19.2.2009 | 21:34
Endurreisn Íslensks trúverðugleika
Mér finnst dálítið óþægilegt að horfast í augu við þá staðreynd, sem stöðugt er að koma betur í ljós, að hugmyndafræði margra hagfræðinga, virðist vera svo óþægilega lík þeirri hugmyndafræði "Ný-frjálshyggju", sem nýlega er búin að jarða meginhluta fjármálaumhverfis veraldarinnar.
Sterk sveifla fer um heiminn, sem gerir kröfu til þess að með afgerandi hætti, verði horfið frá þeirri stefnu sem leiddi til hrunsins. Og aftur verði horfið til gamalla gilda um raunverulega verðmætasköpun og viðskipti með raunveruleg verðmæti, en ekki ímyndaðar væntingar um síðari hagnað og hagsæld.
Á öðrum og þriðja fjórðungi síðust aldar, óx hagsæld á Íslandi meira en áður hafði þekkst. Erlendar lántökur voru þá takmarkaðar við nauðsynlega uppbyggingu þjóðarbúsins, en engar erlendar lántökur stundaðar til að stunda fjárhættuspil, byggingar óþarfra húsa, eða til að stunda lítt þarfa verslun og þjónustu.
Á framangreindu árabili óx upp sú kynslóð þjóðarinnar sem á síðustu árum hefur verið að taka við kyndlinum, til frekari uppbyggingar og velsældar í þjóðlífi okkar. Á s.l. áratug fékk þessi kynslóð að reyna hugmyndafræði sína, til framtíðaruppbyggingar þjóðlífsins, og í dag horfum við yfir árangur þeirrar hugmyndafræði, með þjóðfélagið í molum og hrunið viðskiptatraust.
Það er afar mikill misskilningur hjá Gylfa að viðskiptatraust okkar komi aftur með auknu lánsfjármagni. Enginn ALVÖRU viðskiptamaður í eðlilegu umhverfi, trúir því að viðskiptamenntaðir menn á Íslandi hafi ekki verið meðvitaðir um í hvað stefndi, í það minnsta þremur árum áður en hinar endanlegu þrengingar leiddu til falls bankanna.
Það eru því ekki peningarnir sem munu endurreisa viðskiptatraust okkar, heldur opinber og raunsæ stefnu- og viðhorfsbreyting viðskiptamenntaðra manna, sem og meginþorrar þjóðarainnar, varðandi heiðarleika og opna og falslausa umfjöllun um glæfraverk sem beinlínis stefna þjóðinni í vandræði.
Þjóðin sem slík, skuldar erlendum lánadrottnum ekki mikið fé. Erlendir lánadrottnar eiga hins vegar veruleg verðmæti inni hjá þeim bönkum sem lentu í þroti, vegna barnaskapar og græðgi stjórnenda þeirra. Samningar þessara aðila eru stjórnvöldum óviðkomandi, enda átti ríkið ekkert í þessum bönkum þegar þeir hrundu; og er þar af leiðandi óviðkomandi skuldastaða þeirra.
Við Gylfa vil ég segja þetta. Það eru sem betur fer margir menn hér á landi, sem hafa fulla trú á getu þjóðarinnar til að endurreisa efnahag sinn og viðskiptaálit á komandi áratugum og þekkingu til að skipuleggja slíkt. Það væri undarleg fyrirhyggja hjá forsjáraðila, sem fengi óvitanum aftur í hendur eldspítur, eftir að hann hefði kveikt í húsinu og brennt það næstum til grunna, með óvitaskap sínum.
Biddu því þjóðina ekki um að verða aftur hleypt í aðstæður til frekari erlendrar lántöku, til endurreisnar á "fjármálamarkaði" hér á landi, meðan fagmenn í rekstrarfræðum eru EKKERT farnir að koma í framkvæmd starfsemi sem skapar atvinnu og gjaldeyrir.
Það er ennþá til töluverður fjöldi manna í landinu, sem veit hvernig á að byggja upp raunveruleg verðmæti, velsæld og velferð, án þess að þurfa "fjármálamarkað" til að glata peningunum.
![]() |
Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 17:31
Hver á Austurhöfn ehf. ?
Í fyrirtækjaskrá er sagt að Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, eig Austurhöfn ehf. Hvergi í gögnum Alþingis er hins vegar að finna heimildir til að stofna þetta einkahlutafélag. Ríkið er því, án allra heimilda, skráð sem eignadi þessa hlutafélags og getur aldrei orðið greiðsluskylt gagnvart þeim skuldbindingum sem félagið hefur gengist undir fram til þessa.
Einnig er hvergi í gögnum Alþingis finnanleg heimild til handa menntamála- og fjármálaráðherrum, til að skuldbinda ríkissjóð vegna byggingar og reksturs tónlistahúss. Sá samningur sem á sínum tíma var gerður, og undirritaður af menntamála- og fjármálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins, er því enn algjörlega á persónulegum ábyrgðum þeirrar, þar sem Alþingi hefur hvorki veitt heimildir til slíkra skuldbindinga eða staðfest hinn gerða samning.
Þá er á það að líta, að viljayfirlýsing ráðherra, um framkvæmdir eða fjárskuldbindingar, hefur ekkert skuldbindandi gildi fyrir ríkissjóð, nema því aðeins að Alþingi hafi veitt ráðherranum heimild til að rita undir slíka skuldbindandi viljayfirlýsingu.
Það verður að segjast, að í þeirri stöðu sem þjóðfélag okkar er nú, og mun verða næsta áratuginn eða svo, er það afar gróf aðför að velferðinni hér í landinu að ætla að henda öllu þessu fjármagni í þetta hús, sem fyrirsjáanlegt er að mun aldrei geta borið sig rekstrarlega. Þegar einnig er til þess litið að samkvæmt áætlun mun í besta falli helmingur ætlaðra starfa verða hér á landi. Einnig mun stór hluti ætlaðra útgjalda verða aðkeypt erlent efni, sem greiða þarf með gjaldeyri sem við eigum ekki og höfum ekki lánstraust fyrir.
Svo virðist sem Alþingi hafi ekki enn tekið á sig neinar skuldbindingar gagnvart þessari húsbygginu. Í ljósi þeirrar stöðu sem fjármál þjóðfélagsins eru nú, væri það hreint brjálæði af alþingismönnum að veita slíka skuldbindingu nú, hvað þá að ljá máls á fjárútlátum vegna þessa óráðsdraums sem þetta hús er.
![]() |
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 19. febrúar 2009
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur