Framkallar evran stöðugleika ?

Gamalt máltæki segir: "Árinni kennir illur ræðari". Fullkomlega má heimfæra þetta máltæki upp á þá sem halda því fram að óstöðugleiki í efnahagsmálum okkar sé krónunni að kenna. Krónan er í raun hvorki orsök né afleiðing óstöðugleika í efnahagslífinu.

Óstöðugleikinn á sín eðlilegu upptök í höfði stjórnenda efnahags- atvinnu- og fjármála í þjóðfélagi okkar. Í gamalli speki var þetta kallað "að taka vitlausan pól í hæðina." Sé slík gert, verður stefnan röng og menn komast alls ekki á þann stað sem þeir ætluðu að fara.

Hvað veldur því að menn tali um að krónan sé ónýt. Hún er í fullu gildi á sínu gildissvæði. Utan þess gildissvæðis hefur hún ALDREI verið gjaldmiðill, svo þar hefur engin breyting orðið á. Hvers vegna telja menn krónuna ónýta?

Það helsta sem heyrst hefur, fellur að því að fyrirtæki og bankar í öðrum löndum vilji ekki taka við krónunni sem gjaldmiðli eða greiðslu. Er það krónunni að kenna? Engin önnur stjónrvöld en Íslensk hafa nokkurn tíman viðurkennt krónuna sem gjaldmiðil.

Ef vantraust skapast í viðskiptaumhverfi er það aldrei verðmætis- eða greiðlumiðlinum að kenna. Slíkt er ævinlega afleiðingar af óheiðarleika í viðskiptum, sem orsakar hrun á trausti milli viðskiptaaðila.

Lítum aðeins á  hliðstæðu. Eru t. d. hlutabréf í Íslenskum fyrirtækjum almennt ónýtur gjaldmiðill? NEI. Gjaldmiðillinn sem slíkur er ekki ónýtur, sé hann í höndum manna sem viðskiptaumhverfið treystir. Bjóði hins vegar einhver, sem nýlega er búinn að eyðileggja mörg þúsund milljarða verðmæti, slíkan pappír til sölu, verða væntanlega ekki margir kaupendur á biðlista.

Það sem ég er hér að benda á, er að traust okkar út á við mun ekkert aukast þó við getum boðið annan gjaldmiðil. Það munu engir standa í biðröðum til að bjóða okkur að fá þann gjaldmiðil að láni, frekar en nú er í boði, því allar afurðir okkar eru seldar í erlendum gjaldmiðli, sem lánveitandinn gæti tekið veðstöði í.

Hugsunin sem býr að baki hinni ódrengilegu árás á krónuna okkar virðist því miður vera einskonar frjálshyggju heilkenni, sem þekkt er fyrir að loka fyrir dómgreind og skynsemi, jafnvel á ýmsan hátt hinna vönduðustu manna.

Ef við værum viss um að þjóðfélag okkar myndi þrífast og dafna vel í gjaldmiðilsumhverfi evru, væri einfaldasta leiðin fyrir okkur að taka sem fyrst ákvörðun um að íslenska krónan fylgdi gengi evru. Hvort hún yrði jafngild evru eða hlutfallsgildi yrði að koma í ljós. En með því að láta krónuna fylgja evrunni, væri slíkt gjaldmiðilsumhverfi komið á, og við gætum farið að spreyta okkur á því að reka þjóðfélag okkar í stöðugleikaumhverfi, líku því sem evruaðdáendur þrá svo afskaplega heitt, án þess að skilja afleiðingar þess fyrir þjóðfélagið.          


mbl.is Vilja upptöku evru í samvinnu við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband