17.11.2009 | 15:32
Samfylkingin var leiðitamari en Framsókn
Þar sem ég hef verið jafnaðarmaður allt mitt líf, fylgir því nokkur sorg að segja Samfylkinguna bera mesta ábyrgð á þeirri gífurlegu skuldastöðu sem þjóðfélagið er lent í.
Þegar Samfylkingin tók sæti Framsóknarmanna í ríkisstjórn, voru erlendar skuldir þjóðarbúsins rúmir 7.000 milljarðar. Tæpum tveimur árum síðar, þegar hrunið varð, voru erlendar skuldir þjóðarbúsins nálægt 14.000 milljörðum. Höfðu sem sagt u.þ.b. tvöfaldast á tæpum tveimur árum.
Þegar Framsókn fór frá völdum, voru erlendar skuldir þjóðarbúsins þegar orðnar hærri en tekjuöflun okkar gat borið. Í tíð Framsóknarmanna vöruðu margir við þessari þróun, þar á meðal margir Samfylkingar/jafnaðarmenn, sem síðan hafa ekkert látið í sér heyra.
Það er sárt að þurfa að segja, að í mínum huga er stórt spurningamerki um það, hvort Samfylkingar- og jafnaðarmenn í landinu, séu nokkuð minna spilltir, eða spillingarafl, en Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er einnig sárt að horfa á öll þau axarsköft og hreina vitleysu, sem stjórnarflokkarnir hafa látið ganga yfir þjóðina. Engu er líkara en meginþorri þingmanna hafi enga þekkingu á mannréttindum eða réttarstöðu þjóðarinnar gagnvart þvinguðum kröfum ESB; kröfum sem ekki standast raunveruleikapróf, svo sem innlánatryggingarnar.
Ég er næsta viss um að ómenntaður, eða lítt menntaður þingmannahópur, frá miðri síðustu öld, hefði aldrei látið sér detta í hug að beygja hné sín eða höfuð, fyrir þeim kröfum sem hinn HÁMENNTAÐI þingmannahópur okkar gerir nú. Í hverju felst þá þessi langa skólaganga þessa fólks, fyrst úrræði, dugur og kjarkur er einungis brot af því sem ómenntaðir forfeður þeirra höfðu?
![]() |
Opinbera rannsókn á hver var í stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 17. nóvember 2009
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 166178
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur