Samfylkingin var leiðitamari en Framsókn

Þar sem ég hef verið jafnaðarmaður allt mitt líf, fylgir því nokkur sorg að segja Samfylkinguna bera mesta ábyrgð á þeirri gífurlegu skuldastöðu sem þjóðfélagið er lent í. 

Þegar Samfylkingin tók sæti Framsóknarmanna í ríkisstjórn, voru erlendar skuldir þjóðarbúsins rúmir 7.000 milljarðar. Tæpum tveimur árum síðar, þegar hrunið varð, voru erlendar skuldir þjóðarbúsins nálægt 14.000 milljörðum. Höfðu sem sagt u.þ.b. tvöfaldast á tæpum tveimur árum.

Þegar Framsókn fór frá völdum, voru erlendar skuldir þjóðarbúsins þegar orðnar hærri en tekjuöflun okkar gat borið. Í tíð Framsóknarmanna vöruðu margir við þessari þróun, þar á meðal margir Samfylkingar/jafnaðarmenn, sem síðan hafa ekkert látið í sér heyra.

Það er sárt að þurfa að segja, að í mínum huga er stórt spurningamerki um það, hvort Samfylkingar- og jafnaðarmenn í landinu, séu nokkuð minna spilltir, eða spillingarafl, en Sjálfstæðisflokkurinn.

Það er einnig sárt að horfa á öll þau axarsköft og hreina vitleysu, sem stjórnarflokkarnir hafa látið ganga yfir þjóðina. Engu er líkara en meginþorri þingmanna hafi enga þekkingu á mannréttindum eða réttarstöðu þjóðarinnar gagnvart þvinguðum kröfum ESB; kröfum sem ekki standast raunveruleikapróf, svo sem innlánatryggingarnar.

Ég er næsta viss um að ómenntaður, eða lítt menntaður þingmannahópur, frá miðri síðustu öld, hefði aldrei látið sér detta í hug að beygja hné sín eða höfuð, fyrir þeim kröfum sem hinn HÁMENNTAÐI þingmannahópur okkar gerir nú. Í hverju felst þá þessi langa skólaganga þessa fólks, fyrst úrræði, dugur og kjarkur er einungis brot af því sem ómenntaðir forfeður þeirra höfðu?                   


mbl.is Opinbera rannsókn á hver var í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166178

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband