Afar athyglisverð ákvörðun

Maður getur nú ekki annað en staldrað við svona frétt. Um það hefur mikið verið talað að þjóðinni sé mikil þörf á vel menntuðu og vel hugsandi fólki inn á þing.

Þeir sem hafa fylgst með ferli Guðfinnu í áraraðir, eru væntanlega allir sammála um að þar fari kona sem hefur óvenju mikla góða kosti að bera. Hún er vel gáfum gætt, vel menntuð og kann greinilega vel að fara með báða þessa hæfileika. Af orðræðu hennar og framgöngu hefur vel mátt greina verðmæta mannkosti, svo sem hjartahlýju og heiðarleika.

Þegar manneskja með alla þessa hæfileika, vill ekki framlengja tveggja ára dvöl á Alþingi okkar, hlýtur maður stiga niður fæti og spyrja sig hvað valdi slíku.

Ég skora á fólk í landinu að hugleiða þetta. Hvort þarna geti verið til grundvallar eitthvað í innra pólitísku umhverfi (ekki flokkspólitískt) í landinu, sem sagt hefur verið valda þeim atgerfisflótta sem áberanbdi hefur verið í framlínu stjórnmála okkar á undanförnum áratugum.

Ég hef aldrei verið Sjálfstæðismaður, en ég hef þó hrifist af mörgu sem Guðfinna hefur sagt og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.                 


mbl.is Guðfinna ekki í kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt versta mein samtímans

Eitt versta mein samtímans, er það fjölmiðlafólk sem virðist lifa fyrir það að BÚA TIL neikvæðni og æsifréttir, með því að setja fram ranghverfu og útúrsnúning þeirrar orðræðu sem við það er haft.

Mig hefur oft undrað hve mikið er um svona fjölmiðlun, og hve mikill fjöldi fólks drekkur í sig svona neikvæðni. Líkt og forfallinn fíkill vímuefni, eftir langa bið eftir meiri skammti vímuefnis.

Þetta ástand lýsir sér afar vel í þeirri frétt sem hér um ræðir. Blaðamaðurinn leggur forseta okkar orð í munn, sem flestir skynsamir menn sjá starx að hlýtur að vera rangfærsla og vitleysa. Samt þyrpast fíklarnir út á ritvöllinn með óhróðri og árásum á forsetann, í stað þess að skamma blaðamanninn fyrir að ljúga á niðurlægjandi hátt upp á forseta okkar og þjóðina.

Það verður ekki betur séð en við munum þurfa marga mánuði til viðbótar í þrengingagöngu okkar. Líklega líkur henni ekki fyrr en þjóðin hefur fundið að nýju hina heilbrigðu skynsemi, og virðir heiðarleika meira en öfgakennd ósannindi, sem til þess eru ætluð að valda þekktum spennuviðbrögðum, sem eru upphlaup og æsingur.

Þjóðin ræður ÖLLU um það hve langan tíma hún lifir í fíknifarvegi æsings og uppþota. Með samstilltri höfnun á vinnubrögðum líkum þeim sem þessi blaðamaður virðist beita, munum við líklega sjá vora fljótlega, í tvöföldum skilningi þess hugtaks. En höldum við svona áfram (í neikvæðni æsing og spennu), munu erfiðleikar okkar áreiðanlega aukast verulega, áður en vora fer í þjóðarsál og efnahag.                  


mbl.is Þjóðverjar fái engar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband