirra, án þess að útgerðirnar hafi geta lagt fram nokkra eignapappíra, eða aðrar heimildir til veðsetningar veiðiréttarins, sem verðlagður er á 0 krónur frá hinum raunverulega eiganda.
Af fréttinni má lesa, að Glitnir hafi farið í slóð hinna Bandarísku svikamaskínu, sem gaf út skuldabréfavafninga með upplognum veðgildum sem aldrei yrðu innheimtufær. Með þessu fór bankinn út í afar alvarlega svikastarfsemi, sem engin leið er að sjá fyrir hvort skapa muni þjóðfélaginu meiri skell en þegar er orðinn.
Því miður tel ég mig vita að þetta er ekki eina tilvikið þar sem erlendum bönkum er talin trú um að aflaheimildir íslenskra fiskiskipa sé gilt veðandlag. Þetta gæti því allt eins verið upphafið að uppljóstrun á eldri svikamyllu en útrásarvíkingarnir spunnu; svikamyllu sem áreiðanlega verður þjóðinni ekki síður erfið viðureignar.
Það er ótrúlegur aumingjaskapur í stjórnmálamönnum okkar og þeirra leiðtogum, að þora ekki að opna svikamylluna og hreinsa almennilega út.
Það er líka undarlegt að Samfylkingin skuli enn sleppa með að svara spurningum um það, hvers vegna erlendar skuldir þjóðfélagsins nánast tvöfölduðust á þeim fáu mánuðum sem þeir voru í stjórn. Gáðu þeir ekkert að stöðu þjóðfélagsins í sigurgleðinni yfir því að vera LOKSINS komnir í hina eftirsóttu STÓLA og mega nú RÁÐA yfir þjóðinni?
![]() |
Veðin færð með samþykki fyrirtækjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 7. janúar 2009
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 166180
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur