Að meta erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, er vægt til orða tekið KJÁNALEGT.

Þegar maður heyrir hagfræðinga og annað menntafólk tala um erlendar skuldir þjóðarbúsins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, veltir maður fyrir sér þekkingargrunni þeirra sem kenna þjóðfélagsgrunn hagfræðinnar hér.

Fyrir rúmum tveimur áratugum átti ég í bréfaskiptum við fjármálaráðuneytið okkar, vegna þessa sérkennilega samanburðar sem farið var að beita, þegar erlendar skuldir þjóðarbúsins fóru að fara yfir þau mörk gjaldeyristekna, sem sagt hafði verið algjört hámark sem slíkar skuldir mættu fara.

Ráðuneytið svaraði því til að þetta væri gert svona samkvæmt ósk Sameinuðu þjóðanna. Ég leitaði upplýsinga um þetta, því ég gat ekki, og get ekki enn fundið skynsemisglóru í þessu viðmiði. Það gátu þeir hjá Sameinuðu þjóðunum ekki heldur, því þeirra forsenduþættir væru EKKI TIL STJÓRNUNAR EFNAHAGSMÁLA.

Hlutfallakerfið, prósenta af þjóðarframleiðslu, væri sett fram til að fá raunsanna hlutfallaskiptingu allrar veltu í hverju þjóðfélagi fyrir sig. Þannig fengist raunsönn mynd af því hve hátt hlutfall þjóðarframleiðslu (veltu) þjóðfélagsins, færi til heilbrigðismála, menntamála, velferðarmála, til hinna ýmsu greina stjórnsýslunnar og til atvinnusköpunar o.fl. o. fl.

Með þessu fyrirkomulagi skipti ekki máli hver heildarvelta þjóðfélagsins væri, hlutfallsleg skipting gæðanna kæmi alls staðar fram eins, óháð fjárhæðum.

Fákunnátta þeirra hagfræðinga sem mest eru áberandi í fjölmiðlum, um hagstjórn þjóðfélags, hefur verið grátlegt að hlusta á.  Þeir hafa ekki náð heildarmynd þjóðfélagsins í sínum vangaveltum, heldur fyrst og fremst verið bundnir með hugann við fjármunaveltu. Örfáir aðilar, oftast erlendis frá aðrir en Gunnar Tómasson, hafa litið á heildarmyndina. Þá verða hinir oftast vandræðalegir og fara nánast í slóðina hans Ladda,

JÆJA HEMMI MINN. - ALLTAF Í BOLTANUM ??

Ætli þeir kunni ekki að ræða heildarmynd efnahagshreyfinga þjóðfélags ????                    


mbl.is Hlutfall skulda af þjóðarframleiðslu ofmetið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Landsvirkjun ekki tekjulega sjálfbær ???

Það hefur lengi verið vitað að raforkusala til stóriðju hefur ekki verið arðbær fyrir Landsvirkjun. Sennilega mun þó Kárahnjúkavirkjun hafa þar metið, því sá möguleiki er afar fjarlægur að raforkusala þaðan muni bera allan þann kostnað sem þar var lagt út í.

Fáeinum dögum fyrir hrun Kaupþings, sögðu stjórnendur þess banka að fjárhagsstaða hans væri slík að hann væri full-fjármagnaður meira en ár fram í tímann. Fáeinum dögum síðar var hann í greiðsluþroti.

Nú segir fjármálaráðherra, um Landsvirkjun, að staða fyrirtækisins væri góð miðað við önnur fyrirtæki,  sem segir ekkert um Landsvirkjun, því mikill fjöldi fyrirtækja stefnir í gjaldþrot. Það er í það minnsta ákveðin þversögn í því að  "staða fyrirtækisins væri góð"  en samt þurfi ríkissjóður að leggja því til 25 milljarða  styrk á fjárlögum næsta árs; einmitt á þeim tíma sem mest kreppir að í ríkisfjármálum.

Engin haldbær rök er hægt að færa fyrir því að Landsvirkjun hafi verið vel og skynsamlega stjórnað undanfarinn áratug, eða rúmlega það.  Lánastaða hefur vaxið skuggalega mikið og tekjugrundvelli, til endurgreiðslu afborgana og vaxta, ekki gætt svo sem vera skildi. Af þeim sökum draga lánveitendur í efa gjaldfærni Landsvirkjunar, vegna þegar tekinna lána. Og nú, þegar skuldastaða ríkissjóðs og aðrar ábyrgðir s.s. IceSave, lánamál sveitarfélaga og fleira er komið upp á yfirborðið, er ljóst að ríkissjóður verður ekki aflögufær með fjármagn næstu áratugina, til fjármögnunar á taprekstri Landsvirkjunar.

Ljóst er, að þeir orkusölusamningar til stóriðju sem þegar hafa verið gerðir, verða ekki endurskoðaðir eða hækkaðir á næstu árum. Aukna tekjuþörf Landsvirkjunar verður því að sækja til annarrar starfsemi í landinu og heimilanna. Annars staðar eru engar tekjur í sjónmáli fyrir Landsvirkjun.

Mikið lifandis ósköp á þjóðin snillingum Sjálfstæðisflokksins mikið að þakka, fyrir alla þá fjárglæfra og spillingu sem sá flokkur hefur leitt yfir þjóðina á undanförnum áratugum. Það er engin furða þó sá flokkur mælist stærsti sjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum. Það ber glöggt merki um samfélagsvitund okkar og ábyrgð.              


mbl.is Tekist á um Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166178

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband