Einhver ruglingur er í þessari frétt

Í fréttinni segir að Nýi Landsbankinn eigi að gefa út skuldabréf að fjárhæð 260 milljarða króna, gengistryggt til tíu ára. Síðan segir í fréttinni:

Ljóst er að bankinn þarf að greiða árlega að meðaltali 26 milljarða króna í gjaldeyri vegna afborgana, auk vaxta.

Þarna er einhver villa á ferðinni.  Sé skuldabréfið gefið út í íslenskum krónum, eins og sagt er í fréttinni, verður skuldabréfið endurgreitt í íslenskum krónum, en ekki með gjaldeyri, eins og látið er líta út fyrir. Greinilegt að sá sem skrifar þessa frétt hefur ekkert vit á því efni sem hann er að skrifa um.

Lítum á annað dæmi:

Þetta þýðir að Landsbankinn þarf að selja krónur í skiptum fyrir gjaldeyri í auknum mæli, sem að öðru óbreyttu ætti að verða til þess að veikja gengi krónunnar. 

Landsbankinn starfar á Íslandi. Íslenska krónan er hvergi í heiminum skáð viðskiptamynt, nema á Íslandi. Þess vegna getur starfandi viðskiptabanki á Íslandi ekki selt ísl. krónur í skiptum fyrir gjaldeyri.

Þurfi Ísl. banki á gjaldeyri að halda, verður hann að kaupa þann gjaldeyri, á því veðri sem fyrir hann er krafist, af þeim sem eiga gjaldeyririnn.

Söluumhverfi ísl. banka fyrir ísl. krónu er nákvæmlega ekkert, því ísl. krónan er - LÖGEYRIR á Íslandi, í fullu verðgildi í öllum viðskiptum - eins og segir í lögunum um gjaldmiðilinn okkar.

  Af þessu leiðir að þjóðin fær ENGAN gjaldeyri út á það eitt að selja krónur, því erlendir aðilar geta einungis notað ísl. krónur í viðskiptum við okkur, og yfirleitt eru sölusamningar okkar, til erlendra ríkja, skráðir í erlendum myntum. Gjaldeyrir þjóðarinnar skapast því eingöngu með sölu okkar á vörum eða þjónustu til erlendar ríkja. Þeim gjaldeyri, sem þannig fæst, skiptir Seðlabankinn yfir í ísl. krónur, en geymir sjálfur gjaldeyrisforðann, til greiðslu á innflutningi okkar á vörum eða þjónustu.

Erlendur gjaldeyrir sem við fáum að láni erlendis, er því einungis lán út á væntanlega vöru- eða þjónustusölu á komandi árum, líkt og þegar við sjálf tökum lán í banka, sem við ætlum að endurgreiða með launum okkar á þeim tíma sem lánssamningurinn nær yfir.

Er ekki kominn tími til að fjölmiðlar sjái sóma sinn í að láta ekki fólk sem enga þekkingu hefur á viðskiptaumhverfinu, vera að skrifa um mikilvæg efnahagsmál? 

Var ekki talað um að hverfa frá því rugli sem hefur viðgengist á undanförnum árum? Hvernig á það að vera hægt ef fjölmiðlar halda stöðugt áfram að dæla rugli og vitleysu yfir landslýð. Það er margfallt betra að þegja en að bulla þvílíka vitleysu sem fram kemur í þessari frétt.         


mbl.is Samkomulag um lækkun gengisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 166178

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband