Opinberum fyrirtækjum er óheimil viðskiptaleynd um verð seldrar þjónustu

Opinberum fyrirtækjum er óheimilt að sveipa leynd eða trúnaði um söluverð þjónustu sinnar eða afurða. Það ætti ekki að þurfa að rökstyðja slíkt fyrir heilbrigt hugsandi fólki; en kannski er heilbrigð hugsun orðin fátíð eða í útrýmingarhættu.

Trúnaðarupplýsingar eiga fullan rétt á sér milli einkafyrirtækja, en vegna jafnræðisreglu stjórnarskrár er opinberu fyrirtæki óheimilt að vera með óopinberar verðskrár yfir þjónustu sína eða söluafurðir.

Málið er í raun ekki flóknara en þetta. Viðskiptaaðilar OR og Landsvirkjunar vita að þeir eru að kaupa af opinberu fyrirtæki og EIGA því að vita að leynd yfir meginefni slíkra samninga stenst ekki grundvallarreglur um upplýsingaskyldu opinberra fyrirtækja.

Það hefur hins vegar lengi verið þekkt að spillingaröflin snúa gjarnan baki við þeim sem þau eiga að vernda, þegar þau telja sig komast á slóð þeirra sem dreifa seðlum eða flottræfilshætti.                    

 


mbl.is Verður að virða umsaminn trúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2009

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 166179

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband