Öll árin, að frádregnu því fyrsta, frá setningu laga um stjórn fiskveiða, hafa verið brotin lögin um úthlutun aflaheimilda í fiskveiðilandhelgi Íslands. Engin lagastoð er fyrir núverandi úthlutun og því vandséð hvernig eigi að setja lög um afturköllu lagafyrirmæla sem ekki eru til.
Eina lagastoðin um úthlutun aflaheimilda, var sett sem regla um úthlutun með fyrstu lögunum. Þar voru skýr fyrirmæli um að hverju sinni, verði úthlutað aflaheimildum sem meðaltali af afla hvers skips, næstu þrjú árin á undan úthlutunarári. Það er eina lagareglan sem er til um úthlutun aflaheimilda.
Halldór Ásgrímsson (útgerðarmannssonur) og þáverandi sjávarútvegsráðherra, fór hins vegar aðra leið (án lagaheimilda), til að tryggja ættarútgerðinni aflaheimildir. Það var hann sem kom þeirri ólögmætu framsetningu á flug, að úthlutun aflaheimilda ætti einungis að ná til þeirra skipa sem stundað höfðu veiðar þrjú síðustu árin fyrir fyrstu úthlutun. Önnur skip ættu engan rétt.
Frá fyrstu tíð hef ég óskað eftir, bæði við alla sjávarútvegsráðherra og allar sjávarútvegsnefndir, sem setið hafa, til ársins 2008, að þeir sendi mér afrit af lagaheimildum fyrir núverandi úthlutun aflaheimilda, sem og lagaheimildir fyrir því að útvegsmenn SELJI þær aflaheimildir sem þeim er fengin heimild til að veiða. Enginn hefur enn geta sent mér þessar lagaheimildir, og þó ég hafi hart nær 50 ára þjálfun í að leita í lögum og að lagaheimildum, hef ég hvergi geta fundið þessar tilteknu lagaheimildir.
Í þessu sambandi má einnig geta þess að frá 1. janúar 1994 hefur verið virðisaukaskattur á allri sölu fisks. Seldar (eða leigðar) aflaheimildir frá þeim tíma bera því í sér virðisaukaskatt, samkvæmt lögum nr. 50/1988.
Ríkissjóður hefur hins vegar aldrei innheimt þennan virðisaukaskatt hjá söluaðilum aflaheimilda, vegna ólögmætrar ákvörðunar Indriða H. Þorlákssonar, þáverandi Ríkisskattstjóra, um að sala aflaheimilda væri ekki virðisaukaskattskyld. Engin lög heimila Ríkisskattstjóra sjálfstæða breytingu á skattalögum, þar sem í 40. gr. stjórnarskrár segir skýrum stöfum að:
Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.
Þrátt fyrir þetta skýra ákvæði stjórnarskrár, tekur Indriði sér vald til að afnema virðisaukaskatt af sölu aflaheimilda. Slík undanþága stenst ekki, og hefur það loks fullkomlega sannast nú í upphafi þessa árs.
Það er óneitanlega dálítið hlægilegt að Alþingi og stjórnmálamenn skuli vera að velta fyrir sér, að hugsanlega hætta að brjóta lög Alþingis á næstkomandi 20 árum, ef tilnefndur vinnuhópur komist að þeirri niðurstöðu að slíkt væri æskilegt.
Eru stjórnmálamenn með heilbrigða dómgreind og hugsun ?????????????
![]() |
Treystir starfshópnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2009 | 01:07
Sorglegt hve stjórnmálamenn eru lokaðir fyrir leiðum út úr erfiðleikunum
Hæfileikar fólks til að vera í forystu og taka stefnumarkandi ákvarðanir, birtist fyrst þegar takast þarf á við afbrigðilegar aðstæður. Bílstjóri sem með snarræði forðar dauðaslysi. skipstjóri sem bjargar skipi og skipshöfn úr hafróti og straumröst, flustjóri sem flýgur inn í fuglager en nær að lenda vélinni svo að allir komast heilir frá borði. Og svo stjórnmálamaður sem býður sig fram til að stjórna heilu þjóðfélagi, og jafnvel veita því forystu, í ólgusjó heimsviðburðanna, en hvorki sér váboðana sem opinberlega eru birtir þeim mörgum sinnum á ári, og kunna svo engin ráð til bjargar, þegar út í alvöruna er komið.
Kosningar eftir kosningar hefur þjóð okkar valið hóp fólks til stjórnunar þjóðfélaginu, sem ekki hafði þekkingu til að sigla þjóðarskútunni við bestu aðstæður (sem þá voru), eins og núverandi staða okkar sýnir gleggst. Af þeirri ástæðu hrúguðust upp vitleysur, sem fyrstu viðbrögð við greiðsluþroti bankanna, sem enginn hefur enn séð, eða þorað að viðurkenna.
Eitt af helstu vandamálum þjóðfélagsins var að eigendur og vildarvinir bankanna, höfðu komið miklu af fjármagni þjóðarinnar fyrir á erlendum bankareikningum, til að forða þeim út úr íslensku skattaumhverfi. Og með því aukið þörf þjóðfélagsins fyrir erlent lánsfé (sem allt var á skammtímalánum), til eðlilegrar greiðsluveltu.
Þegar lánalínur bankanna lokuðust, lokaðist jafnframt fyrir innstreymi þessa erlenda lánsfjár, sem notað hafði verið til að greiða reglulega fjármunaveltu, vegna eðlilegs reksturs þjóðfélagsins.
Þar sem ekki var til í landinu nægilegt íslenskt fjármagn til eðlilegs greiðslæuflæðis, skapaðist strax stöðnun og vanskilaferli, þegar erlenda lánsfjármagnið hvarf af vettvangi.
Skynsamleg viðbrögð stjórnvalda, við þessar aðstæður, hefði verið að gera flýtiúttekt á heildarfjárþörf þjóðfélagsins, til að halda greiðsluflæði rekstrargjalda innan eðlilegra vikmarka, og sjá hvort íslenskt fjármagn væri til staðar til að sinna þessu greiðsluflæði.
Þegar ljóst varð að mikið af íslenska fjármagninu var horfið úr landinu, hefðu stjórnvöld þegar í stað átt að taka ákvörðun um útgáfu á nýrri íslenskri krónu, þar sem eitt núll hefði verið þurkað út, og auglýsa innköllun á allri íslenskri mynt innan þriggja mánaða. Að þeim tíma liðnum væri gömlu krónurnar verðlausar. En þó myndi Seðlabankinn innleysa gömlu krónurnar næstu sex mánuði. Með slíkri framkvæmd hefði íslenskt fjármagn, vistað í bönkum erlendis skilað sér heim og jafnframt komið í ljós hvort eðlilegir skattar hefðu verið greiddir af því fjármagni sem flutt var úr landi.
Á þessu tímabili hefði þjóðin einnig verið vel upplýst um stöðu mála og hún hvött til ábyrgrar meðferðar á fjármunum og skírt út hvers vegna strangt aðhald og eftirlit yrði haft með útstreymi íslenskrar myntar og gjaldeyris.
Með álíka framkvæmd og hér hefur verið lýst, hefði AGS aldrei verið inni í myndinni. Stjórnvöld hefðu getað haft nokkra stjórn á samdráttarhraðanum og samtímis unnið að uppbyggingu gjaldeyrisskapandi starfsemi, til að styrkja rekstrargrunn þjóðfélagsins og minnka samdráttarþörfina.
Fjöldi haldbærra leiða er til gjaldeyrisskapandi starfsemi, sem ekki krefst mikilla fjárfestinga. Má þar t. d. nefna framleiðslu á ensímum af ýmsum gerðum, sem unnið væri úr íslensku hráefni, með íslensku rafmagnið og íslensku vinnuafli, án allrar mengunar á umhverfinu.
Mikil notkun er á ensímum í veröldinni og við búum við þá sérstöðu að vera með mjög lítið mengað hafsvæði og loftslag, sem mundi gera framleiðslu ensíma hér eina þá verðmætustu sem til væri.
Margt fleira mætti nefna til gjaldeyrissköpunar. Við eigum hér t. d. athyglisverðan fjölda sérfræðinga í tölvu- og hugbúnaðarlausnum, sem þegar eru farnir að mala gjaldeyri fyrir þjóðina, þó stjórnmálaöflin hafi ekki sýnt þessari margslúngnu skipulagsgáfu mikinn áhuga enn. Við seljum einnig stóran hluta af fiskafurðum okkar úr landi sem hráefni, í stað þess að vinna þær hér á landi í verðmætar smásöluumbúðir.
Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp möguleika okkar til eflingar gjaldeyristekna, sem ekki krefjast margra milljarða í fjárfestinu, en enda á markvissari framsetningu á menningu og arfleifð þjóðarinnar, sem aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Eitt af stóru vandamálum okkar í sambandi við að heilla ferðamenn, er sú augljósa minnimáttarkend okkar að snobba, með áberandi hætti, fyrir lægstu gildum í erlendum samfélögum, í stað þess að vera stolt af menningu okkar og sérstöðu.
Íslenska þjóðin á greinilega þó nokkuð langt í land, að hafa lært það sem hún átti að læra af því hruni sem varð haustið 2008. Ef þjóðin gerir ekki skynsamlegar og ábyrgar kröfur til stjórnmálamanna sinna, mun endurreisnin ekki verða varanleg, og næsti skellur líklega mun erfiðari en sá sem verið er að fást við nú.
Framtíð okkar er: Ábyrg skynsemi, eða upphrópanir og ofbeldi.
Okkar er valið
![]() |
Líst illa á fjárlögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 2. október 2009
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 166178
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur