Af hverju er ESB með íslandsnefnd ?

Það vekur mér athygli að ESB skuli vera með Íslandsnefnd í gangi, þegar Ísland er ekki einu sinni farið að sækja um aðild að sambandinu. Er ESB búið að setja af stað áróðurspressu, til að véla hið skammsýna og ístöðulausa stjórnmálalið okkar til inngöngu í klúbbinn, áður en til gjaldþrots hans kemur?

Þessi blessaða austurevrópska kona, sem þessa grein skrifar væri ekki í þeirri stöðu sem hún er, nema vera sérstaklega röggsöm að setja fram tælandi veiðigildrur, því ESB er í sárri þörf fyrir ríki sem skapa mikil verðmæti og við erum nánast eina ríkið í Evrópu, utan ESB, sem hefur möguleika á að skapa meiri verðmæti en þjóðin þarf til framfærslu. Við yrðum því eitt af jákvæðu greiðsluríkjum Evrópu, þar sem við myndum greiða meira til ESB en við fengjum þaðan í styrki.

Í mörg ár hefur ESB gengið ágætlega að veiða til sín unga Íslendinga og gilla svo fyrir þeim sæluríkið, að heiðaþvottur Rússa, hér á árum áður í Gúlaginu, skilaði ekki nærri eins góðum árangri. ESB hefur lagt gífurlegt fjármagn í þennan heilaþvott og ég yrði ekki hissa þó í ljós kæmi að flestir af hörðustu baráttumönnum fyrir inngöngu í ESB, væru í einhverri fjármunalegri tengingu við sambandið, gegnum bein laun eða styrki, eða gegnum hliðarliggjandi stuðningsgreiðslur.

Það er alveg ljóst, að ESB er búið að setja stopp á inngöngu fleiri ríkja sem þýða myndu neikvæða greiðsluflæði fyrir ESB; að þeir þyrftu að greiða meira til inngönguríkisins í formi aðstoðar og styrkja, en þeir fengju þaðan í aðildargjald. Slíkt er eðlilegt í ljósi hinnar þröngu fjárhagsstöðu sambandsins.

Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur, nú þegar við erum að komast niður á jörðina í hugsun um fjármál, að í raun er ESB mun ver á vegi statt efnahagslega en við vorum, rétt fyrir hrun bankanna. Skuldir þeirra eru gífurlegar og að miklum hluta í skammtímalánum. Nú þegar þrengir að á fjármálmarkaði, liggur ekki nýtt lánsfé á lausu, til endurnýjunar á þeim skammtímalánum sem ekki verður hægt að greiða, vegna rekstrarhalla sambandsins, þar sem kostnaður er hærri en tekjur.

Það eru þó nokkur ár síðan ég fékk þá sýn að Evran yrði fyrir alvarlegu áfalli árið 2010 + - eitt ár í hvora átt, og að líklega muni ESB liðast í sundur ári síðar.  Ekkert er enn sjáanlegt sem bendir til annars en að þetta muni ganga eftir, svo ég tel ráðlegast fyrir Íslendinga að fara sér hægt við að samningsbinda auðlindir okkar við þetta samband, því lánadrottnar ESB munu skipta á milli sín öllum tekjugefandi samningum þeirra, og þá vitum við ekkert hver verður eigandi að réttindum gagnvart auðlindum okkar.

Það er áreiðanlega betra að vera frjáls og fátækur, en vera alslaus og bjargarlaus þræll.  Lýðveldið okkar og sjálfsforræðið er of ungt til að fórna því á ímyndaraltari veldishugsjóna.          


mbl.is Vill Ísland í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir Sjálfstæðisflokksins í fyrsta sæti

Það voru ríkari hagsmunir þjóðarinnar, á s.l. hausti, að fá upplýsingar um samskipti þáverandi forsætisráðherra Geirs H. Haarde við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS),  en það er nú að fá upplýsingar um athugasemdir AGS við frumvarpið um Seðlabankann.

Af viðbrögðum Birgis nú, kemur hann afar ljóslega út úr skápnum og lýsir yfir að hagsmunir FLOKKSINS gangi fyrir öllu. Í útvarpi í morgun sagði hann berum orðum að það væru hagsmunir Sjálfstæðisflokksins fyrst og fremst að fá þessar upplýsingar.

Voru þá ekki jafn ríkir hagsmunir Sjálfstæðisflokksins að fá, á s.l. hausti, upplýsingar um samskipti Geirs við AGS? Fengu þeir þessar upplýsingar þá, þar sem Geir er formaður FLOKKSINS, þó þær ættu ekki að berast út? Af hverju varð enginn hávaði í haust út af meintum trúnaði vegna samskipta við AGS?

Er þjóðinni nauðsyn á að greiða svona mönnum há laun fyrir setu á Alþingi, þegar þeir yfirlýsa að þeir séu fyrst og fremst að þjóna hagsmunum pólitísks stjórnmálaflokks, en ekki hagsmunum þjóðarheildarinnar?

Þjóðhollusta nr. 1 á þinginu.        


mbl.is Birgir fær ekki gögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband