4.2.2009 | 18:23
Skrítið svar frá Fjármálaeftirlitinu
Fjáarmálaeftirlitið var ekki spurt um hvort hafi komið tilboð frá breska fjármáaeftirlitinu. Hefði svo verið, hefði svar þeirra verið eðlilegt.
Í spurningunni er fullyrt, enda margoft komið fram í fréttum, að breska fjármálaeftirlitið hafi gert hið umrædda tilboð.
Fjármálaeftirlitið okkar þurfti einungis að svara, að þeir hafi vitað um þetta tilboð, eða að þeir hafi ekkert vitað um þetta tilboð.
Í slíku svari er engin uppljóstrun um samskipti við breska fjármálaeftirlitið. Fjármálaeftirlitið okkar þurfti einungis að staðfesta hvort þeir hafi vitað um atriði sem voru gerð opinber í fjölmiðlum og lúta því engum leyndarreglum.
![]() |
Vissi ekki um tilboð breska fjármálaeftirlitsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 17:32
Stjórnarskráin I - Eru völd Alþingis æðri völdum forsetans ?
Stjórnmálamenn og einstakir áhugamenn um einstakar stefnur í pólitík, hafa lengi deilt um hver hin raunverulegu völd forsetans okkar séu. Nú nýlega, í umræðum um stjórnarskipti eða hugsanlegt þingrof, kom enn ein umræðan um þessi mál fram í dagsljósið. Eins og fyrr sýndist þar sitt hverjum og enn sem fyrr varð engin niðurstaða úr slíkum umræðum.
Þegar ég var ungur maður, hafði ég hlustað á samræður fósturföður míns við nokkra þeirra þingamanna sem sátu á þingi (1944) þegar fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins var samþykkt. Þessar umræður vöktu það mikinn áhuga hjá mér að síðar varð ég mér úti um fyrstu stjórnarskrá konungsríkisins Íslands, sem samþykkt var árið 1920 og allar breytingar sem gerðar höfðu verið á henni fram til lýðveldistímans.
Fósturfaðir minn, sem verið hafði í forystu verkalýðsmála og var, í upphafi lýðveldistímans umsagnaraðili fyrir Alþýðuflokkinn um þingmál og þjóðmál, átti öll Alþingis- og stjórnartíðindi frá lýðveldisstofnun. Það voru því hæg heimatökin að geta lesið allt sem sagt var á Alþingi í sambandi við setningu fyrstu stjórnarskrár lýðveldisins.
Og nú, þegar umræða um framangreinda valdatogstreitu fór af stað, ásamt umræðu um að breyta þyrfti stjórnarskránni, fannst mér upplagt tækifæri til að leggjast aftur yfir þessa sögu og rifja upp hvernig þessi valdatogstreita var til komin og hverjir stóðu fyrir henni. Ég mun því á næstunni birta þessa sögu, byggða á staðreyndum Alþingis- og stjórnartíðinda, sem ég mun svo leiða fram hugrenningar um til frekari glöggvunar á því sem ritað er.
Ég mun ekki birta þetta allt í einum pistli, því það yrði of langur lestur í einu lagi fyrir svona miðil. Ég mun hins vegar leitast við að hafa þetta þannig að ákveðið samhengi verði milli pistla, þannig að þeir sem vilja skoða söguna í heild, geti safnað pistlunum saman.
STJÓRNARSKRÁIN 1920
Þann 18. maí 1920, er samþykkt fyrsta stjórnarskrá konungsríkisins Íslands, eftir að landið hafði verið lýst fullvalda þann 1. desember 1918. Stjórnarskrá þessi tók gildi 1. janúar 1921 og féll þá úr gildi stjórnarskrá um hin sérstöku málefni Íslands, frá 5. janúar 1874, ásamt stjórnskipunarlögum frá 3. október 1903 og 19. júní 1915, um breytingar á stjórnarskránni.
Þau atriði sem helst er deilt um nú, lúta að valdssviði forsetans. Í stjórnarskrá frá árinu 1920 er það reyndar kóngurinn sem er æðsta vald og miðast stjórnarskráin við það. Þess vegna segir í 1. gr. þeirrar stjórnarskrár:
"Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."
Af þessum orðum má glögglega sjá að stjórn Íslands er konungsstjórn, en að hún er þingbundin. Það segir manni að konungurinn hefur sér til stuðning þing sem gerir til hans tillögur um lög og stjórnarhætti, sem hann samþykkir, falli þau að hugmyndum hans um stjórnun landsins.
Í 2. gr. stjórnarskrár 1920, er en frekari stuðningur við þessa skipan, en þar segir eftirfarandi:
"Löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi, báðum saman, framkvæmdavaldið er hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum."
Tvennt er athyglisvert við þessa grein. Annars vegar að samkvæmt eðlilegri röðun ofan frá, er konungurinn talinn fyrstur þar sem æðsta valdið er hjá honum, samanber 9. gr. hér á eftir. Alþingi er því greinilega tröppu neðar en æðsta valdið, þó æðsta valdið geti ekki eitt og sér sett löggjöf, frekar en að Alþingi geti eitt og sér sett löggjöf.
Hins vegar er á að líta, að í þessari stjórnarskrá er framkvæmdavaldið einvörðungu hjá konungi, eða æðsta valdinu, þó sagt sé í 9. gr. að hann láti ráðherra framkvæma vald sitt.
Til áréttingar er hér 9. greinin í heild sinni, en hún hljóðar svo:
"Konungur hefur æðsta vald í öllum málefnum ríkisins, með þeim takmörkunum, sem settar eru í stjórnarskrá þessari, og lætur hann ráðherra framkvæma það. Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík."
Í 10. grein er enn fjallað um ábyrgð. Þar segir svo:
"Konungur er ábyrgðarlaus og friðhelgur. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært þá fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."
Hér hefur verið vakin athygli á nokkrum þeirra þátta sem fjalla um tröppun valdssviða í íslensku samfélagi fyrstu áratugi fullveldis þjóðarinnar.
Tvennt finnst mér áberandi þarna. Annars vegar hve skýrt er kveðið á um að konungur sé æðsta vald í öllum málefnum ríkisins, en sé jafnframt ábyrgðarlaus og friðhelgur.
Hins vegar er sú staðreynd að framkvæmdavaldið er einvörðungu hjá konungi, þannig að greinilegt er að ráðherrar hafa ekkert sjálfstætt vald, heldur lúta í öllu æðsta valdinu og þeim ber að framkvæma valdsþætti æðsta valdsins, en jafnframt bera fulla ábyrgð á öllum sínum gerðum.
Látum hér staðar numið í dag, enda kominn svolítill grunnur undir það sem síðar kemur í ljós.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.3.2016 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 4. febrúar 2009
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 166179
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur